blaðið - 07.07.2007, Blaðsíða 27

blaðið - 07.07.2007, Blaðsíða 27
blaðiö LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2007 27 Einkasýning Guðrúnar Veru í Gallery Turpentine Þjóðfélagsrýni í fígúrum Guðrún Vera Hjartardóttir hefur opnað skúlptúrsýningu i Gallery Turpentine við Ingólfsstræti 5a, en hún var formlega opnuð klukkan fimm í gær. Um er að ræða einka- sýningu Guðrúnar Veru á svoköll- uðum „fígúratívum skúlptúrum" sem að þessu sinni eru í stærra lagi miðað við hennar fyrri verk. „Verkin eru að mestu leyti unnin úr plastefni sem ég get mótað beint í auk þess sem ég notast stundum við tré, klæði og fleira“ útskýrir Guðrún. „Það er mikil nálægð í sýn- ingunni, en ég held við þurfum dá- lítið á nálægð að halda nú til dags. Ég fjalla þarna um græðgi, met- orðagirni og holdlegar fýsnir sem einkenna að mörgu leyti okkar þjóðfélag, þannig að vissulega má sjá þjóðfélagsádeilu úr verk- unum. 011 þessi þensla, græðgin í virkjanamálum og fleiru og allir þessir nýríku einstaklingar, allt þetta er tekið fyrir. Svo er svolítill ævintýrabragur yfir þessu og það má sjá vissar tilvísanir til dæmis í Grimms-ævintýrin.“ Guðrún Vera stundaði nám í skúlptúrdeild Myndlista- og hand- íðaskóla íslands og í framhaldi af því í listaháskóla í Enschede í Hollandi, en það var þar sem hún byrjaði að vinna með fígúratíva skúlptúra af alvöru. „Þá var ekki mikið um slíkt hérna heima en úti í Evrópu var mikil gróska í þessu. Ég gerði lokaverkefni sem fjallaði um skynfærin og síðan þá hef ég að mestu leyti einbeitt mér að því að vinna að svona skúlptúrum," segir hún. Guðrún Vera er í fullu starfi sem listamaður og hefur verið frá árinu 2000. „Maðurinn minn er líka myndlistarmaður auk þess sem hann fæst við skriftir. Þar sem við eigum þrjú börn þurfum við svolítið að skiptast á og púsla tíma okkar saman til að allt gangi upp,“ segir hún að lokum. Guðrún Vera Hjartardóttir Fjallar um græðgi, metorðagirni og holdleg- ar fýsnir í list sinni. Tónleikar í Vatnasafni Guðlaugur Kristinn Óttarsson og Einar Arnaldur Melax spila á tónleikunum „Vatn úr myllu Kölska“ í Vatnasafninu í Stykk- ishólmi í kvöld, laugardaginn 7. júlí klukkan 20.30. Þar flytja þeir nýtt tónverk ásamt því að spila verk eldri meistara og leika á raf- gítar, tölvugítar og slagverk Einar lauk BA-prófi í tónlistar- kennslu frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1989 og síðar framhaldsnámi í tónsmíðum og tónvísindum frá sama skóla. Hann hefur starfað síðan sem tónlistarkennari og skólastjóri á íslandi, en á sínum yngri árum vann hann með ýmsum fjöllista- mönnum á borð við „Medúsu- hópinn“ með Þór Eldon, síðar Sykurmola, sem og Sjón. Guðlaugur Kristinn Ottarsson er þekktur fyrir gítarleik sinn og tónsmíðar en hann hefur leikið með ýmsum hljómsveitum og tón- listarmönnum á borð við Björk og Megas, Þeyr og Kukl. Para-Dís á safnadaginn Dúóið para-Dís heldur tónleika á Gljúfrasteini á morgun, safnadag- inn mikla, þann 8. júlí klukkan 16. í tilefni dagsins er ókeypis inn á safnið og þar af leiðandi einnig á tónleikana. Flutt verður fjölbreytileg frönsk flautu- og píanótónlist, en báðir flytjendur stunda nám í Frakklandi um þessar mundir. Dúóið er skipað þeim Hafdísi Vigfúsdóttur flautuleikara og Kristjáni Karli Bragasyni píanó- leikara. Þau starfa sem dúó á vegum Hins hússins í sumar þar sem þau bjóða meðal annars upp á þá nýjung að færa Reykvík- ingum tónlist heim i stofu þeim að kostnaðarlausu. ónleikanna á morgun eru Sónata númer 8 eftir Jean-Marie Leclair, Barcarolle opus 60 eftir Frédéric Chopin og Sonatine eftir Pierre Sancan. Landsvirkjun býður landsmönnum að heimsækja sex stöðvar í sumar þar sem bæði er hægt að kynna sér staðreyndir um umhverfisvæna íslenska orku og skoða fjölbreyttar sýningar um menningu, list og sögu. „Hvað er með Ásum?“ Ævintýraferð í goðheima fyrir alla fjölskylduna. Goðastyttur Hallsteins Sigurðssonar við texta Árna Björnssonar, þjóðháttafræðings. Laxárstöövar í Aðaldal Kraftverk Listaverk sem sjaldan hafa komið fyrir almenn- ingssjónir - mörg hver með áhugaverða sögu sem tengist Landsvirkjun og orkumálum. Kjarval, Ásgrímur, Gunnlaugur Blöndal og fleiri. ^ f Ljósafossstöð viö Sog Líf í Þjórsárdal Ómissandi viðkomustaður á leiðinni inn á Sprengisand og í Veiðivötn. Sultartangastöð ofan Þjórsárdals Orka í iðrum jarðar! Heimsækið gestastofuna í Kröflu, sjáið myndir frá Kröflueldum. Kynnist jarðvarma og orkuvinnslu. Kröflustöð í Mývatnssveit Kynnist okkur af eigin raun Heimsækið Landsvirkjun í sumar. Stöðvarnar eru opnar alla eftirmiðdaga í sumar. Nánari upplýsingar á www.landsvirkjun.is og í síma 515 9000 Kynnist Kárahnjúkavirkjun! Upplýsingar um Kárahnjúkaframkvæmdirnar ásamt ferðamennsku og útivist norðan Vatnajökuls. Góður viðkomustaður áður en haldið er upp á Fljótsdalsheiði. Végarður í Fljótsdal. Opiö 9-17 alla daga. Heimsókn í Húnaþing Kynnið ykkur orkumál og starfsemi Blöndustöðvar í starfsmannahúsi stöðvarinnar. Blöndustöð, Húnaþingi C Landsvirkjun

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.