blaðið - 07.07.2007, Blaðsíða 19

blaðið - 07.07.2007, Blaðsíða 19
fSLENSKA SIA.IS ALC 38247 06.2007 r i Gríptu tækifærið Áhugaverð störf í hvetjandi umhverfi Fríar ferðir, fæði og klæði Störfin í álverinu eru fjölbreytt og örugg. Vinnustaðurinn er hannaður með það í huga að öll störf henti jafnt konum sem körlum. Unnið er í teymum og mikið er lagt upp úr góðum starfsanda. Starfsumhverfið býðurvíðtæka þjálfun, meðal annars á ýmiss konar farartæki og tölvubúnað. Tækifæri til símenntunar og starfsþróunar eru óvíða fleiri. Góð laun og gott vinnufyrirkomulag Byrjunarlaun framleiðslustarfsmanns eru frá 3.739.000 kr. á ári, miðað við 1 5 tólf tíma vaktir á mánuði og 1 5% árangur- sávinning, sem jafngildir 312.000 kr. á mánuði. Byrjunarlaun iðnaðarmanns með réttindi eru frá 5.401.253 kr. á ári, miðað við 1 5 tólf tíma vaktir á mánuði og 1 5% árangursávinning. Það jafngildir 433.000 kr. á mánuði fyrir 40 stunda vinnuviku að meðaltali. Vaktafyrirkomulagið veitir góða möguleika á aukavöktum og viðbótartekjum fyrir þá sem óska þess. Heiibrigði og velferð Fjarðaál greiðir hverjum starfsmanni 12.000 kr. líkams- ræktarstyrk árlega og leigir tvo tíma á viku fyrir starfsmenn í Fjarðabyggðarhöllinni. lðjuþjálfi leiðbeinir um rétta líkamsbeitingu og nuddari heimsækir vinnustaðinn tvisvar sinnumí viku. Starfsmenn hafa greiðan aðgang að öflugri velferðarþjónustu sem nær meðal annars til læknis- þjónustu og ráðgjafar áýmsum sviðum. Fjarðaál býður upp á rútuferðir frá Reyðarfirði, Eskifirði, Norðfirði, Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði og Egilsstöðum. Starfsmenn fá hollar og góðar máltíðir í glæsilegu mötu- neyti. Fyrirtækið útvegar og þvær allan vinnufatnað starfsmönnum að kostnaðarlausu. Auðveldur flutningur inn á svæðið Þurfi starfsmaður að flytja inn á svæðið úr meira en 1 00 km fjarlægð frá vinnustaðnum greiðir Fjarðaál kostnað við kaup og sölu fasteigna, svo sem sölulaun, lántökugjald og stimpilgjöld. Fyrirtækið sér um að pakka búslóð, flytja hana og koma fyrir á nýju heimili. Með fyrsta launaseðli fær starfsmaður 200.000 kr. greiðslu til að koma sér fyrir á svæðinu. Fyrirtækið aðstoðar einnig nýja íbúa á svæðinu við að leigja húsnæði. Starfsmenn fá jafnframt tiltekinn fjölda flugmiða með Flugfélagi íslands á mjög hagstæðum kjörum. Gríptu þitt tækifæri Hjá Fjarðaáli er nú búið að ráða ríflega 330 starfsmenn og við leitum enn að fólki sem vill starfa með okkur, að konum jafnt sem körlum. Konur er nú um þriðjungur starfsmanna hjá Fjarðaáli og hlutfall kvenna af starfsmannafjölda í álveri er hvergi í heiminum jafnhátt. AUSTURLAND TÆKIFÆRANNA Tækifæri til að nýta og njóta Á Mið-Austurlandi er að myndast öflugur byggðaklasi ískjóli einstakrar náttúru, friðsæll og fjölskylduvænn staður. Sveitarfélög á Mið-Austurlandi hafa kostað kapps um að styrkja innviði samfélagsins og hundruð nýrra íbúðarhúsa eru að rísa. Á svæðinu er yfirbyggður knattspyrnuvöllur, glæsilegar útisundlaugar og frábært skíðasvæði. Samgöngurtil og frá svæðinu eru góðar, á landi, í lofti og á sjó. Tækifæri til hvers konar útivistar eru fjölmörg og einnig bjóðast frábær tækifæri til afþreyingar, listirnar dafna og íþróttastarfsemi er öflug. capacGnt RÁÐNINGAR Ef þú hefur áhuga á starfi hjá Alcoa Fjarðaáli ættir þú hiklaust að hafa samband við Sigurlaugu Þorsteinsdóttur hjá Capacent (sigurlaug.thorsteinsdottir@capacent.is eða í síma 540-7117) eða skrá umsókn þína á www.capacent.is. ALCOA J v www.alcoa.is Alcoa Fjarðaál

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.