blaðið - 07.07.2007, Blaðsíða 10
10
FRÉTTIR
LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2007
blaöió
s u
Minnisvarði Höfuðstöðvar Orkuveitu
Reykjavíkur voru teknar í gagnið um
áramótin 2002/2003. Stórfengleiki
hússins er tii marks um þann mikla
vöxt sem átt hefur sér stað í starfsemi
fyrirtækisins á undanförnum arum.
Blaðið/ÞÖK
Fjölmargar veitur hafa sameinast fyrirtækinu á undanförnum árum ■ Þjónustar í dag 20 sveitarfélög
Eftir Þórð Snæ Júlíusson
thordur@bladid.net
Umsvif Orkuveitu Reykjavíkur
(OR) hafa vaxið gífurlega síðan hún
varð til þann 1. janúar 1999 með sam-
einingu Rafmagns- og Hitaveitu
Reykjavíkur. Vilji fyrirtækisins til
að halda þeim hraða vexti áfram
kom bersýnilega fram í liðinni viku
þegar fyrirtækið festi sér hlut i Hita-
veitu Suðurnesja, en þau kaup ollu
töluverðu fjaðrafoki. Blaðið ákvað i
kjölfarið að kynna sér hvernig um-
svif OR hafa teygt út anga sína á síð-
astliðnum átta árum.
Takturinn sleginn
Þó að Orkuveita Reykjavíkur hafi
verið stofnuð 1999 þá voru öll veitu-
fyrirtæki borgarinnar ekki komin
saman í eitt fyrirtæki fyrr en ári
síðar þegar Vatnsveita borgarinnar
bættist í hópinn. Þjónustusvæði OR
náði þá til sjö sveitarfélaga á og í
kringum höfuðborgarsvæðið.
OR tókþó samstundis að breiða út
athafnasvæði sitt með því að kaupa
Hitaveitu Þorlákshafnar. í ávarpi
stjórnarformanns og forstjóra fyr-
irtækisins í ársreikningi fyrirtækis-
ins árið 2000 var svo framtíðartakt-
urinn sleginn.
Þar segir orðrétt: „Nýtt umhverfi
mun kalla á að orkufyrirtækin verði
færri og stærri. Því má búast við
að samruni Orkuveitunnar og Hita-
veitu Þorlákshafnar, Hitaveitu Suður-
nesja og Hitaveitu Hafnarfjarðar og
Rafveitu Hveragerðis og RARIK árið
2000 sé aðeins upphafið á því ferli.“
Það áttu eftir að verða orð að sönnu.
Veitusvæðið stækkað
Veitusvæði OR var stækkað tölu-
vert árið 2001 með hitaveitufram-
kvæmdum í Grímsnes- og Grafnings-
hreppi auk þess sem Akranesveita
og hitaveita Borgarness gengu inn
í fýrirtækið. Við þá stækkun var
rekstrarformi OR breytt. Það var
ekki lengur opinbert fyrirtæki í
eiginlegum skilningi þess hugtaks
heldur fyrirtæki með einkafyrir-
tækiseðli. Sex sveitarfélög áttu OR á
þessum tíma og var Reykjavík lang-
stærsti hluthafinn með rúmlega 92
prósenta eignarhlut.
Samhliða þessum breytingum
voru sett ný lög um Orkuveitu
Reykjavíkur þar sem tilgangur hins
nýja fyrirtækis var skilgreindur
mjög vítt og því gefinn möguleiki
á að fjárfesta í alls kyns óskyldum
rekstri. Þá hóf fyrirtækið að selja
fjarskiptatengingar, sem þýðir á ein-
földu máli að það fór að selja inter-
nettengingar í gegnum rafkerfi sitt.
Þjónustar 2/3 hluta þjóðarinnar
Árið 2002 bættist hitaveitan á
Bifröst við þær veitur sem mynda
OR. Þá keypti OR ljósleiðarakerfi
Línu.Nets um haustið, en fyrir-
tækið hafði verið í meirihlutaeigu
OR fram að því. Því var OR komið
í rekstur fjögurra grunnkerfa og
veitti nú rafrænum gögnum auk
rafmagns, vatns og hita. Tekjur fyr-
irtækisins jukust hratt og hagnaður
þess á árinu 2002 var um þrír millj-
arðar króna.
Árið eftir náði þjónustusvæði OR
og dótturfélaga fyrirtækisins til
alls sextán sveitarfélaga á Vestur-,
Suður- og Suðvesturlandi, en á
því svæði búa um 2/3 hlutar þjóð-
arinnar. Sama ár undirritaði OR
ásamt Hitaveitu Suðurnesja vilja-
yfirlýsingu með Norðuráli um að
afhenda rafmagn til stækkunar ál-
versins við Grundartanga. Gengið
var frá samningnum ári síðar og
var það í fyrsta sinn sem OR gerði
beinan samning um að sjá notanda
fyrir orku til stóriðju.
