blaðið - 07.07.2007, Blaðsíða 4
FRÉTTIR
LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2007
blaöiö
Aðgerðir til að styrkja atvinnulíf sjávarbyggða kynntar
Mótvægisaðgerðir vegna samdráttar veiðiheimilda
1
Skammtímaaðgerðir sem ríkisstjórnin hyggst grípa til
eru í fyrsta lagi fólgnar í tímabundnum aukaframlögum
ríkisins í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga á þessu og næsta
ári, til að jafna aðstöðumun sveitarfélaga. Ríki og sveit-
arfélög munu vinna í sameiningu að mótun tillagna um
reglur um notkun úthlutaðs fjár.
( öðru lagi verður Byggðastofnun styrkt svo hún verði
betur í stakk búin til að liðsinna fyrirtækjum og lána-
stofnunum á landsbyggðinni, og í þriðja lagi verður
veiðigjald vegna þorskveiða næstu tveggja þorskveiði-
ára feilt niður.
Meðal aðgerða sem ríkisstjórnin hyggst ráðast í til
lengri tíma er að efla grunnstoðir atvinnulífs á Vest-
fjörðum í samræmi við tillögur Vestfjarðanefndar, og
auka framlög til átaksverkefna til að treysta atvinnu-
uppbyggingu í sjávarplássum, ekki síst með tilliti tii
atvinnumála kvenna. Þá verður vegaframkvæmdum
á landsbyggðinni flýtt, á kostnað framkvæmda á
höfuðborgarsvæðinu, og unnið að uppbyggingu fjar-
skiptabúnaðar. Auk þess verður gert sérstakt átak í
flutningi opinberra starfa til landsbyggðarinnar og
fjölgun starfa án staðsetningar.
2
Þá stendur til að efla hafrannsóknir og endurskoða
stjórn fiskveiða. Segir sjávarútvegsráðherra að útgjöld
til haf- og fiskirannsókna verði tvöfölduð. Sett verður
á laggirnar nefnd sem hefur það hlutverk að fara yfir
veiðiráðgjöf Hafrannsóknastofnunar, önnur til að fara
yfir fyrirkomulag togararallsins og sú þriðja til að skoða
reynsluna af aflamarkskerfinu. Þá munu loðnuveiðar
ekki hefjast fyrr en 1. nóvember, enda er loðna mikil-
vægur hluti af fæðu þorsks.
Mótmæla álverum
Stöðvum þetta
með handafli
Mótmælendasamtök gegn
stóriðju blása til mikillar
ráðstefnu í dag á Hótel Hlíð i
Ölfusi ásamt því að opna mót-
mælendabúðir. Sigurður Harð-
arson, einn af forsprökkum
aðgerðanna, vildi ekki gefa
upp staðsetningu búðanna,
þar sem landeigendur svæðis-
ins gætu orðið fyrir þrýstingi.
„í kjölfar ráðstefnunnar verða
opnaðar mótmælendabúðir
og farið verður í beinar að-
gerðir eins og að trufla vinnu
sem er gömul aðgerð umhverf-
isverndarsinna.“ Sigurður
segir orkufyrirtækin komin
langt út fyrir verksvið sitt og
láti stjórnast af völdum og
græðgi. „Við ætlum að stöðva
þetta, því ekki verða álverin
stöðvuð á lýðræðislegan hátt.“
Sigurður gagnrýnir stefnu
ríkisstjórnarinnar í umhverf-
ismálum, eða stefnuleysi.
„Það virðist engin stefna vera
í gangi og orkufyrirtæki fá
grænt ljós á hverja virkjunina
á fætur annarri.“
Hann segir dagskrá ráðstefn-
unnar glæsilega.
„Þetta verður mjög flott ráð-
stefna sem stendur á milli u
og 18 báða daga helgarinnar.
bjorg@bladid.net
Þorskafli skorinn
niður um þriðjung
■ Farið að tillögum Hafrannsóknastofnunar ■ Mun leiða til samþjöppunar í sjávarútvegi
Eftir Hlyn Orra Stefánsson
hlynur@bladid.net
Þorskafli næsta fiskveiðiárs
verður skorinn niður úr 193 þús-
und tonnum í 130 þúsund tonn,
samkvæmt tillögu Hafrannsókna-
stofnunar. Þetta tilkynnti Einar K.
Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra,
á blaðamannafundi i gær. Á fund-
inum voru einnig kynntar mótvæg-
isaðgerðir ríkisstjórnarinnar til að
bregðast við stöðu þeirra sjávarp-
lássa sem verst verða úti vegna
skerðingarinnar.
Þorskafli ekki minni í 60 ár
Leyfilegur hámarksafli verður
því skorinn niður um um það bil
þriðjung, og hefur hann ekki verið
minni frá árinu 1937. Sjávarútvegs-
ráðherra tilkynnti ennfremur að á
fiskveiðiárinu 2008-2009 yrði afla-
reglan tekin upp að nýju og myndi
leyfilegur þorskafli þá miðast við
20 prósent afla úr viðmiðunarstofni,
en verði þó ekki undir 130 þúsund
tonnum. Aflaregla yfirstandandi
fiskveiðiárs miðast við 25 prósent úr
viðmiðunarstofni.
