blaðið - 21.07.2007, Page 16
16 FRETTIR
LAUGARDAGUR 21. JÚLl 2007
blaöió
Lífið á átakasvæðunum
Þórður Snær Júlíusson blaðamaður hefur undanfarna daga farið
um ísrael og sjálfstjómarsvæði Palestínumanna með Ingibjörgu
Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra. Friðrik Tryggvason ljós-
myndari var nýlega á sömu slóðum og fylgja myndir beggja um-
fjölluninni í dag.
Mótmæli eru tíð á Vesturbakkanum Það kemur í hlut ungra og óreyndra hermanna Israelshers að halda aftur af mótmælendum.
,Þeir hrópa „farðu heim, farðu heim!“,‘‘ segir einn hermannanna. „Eg þrái ekkert meira en að fá að fara heirn."
Sýnagóga í ísraelska bænum Sderot sem varð fyrir Kassam-flugskeyti Tveimur mínútum áður var herbergið fullt af fólki.
Ungir hermenn búa sig undir langhlaup frá Jerúsaiem til Gólanhæða Hermenn-
irnir bera persónulega ábyrgð á vopnum sínum og mega ekki skilja þau við sig, jafnvel
ekki á langhlaupum.
Drengir í Betlehem Þessir drengir rótuðu í ruslahaug í leit að einhverju nýtilegu.
Jósef stendur inni í húsi sínu í Sderot sem varð fyrir Kassam-flugskeyti Fimm
ára sonur hans særðist á fæti og eiginkonan er ílla haldin. Hún var beint undir sprengj-
unni er hún sprakk.
Fyrrverandi verslunargata í Hebron Verslununum var lokað í óþökk Palestínu-
manna vegna nærliggjandi landtökubyggðar Gyðinga. Það þurfti að setja vírvirki yfir
götuna vegna stöðugs grjótkasts.
Sprengjuskemmdir í Sderot Ummerki sprengingar sem varð fyrir utan fataverslun í
Sderot. Miðaldra kona lést í sprengingunni.