blaðið - 07.07.2007, Blaðsíða 16
16
LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2007
blaðiö
Dor4/*tUl> 07
BabýSam
Skeifunni 8 - s. 568 2200 - Smáralind - s. 534 2200
I www.babysam.is
Fa li e0 a r \/ö0 0 ucr
«fjp_______
VIÐ HEIMTUM ÓDÝRA FARSÍMA
erðsamanburð c-.
arsimaiagennn.is
blaði
Auglýsingasíminn er
510 3744
Upp úr bönkernum!
Þær tilraunir til hryðjuverka
sem fóru út um þúfur í
Bretlandi fyrir viku kalla á
fáeinar athugasemdir.
I fyrsta lagi: Það merkilegasta við
hin misheppnuðu hryðjuverk var
einmitt sú staðreynd að þau mis-
heppnuðust. Enn hefur ekki verið
upplýst hversu miklu munaði að
hryðjuverkamönnunum tækist það
ætlunarverk sitt að myrða fjölda
manns, en þrátt fyrir að um virðist
hafa verið að ræða hóp hámennt-
aðra einstaklinga - og þar með
væntanlegra ekki alvitlausra - þá
fór þetta allt í handaskolum.
Guðsblessunarlega, vitaskuld.
Trúfífl og fasistar
Það er hins vegar mikilvægt
að menn geri sér grein fyrir að
hryðjuverkatilraunin í Bretlandi er
ekki merki um í hve mikilli hættu
almenningur á Vesturlöndum er.
Raunar mætti segja að þessi
misheppnaða tilraun sýni hið
þveröfuga. I hve LÍTILLI hættu fólk
á Vesturlöndum er. Hið skelfilega
A1 Kaída með allar sínar klær úti
- leynileg sella terrorista úr alls
óvæntri átt - og hvað gerist?
Brunninn jeppi í anddyri
flugstöðvar.
Þrátt fyrir gríðarlegar umræður
og oft æsing í vestrænum fjöl-
miðlum út af hryðjuverkahættu, þá
er staðreyndin sú að hættan á því
að einstaklingur á Vesturlöndum
láti lífið í hryðjuverkaárás er nán-
ast engin.
Núll komma núll núll núll
eitthvað prósent - ég hugsa að það
sé varla einu sinni hægt að reikna
það út.
Og mikilvægt að láta af hyster-
íunni sem hefur verið markvisst
kynt undir undanfarin ár. Sú móð-
ursýki þjónar aðeins hagsmunum
tveggja öfgahópa sem hafa fengið
alltof mikið rúm í hugarheimi Vest-
urlandabúa upp á síðkastið.
Annars vegar eru það trúfíflin og
frjálshyggjufasistarnir í Bandaríkj-
unum, dyggilega studdir vopna-
framleiðendum og hernaðarspekú-
löntum sem róa undir þeirri trú
sem þó var afsönnuð þegar fyrir
þúsundum ára - að það er tilgangs-
laust að reyna að sigra skæruliða
og hryðjuverkamenn með massífu
hervaldi og ógnarstjórn.
Hins vegar eru það trúfíflin
og hinir íslamísku fasistar sem
hreiðrað hafa fáránlega vel um
sig í trúarkerfi múslima - ekki
m „Hryðjuverk mælast
ekki sem dánaror-
sök á Vesturlöndum.
Við höfum ekkert að gera
niður í þennan stríðs-
bönker"
síst með peningum frá olíufurst-
unum bandamönnum okkar í
Sádi-Arabíu.
Þessir tveir hópar elda grátt
silfur en í raun hafa þeir sameigin-
legra hagsmuna að gæta - að telja
almenningi á Vesturlöndum trú
um að hann búi við stöðuga hættu
á því að glata lífi og limum fyrir
hryðjuverkamönnum.
Og alltof margir eru tilbúnir til
að dansa með þessum öfgahópum.
Okkur er tjáð að við eigum að haga
lífi okkar með tilliti til hinnar
ógnarlegu hættu - leggja allt
þjóðfélagið undir - láta af hendi
mannréttindi okkar og láta líðast
að í okkar nafni sé farið með fárán-
legan stríðsrekstur í önnur lönd.
Látum etja okkur til (jandskapar
Og látum etja okkur til tor-
tryggni og fjandskapar í garð
almennra fylgismanna trúarbragða
sem telja hundruð milljónir ein-
lllugi Jökulsson
skrifar um stríðsæsingar
staklinga sem koma hryðjuverka-
mönnum nákvæmlega ekkert við.
Þótt á hinn bóginn hafi hinir
fasísku íslamistar vissulega náð ein-
hverjum og hryggilegum árangri
við að telja óbreyttum múslimum
trú um að þeir sjálfir séu einhvers
konar merkisberar trúarinnar
- verjendur Múhameðs og hafa beri
samúð með málstað þeirra.
Hin ofsakenndu viðbrögð á
Vesturlöndum eiga þó sannarlega
sinn þátt í að kveikja þá villutrú
í hugum múslima að þeim beri
einhver skylda til að bera blak af
morðvörgum íslamista. Því áróð-
ursmaskína hinna kristnu fasista
fer jú hamförum gegn íslam og mús-
limum almennt í stað þess að berj-
ast eingöngu gegn íslamistunum
- sem eru allt annar handleggur en
venjulegir trúaðir múslimar.
Rétt eins og venjulegir Vestur-
landabúar eru blessunarlega annar
handleggur en frelsunartrúfíflin
vestur í Bandaríkjunum. Þótt
hvorir tveggja teljist kristnir.
Ég hef sagt þetta allt saman
áður. Oft, held ég. Það virðist bara
koma fyrir lítið. 1 hvert sinn sem
uppvíst verður um hryðjuverk í
undirbúningi - tala nú ekki um í
þau sárafáu skipti sem þau lukkast
- þá ætlar allt af göflunum að ganga.
Og okkur er ýtt langleiðina niður í
bönkerinn.
Sem er jú einmitt það sem báðir
aðilar vilja.
Lögreglan dugar
En við eigum ekki að hlusta. Við
eigum ekki að láta hræða okkur.
Hættan er næstum engin. Hryðju-
verk mælast ekki sem dánarorsök
á Vesturlöndum. Eins og margoft
hefur verið bent á: Það drukkna
fleiri í baði en deyja fyrir hendi
hryðjuverkamanna. Ættum við
að hefja stríð gegn Gustavsberg?
Við höfum ekkert að gera niður
í þennan stríðsbönker þar sem
við verðum smátt og smátt svipt
öllum mannréttindum, allri lífs-
gleði, öllum þrótti, allri sjálfstæðri
hugsun, allri gagnrýni á okkar
eigin stríðsherra - og förum að líta
á okkur annaðhvort sem dáta eða
fallbyssufóður í ímynduðu stríði.
Að lokum: Þótt ég hvetji ein-
dregið til þess að við hættum að
láta hræðslu við hryðjuverk stjórna
lífi okkar á Vesturlöndum, þá þýðir
það vitaskuld ekki að stjórnvöld í
vestrænum ríkjum eigi ekki að verj-
ast hryðjuverkum og tilraunum til
hryðjuverka. En þau eiga að verjast
með lögreglunni, ekki hernum. Og
hin misheppnuðu hryðjuverk í Bret-
landi sýna að venjulegar lögregluað-
gerðir duga alveg takk prýðilega.