Velgengni fyrirtækisins hélt
áfram og árið 2004 varð það arð-
vænlegasta í sögu þess, en Hitaveita
Hveragerðis, Austurveita og Ölfu-
sveita gengu inn í OR á því ári. Met-
hagnaður upp á 3,7 milljarða króna
og eignir sem metnar voru á 74 millj-
arða króna skemmdu heldur ekki
fyrir.
Orkuveita
Reykjavíkur er
sett saman úr:
• Hitaveitu Reykjavíkur
• Rafmagnsveitu Reykjavíkur
• Vatnsveitu Reykjavíkur
• Akranesveitu
• Hitaveitu Borgarness
• Vatnsveitu Borgarness
• Hitaveitu Þorlákshafnar
• Hitaveitu Rangæinga
• Hitaveitu Stykkishólms
• Fráveitu Reykjavíkur
• Andakílsárvirkjun
• Hitaveitu Akraness og
Borgarness
• Hitaveitu Norðdælinga
• Vatnsveitu Bifrastar
• Austurveitu
• Hlíðaveitu (4 veitur)
• Vatnsveitu Úthlíðar
• Hitaveitu Hveragerðis
• Ölfusveitu
• Vatnsveitu Stykkishólms
• Vatnsveitu Grundarfjarðar
• Vatnsveitu Álftaness
• Hitaveitu Öndverðarness
Nær til 20 sveitarfélaga
Á árinu 2005 var athafnasvæðið
stækkað enn frekar og náði nú frá
Grundarfirði í vestri að Hvolsvelli í
suðri. Á sjö árum hafði starfsemin
teygst frá því að þjónusta sjö sveitar-
félög í tuttugu. Hagnaður fyrirtæk-
isins jókst enn og eignir þess voru
metnar á 88 milljarða króna.
í fyrra bætti OR áfram við sig og
tók við rekstri fráveitna i þeim sveit-
arfélögum sem eiga fyrirtækið auk
þess sem það tók þátt í fjölmörgum
verkefnum á alþjóðavettvangi. Hell-
isheiðarvirkjun var tekin í gagnið
og undir lok ársins keypti OR
fráveituna á Álftanesi, en skömmu
áður hafði fyrirtækið tekið við vatn-
sveitu í byggðarlaginu. Eignir fyrir-
tækisins voru metnar 137 milljarðar
árið 2006 og höfðu því nánast þre-
faldast á sjö árum.
Og áfram er haldið
Vöxtur OR virðist engan endi
ætla að taka. í byrjun árs voru raf-
magnsviðskipti við Borgarbyggð
Eigendur
0R eru:
• Reykjavíkurborg (93,5 %)
• Akraneskaupstaður (5,5%)
• Borgarbyggð (1%).
Lög um 0R
frá 2001
2-gr.
Tilgangur Orkuveitu Reykja-
víkur er vinnsla og framleiðsla
raforku, varma og vatns,
dreifing og sala afurða fyrir-
tækisins ásamt hverri þeirri
starfsemi annarri sem nýtt
getur rannsóknir, þekkingu
eða búnað fy rirtækisins, sem
og iðnþróun og nýsköpun af
hverju tagi, ásamt annarri
viðskipta- og fjármálastarf-
semi samkvæmt ákvörðun
stjórnar hverju sinni. Heimilt
er Orkuveitu Reykjavíkur að
reka dótturfélög og eiga hlut í
öðrum félögum.
handsöluð og stjórn fyrirtækisins
ákvað að leggja allt að tvo milljarða
króna til nýs útrásarfyrirtækis sem
kallast Reykjavík Energy Invest.
Við það tækifæri voru eignarhlutar
OR í öðrum útrásarfyrirtækjum
lagðir inn í nýja félagið. Þá var und-
irritað samkomulag um að byggja
upp alþjóðlegt framhaldsnám í
orkuvísindum á vegum Háskóla
íslands, Háskólans í Reykjavík og
OR. Fyrirtækið verður faglegur og
fjárhagslegur bakhjarl námsins
auk þess sem alþjóðlegur skóli sem
settur verður á laggirnar mun verða
kenndur við Orkuveitu Reykjavíkur.
Þá lauk stjórn fyrirtækisins við
orkusölusamning til Norðuráls
vegna fyrirhugaðs álvers í Helguvík
í byrjun júní á þessu ári. Nýjasta
vaxtarskrefið var svo stigið í liðinni
viku þegar OR keypti eignarhlut í
Hitaveitu Suðurnesja. Því virðist
ljóst að framsókn Orkuveitu Reykja-
víkur er hvergi nærri lokið.
veitu é öllu svæðinu
Sveitarfélög þar sem 0R á
veitu á hluta svæðisins