blaðið - 07.07.2007, Blaðsíða 14

blaðið - 07.07.2007, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2007 blaðið blaöi Útgáfufélag: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Árvakur hf. Ólafur Þ. Stephensen Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Þröstur Emilsson Elín Albertsdóttir Skammir frá Strassborg Enn á ný slær Mannréttindadómstóll Evrópu á fingurna á íslenzkum stjórn- völdum með dómi sínum í máli lítillar fjölfatlaðrar stúlku. Stúlkunni höfðu verið dæmdar háar fébætur i héraðsdómi vegna læknamistaka við fæðingu hennar en Hæstiréttur sneri dómnum við að fengnu áliti læknaráðs og sýknaði íslenzka ríkið af kröfum foreldra stúlkunnar. Dómur Mannréttindadómstólsins vekur að minnsta kosti þrjár mikilvægar spurningar. í fyrsta lagi hlýtur fólk að spyrja hvort Hæstiréttur sé samkvæmur sjálfum sér í dómum sínum. f máli litlu stúlkunnar kallaði rétturinn til læknaráð, sem að mestu leyti var skipað starfsfélögum fólksins, sem sakað var um að hafa gert mistök er stúlkan fæddist. Hæstiréttur byggði dóm sinn að mestu leyti á áliti læknaráðsins. Skömmu eftir að Hæstiréttur kvað upp þennan dóm dæmdi hann í stóra mál- verkafölsunarmálinu og sýknaðí þá sakborningana. Ástæðan var sú að vitnis- burður sérfræðinga á vegum Listasafns íslands taldist ekki tækur vegna tengsla þeirra við safnið, sem átti sum verkanna sem ákært var út af. Núverandi dómari við Hæstarétt, Jón Steinar Gunnlaugsson, vakti athygli á þessu ósamræmi vorið 2004 og taldi Jón Steinar, sem þá var lagaprófessor, um „augljóst ósamræmi" að ræða. Nú verður að ætla að í hópi dómara við Hæstarétt fari fram líflegar umræður um það hvort rétturinn sé sjálfum sér samkvæmur. Undanfarið hefur verið vaxandi þungi i þeirri gagnrýni á Hæstarétt að hann sé illa útreiknanlegur. f viðtali við Blaðið fyrir skömmu gagnrýndi t.d. Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrota hjá ríkislögreglustjóra, að hvorki væri samræmi í ákvörðunum réttarins um frávisanir efnahagsbrota- mála né þeir dómar nægilega vel undirbyggðir fræðilega. f öðru lagi vaknar sú spurning hvort rétturinn sé hlutdrægur, með því að hann aflaði sjálfur óbeðinn gagna beint frá læknaráði, eftir að gagnaöflun málsaðila var lokið. Mannréttindadómstóllinn dregur reyndar ekki í efa að rétturinn hafi haft lagaheimild til slíks, en nú er sú heimild gagnrýnd, á þeirri forsendu að bein gagnaöflun á vegum réttarins dragi úr fullvissu málsaðila um hlutleysi hans. f þriðja lagi hlýtur fólk auðvitað að spyrja hvort eitthvert vit sé í núverandi skipan læknaráðs, sem lendir óhjákvæmilega oft í þeirri stöðu að vera beðið um álit í málum, sem beinast gegn vinnustað meirihluta þeirra ágætu manna, sem skipa ráðið. Það hlýtur að vera æskilegt að dómstólar geti fremur byggt á áliti óháðra sérfræðinga í læknisfræðilegum álitamálum. Af þeim er nóg; bæði ís- lenzkum læknum sem starfa við erlend sjúkrahús og erlendum sérfræðingum. Allar þessar spurningar þarf að ræða og var raunar ekki vanþörf á, áður en nokkrar skammir komu frá Strassborg. Nú er ærið tilefni. Ólafur Þ. Stephensen Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar Hádegismóum 2,110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Ný sending Sundbolir & bikiní stærðir 38-52 Að axla ábyrgð Sjávarútvegsráðherra, Einar K. Guðfinnsson, hefur tilkynnt um ákvörðun sína varðandi þorskafla næsta fiskveiðiárs. Niðurstaða hans er að grípa til verulegs samdráttar í afla og þó fyrr hefði verið. Farið er að tillögum Hafrannsóknastofn- unar og skorið niður um þriðjung frá þessu ári enda er spáð nokkrum líkum á stofnhruni verði ekki gripið til róttækra aðgerða strax. Það er stundum sagt að á íslandi séu 300.000 fiskifræðingar. Þó það séu dálitlar ýkjur hefur umræðan síðustu vikur sýnt hve margir hafa skoðanir á niðurstöðum Hafró og mikilvægt er að hlustað sé á þá. Það er auðvitað viðbúið að það sæti harðri gagnrýni þegar ganga þarf langt í niðurskurði sem bitnar bæði á fólki og fyrirtækjum. Þar við bæt- ist að fiskifræðin á margt ólært, m.a. um hve rík áhrif veiða eru annars vegar og umhverfisaðstæðna hins vegar. Engum sem kynnt hefur sér gögn Hafró blandast þó hugur um að staða þorskstofnsins er óumdeil- anlega alvarleg, hverjar svo sem ástæður þess eru. Það er þess vegna ánægjuefni að sjávarútvegsráðherra skuli enga óþarfa áhættu taka lengur heldur ganga hreint til verks og fara í einu og öllu að