blaðið - 16.08.2007, Blaðsíða 16

blaðið - 16.08.2007, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2007 blaðiö FÉOGFRAMI vidskipti@bladid.net íslendingar hugsa eins og við, eru bæði vinnufúsir og umhverfisvænir. 270 milljarða kaup- samningur Kaupþings Kaupþing hefur undrritað samning um kaup á öllu hlutafé hollenska bankans NIBC fyrir tæplega 3.000 evrur eða 270 milljarða íslenskra króna. Um er að ræða stærstu viðskipti íslandssögunnar í einum viðskiptagjörningi. „Starfsemi NIBC fellur einkar vel að starfsemi Kaupþings hvort heldur sem litið er til landfræðilegrar dreifingar, vöruframboðs eða fyrir- tækjamenningar,“ segir í tilkynningu fyrirtækisins. NIBC er fyrirtækjabanki, stofnaður 1945, sem leggur áherslu á þjón- ustu við meðalstór fyrirtæki í Vestur-Evrópu. Hjá honum starfa 718 manns en starfsstöðvar eru í Haag, London, Brussel, Frankfurt, New York og Singapúr en seljandi er fjárfestahópur undir forystu J.C. Flo- wers & Co. LLC. bm lceland Express til Barcelona Næsta vetur hefur Iceland Express flug til Barcelona. Er það fimmtándi áfangastaður fé- lagsins, en flogið verður þangað tvisvar sinnum í viku. „Barcel- ona er skemmtileg viðbót við okkar áfangastaði og er ánægju- legt að geta boðið íslendingum upp á samkeppni í flugi til þessarar einstöku borgar,“ segir Matthías Imsland, forstjóri Ice- land Express. • Krónan veikist Nokkur veiking varð á krónunni í morgun í kjölfar lækkana á Wall Street í gær, en er leið á daginn rétti hún aðeins úr kútnum og þegar upp var staðið nam veikingin 0,94 prósentum, samkvæmt upplýsingum frá Glitni. • Stöðugar horfur Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur staðfest lánshæfismat Kaupþings. Langtímaeinkunn er A, skammtímaeinkunn er Lárus aftur í fótspor Bjarna Lárus Welding, forstjóri Glitnis, var í gær kjörinn nýr formaður Samtaka fjármálafyrirtækja. Hann tekur við af Bjarna Ar- mannssyni sem lét af formennsku í sumar. Lárus tók einmitt við af Bjarna sem forstjóri Glitnis fyrr á þessu ári. Aðildarfélög samtak- anna eru orðin 43 talsins eftir að Saga Capital bættist í hópinn í gær. Fx, óháð einkunn er B/C og stuðningseinkunn er 2. Horfur fyrir langtímaeinkunninni eru stöðugar. • Fyrirséð stýrivaxtahækkun Norski seðlabankinn hækkaði í dag stýrivexti um 0,25 prósent og eru vextirnir þá komnir í 4,75 prósent. Sérfræðingar bjuggust al- mennt við þessari ákvörðun bank- ans enda hefur verðbólguþrýst- ingur verið að aukast í Noregi. FÖSTUDAGAR Auglýsingasíminn er 510 3744 blaðiö= Hydro átti að byggja á Islandi ■ Norskt stórifyrirtæki reisti frekar álver í Katar en á íslandi M Stjómin gagnrýnd ■ Brátt meira ál framleitt hér en í Noregi Eftir Björgu Magnúsdóttur bjorg@bladid.net Stórfyrirtækið Norsk Hydro hefur sætt mikilli gagnrýni und- anfarið fyrir ákvarðanir sem hafa reynst fyrirtækinu kostnaðarsamar. Ein þeirra var að reisa ekki 600.000 tonna álver á íslandi eins og til stóð. „Fyrirtækið vó og mat í sjö ár hvort það ætti að reisa álver á Is- landi og komst að lokum að þeirri niðurstöðu að gera það ekki,“ segir Jan D. Hansen forstjóri Almeq, sem framleiðir tækjabúnað fyrir álver um allan heim, í samtali við norska miðilinn E2. Valgerður Sverrisdóttir, fyrrver- andi iðnaðarráðherra, stóð í eldlínu samningaviðræðna við Norsk Hy- dro á sínum tíma. „Ég hef afar litla samúð með fyrirtækinu þar sem það stóð ekki við tímaáætlanir sem þeir höfðu sett í samráði við íslensk NORSK HYDRO ► Gróði fyrirtækisins fyrri hluta þessa árs var tæpar 70 milljónir. ► Starfsmenn fyrirtækisins eru 33.000 um allan heim. ► Framleiddi 1,8 milljónir tonna af málmi árið 2006. stjórnvöld um byggingu álvers hér á landi,“ segir hún. Valgerður segir jafnframt að þegar fyrirtækið tók ákvörðun um kaup á þýska fyrirtæk- inu VAW hafi það