blaðið - 07.07.2007, Blaðsíða 15

blaðið - 07.07.2007, Blaðsíða 15
blaóió LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2007 FRÉTTIR 15 ' FÉOGFRAMI vidskipti@bladid.net Við teljum að fjármálafyrirtækin og bankarnir muni halda áfram að leiða hækkunina í Kaup- höllinni. Það er enn góður gangur á markaðnum og við teljum að félögin eigi enn eitthvað inni Kauphöll íslands Séfræðingar gera ráð fyrir að félög í Kauphöllinni komi til Glitnir segir kaup- tækifæri í 8 félögum ■ Úrvalsvísitalan mun halda áfram að hækka að mati greiningar- deilda ■ Ekki jafnmikil hækkun og á fyrri hluta ársins Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynur@bladid.net Greiningardeildir Glitnis og Lands- bankans spá því að úrvalsvísitalan komi til með að halda áfram að hækka á þessu ári, en eru þó ekki sammála um hversu mikið. Sérfræð- ingar bankanna eru þó sammála um að hækkunin á seinni hluta árs verði ekki í líkingu við það sem var á fyrri hluta árs. Þeir segja þó enn ráðlegt að kaupa, ekki síst í stærri félögum. ÚRVALSVÍSITALAN p-,,.. Úrvalsvísitalan mælir afkomu p*' 15 félaga í Kauphöllinni. ► Til að vera með í úrvalsvísi- tölunni þarf félag að upp- fylla skilyrði um upplýsinga- gjöf, góða verðmyndun og ákveðið verðbil. Spámenn gera ráð fyrir að úrvalsvísitalan haldi áfram að hækka á þessu ári. hluta árs sýnir annars vegar að rekstur fyrirtækjanna í Kauphöll- inni byggir á góðum grunni og hins vegar það að væntingar fjárfesta um vöxt eru miklar,“ segir Grétar. „Þessar væntingar eru komnar inn í verð hlutabréfanna nú þegar, þannig að það er búið að verðleggja nokkuð gott rekstrarár. Því spáum við því að það hægi á hækkuninni, þrátt fyrir að við teljum að það hafi verið innistæða fyrir hækkun fyrri hluta árs.“ Kauptækifæri í 8 félögum í riti sem Greining Glitnis sendi frá sér í gær er bent á 8 félög á markaðnum sem sérstök kauptæki- færi felist í, en þau eru Kaupþing, Landsbankinn, Glitnir, Straumur- Burðarás, Exista, FL Group, Atorka Group og Icelandair Group. I ritinu er því enn fremur spáð að á seinni hluta árs hækki úrvalsvisitalan um 12 prósent, en þá verður hækkunin á árinu orðin 45 prósent. „Við teljum að fjármálafyrirtækin og bankarnir muni halda áfram að leiða hækkun- ina í Kauphöllinni. Það er enn góður gangur á markaðnum og við teljum að félögin eigi enn eitthvað inni,“ segir Grétar Már Axelsson hjá grein- ingardeild Glitnis. Hægir á hækkuninni Hækkun á fyrri hluta árs var tæp 30 prósent, en bæði greining- ardeildir Glitnis og Landsbankans spá því að hækkunin verði töluvert minni á seinni hluta árs. Glitnir spáir því að hún verði 12 prósent eins og áður sagði, en Landsbank- inn spáir 9 prósenta hækkun næstu sex mánuði. „Mikil hækkun á fyrri Þorskur hefur ekki áhrif Grétar telur að niðurskurður í þorskafla næsta fiskveiðiárs muni ekki hafa áhrif á úrvalsvísitöluna, enda er Vinnslustöðin, síðasta sjávarútvegsfélagið sem er skráð í Kauphöllinni, á leið út úr Kauphöll- inni. „Og þótt það verði samdráttur í efnahagslífinu hefur það ekki endi- lega mikil áhrif á úrvalsvísitöluna, þar sem rekstur stóru félaganna er í sífellt minna mæli háður innlendu efnahagslífi. 