blaðið - 21.07.2007, Page 27
blaöið
LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2007
27
'Thi;,
Tríó Varioso
á tónleikum
Tríó Varioso leikur í Lista-
safni Sigurjóns á næstu sumar-
tónleikum safnsins á þriðju-
daginn klukkan 20.30. Tríóið
er skipað þeim Ingibjörgu
Guðjónsdóttur sópran, Einari
Jóhannessyni klarínettuleik-
ara og Valgerði Andrésdóttur
píanóleikara, en þau hyggjast
leika tónverk eftir Johann W.
Kalliwoda, Hafliða Hallgríms-
son, Jón Þórarinsson, Laszló
Draskóczy og Franz Schubert.
Aðgangseyrir er 1500 krónur
og hægt er að panta miða við
innganginn og í síma 5532906.
U>WWiwWW»
Kraftverk
Listaverk sem sjaldan hafa komið fyrir almenn
ingssjónir — mörg hver með áhugaverða sögu
sem tengist Landsvirkjun og orkumálum.
Kjarval, Ásgrímur, Gunnlaugur Blöndal og fleiri.
Ljósafossstöö við Sog
Kynnist Kárahnjúkavirkjun!
Upplýsingar um Kárahnjúkaframkvæmdirnar
ásamt ferðamennsku og útivist norðan
Vatnajökuls. Góður viðkomustaður áður en
haldið er upp á Fljótsdalsheiði.
Végaröur í Fljótsdal. OpiÖ 9-17 alla daga.
Innsetningar í
Gallerí Dvergi
Myndlistarsýning Önnu
Lindar Sævarsdóttur og Lindo
Rogn opnar í sýningarrým-
inu Gallerí
Dvergur í dag
klukkan
18.30, en hún
er hluti af
sýningunni
„Miðbaugur
Kringla -Leis-
ure, administration
and control" sem fram fer á
nokkrum stöðum borgarinnar.
Anna Lind er búsett í Reykja-
vík og útskrifaðist úr Listahá-
skóla íslands árið 2006. Hún
hefur í verkum sínum fengist
mikið við jaðarmenningu og
skuggahliðar samfélagsins
á ljóðrænan hátt enda undir
miklum áhrifum frá Ijóðlist
og hefur gefið út tvær bækur
með eigin ljóðum.
Líður að Reykholtshátíð
Senn líður að hinni vinsælu, ár-
legu Reykholtshátíð, sem haldin
verður dagana 26. til 29. júlí. I ár
verða í fyrsta sinn í ellefu ára sögu
hátíðarinnar haldnir samtals sex
tónleikar en þeir hafa hingað til
verið fernir.
Karlakór Basil-dómkirkjunnar
í Moskvu opnar hátíðina með
tvennum tónleikum dagana 26. og
27. júlí. Kórinn hefur getið sér gott
orð víða um heim og er skipaður
atvinnusöngvurum sem allir hafa
hlotið æðstu framhaldsmenntun í
söng. Hann er af mörgum kunnur
síðan hann kom fram á Listahátíð
2004 við góðar undirtektir.
Kórinn var bannaður af kommún-
istastjórninni frá 1930 fram til 1991
þegar hann kom fram aftur undir
stjórn Sergei Krivobokov. Frá þeim
degi hefur hann sungið reglulega í
dómkirkjunni St. Basil í Moskvu
ásamt því sem hann tekur þátt í tón-
listarhátíðum víða um lönd. Hann
flytur meðal annars rússnesk þjóð-
lög, miðaldatónlist og lög eftir rúss-
nesk tónskáld.
Einnig koma fram á hátíðinni
Hanna Dóra Sturludóttir sópran,
Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari,
Steinunn Birna Ragnarsdóttir pí-
anóleikari, Lothar Odinius, tenór
frá Þýskalandi, franski kvartettinn
Hummel ensemble og Christopher-
hljómsveitin frá Vilníus í Litháen.
Karlakór Basil-dómkirkjunnar Kórinn
fékk afar góðar viðtökur á Listahátíð
2004, en hann kemur fram á tvennum
tónleikum á Reykholtshátíð í ár.
Fassbinder
og Íraksstríð
Alþjóðleg kvikmyndahátíð
í Reykjavík fer fram í fjórða
sinn frá 27. september til 7.
október næstkomandi. Alls
verða um áttatíu myndir á
dagskránni.
Þýska stórstjarnan Hanna
Schygulla verður gestur á
hátíðinni í byrjun október þar
sem henni verða veitt sérstök
heiðursverðlaun fyrir framlag
sitt til kvikmyndalistarinnar.
Auk þess mun hún halda
sérstaka tónleika hér á landi,
en hún heldur einungis örfáa
tónleika ár hvert.
Verkum þýska leikstjórans
Rainers Werners Fassbind-
ers verður skipað í öndvegi
og sýnt verður veglegt úrval
verka hans, en hann var með
iðnustu leikstjórum kvik-
myndasögunnar og leikstýrði
42 myndum á ferlinum. f ár
eru liðin 25 ár frá því að Fass-
binder lést, einungis 37 ára að
aldri.
Nánari upplýsingar má nálg-
ast á vefsíðunni www.riff.is.
Landsvirkjun býður landsmönnum að heimsækja sex stöðvar í sumar þar sem bæði er hægt að kynna sér staðreyndir
um umhverfisvæna íslenska orku og skoða fjölbreyttar sýningar um menningu, list og sögu.
„Hvað er með Ásum?“
Ævintýraferð í goðheima fyrir alla fjölskylduna.
Goðastyttur Hallsteins Sigurðssonar við texta
Árna Björnssonar, þjóðháttafræðings.
Laxárstöðvar í Aöaldal
irfir :
Orka í iðrum jarðar!
Heimsækið gestastofuna í Kröflu, sjáið myndir
trá Kröflueldum. Kynnist jarðvarma og
orkuvinnslu.
Kröflustöð í Mývatnssveit
_______________________________________y
Islensk orkumál og virkjanir - alþjóðleg fyrirmynd í umhverfismálum
Líf í Þjórsárdal
Ómissandi viðkomustaður á leiöinni inn á
Sprengisand og í Veiðivötn.
Sultartangastöö ofan Þjórsárdals
Heimsókn í Húnaþing
Kynnið ykkur orkumál og starfsemi
Blöndustöðvar I starfsmannahúsi stöðvarinnar.
Blöndustöö, Húnaþingi
Kynnist okkur af eigin raun
Heimsækið Landsvirkjun í sumar.
Stöðvarnar eru opnar alla eftirmiðdaga í sumar.
Nánari upplýsingar á www.landsvirkjun.is og í síma 515 9000
Landsvirkjun
J
m