blaðið - 07.07.2007, Blaðsíða 6

blaðið - 07.07.2007, Blaðsíða 6
FRETTIR LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2007 blaðið Viðræðuslit um aukaferðir Herjólfs Slitnað hefur upp úr samn- ingaviðræðum Eimskips og Vega- gerðarinnar um næturferðir Her- jólfs til Vestmannaeyja í sumar. Ástæðan er sögð vera ágreiningur um greiðslur. Vegagerðin segir þetta þýða, að ekki verði hægt að fjölga næturferðum á föstudögum. Þó hefur verið ákveðið að bæta við þremur næturferðum í kringum þjóðhátíðina í ágústbyrjun. Gunnar Gunnarsson aðstoðar- vegamálastjóri sagði niðurstöðu símafundar síðastliðinn mánudag, sem hann átti með Guðmundi Nikulássyni, framkvæmdastjóra innanlandssviðs Eimskips, hafa verið þá að frekari viðræður væru tilgangslausar þar sem svo mikið bæri á milli aðila og að hann hafi staðfest þennan sameiginlega skilning þeirra í tölvupósti síðast- liðinn þriðjudag. mbl.is Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hcrmann Jónasson Geir Harðarson Bryndís Valbjamardóttir ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Lfkflutningar 0tvtf**v' crocs m m + jr Höfuðborgarsvæðið: Far - Laugavegi 35 ■ Skór.is - Kringlunni ■ Skór.is - Smáralind ■ Liggalá Laugavegi 67 • Nýjaland - Eiðistorgi • Xena - Glæsibæ • Xena - Mjóddinni • Xena - Spönginni • Landsbyggðin: Akureyri - Mössuskór - Glerártorgi • Akranes - Ozon - Jaðarsbraut 23 • Borgarnes - Xena - Hyrnutorgi • (safjörður - Hafnarbúðin - Hafnarhúsinu • Húsavík - Skóbúð Húsavíkur - Garðarsbraut 13 • Egilsstaðir - Fótatak - Tjarnarbraut 19 • Selfoss - Skóbúð Selfoss - Austurvegi 13-15* Hveragerði - Heilsubúð NLFl - Grænumörk 10 • Vestmannaeyjar - Axel Ó - Bárustíg 6 BlaðiS/lverrir//^ / Æ ■ ' fí ; 4 Ú rfjjl t W'li i 1 Ottast nýju nágrannana ■ I búar við Miklubraut kvarta ekki ■ Skiptar skoðanir um Njálsgötu Eftir Björgu Magnúsdóttur bjorg@bladid.net Sambærilegt stuðningsheimili við það sem sett verður á fót á Njáls- götu 74 er til húsa á Miklubraut 20. Ibúar í nágrenni við það heimili virðast einróma sammála um það að ekkert ónæði hafi af því hlotist. Skiptar skoðanir eru meðal íbúa á Njálsgötu varðandi stuðnings- heimilið. Margir telja að ekkert sé að því að setja upp heimilið. Öðrum íbúum Njálsgötu er mjög umhugað um börn hverfisins, návígið sem er í miðbænum og telja að stuðnings- heimili fyrir fíkla í götunni sé sjón- armiðum þeirra ekki til stuðnings. Guðlaug Pétursdóttir, fyrrum íbúi á Miklubraut 16, bjó við hlið stuðningsheimilisins í 2 ár og segir að nágrannar geti vel verið brjálaðir af öðrum ástæðum en vegna neyslu eða annars viðlíka. „Það gekk allt mjög vel og engin óþægindi hlutust af stuðnings- heimilinu. Fyrir mitt leyti er ég algerlega ósammála því að þar hafi dvalist vandræðafólk." Bragi Guðjónsson hefur búið á Miklubraut 24 í fjölda ára. „Þetta eru albestu nágrannar sem ég hef átt.“ Bragi segir umræðuna um tilvonandi heimili á Njálsgötu frekar harða. „Það er fólk sem talar ekki af neinni reynslu, ég held það þurfi að reka sig á áður en það fer að kvarta.“ „Við verðum aldrei vör við þessa menn og höfum þess vegna enga slæma reynslu af þeim,“ segir Elísabet Auðunsdóttir, leik- skólastjóri Sólhlíðar, Engihlíð 8, nágrenni við stuðningsheimilið á Miklubraut. „Það hefur aldrei verið vesen, ef til vill vegna þess að leið þeirra liggur í miðbæinn en ekki inn í íbúðahverfin." Atli Bollason, íbúi á Njálsgötu 31, hræðist hvergi nýja nágranna sína. „Ef maður er fylgjandi svona heimilum á annað borð, þá þýðir ekki að vera með þeim í einu hverfi en á móti þeim í öðru.