blaðið - 07.07.2007, Blaðsíða 2

blaðið - 07.07.2007, Blaðsíða 2
FRETTIR LAUGARDAGUR 7. JULI 2007 blaöió Viðskiptaráðherra vegna bráðabirgðalaga um rafmagn á gamla vamarsvæðinu Ætla ekki að stöðva uppbyggingu Leyfilegt að nota raflagnirnar í þrjú ár „Það var einfaldlega ekki komin fram ósk um þetta á meðan þingið sat. Hins vegar blasir við að annað- hvort er leitað leiða til að gera Þró- unarfélagi Keflavíkurflugvallar og Keili kleift að hefja mikilvæga og brýna skólastarfsemi á vallarsvæð- inu eða ekki. Við látum það ekki stranda á þessu,“ segir Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra vegna bráðabirgðalaganna um heimild til notkunar raflagna og raffanga á fyrrum varnarsvæðinu á Keflavíkur- flugvelli til 1. október 2010. Forseti fslands undirritaði í gær lögin sem afgreidd voru á fundi ríkisstjórnar- innar í gærmorgun. Þingflokkur Frjálslynda flokksins átaldi í gær ríkisstjórnina fyrir að sniðganga Alþingi með bráðabirgða- lagasetningunni. Bent var á að þingið sæti allt árið og að hægt væri að kalla það saman með stuttum fyrirvara. „Þetta kom inn á okkar borð núna. Það vita það allir að þing er ekki kallað saman í júlí. Þetta er smávægi- leg ákvörðun í sjálfu sér,“ leggur við- skiptaráðherra áherslu á. Spurður um hvort ekki sé einkenni- legt að ósk um lagasetningu hafi ekki komið fyrr segir ráðherrann: „Það má alveg segja að það sé skrýtið en þetta skiptir engu máli. Það er alltaf leiðinlegt að setja bráðabirgðalög en þetta eru bara brýnir almannahags- munir. Ég ætla ekki að stöðva upp- byggingu á svæðinu út af þessu.“ Skólastarf hefst á fyrrum varnar- svæðinu í haust og til stendur að af- henda fyrstu íbúðir þar um miðjan ágúst. ingibjorg@bladid.net ÞEKKIRÞÚTIL? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á bladid@bladid.net Bráðabirgðalög • Sumarið 2007: Bráðabirgðalög um notkun raflagna og raffanga í núverandi ástandi á íbúða- og skólasvæði fyrrum varnarsvæðis á Keflavíkurflugvelli. • Sumarið 2003: Bráðabirgðalög sem staðfestu tilskipun ESB um viðskipti með eldisfisk. Sett til að hnekkja innflutningsbanni íra og Breta á eldisfiski frá fslandi. • Árslok 2001: Bráðabirgðalög sem heimiluðu ríkisstjórninni að veita ábyrgð á tryggingum íslenskra flugfélaga í kjölfar hryðjuverkanna f Bandaríkjunum íi. september sama ár. • Sumarið 1998: Bráðabirgðalög um breytingu á sveitarstjórnar- lögum vegna efasemda um gildis- töku laga um breytingarnar. ibs Háskóli íslands Sértekjur rúmir þrír mi Ijarðar Sértekjur Háskóla fslands árið 2006 voru 3,2 milljarðar eða 39 prósent af heildarveltu. Á ársfundi skólans kom fram að framlag ríkisins hefði verið rúmir fimm milljarðar og rekstrargjöld um 8,2 milljarðar. Nemendur voru 8.939 og heildar- fjöldi ársverka starfsmanna 993. Kristín Ingólfsdóttir rektor sagði að árið hefði einkennst af stefnu- mótunarstarfi háskólans. aí Umferðarmenning Svína á bif- hjólafólkinu „Umferðarstofu hafa borist fregnir af óbeislaðri og óheftri andúð einstaka bílstjóra á bif- hjólafólki," segir Einar Magnús Magnússon, upplýsingafulltrúi umferðarstofu. Hann bendir á að bifhjólamenn séu stór hluti vegfarenda og hafi sama rétt í umferðinni og aðrir. ai Skriffinnska hamlar samkeppni í lyfjum ■ 100 milljóna króna sparnaður TR á ári af tveimur samheitalyfjum M Bið eftir samþykki Lyfjastofnunar allt að 16 mánuðir Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@bladid.net „Tryggingastofnun hefur sparað um 100 milljónir á ársgrundvelli frá því að fyrstu tvö samheitalyfin okkar komu á markað 2006, fyrir utan þær upphæðir sem neytendur hafa sparað." Þetta segir OÍgeir 01- geirsson, framkvæmdastjóri Port- farma sem flutt hefur inn samheita- lyf í tvö ár. Hann segir sparnaðinn geta verið enn meiri væri biðtím- inn eftir afgreiðslu Lyfjastofnunar styttri, en hann getur verið allt að 16 mánuðum. „Biðin eftir því að Lyfjastofnun samþykki lyf getur tekið allt að 16 mánuði. Á meðan er ekki hægt að selja vöruna. Þessi töf kemur niður á lyfjaverðinu og þar með neyt- endum,“ segir Olgeir. Hann segir Lyfjastofnun eiga að hafa 7 mánuði til verksins en yfirleitt geri menn ráð