blaðið - 21.07.2007, Side 28
Vil brjótast út
úr rammanum
Eftir átján ára starf sem
prestur í Dómkirkj-
unni hefur Jakob Ágúst
Hjálmarsson ákveðið að
láta af störfum nú í lok
sumars. „Ég er að láta af
störfum sem Dómkirkjuprestur til
að geta fengið að ráða mér sjálfur,"
segir Jakob. „Embætti setur manni
skorður því það felur í sér ákveðnar
kröfur, verklýsingu og framgangs-
máta. Það kemur fyrir að embættið
og aðstæður embættisins eru manni
ekki alltaf að öllu leyti bærilegar.
Embættið er á vissan hátt eins og föt
sem maður klæðist sem passa ekki
endilega á mann. Ég vona samt að
embætti prests og Dómkirkjuprests
hafi passað mér þokkalega því mér
hefur á margan hátt liðið ljómandi
vel með það. En það er í mér svolítil
ólga, ætli hún sé ekki ættareinkenni,
og nú vil ég brjótast út úr ramm-
anum. Ég hef líka fundið að skyldur
starfsins eins og ég upplifi þær hafa
stundum verið þungbærar og tekið
af mér toll. Mér hefur ekki alltaf
liðið vel sem manneskju vegna þess.
Bara það að ganga inn til messu er
mikið átak hverju sinni, og eins að
fara inn í jarðarför. Ekkert okkar
prestanna gengur til slíkra starfa
Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur
kolbrun@bladid.net
nema í fyllstu alvöru og stundum af
miklum innri ótta um að nú komi
að því að maður bregðist fókinu
illa.“
Upplifði embættið sem helsi
Hefurðu ípreststarfi þínu tekið
inn á þig sorg og eymd sem þú
hefur séð?
„Ég hef aldrei haft lag á því að
skapa hæfilega fjarlægð frá sorg-
legum atburðum þannig að mér
gangi vel að lifa með það. Prestum
er kennt að nálgast skjólstæðinga
sína á faglegan hátt og bregðast við
ákveðnum aðstæðum án þess að
taka það erfiða inn á sig. Mér hefur
aldrei lærst þetta nægilega vel og
ýmsir hlutir í starfinu hafa reynst
mér þungbærir. Mörgu af því dapur-
legasta sem ég hef séð hef ég tekið
sem persónulegum áföllum. Þetta
hefur slitið mér. En ég vona líka að
þetta hafi dýpkað einhverja þætti í
sálarlífi mínu.
Það má segja að síðastliðinn ára-
tug hafi skúta mín fengið dýpra
siglingarlag og þar kom að farið
var að vatna yfir dekkið. Ég var afar
óhamingjusamur og upplifði emb-
ætti mitt sem mikið helsi. Þegar ég
horfði fram á við sá ég fyrir mér
járnbrautarteina sem fóru í einn
lokaðan punkt. Ég var svo heppinn
að átta mig á því með góðra manna
hjálp að ég þyrfti að gera eitthvað
fyrir sjálfan mig. Ég komst til Nor-
egs á stað sem heitir Modum Bad og
þar er rekin miðstöð fyrir sálgæslu
á vegum norsku kirkjunnar. Ég
fékk gamlan vitran sálgæslumann
mér til halds og trausts í nokkrar
vikur. Hann aðstoðaði mig við að
brey ta sýn minni frá þessari lokuðu
mynd upp í opnandi mynd. Þetta
var haustið 2005 og þá tók ég þá
ákvörðun að ég myndi hætta í Dóm-
kirkjunni þegar ég kæmist á 95 ára
regluna og mætti taka eftirlaun.
Ég hafði trú á því að með því að
láta spyrjast út að ég hygðist láta
af störfum þá yrði auðveldara fyrir
vini mína í Dómkirkjunni að venj-
ast því þegar ég færi. Ég er líka að
senda þau skilaboð að ég sé ekki
ómissandi og að maður komi í
manns stað. En það er ekki alveg
satt vegna þess að þessi samskipti
eru svo persónuleg. Ég mun áfram
tilheyra samfélagi Dómkirkjunnar.
Þar eru mín andlegu heimkynni. En
ég mun ekki vera í öðru hlutverki
þar en sem safnaðarmaður."
Verðmætin í kristninni
Finnst þér þú ekki hafa tjáð
þig á liðnum árum eins og þú
hefðir viljað vegna þess að þú ert
prestur?
„Tilefnin hafa skapað tjáninguna.
Núna vonast ég til að geta skapað
tilefnin sjálfur. Ég hef haft mikla
þrá til að kynnast öðrum þjóðum
og sömuleiðis þrá til að eignast
nýjan sjónarhól, annan en sjónar-
hól íslendingsins og Evrópubúans.
Ég fór í vetur til Afríku til að skoða
þau svæði þar sem Islendingar hafa
verið að boða kristni. Þegar ég kom
þangað varð ég djúpt snortinn. Ég
sá umkomulaust fólk sem fagnaði
trúarboðskapnum og sá í honum
tækifæri. Það var yndislegt að sjá
Það má segja
að síðastliðinn
áratug hafi skúta
mín fengið dýpra
siglingarlag og þar kom
að farið var að vatna yfir
dekkið. Ég var afar óham-
ingjusamur og upplifði
embætti mitt sem mikið
helsi.
gleði fólksins sem býr við þröng kjör
og hefur ekki séð neitt framundan
nema sama baslið og það hefur búið
við frá fæðingu. Nú sér það vonina
sem trúin gefur. Þótt ekkert sé fram-
undan í þessu lífi þá hefur það eign-
ast eilífðina. Þessa trúargleði finnur
maður því miður alltof sjaldan hér
á íslandi. Það er uppörvandi fyrir
mann sem hefur verið prestur í
mörg ár að fá staðfestingu á því í
samfélagi eins og þessu að trúin er
mikils virði.
Þarna fann ég fljótlega að gæti
falist áskorun fyrir mig. Við getum
ekki kippt því fólki sem þarna býr
upp úr aðstæðunum á augabragði
en við getum gefið því lyklana