1 dag eru tekjur bank- anna til að mynda að meiri hluta komnar erlendis frá.“ MARKAÐURINN í GÆR • Mest viðskipti í kauphöll OMX voru með bréf Kaupþings, fyyir 1,2 milljarða króna. Næstmest við- skipti voru með bréf Landsbankans, fyrir 1,1 milljarða. • Mesta hækkunin var á bréfum Century Aluminum, 2,74%. Bréf Icelandair hækkaðu næstmest, eða um 2,21%. • Mesta lækkunin í gær var á bréfum 365, eða 0,88%. Bréf Eim- skipafélags íslands lækkuðu um 0,50%. • Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,31% og stóð i 8.546 stigum í lok dags. • íslenska krónan styrktist um 0,70% í gær. • Samnorræna OMX40-vísitalan hækkaði um 0,36% í gær og Nikkei-vísitalan í Japan um 1,3%. FTSE og DAX-visitölurnar hækk- uðu báðar um 0,8%. Hlutabréfaviðskipti með skráð bréf hjá OMX á felandi, 5. júlí 2007 Viðskipti í krónum ATH. = Athugunarlisti Félög í úrvalsvísitölu ▼ Actavis Group hf. a Atorka Group hf. a Bakkavör Group hf. a Exista hf. Viðskipta- verð 89,00 9,02 69,70 36,30 Hlutfallsl. Dagsetning Fjöldi breyting viösk.verös viöskipta -0,67% 5.7.2007 4 4,52% 5.7.2007 33 0,29% 5.7.2007 19 1,11% 5.7.2007 39 Heildar- viðskipti dagsins 498.934 107.486.272 445.131.125 277.141.368 Tilboð í lok dags: Kaup Sala 88,00 89,60 8,95 9,02 69,50 70,20 36,10 36,30 ▼ FLGrouphf. 29,80 ■0,83% 5.7.2007 14 168.957.770 29,75 29,80 ▼ Glitnir banki hf. 28,80 -0,35% 5.7.2007 46 160.869.089 28,80 28,85 ▼ Hf. Eimskipafélag Islands 39,90 -0,50% 5.7.2007 12 19.903.915 39,65 40,00 a lcelandair Group hf. 29,35 1,38% 5.7.2007 4 73.275.000 29,30 29,40 ▼ Kaupþing banki hf. 1185,00 ■0,42% 5.7.2007 87 713.291.469 1185,00 1187,00 ▼ Landsbanki íslands hf. 38,70 -1,28% 5.7.2007 67 821.601.303 38,70 38,80 Mosaic Fashions hf. 17,00 5.7.2007 3 11.135.000 17,00 17,30 Straumur-Burðarás Fjárf.b. hf. 22,35 5.7.2007 127 1.064.397.158 22,25 22,35 ▲ Teymihf. 5,30 0,95% 5.7.2007 9 15.246.592 5,26 5,30 a össurhf. 108,00 1,41% 5.7.2007 12 32.746.822 107,50 108,00 Önnur bréf á Aðallista ▼ 365 hf. 3,40 -1,45% 5.7.2007 5 2.837.280 3,40 3,42 ▼ Alfescahf. 5,74 -0,69% 5.7.2007 3 2.493.190 5,74 5,80 a Atlantic Petroleum P/F 1067,00 0,09% 5.7.2007 2 634.537 900,00 1067,00 ♦ Flaga Group hf. 1,90 0,00% 29.6.2007 - - 1,90 1,92 a Foroya Bank 236,50 1,50% 5.7.2007 35 12.115.269 230,00 236,50 4 lcelandic Group hf. 6,40 0,00% 5.7.2007 1 6.400.000 6,35 6,44 i Marel hf. 89,60 4,19% 5.7.2007 26 139.646.260 89,60 89,80 ♦ Nýherjihf. 19,20 0,00% 21.6.2007 - - 19,80 ♦ Tryggingamiðstöðin hf. 39,30 0,00% 20.6.2007 - - 39,25 39,65 ♦ Vinnslustöðin hf. 8,50 0,00% 25.6.2007 - - 8,50 First North á íslandi ▼ Century Aluminium Co. 3465,00 -0,14% 5.7.2007 4 41.490.000 3456,00 3475,00 ♦ HBGrandihf. 12,00 0,00% 2.7.2007 - • - ♦ Hampiðjanhf. 