ábyrgum til- lögum um hófsemi í veiðum. Þó þorskveiðar vegi mun minna í efnahag okkar en áður mun þetta hafa mjög alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir byggð á jaðar- svæðum. Þess vegna eru þær mót- vægisaðgerðir sem ríkisstjórnin hefur ákveðið að grípa til í atvinnu-, fjarskipta-, menntunar- og sam- göngumálum afar þýðingarmiklar. Sagan ætti að vera farin að sýna okkur að það er lífsnauðsynlegt fyrir þessar byggðir að þróa aðra at- vinnustarfsemi en sjávarútveg því á honum einum geta þær ekki byggt til framtíðar. Áhrifalaust stjórntæki? En það eru ekki bara aflahorf- urnar sem hafa versnað eftir kosn- ingar, efnahagsspárnar hafa gert það líka eins og nýleg spá fjármála- ráðuneytisins sýnir og Seðlabank- inn telur nú að lengri tíma taki að ná niður verðbólgu. Þó gerði hvorki ráðuneytið né bankinn ráð fyrir eins miklum niðurskurði á þorsk- afla og raunin er. Einn bankastjóri í bankanum sagði raunar að þó niðurskurður í veiðum væri ekki jákvæður væri þetta einna besti tíminn því þenslan í efnahagskerf- inu væri alltof mikil. En eins og bankastjórinn veit er auðvitað ekki verkefnið í stjórn efnahagsmála að draga úr þenslu með því að skera niður sjálfa verðmætasköpunina. Vandamálið er að við eyðum alltof miklu, ekki síst í einkaneyslu og gamla hugmyndin er sú að Seðlabank- inn eigi að minnka það með því að hækka við okkur vextina. En þó stýri- vextir Seðlabankans séu þeir hæstu á Vesturlöndum og vaxtaokrið hér með verðtryggingunni hvað mest í öllum heiminum þá höldum við bara áfram að eyða og spenna alveg sama hvað blessaður bankastjórinn reynir og reynir. Um langt árabil hefur verðbólgan verið óhófleg og íþyngjandi ekki síst ungum fyrirtækjum og fjölskyldum og skuldsettum heimilum. Það að nú taki enn lengri tíma en áður var ætlað að ná tökum á henni hlýtur að ýta undir efasemdir um að krónan sé nógu stór til að geta haldið utan um efnahagsmál á íslandi. Við höfum á síðustu árum notið vaxandi efnahagsumsvifa og hag- vaxtar sem ekki síst byggir á verulega aukinni skuldsetningu fólks og fyrir- tækja. Það er þess vegna mikilvæg- ara nú en nokkru sinni fyrr að end- urheimta stöðugleikann í íslensku efnahagslífi. Það gerum við auðvitað fyrst og síðast sjálf heima fyrir. En mikilvægur áfangi í því verkefni er að við fyrr en síðar tökum upp stöð- ugan, alþjóðlegan gjaldmiðil, þ.e.a.s. evru, og vaxtakjör eins og gerast hjá öðrum þjóðum. Það með öðru getur aukið trúverðugleika íslensks atvinnu- og efnahagslífs, aukið stöðugleika og leitt til vaxtar bæði í útflutningi á vörum og þjónustu og samkeppni í innflutningi. Það verður því æ brýnna að aðrir flokkar en Samfylkingin endur- skoði afturhaldssama afstöðu sína til Evrópusamrunans og evrunnar, því pólitíkin má ekki verða drag- bítur á framfarir í atvinnu- og efna- hagslífi með tilheyraridi kostnaði fyrir heimilin i landinu. Höfundur er alþingismaður KLIPPT 0G SK0RIÐ Ióhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra taldi fyrir rúmu ári að bankarnir yrðu þeir iu sem myndu græða á lægri hámarkslánum íbúðalánasjóðs. Nú, nokkrum dögum eftir að há- markslánin voru á ný lækkuð úr 90 pró- sentum í 80, hældka bankarnir vexti á húsnæðislánum. Kaupþing hækkaði í gær vexti á nýjum íbúðalánum úr 4,95 prósentum upp í 5,2 prósent. Samkvæmt vefmiðlinum Eyjunni og er búist við því að aðrar lánastofnanir og SPRON fylgi í kjölfarið. Spurning hvort bankastjórarnir hafi á ný platað stjórnvöld og haft að fíflum, eins og Jóhönnu fannst um síðustu ríkisstjórn? að hefur nokkrum sinnum komið fyrir að ég hef skamm- ast mín fyrir að vera íslendingur. 1 dag er einn slíkur dagur,“ ritaði Katrín Anna Guðmunds- dóttir, fyrrum tals- kona Feministafélags- ins á bloggið sitt. Hún gagnrýnir Héraðsdóm Reykjavíkur fyrir að sýkna pilt af meintri nauðgun. „Allar rnínar innilegustu sorgar-, samúðar- og baráttukveðjur til konunnar sem var svo óheppin að þurfa að fara að klósettið á árshátíðinni sinni... [...] sem var svo óheppin að þetta skyldi gerast árið 2007 þegar dómarar á íslandi skilja ekki enn hvað nauðgun er...“ Hún hafi það stundum á tilfinning- unni að dómarar mani fólk til að taka lögin í sínar eigin hendur. Verjandi mannsins, Sveinn Andri Sveins- son, sagði í RÚV ekki ólíklegt að ungi maðurinn sæki bætur fyrir að sitja fjóra mánuði í gæsluvarðhaldi, sé héraðsdómurinn endanlegur. gag@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.