Ráðherrann segir tvö markmið
með breytingu leyfilegs heildarafla
þorsks. „I fyrsta lagi að sú ákvörðun
sem verður tekin núna varðandi há-
marskafla leiði til þess að við getum
með eins mikilli vissu og hægt er
tryggt að hámarksaflinn á næsta
fiskveiði ári þar á eftir muni ekki
ÞORSKAFLINN
► Leyfilegur þorskafli næsta
fiskveiðiárs verður skorinn
niður úr 193 þúsund tonnum
í 130 þúsund tonn.
► Árið þar á eftir miðast
leyfilegur þorskafli við 20
prósent úr viðmiðunarstofni,
en verður þó ekki minni en
130 þúsund tonn.
► Leyfilegur þorskafli næsta
fiskveiðiárs er sá minnsti
síðan árið 1937.
lækka frá þeirri ákvörðun sem ég
hef nú kunngert um næsta fisk-
veiðiár,“ sagði Einar. Hið seinna, og
mikilvægara, markmið sagði Einar
vera að stuðla að uppbyggingu
þorskstofnsins sem myndi leiða til
hærra aflamarks síðar meir. „Það er
alveg ljóst að ákvarðanir sem fælu
í sér hærra aflamark myndu ekki
tryggja þessi markmið.“
Lýsir miklu hugrekki
Sjávarútvegsráðherra sagði ákvörð-
unina ekki vera auðvelda, enda kæmi
ekkert í stað rúmlega sextíu þúsund
tonna af þorski. Bæði Ingibjörg Sól-
rún Gísladóttir, utanríkisráðherra,
og Geir H. Haarde, forsætisráðherra
sögðu þó einingu vera innan ríkis-
stjórnarinnar um ákvörðun sjávar-
útvegsráðherra. Geir sagðist telja
ákvörðunina vera „rétta, ábyrga og
lýsa miklu hugrekki".
Ekki eru þó allir á eitt sáttir um
ákvörðun sjávarútvegsráðherra.
„Við deilum ekki um það að þorsk-
stofninn er of lítill,“ segir Friðrik
J. Arngrímsson, framkvæmda-
stjóri Landssambands íslenskra
útvegsmanna. „Betra hefði þó
verið að skerðingin væri minni, og
að hugað væri að uppbyggingu til
lengri tíma. Það verður mjög erfitt
að takast á við þetta mikla skerð-
ingu. Menn munu þurfa að leggja
skipum, draga saman og einhver
samþjöppun er óhjákvæmilegt að
verði í sjávarútvegi."
1 Heilsaðu iPhone. |
7 -S
a m rs
U—
l -J L.
. -á
Hann er loksins kominn. iPhone síminn frá Apple veróur til sýnis í nýrri verslun Farsímalagersins í Hans Petersen Bankastræti frá klukkan 11.00 í dag og yfir helgina. Síminn er ekki kominn í solu strax en áhugasamir geta skráó sig á póstlista.
Fyrstir koma — fyrsl L .ir sjá! Fars 'rnalagerinn.is á
Eitt þúsund störf í hættu vegna niðurskurðar
Mótvægisaðgerðir brandari
Aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að
koma til móts við þau svæði sem
verða hvað verst úti vegna niður-
skurðar á aflaheimildum næsta árs,
eru brandari, segir Aðalsteinn Bald-
ursson, formaður Verkalýðsfélagsa
Húsavíkur og matvælasviðs Starfs-
greinasambands Islands.
„Það á að skipa nefnd um hitt og
þetta, en það vantar að setja veru-
lega aukið fjármagn til þeirra byggð-
arlaga sem fara illa út úr skerðing-
unni,“ segir Aðalsteinn.
Hann telur ljóst að skerðingin
muni setja allt að eitt þúsund störf
í hættu. Aðalsteinn gefur lítið fyrir
þær fullyrðingar ráðamanna að
þjóðarbúið sé vel í stakk búið til að
takast á við skerðinguna.
„Ráðamenn þjóðarinnar gleyma
því að þenslan í hagkerfinu er
bundin við höfuðborgarsvæðið og
Austurland. Annars staðar hefur
verið samdráttur og það eru þau
svæði sem ég hef áhyggjur af.“
Aðalsteinn telur að ekki sé ráðlegt
að þorskaflinn fari undir 150 þús-
und tonn.
„Það er skelfilegt að menn skuli
fara að tillögu Hafrannsóknarstofn-
unarinnar um 130 þúsund tonn,
vitandi það að tillögur hennar hafa
ekki verið að ganga upp. Þá er ekki
síður alvarlegt að menn geri þetta,
vitandi að eitthvað mikið er að
hjá stofnuninni," Segir Aðalsteinn
Baldursson, formaður matvælasviðs
Stargsreinaambands íslands.
hlynur@bladid.net
Aðaisteinn Baldursson Hefur
áhyggjur af framtíð sjávarplássa.