blaðið - 16.08.2007, Blaðsíða 14

blaðið - 16.08.2007, Blaðsíða 14
FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2007 blaðiö Útgáfufélag: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Árvakur hf. Ólafur Þ. Stephensen Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Þröstur Emilsson Elín Albertsdóttir Kerfistannpína Sagan af Hönnu Karen Ericson, átta ára gamalli fjölfatlaðri stúlku, sem sögð er á forsíðu Blaðsins í gær, er með slíkum ólíkindum að lesendur hlýtur að reka í rogastanz. Fötlun Hönnu er með þeim hætti að deyfing dugar ekki við tannviðgerð, heldur þarf svæfingu. Móðir stúlkunnar bað um tannvið- gerð í byrjun desember í fyrra og fékk boð frá Barnaspítala Hringsins um að koma í aðgerð í maí! I millitíðinni hafði tannlæknir á spítalanum boðið upp á verkja- og sýkla- lyf, en barnatannlæknir í borginni hliðraði loks til á stofunni hjá sér og svæf- ingalæknir frestaði fríinu sínu þannig að gera mætti við tönnina - sem gerð- ist í byrjun apríl. Þá hafði stúlkan ekki borðað í tvær vikur. I Blaðinu í dag kemur svo fram að fatlaðir, fullorðnir einstaklingar, sem þarf að svæfa til að hægt sé að gera við tennur þeirra, geta þurft að bíða í allt að sex mánuði eftir aðgerð. Sagan er með ólíkindum, en þarna liggur að baki hreint og klárt kerfisk- lúður, eins og rakið er í Blaðinu í dag og undanfarna daga. Svæfingalæknar fást ekki lengur til að sjá um svæfingar hjá tannlæknum vegna þess að minna er greitt fyrir þær svæfingar en önnur verk og vinnuaðstaðan er óvið- unandi. Gunnar Skúli Ármannsson svæfingalæknir kallar slíkar farandsv- æfingar „meira í ætt við frumskógarlækningar“ í Blaðinu í dag. Á Barnaspítala Hringsins er ekki aðstaða til tannlækninga. Barnatann- læknir kemur þangað með farandtæki til tannviðgerða. Tannlæknirinn kemur á spítalann einu sinni í mánuði og sinnir tveimur til þremur sjúk- lingum, sem dugir ekki til að saxa á biðlistann. Biðin eftir aðgerð er því að jafnaði einn til þrír mánuðir. í Blaðinu í gær sagði Sigurður Rúnar Sæmunds- son, barnatannlæknir, að ástæðan væri sú að ekki fengist aðgangur að skurð- stofum. Ef um virkilega neyð væri að ræða, væri „neyðarkerfi" sett í gang - en slíkt væri ekki hægt að gera eftir klukkan fjögur, þegar hann kæmist frá stofunni sinni. Þetta er sérkennilegt „neyðarkerfi“. Kannski liggur að baki þessu furðulega fyrirkomulagi einhver viðleitni til að spara í rekstri heilbrigðiskerfisins. Allir, sem hafa fengið tannpínu, skilja hins vegar að það er ósköp einfaldlega ekki hægt að bíða í einn til þrjá mán- uði eftir tannviðgerð, hvað þá fjóra, fimm eða sex. Lausnin á málinu er að koma upp tannlæknastofum með svæfingarað- stöðu á sjúkrahúsi. Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra greinir frá því í Blaðinu í dag að gengið verði í málið og opnuð aðstaða til svæfingar fyrir fatlaða og börn vegna tannviðgerða á St. Jósefsspítala strax í næstu viku. Vonandi eru þessi skjótu viðbrögð heilbrigðisráðherrans til marks um að hann muni jafnframt hafa skjótar hendur við að lækna heilbrigðiskerfið af þeim ótalmörgum öðrum kvillum, sem hrjá það. Ólafur Þ. Stephensen SÆKTU LEIÐARANN A WWW.MBUSfPODCAST Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingan Hádegismóum 2,110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net frettir@biadid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins FOSTUDAGAR LÍFSSTÍLLBÍLAR Auglýsingasíminn er 510 3744 blaðið= Ekkert gjald má greiða Ríkisendurskoðun gagnrýnir það harðlega í skýrslu sinni um kaup og endurnýjun á Grímseyj- arferju að greiddar hafa verið tæplega 400 mkr. úr ríkissjóði til verksins. I fjárlögum er aðeins heimild til þess að selja gömlu ferj- una og verja andvirðinu til verks- ins. Verðmæti Sæfara var talið um 50-55 mkr. fyrir 4 árum svo það dugir aðeins fyrir broti af út- lögðum kostnaði. Reyndar virðist svo vera, skv. skýrslunni, að kostn- aðurinn til þessa hafi að öllu leyti verið fjármagnaður með fjárheim- ildum Vegagerðarinnar til annarra verkefna. Ríkisendurskoðun lætur það koma fram í skýrslu sinni að þessi aðferð standist á engan hátt ákvæði fjárreiðulaga og geti ekki talist til góðrar stjórnsýslu. Ekki verður Ríkisenduskoðun sökuð um að taka of djúpt í árinni með þessum ummælum. Málið snýst nefnilega um sjálfa stjórnar- skrána. í 41. grein hennar eru skýr fyrirmæli um að „Ekkert gjald má greiða af hendi, nema heimild sé til þess x' fjárlögum eða fjárauka- lögum“. Það fer ekki á milli mála að stjórnarskráin mælir svo fyrir um að fyrst skuli afla samþykkis Alþingis fyrir útgjöldum áður