ekki lengur getað staðið við fyrirfram ákveðnar tíma- áætlanir um byggingu álvers hér. Röng ákvörðun um Katar Hansen segir að í stað byggingar álvers á Reyðarfirði hafi Norsk Hydro lagt í 4,8 milljarða dollara fjárfestingu í álverksmiðju í Katar sem ekki hafi verið rétt. „Á Islandi er öll orkan umhverfisvæn en í Katar notar Norsk Hydro gas sem orkuuppsprettu,“ segir Hansen. Þá nefnir hann einnig að ef til vill henti allt umhverfi á Island norska fyrirtækinu betur, meðal annars vegna líkrar menningar og þjóðar. „íslendingar hugsa eins og við, eru bæði vinnufúsir og umhverfis- vænir,“ segir Hansen. Áður en ár var liðið frá því að Norsk Hydro hætti við að reisa hér álver hófst Alcoa handa við stórfram- leiðslu í álveri sínu á Reyðarfirði. Val- gerður segir að samningaviðræður við Alcoa hafi ætíð gengið mjög vel. „Sama dag og stjórnvöld slitu samningi við Norsk Hydro hófust samningaviðræður við Alcoa, sem náði á ótrúlega skömmum tíma að fara inn í þá tímaáætlun sem Norsk Hydro hrökk frá,“ segir hún. MARKAÐURINN I GÆR ”“““” • Mest viðskipti í Kauphöll Hlutabréfaviðskipti með skráð bréf hjá OMX á Islandi, 15. ágúst 2007 qmX á Islandi voru með bréf Víðskipta- Hlutfallsl. Dagsetning Fjöldi Viðskipti Tllboð í lok dags: Félðg í úrvatsvfsitölu verð brayting viðsk.verðs viðskipta dagsins Kaup Sala Atorka Group hf. 8,98 -<144% 15.8.2007 12 28.998.144 8,95 9,00 Bakkavör Group hf. 65,60 -1,35% 15.8.2007 32 126.900.505 64,70 65,60 Exista hf. 31,85 -3,19% 15.8.2007 92 510.609.568 31,75 31,85 FL Group hf. 25,50 -1,54% 15.8.2007 73 621.119.171 25,50 25,60 Glitnir banki hf. 27,50 -1,61% 15.8.2007 115 1.723.045.978 27,50 27,60 Hf. Eimskipafélag islands 39,55 -1,00% 15.8.2007 9 23.924.349 39,30 39,45 lcelandair Group hf. 26,60 -»,49% 15.8.2007 22 156.407.103 26,40 26,60 Kaupþing banki hf. 1099,00 ■0,18% 15.8.2007 264 7.777.972.248 1097,00 1099,00 Landsbanki Islands hf. 38,30 -1,54% 15.8.2007 134 2.224.481.935 38,30 38,45 Mosaic Fashions hf. 17,50 - 13.8.2007 - . Straumur-Burðarás Fjárf.b. hf. 19,40 -2,02% 15.8.2007 118 1.017.996.826 19,30 19,40 Teymi hf. 5,59 ■0,36% 15.8.2007 1 447.200 5,59 5,64 össur hf. Önnur bréf á Aðallista 105,00 0,48% 15.8.2007 26 23.930.657 104,00 105,50 365 hf. 3,02 0,00% 14.8.2007 - - 2,98 3,02 Actavis Group hf. ffNULLl - 20.7.2007 - - Alfescahf. 5,84 0,52% 15.8.2007 6 8.202.200 5,78 5,84 Atlantic Petroleum P/F 1072,00 -1,02% -1,55% 15.8.2007 8 4.851.550 1072,00 1079,00 Eik Banki 699,00 15.8.2007 14 9.902.978 693,00 695,00 Flaga Group hf. 1,71 9.8.2007 - - 1,70 1,72 Feroya Bank 228,00 -2,98% 15.8.2007 10 4.217.702 210,00 229,50 lcelandic Group hf. 5,95 13.8.2007 - - 5,90 5,98 Marel hf. 92,30 -1/19% 15.8.2007 7 48.200.545 92,20 92,70 Nýherji hf. 21,90 9.8.2007 - - 21,90 Tryggingamiðstööin hf. 39,80 0,00% 15.8.2007 2 9.950.000 39,80 40,00 Vinnslustöðin hf. 8,50 25.7.2007 - - Rrst North á íslandi Century Aluminium Co. 2930,00 -5,48% 15.8.2007 12 107.967.000 2900,00 2935,00 HB Grandi hf. 11,00 18.7.2007 - - 11,50 Hampiöjan hf. 6,50 20.6.2007 - - Kaupþings, eða fyrir 7,77 millj- arða. Næstmest viðskipti voru með bréf í Landsbankanum eða fyrir 2,24 milljarða króna. • Mesta lækkun dagsins í OMX var á gengi bréfa Century Aluminium, eða 5,48%. Bréf Icelandair Group lækkuðu um 4,49% og bréf Exista lækkuðu um 3,19%. • Úrvaisvísitalan lækkaði um 1,22% í gær og var lokagildi hennar 7.874,66 stig. • fslenska krónan veiktist um 0,55% í gær. Við opnun í morgun var vísitalan 121,45, en við lokun var hún 122,60. Veist þú hvaó er ad gerast á markadnum í dag? MARKAÐSVAKTIN 0 mentis HUGBUNAÐUR OKEYPIS REYNSLUTIMI í 14 daga á www.mentis.is Miaosoft- CEBTIFIED Partncr Mentís Sigtúni 42 105 Reykjavík Sími 570 7600 info@mentis.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.