blaðið - 21.07.2007, Side 9
blaóiö
LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2007
FRÉTTIR
9
Elstu íbúar íslands
Talið er að tvær nýjar tegundir grunnvatnsmarflóa,
sem fundust á fslandi, hafi lifað ísöldina af og numið
hér land fyrir 30 til 40 milljónum ára. Þessar tegundir
hafa einungis fundist á f slandi og eru þær einu innlendu
tegundirnar sem vitað er af. Eru þetta því elstu íbúar fs-
lands en ekki er vitað um margar aðrar tegundir í heim-
inum sem hafa verið til í svo langan tíma.
Grunnvatnsmarflærnar eru mjallahvitar, með nánast
engin augu og eru fætur og fálmar mjög langir. Önnur
tegundin hefur einungis fundist í Þingvallavatni og
Herðubreiðariindum en hin á yfir þrjátíu stöðum víðs
vegar um ísland en það voru Bjarni K. Kristjánsson
og Jörundur Svavarsson, líffræðingar, sem fundu þær.
Bjarni segir að einungis sé búið að finna kvendýr af
þessum tveimur tegundum:
„Það er mjög erfitt að nálgast búsvæði dýranna og
höfum við hingað til einungis verið að finna þau í upp-
sprettum. Við erum að reyna að finna leiðir til að kom-
ast ofan í neðanjarðaræðar til að vita meira um þau.“
Bjarni og Jörundur, ásamt Snæbirni Pálssyni, eru að
fara af stað með erfðafræðirannsóknir á marflónum til
þess að fræðast meira um uppruna þeirra. Vonast er til
að rannsóknir geti hafist í haust.
heida@bladid.net
Kjósa um tengsl
ríkis og trúmála
■ Kannanir benda til að Erdogan og flokkur hans hafi sigur
■ Tyrkneski herinn vill varðveita kerfi Atatiirks
Eftir Atla ísleifsson
atlii@bladid.net
Tyrkir ganga að kjörborðinu
á morgun og kjósa sér nýtt þing.
Skoðanakannanir benda til þess
að hægriflokkurinn AKP, sem nú
situr við völd, muni hafa sigur og
tryggja sér fimm ár til viðbótar
við stjórnvölinn. Kosningarnar
eru taldar vera þær mikilvægustu
frá árinu 1983 sem voru þær fyrstu
eftir valdarán hersins þremur
árum áður. Tyrkir líta á kosning-
arnar sem tækifæri til að kjósa um
hver tengsl ríkis og trúmála skulu
vera, en þrátt fyrir það hefur kosn-
ingabarátta siðustu vikna reynst
frekar dauf.
Trúmálin áberandi
Málið sem brennur mest á
Tyrkjum í aðdraganda kosning-
anna eru tengsl ríkis og trúmála.
Hundruð þúsunda manna komu
saman til að mótmæla stefnu rík-
isstjórnarinnar í stórborgum í
apríl og maí. Kannanir sýna þó
að stjórnarandstöðuflokkarnir
hafi ekki getað nýtt sér áhyggjur
og ótta fleiri milljóna Tyrkja að
Recep Tayyip Erdogan forsætisráð-
herra og flokkur hans muni ráðast
í breytingar sem grafa undan að-
skilnaði ríkis og trúmála.
Erdogan flýtti þingkosningum
í vor eftir að stjórnlagadómstóll
lagðist gegn og ógilti kjör þingsins
á nýjurn forseta, Abdullah Giil ut-
anríkisráðherra. Erdogan og Gul
eru báðir mjög trúaðir múslímar
og ganga eiginkonur beggja með
höfuðfat. Yfirstjórn tyrkneska
hersins hefur verið fremst í flokki
þeirra sem leggja mikla áherslu á
að varðveita það kerfi sem Kemal
STUTT
• Stórflóð Breska veðurstofan
hefur gefið út viðvaranir vegna
hættu á miklum flóðum í Eng-
landi og Wales. Veðurstofan
spáir um 100 millimetra úrkomu
í dag, sem er á við tveggja mán-
aða meðaltalsúrkomu. Mikilli úr-
komu er einnig spáð í Danmörku
og Svíþjóð.
• Flugslys Talsmenn TAM-flug-
félagsins hafa staðfest að vitað
var um bilun í bremsubúnaði
Airbus 320-flugvélarinnar sem
hlekktist á við lendingu í Sao
Paolo á mánudaginn. Um 200
manns létust í slysinu.