en til þeirra er stofnað. f Gríms- eyjarferjumálinu er þessu öfugt farið, fyrst er stofnað til útgjalda og þau greidd og síðan stendur til að fá samþykki Alþingis. Það sér hver maður, að Alþingi getur fátt gert úr því sem komið er, það hefur ekkert val vegna þess að ráð- herrar hafa tekið að sér stjórnar- skrárbundið vald Alþingis að því forspurðu. Geta verður ákvæðis 33. gr. fjárreiðulaga sem Ríkisend- urskoðun minnist á. Þar er vikið frá ákvæði stjórnarskrárinnar í undatekningartilvikum: „Valdi ófyrirséð atvik því að greiða þarf úr ríkissjóði án heimildar í fjár- lögum er fjármálaráðherra að höfðu samráði við hlutaðeigandi ráðherra heimilt að inna greiðsl- una af hendi enda þoli hún ekki bið. Fjármálaráðherra er skylt að gera fjárlaganefnd Alþingis grein fyrir slíkum ófyrirséðum Kristinn H. Gunnarsson greiðslum strax og ákvörðun hefur verið tekin um þær og leita heimilda til þeirra með frumvarpi til fjáraukalaga“. Það fer ekki á milli mála að málavextir í þessu máli falla ekki undir undanþáguna, það hefði gef- ist nægur tími til þess að leggja málið fyrir Alþingi ef vilji hefði verið til þess. Greinilegt er að ráðherrar sem að málinu komu og líklega ríkisstjórnin öll hefur vísvitandi forðast það að leggja út- gjöldin fyrir Alþingi sem fer með fjárveitingavaldið og spurning er hvort ekki megi segja að Alþingi hafi verið leynt nauðsynlegum upplýsingum. Það er býsna langt gengið í því að sniðganga ákvæði stjórnarskrárinnar. En aðalatriði þessa máls, að mínu mati, er einmitt sú stað- reynd að greitt hefur verið úr ríkissjóði án heimildar Alþingis. Það gengur gegn 41. grein stjórn- arskrárinnar. Það kemur berlega fram í riti Ólafs Jóhannessonar, Stjórnskipun íslands, að sú leið að greiða fyrst og afla svo lagaheim- ildar er andstæð ákvæðum stjórn- arskrárinnar. Það kemur líka fram í frumvarpi fjárveitinganefndar frá 112. löggjafarþingi 1989-1990 að fjárveitinganefnd er sömu skoðunar — að framkvæmdin sé í andstöðu við stjórnarskrána. En fjárveitinganefnd, eins og fjárlaga- nefndin hét þá, samdi frumvarp til laga um fjárgreiðslur úr ríkis- sjóði og lagði það fram að minnsta kosti á tveimur þingum. Tillaga nefndarinnar var síðan rökstudd í ítarlegu áliti og það er við hæfi að ljúka þessum pistli með tilvitnun í greinargerð fjárveitinganefndar Alþingis, þar sem fjallað er um þann leiða sið að greiða fyrst og sækja svo um heimild Alþingis: „Framkvæmd þessi styðst að sjálf- sögðu hvorki við fyrirmæli í al- mennum lögum né aðrar skráðar réttarheimildir enda ekki furða þar sem slík fyrirmæli hlytu eðli sínu samkvæmt að vera í hróplegu ósamræmi við skýr ákvæði stjórn- arskrárinnar. Öllum ætti að vera ljóst að í þessum efnum hefur ein af grundvallarreglum íslenskrar stjórnskipunar verið brotin, þ.e. reglan um að Alþingi fari með fjárveitingavaldið“. Höfundur er alþingismaður KLIPPT 0G SK0RIÐ J-Víí íkisendurskoð- andi skilaði í gær skýrslu um framkvæmd fjárlaga síðasta árs og skilaboðin vegna framúrkeyrslu eru skýr. Það ber að áminna og eftir atvikum reka forstjóra sem ekki halda sig innan fjárlaga. Sýslumannsembættið á Keflavíkur- flugvelli og sendiráð íslands hafa til að mynda keyrt verulega fram úr og raunar fleiri stofnanir ríkisins. Ríkisendurskoðandi segir einstaka forstöðumenn ríkisstofnana hafa tekið sér vald til að auka umfang almannaþjónustu umfram það sem löggjafinn hefur mælt fyrir um og ákvarðað er með fjárveitingum til stofnananna. Ef Samfylkingin, sem gjarnan talar um siðbót og bættan ríkisrekstur, er samkvæm sjálfri sér fá hausar að fjúka á næstunni, hausar forstjóra ríkisstofnana sem ekki hafa haldið sig innan fjárlaga. Omar Ragnars- son, frétta- maður með meiru, talar um „Grímseyjarferju- hneykslið" í nýjum pistli og segir það ekki það fyrsta í íslenskri samgöngusögu. Ómar segir að í fljótu bragði virðist sem Grímseyjarferjumálið angi afýmiss konar afskiptum sem stönguðust á og undu upp á sig í einu stærsta vandaræðamáli síðari ára á þessum vettvangi. „Þetta mál kallar á umfjöllun óháðra utanaðkomandi aðila sem fara ekki aðeins yfir þátt Vegagerðarinnar og ráðgjafa hennar í málinu, heldur þann þátt sem stjórnmálamenn í héraði og á landsvísu áttu í því að búa til þann óskapnað sem hér er á ferð. Gott ef þarf ekki að leita út fyrir landstein- ana að þeim sem geti tekið þetta mál almennilega fyrir, - í hinu litla samfélagi hér heima þar sem allir tengjast öllum er líklega illgerlegt að hreinsa hér almennilega til svo að hægt sé að læra af því fyrir framtíðina.“ the@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.