“ Kristjana Björg Guðbrands- dóttir, ibúi á Njálsgötu 59, telur að aðstæður í götunni henti ekki nógu vel til stuðningsheimilis meðal annars vegna mjög náins sambýlis, en þó finnst henni sjálfsagt að heim- ilislausir hafi athvarf i miðbænum. „Ég hugsa að reiðir íbúar Njálsgötu hafi eitthvað til síns máls og velferð- arsvið Reykjavíkurborgar einnig en greinilega er þrjóska báðum megin.“ Pétur Gautur Svavarsson, íbúi á Njálsgötu 76, segist ætla að flytja burt vegna heimilisins. „Ég hef alla tíð sagt að þetta mál sé afskaplega illa unnið hjá velferðarsviði og að það hafi frekar verið húsið en stað- setning og sem hafi hentað þeim. Gataner full af börnum, eldra fólki og fjölskyldufólki sem geti einfald- lega ekki hugsað sér að vera í návígi við 8 fíkniefnaneytendur.“ Mávar í Reykjavík Matarleifar lokka Draga má úr uppgangi máva í Reykjavík með bættri umgengni og færri brauðgjöfum, segir í tilkynningu frá umhverfissviði Reykjavíkurborgar, sem hefur staðið í markvissum aðgerðum til að fækka mávum í borginni. Mávi hefur fækkað með skot- veiðum í varpi undanfarin ár og hann hefur verið fældur frá Tjörninni. „Nú viljum við fá borgarbúa til liðs við okkur með því að draga úr óbeinum matargjöfum,“ segir Guðmundur B. Friðriksson á skrifstofu neyslu- og úrgangs- mála. Fólk er hvatt til að draga úr brauðgjöfum við Tjörnina yfir sumarmánuðina og að skilja ekki eftir mat eða matarleifar á víðavangi. Sundabraut á áætlun Kristján Möller samgönguráð- herra segir að ekki standi til að fresta lagningu Sundabrautar. „Nú þegar eru 4 milljarðar merktir Sundabraut, sem fyrirsjá- anlegt er að við getum ekki nýtt að fullu á næsta ári þar sem enn á eftir að fara fram umhverfismat, útboð og annar undirbúningur. Því verður eitthvað af þessum peningi notað til að bæta sam- göngur sem fyrst til þeirra svæða sem fara illa út úr kvótasam- drætti, en þar eru víða slæmir vegir. Hins vegar stendur ekkert til að fresta Sundabrautinni og verður hafist handa við hana um leið og undirbúningi lýkur og leyfi liggja fyrir.“ Grænlandshaf Þremur bjargað Tvær þyrlur Landhelgisgæsl- unnar komu þremur Grænlend- ingum til bjargar úr skemmtibáti sem var fastur í ís við austur- strönd Grænlands aðfaranótt gærdagsins. Mennirnir höfðu verið fastir í fimm daga en óskað var eftir aðstoð þyrlnanna eftir að sjór var farinn að Ieka inn í vélarrýmið. Áhöfnin á TF-Líf fann bátinn á fimmta tímanum og var flogið með mennina til Kulusuk á Græn- landi áður en þyrlurnar héldu aftur heim til fslands. EES-samstarfið ísland gegnir formennsku Ísland gegnir formennsku í EES-samstarfinu næsta hálfa árið. Felur það í sér að utanrík- isráðherra Islands mun stýra fundi EES-ráðsins 20. nóvember næstkomandi auk þess sem sendi- herra íslands í Brussel mun stýra fastanefnd EFTA og leiða starf sameiginlegu EES-nefndarinnar en báðar nefndir hittast mán- aðarlega og fjalla um EES-mál- efni og nýja löggjöf á vettvangi samningsins. Sæbraut Wlii Njálsgata 74 y96/ r3(jt / $ § c? i5 Miklabraut 20 <56, 'r*ut £ jfi / .i6 mbl.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.