7,00 0,00% 20.6.2007 - 7,70 Samkeppnisyfirvöld vilja skoöa tilboð Alcoa Bandarisk samkeppnisyfirvöld hafa óskað eftir upplýsingum frá bandaríska álfélaginu Alcoa um yfirtökutilboð félagsins i kanadiska álfélagið Alcan. Forstjóri Alcoa segir, að búist hafi verið við þessari beiðni og upplýsingarnar verði veittar eins fljótt og unnt er. Bandaríska dómsmálaráðuneytið lagði fram beiðni um upplýsingar í samræmi við svonefnd Hart-Scott-Rodino lög. Alain J.P. Belda, for- stjóri Alcoa, sagði í yfirlýsingu, að félagið hefði gert áætlun um að bregðast við áhyggjum samkeppnisyfirvalda í tengslum við tilboðið og vonaðist til að þau myndu leggja blessun sína yfir viðskiptin. Samkeppnisyfirvöld í Kanada, Evrópusambandinu, Ástralíu og Bras- ilíu þurfa að fara yfir samrunann áður en hann getur orðið að veru- leika. mbi.is Glitnir vill breskan banka Glitnir hefur í þrjá mánuði leitað hófanna um að yfirtaka fjárfest- ingarbanka í Bretlandi. Þetta er haft eftir heimildarmanni nákomnum málinu á vef Fin- ancial Times. í frétt FT er meðal annars fjallað um útrás Glitnis á norrænum fjármálamarkaði auk þess sem fram kemur á vef FT að Glitnir sé með starfsemi í Rússlandi. í fréttinni kemur fram að talið er að Glitnir hafi eytt um 1 milljarði evra, 85 milljörðum króna, í tíu yfirtökur á undanförnum þremur árum. mbi.is ísland fjórða ábyrgast ísland er í fjórða sæti á lista yfir ríki sem sýna „ábyrga samkeppn- ishæfni“. Listann tók rann- sóknastofnunin AccountAbiIity í London saman, en hann var birtur á ráðstefnu í Genf í gær. Skoðað var hvort ríki hefðu staðfest alþjóðlega umhverfis- og vinnumálasamninga, lagt mat á losun gróðurhúsalofttegunda, reikningsskilareglur, borgaraleg réttindi og félagslegar aðgerðir. Svíþjóð trónar efst á listanum. Þá koma Danmörk, Finnland, ísland, Noregur, Nýja-Sjáland, írland, Ástralía og Kanada. Minni og grænni Land Roverar? Breski bílaframleiðandinn Land Ro- ver kann að hefja framleiðslu á minni jeppum, að því er haft er eftir Geoff Polites, forstjóra fyrirtækisins, í Financial Times. Vaxandi þrýstingur er bæði frá neytendum og stjórnvöld- umum að á markaðinn komi jeppar, sem losa minna af gróðurhúsaloftteg- undum. Minnsti jeppi Land Rov-er, Freelander, losar 194 grömm af koltvísýringi á kílómetra en evrópskir bílaframleiðendur hafa skuldbundið sig til að fara að reglum Evrópu- sambandsins um að árið 2008 verði útblástur ekki meiri en 140 g á km. „Hluti af ferlinu er að minnka bílana og framleiða minni bíla, sem nýta eldsneytið betur,“ segir Polites. íslensk félög með 20% í Stork LME ehf., félag í eigu Landsbanka íslands, Marel Food Systems og Eyris Invest, hefur eignast um 19,50% hlut í Stork í Hollandi. LME er þvi stærsti einstaki hlut- hafinn í Stork. Markaðsverðmæti hlutarins er nú tæpar 300 milljónir evra og þar af er hlutur Marel um 60 milljónir evra. Marel hefur gert tilboð í allt hlutafé Stork. í tilkynningu til Kauphallar íslands kemur fram að LME hyggst ekki taka yfirtökutilboði annarra aðila í bréfin. Eigendur LME telja að rými sé fyrir frekari verðmæta- sköpun innan félagsins. mbi.is. Allar Tðknos vörur eru framloiddar skv. ISO 9001 gæöastaöli. / Útimálning / Viðarvörn •/ Lakkmálning / Þakmálning / Gólfmálning ✓ Gluggamálning ^ÍSLANDS MÁLNING Sérhönnuð málning fyrir islenskar aðstæöur Opl6 laugard. 10-16 Sætúni 4, S. 517 1500 - Skútuvogi 13, S. 517101 við hliðina á Bónus y''' Innimálning Gl|ástifl 3.7,20 / Verð frá kr. 298 pr.ltr. Gæða málning á Irábæru verfti

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.