KOSIÐ í TYRKLANDI
Mikilvægasta verkefni
nýkjörins þings verður að
kjósa nýjan forseta.
W Erdogan forsætisráðherra
^ hefur hótað að hætta
afskiptum af stjórnmálum
fái flokkur hans ekki skýrt
umboð kjósenda.
W. Aðildarviðræður Tyrkja
^ að ESB hófust árið 2005.
Tyrkir virðast verða sífellt
tortryggnari í garð sam-
bandsins, en Evrópumálin
hafa ekki verið áberandi í
kosningabaráttunni.
Atatúrk kom á á þriðja áratug síð-
ustu aldar. Þá kom hann á kerfi
þar sem ríkisvaldið var veraldlegt
og ekki byggt á íslömskum lögum.
Breska nafnbótahneykslið
Ekki ákært
Saksóknarar í Bretlandi hafa
tilkynnt að enginn verði ákærður
í nafnbótahneykslinu svokallaða.
Rannsókn hefur staðið yfir í sex-
tán mánuði þar sem kannað var
hvort heiðursnafnbótum hefði
verið úthlutað í skiptum fyrir
styrki til breska Verkamanna-
flokksins. Fjórir voru handteknir
vegna málsins, þar á meðal tveir
nánir samstarfsmenn Tonys Blair,
fyrrum forsætisráðherra.
al
Kosningamál
I kosningabaráttunni hafa allir
flokkar gagnrýnt hernað Banda-
ríkjanna í írak, nágrannaríki
Tyrklands. Margir álíta að stríðið
og óöldin þar í landi muni leiða
af sér sjálfstætt ríki Kúrda og að
slíkt myndi ýta undir aðskilnaðar-
stefnu Kúrda í Tyrklandi.
í ríkisstjórnartíð AKP sem
hófst árið 2002, hefur hagkerfi
Tyrklands vaxið um meira en sjö
prósent á ári hverju, verðbólga
minnkað og erlendar fjárfestingar
aukist gríðarlega. Atvinnuleysi
mælist þó enn hátt og háir vextir
hafa komið fyrirtækjum og neyt-
endum illa.
VILT U VITA MEIRA?
Hringdu í síma 510 3700 eða
sendu póst á bladid@bladid.net
ísrael
Föngum sleppt
ísraelsstjórn sleppti rúmlega 250
palestínskum föngum úr fangelsi
í gær. Mönnunum, sem allir
eru liðsmenn Fatah, var fagnað
sem hetjum þegar þeir komu til
Ramallah á Vesturbakkanum.
Abbas Palestínuforseti þakkaði
Guði fyrir að Palestínumenn
hefðu verið heiðraðir með heim-
komu frelsishetjanna og sagðist
ætla að halda áfram að vinna að
lausn fleiri palestínskra fanga úr
ísraelskum fangelsum. ai
afslætti. Hjón meö 2 börn, 2-11 ára,
4. janúar, 11 nætur, E! Cortijo - íbúðir.
Beint morgunflug
- með íslensku flugfelagi
Jamaica
8 dagar - frá aðeins
98.490 kr.
Kanarí
Ótrúlegt verð! - frá aðeins
43.395 kr.
* Hjón með 2 börn, 2-11 ára, vikuferð
2. eða 9. janúar, í íbúð með 2 svefn-
herbergjum á Parquemar. Netverð á
mann með 10.000 kr. afslætti.
Beint morgunfiug
. með íslensku flugfelagi
Skíðaferðir
Frá aðeins
29.990 kr.
Flugsæti með sköttum. Fargjald A.
Beint morgunf
. með íslenskuflugfelagi
Flug með Primera Air
Það er íslenska flugfélagið JetX
sem annast allt leiguflug Primera
Air fyrir Heimsferðir á Islandi og
fyrir önnur dótturfyrirtæki Primera
Travel Group í Skandinaviu.
Þjónusta um borð er fyrsta flokks
og að sjálfsögðu á íslensku.
Mundu
MasterCard
/erðadvbunlmt/MS^ •
^HF
Heimsferðir
Skógarhlíð 18 • 105 Reykjavík • Sínil 595 1000 • Fax 595 1001
Akureyri sími: 461 1099 • Hafnarfjörður sími: 510 9500
Dóminíska
Glæsileg gisting í boði!
Allt innifalið í 11 daga - frá aðeins
84.945 kr.
Tenerife
Ótrúlegt verð! - frá aðeins
49.995 kr.