blaðið - 07.07.2007, Blaðsíða 30

blaðið - 07.07.2007, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 7. JULÍ 2007 blaöió y Það hefði verið eðlilegra að ég hefði farið sem alltafer að og nenni ekki að hvíla mig og hugsa lítið um mig. En hann deyr og ég held áfram að druslast áfram. Mér finnst það mjög skrýtið. verkið var honum lífsins alvara og þess vegna gat hann ekki leyft sér að vera glaður Eins og ég væri í hjúp Hvernig tókstu á við sorgina? Gastu leitað í trúna eftir styrk? „Ég á mjög erfitt með að svara þessu því ég veit það ekki. Stundum finnst mér ég vera trúuð og stundum alls ekki. Ég er alin upp í trú og í barnæsku voru mér kenndar bænir en ég er líka efa- semdamanneskja. Því miður hjálp- aði trúin mér ekki til að takast á við sorgina. Ég var gífurlega reið vegna þess að þetta fór svona. Ég var fokvond vegna þess að Magnús meiddist á þennan afdrifaríka hátt. Fram að því var lækningin í ákveðnum far- vegi og ekkert truflaði það sem átti að gera. Ég er ekki forlagatrúar en það lá við að ég hugsaði: „Átti þetta að fara svona? Var ekkert sem gat komið í veg fyrir það?“ Eftir dauða Magnúsar las ég gríðarlega mikið af bókum um trúmál, ekki bara um kristna trú heldur um búddisma, jóga, forlaga- trú, endurholdgun og fyrri líf. Eg var allan daginn að velta fyrir mér tilganginum með lífinu. Ég upp- lifði mig sem áráttusjúkling vegna þess að þörfin fyrir að fá svör var svo sterk og reiðin yfir því að geta hvergi fengið'þau var svo mikil. Ég svaf ekki og borðaði ekki. Öll ein- beiting hvarf. Ég vissi ekkert hvar ég hafði sett hluti og hvað ég hafði sagt við fólk fyrr um daginn. Það var eins og ég væri í hjúp. Ekkert komst inn fyrir hann og ekkert fór út fyrir hann. Ég veit núna að við áföll fær maður kraft einhvers staðar frá. Ég veit ekki hvort Guð almáttugur sendir hann eða hvort sjálfsbjargarhvöt manneskjunnar er bara svona sterk. Maður nær í aukaorku sem maður vissi ekki að maður ætti til. Þess vegna komst ég í gegnum þetta. Ég var sterk en ég var líka reið og reiðin gerir mann grimman. Ég held ekki að þetta hafi bitnað á neinum í kringum mig. Ef eitt- hvað var þá bitnaði þetta helst á mér. Ég spurði sífellt: „Af hverju hann?“ Hann gerði allt til þess að vera heilbrigður. Hann drakk ekki áfengi, reykti ekki, borðaði hollan mat og hreyfði sig reglulega. Hann var sífellt að skamma mig fyrir að vinna of mikið og fara illa með mig. Það hefði verið eðlilegra að ég hefði farið sem alltaf er að og nenni ekki að hvíla mig og hugsa lítið um mig. En hann deyr og ég held áfram að druslast áfram. Mér finnst það mjög skrýtið. Ég hugs- aði: Hvernig er farið að því að velja úr? Ef það er þá valið úr.“ Samvinnan heldur áfram Fannstu einhverja huggun í list- sköpun þinni? „Listin bjargaði mér. Ég er alltaf að vinna enda finnst mér ekkert jafnskemmtilegt og að vinna. Ég hef aldrei unnið eins mikið og eftir að Magnús dó. Ég veit ekki hvernig mér hefði liðið hefði ég ekki getað unnið að listsköpun minni. Eg er gífurlega þrjósk og þegar ég stóð í vinnustofu minni og horfði á verkin sem við höfðum unnið í sam- einingu hugsaði ég: „Á þessi kapít- uli í listaverkasköpun minni líka að fara með honum?“ Það fannst mér óbærileg tilhugsun. Um leið og jarð- arförin var yfirstaðin byrjaði ég að vinna í því að endurskapa allt það sem við höfðum gert saman. Ég safn- aði saman þeim teikningum hans sem rötuðu í verkin mín og ég nota nýjar aðferðir við að brenna þær teikningar á verkin mín. Samvinna okkar Magnúsar heldur áfram og er ekki síðri en hún var. Ég hef eytt mun meiri tíma í samvinnu okkar eftir að hann dó heldur en í þau verk sem ég geri ein. Ég er viss um að þetta er það sem Magnús hefði viljað." Þrjú málverk eftir Magnús eru lokuð inni á vinnustofu hans í Ála- fossi og það er ekki hœgt að flytja þau heil þaðan vegna veggjar sem eigandi annars eignarhluta hafði sett upp. Þú krafðist þess aðfá mál- verkin afhent en héraðsdómur vís- aði málinu frá. Hvar er málið nú statt? „Það er gamalt mál sem Magnús átti í á sínum tíma þegar verkin voru lokuð inni. Hann sagði við mig: „Verkin mín eru kviksett og ég næ þeim ekki út“. Ég ætlaði mér ekki að gera neitt í þessu máli strax og núna er það í biðstöðu. Það á eftir að fara í gegnum ævistarf Magn- úsar sem er mikið og fjölbreytt. 1 myndlist var hann tilraunagjarn maður og verk hans eru ólík eftir tímabilum. Það var oft sagt að hann væri svo tilraunagjarn að erfitt væri að átta sig á honum sem myndlistar- manni. Hann var alltaf undrandi að fá ákúrur fyrir það. Hann sagði: „Ég hélt að maður væri listamaður þegar maður hefur þörf fyrir að skapa og bæta við en ekki að endurtaka“.“ Hvernig listamaður ert þú? „Ég er úrvinnslumanneskja. Þegar ég sé gömul listaverk eftir sjálfa mig verð ég undrandi á því hvað ég hef breyst mikið. Ég er hins vegar miklu vana- fastari en Magnús. Hann hafði meira hugmyndaflug en ég, svo mikið hug- myndaflug að hann kom ekki nema broti af hugmyndunum frá sér. Hug- myndabankinn hans sem er heima og enginn hefur séð og enginn veit af er ótrúlega stór og mikill. Þar eru hug- myndir í bókum, bæði í skissuformi og skrifuðu máli og alls konar hug- myndir eru inni á tölvunni. Magnús Kjartansson var náma af hugmyndum og hugur hans starfaði mjög hratt.“ Hvað erframundan hjá þér? „Framundan er ekkert annað en að halda áfram eins og ég hef alltaf gert. Ég er sífellt spurð: „Hvað ætlarðu að gera við húsið? Hvað ætlarðu að gera við vinnustofuna?“ Ég skil ekki þessar spurningar. Ég sé engar breyt- ingar fyrir mér. Mig langar ekki til að fara burt eða umbreyta lífi mínu. Ég held bara áfram að vera ég.“ (DlZCL breyt'r um s^: Hættum með bútasaumsefni og skyldar vörur. MIKIL VERÐLÆKKUN! Bjóðum jafnframt upp á nýjar vörur t.d. töskur, toppa og skart Útsala á peysum (Ðiza Laugavegi 44 • Sími 561 4000 • www.diza.is Ath. Opið laugardag og sunnudag Kogga „Ég er ekki forlagatrúar en þaö lá við að ég hugsaði: „Átti þetta að fara svona? Var ekkert sem gat komið í veg fyrir það?“ í I i

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.