fyrir að þurfa að bíða tvöfalt lengri tíma. „Þar segja menn manneklu um að kenna. Mér finnst að auka eigi íjárframlög til stofnunarinnar svo að hún geti fjölgað starfsfólki. Á meðan þessu er svona háttað verður ekki samkeppni á lyfjamarkaðnum og þess vegna lækkar ekki lyfja- verðið. Það kostar nefnilega að reka fyrirtæki." Rannveig Gunnarsdóttir, for- stjóri Lyfjastofnunar, segir mann- eklu bara einn hluta skýringarinnar. „Yfirleitt tekst okkur að afgreiða um- sóknir innan tilskilins tíma. Það er hins vegar alveg ljóst að það þyrfti að fjölga hjá okkur til að hraða af- greiðslu. En það er ekki bara töf hjá okkur. Stundum þurfum við líka að bíða eftir upplýsingum frá umsækj- anda varðandi tæknileg atriði sem hann þarf að uppfylla.“ Portfarma var stofnað árið 2005 en undirbúningur stofnunar inn- flutningsfyrirtækisins hafði þá tekið tvö ár. „Þegar maður er búinn að velja lyf sem maður ætlar að selja þarf að kaupa svokölluð skráningar- gögn, það er að segja uppskrift að lyfinu. Þessi gögn geta kostað 50 til 70 þúsund evrur en verðið fer eftir því hversu stóra markaði maður fer inn á. Svo þarf að kanna hvort allt sé framleitt eftir þeim gæðastöðlum sem krafist er. Greiða þarf lyfjafræð- ingum og sérfræðingum fyrir þá vinnu. Það er rosalega kostnaðar- samt að koma upp svona fyrirtæki og þess vegna er mikilvægt að varan komist sem fyrst á markað,“ leggur Olgeir áherslu á. Hið opinbera ekki í viðskiptum Portfarma er nú með markaðs- leyfi fyrir 4 samheitalyfjum en fram- kvæmdastjórinn gerir ráð fyrir að um áramótin verði lyf fyrirtækisins á markaðnum orðin 10 til 15. Hingað til hefur hið opinbera ekki skipt við fyrirtækið. LYFJAVERÐ W Niðurgreiðsla lyfja hefur ™ numið 5 tij% milljörðum króna á ári á undanförnum árum. í ► Á síðasta ári nam sala á frumlyfjum á íslandi 85 pró- sentum af lyfjasölunni hér á landi. „Það eru flest apótek á landinu í viðskiptum við okkur nema þau sem eru á vegum hins opinbera. Það er mikilvægt ef samkeppni á að verða á lyfjamarkaðnum að ríkið skipti í smátíma við þá sem eru að koma inn á markaðinn. Það tekur nokkur ár að komast inn á þennan markað," segir Olgeir. Hann bætir því við að auðvitað geti fyrirtækið tekið þátt í útboðum. „Við munum gera það. Viðskipti rík- isins fara aðallega þannig fram en þeir mega kaupa lyf þótt ekki fari fram útboð.“ Portfarma lætur framleiða lyf í 5 Evrópulöndum og hefur, að sögn Olgeirs, aðgang að mörg hundruð lyfjategundum. „En þar sem okkur skortir viðskiptavini flytjum við ekki inn þessi lyf,“ segir hann. VILTU VITA A/IEIRA? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á bladid@bladid.net ’slgPænmeti sérmerkt þér! Væta vestanlands Hæg noröaustlæg átt, dálítil væta á vestanverðu landinu fram eftir degi en annars skýjað með köflum. Þokuloft með noröur- og austurströndinni. Hiti 13 til 20 stig, hlýjast inn til landsins, en svalara úti við norður- og austurströndina. Skýjað Norðaustlæg átt, skýjað að mestu norðan- og austanlands og súld austanlands síð- degis en annars skýjað með köflum. Hiti 14 til 20 stig sunnanlands, en annars svalara. VÍÐA UM HEIM Algarve 30 Halifax 23 New York 23 Amsterdam 15 Hamborg 17 Nuuk 13 Ankara 28 Helsinki 18 Orlando 24 Barcelona 26 kaupmannahöfn 17 Osló 23 Berlln 21 London 20 Palma 24 Chicago 32 Madrid 34 París 20 Dublin 18 Milanó 26 Prag 24 Frankfurt 21 Montreal 19 Stokkhólmur 20 Glasgow 17 Munchen 20 Þórshöfn 14 Skilorö fyrir líkamsárás Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær karlmann í tveggja mánaða skilorðsbundið fang- elsi fyrir líkamsárás. Hinn dæmdi veittist að manni, sló hann þrjú hnefahögg í andlitið og sparkaði í höfuð hans með þeim afleiðingum að hann hlaut nefbrot, blóðnasir og mar á öðrum hlutum höfuðs. Ákærði krafðist vægustu refs- ingar. Þá greiddi hann fórnar- lambi sínu skaðabætur og féll fórnarlambið því frá skaðabóta- kröfu sinni í málinu. Ákærði játaði skýlaust brot sitt og staðfesti að það væri rétt fært til refsiákvæða í ákæru. Leiðrétt Ritstjórn Blaðsins vill leiörétta hvaðeina, sem kann að vera missagt í blaðinu. Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.