blaðið - 16.08.2007, Blaðsíða 38

blaðið - 16.08.2007, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2007 blaóió FÓLK folk@bladid.net Jú, en þetta hlaup er nokkurs- konar árshátíð skokkarans og ekkert óeðlilegt að greidd sé væg upphæð fyrir umgjörðina. Er blóð, sviti og tár ekki nægur fórnarkostnaður í maraþoni? Svava Oddný Ásgeirsdóttir er verkefnastjóri Reykjavíkurmaraþons sem fer fram á laugardaginn. Þátttaka í heilu maraþoni kostar 4500 krónur, sem sumum þykir hátt gjald fyrir það eitt að svitna. HEYRST HEFUR Fjölmargir hafa lagt leið sína í bíó undanfarið til að sjá nýjasta sumarsmellinn, Transformers, eða Umbreytingana, sem eru öflug vélmenni sem geta breytt sér í allskyns vélar og bíla. Sam- nefnd leikföng voru mjög vinsæl fyrir nokkrum árum og ekki loku fyrir það skotið að Magni Ásgeirsson hafi leikið sér með slík tæki, en hann skemmti sérkonunglega yfir myndinni siðastliðið þriðjudagskvöld... Bolur Bolsson er nafnið á vin- sælasta Moggabloggaranum í síðustu viku. Hefur bloggarinn lítið annað gert en að hengja eina setningu við hverja einustu frétt mbl.is og trónar fyrir vikið efst á vinsældarlistanum, þangað til nú. Hefur íþrótta- fréttamaðurinn digurbarkalegi, Henry Birgir Gunnarsson, nú stigið fram í dagsljósið með þá játningu að hann sé maðurinn á bak við Bol Bolsson, og að uppátækið hafi aðeins verið til- raun til þess að sýna fram á ÆBjgmJ hversu afbakað \ vinsældarkerfi í bloggsins getur verið en í sömu ■ytl. ^ andráhefur nafnStefáns Steíánssonar jff MSk einnigoft ' verið nefnt... 0g enn af íþróttafréttamönnum. Hinn hagmælti Þorsteinn Gunn- arsson gekk fram fyrir skjöldu um árið þegar Skjárinn hóf að nýta sér erlenda þuli í enska bolt- anum. Sagði Þorsteinn þetta ólíðandi í garð sinnar stéttar og athæfið gengi einnig í berhögg við íslenska tungu, nokkuð sem mörgum fannst skondið, í ljósi mælsku Þorsteins í lýsingum leikja. Nú hefur dæmið aftur á móti snúist við. Nú hafa 365 miðlar hafið útsendingar á enska boltanum og viti menn, i nokkrum þeirra hefur verið notast við enska þuli. Ætli Þor- steinn sé búinn að segja upp...? J % /p Gísli „Gís" Jóhannsson mundar gítarinn á Skagaströnd Kúrekinn kominn, í bili Gísli Jóhannsson, eða GÍS eins og hann kallar sig, gerir það gott í Nashville þar sem hann starfar sem kántrýsöngvari. Hann er nú staddur á Dalvík þar sem hann hleður rafhlöð- urnar árlega en hann stóð þó ekki yfir fiskisúpunni um síðustu helgi. Eftir Trausta Salvar Kristjánsson traustis@bladid.net „Nei, Logi Bergmann var bara í því. Ég lenti reyndar í partíi með honum um kvöldið og hann kunni öll Garth Brooks-lögin, heilmikið kántrý í karlinum bara! En maður reynir að koma heim minnst einu sinni á ári og stíla þá inn á Fiskidag- inn á Dalvík, því það er ótrúlega gaman þegar hátt í 40.000 manns heimsækja svona lítinn bæ. Maður slær líka nokkrar flugur í einu höggi, þarna hittir maður alla í einu og skemmtir sér með fjölskyldunni.“ Kom út úr kúrekaskápnum „Ég ætlaði upphaflega að læra djass og pældi lítið í kántrýtónlist. Ég uppgötvaði síðan allt í einu, einn góðan veðurdag, mér til mikillar skelfingar, að ég væri einfaldlega kántrýgaur! 1 fyrstu var ég í gríðar- legri afneitun en smám saman tók ég þetta í sátt. Ætli það megi ekki segja að ég hafi komið út úr kántrý- skápnum. Ég fór til Los Angeles og MAÐURINN Gísli erfertugur. Hans stóra ást í lífinu er Bella, hundurinn hans. Gísli keyrir ekki um á pick- up, heldur Toyota Rav 4 og Harley Davidson-mótorhjóli. lærði lagasmíðar og hljóðvinnslu. Þá var mér gefið þetta GÍS-nafn sem hefur fylgt mér æ síðan. Það fellur undir sömu reglu og mörg engilsax- nesk nöfn. Nicholas verður að Nick, Patrick verður að Pat og Gísli verður að Gís. Það er mjög þægilegt að hafa svona sviðsnafn i þessum bransa, en það er líka voðalega ljúft að heyra pabba gamla kalla mig Gísla, svona rétt til að minna mig á að ég á mér líka annað líf en kántrýbrans- ann. Til dæmis var ég í fyrstu frekar hræddur við að flagga þjóðerni mínu þarna úti, hélt að það myndi eyðileggja fyrir mér. Síðan áttaði ég mig á því eftir ábendingar margra vina minna og félaga, að þetta væri akkúrat tækifæri til að sýna fólki hver ég raunverulega er. Maður flýr ekki sjálfan sig og það eru ákveðnir þættir í minni tónlist og fortíð, ákveðinn tregi og rómantík sem er svo íslenskt að það skín í gegn. En þó svo að ég markaðssetji mig ekki sérstaklega sem íslending, þá kemur það fram í öllu kynningarefni sem ég sendi frá mér og ég nefni þessa staðreynd að ég sé frá Islandi, alltaf stoltur þegar ég er spurður hvaðan ég sé enda forréttindi “ Flutti í mekka kántrýtónlistarinnar „Eftir að hafa verið í mörg ár í Los Angeles flutti ég til Nashville í mars í fyrra. Ég keypti mér flott hús þar sem ég er einnig með eigið hljóðver. Ég hef alltaf viljað vera með puttana í hljóðblöndun og þetta er mikil hag- ræðing þar sem ég rek einnig eigin framleiðslu- og útgáfufyrirtæki. Annars fóru fyrstu sex mánuðirnir í að kom sér í réttu samböndin. Tónlistarbransanum í bænum er stjórnað af 6-7 mönnum sem nauð- synlegt er að hafa einhver tengsl við til þess að lifa af þessa baráttu. Hér eru öll bestu hljóðverin og bestu hljóðvers-spilararnir og þetta er hörkubisness að harka í þessu. Ann- ars er ég að gefa út mína þriðju plötu núna, sem heitir No Regrets. Að vísu kemur hún ekki út í mörgum ein- tökum því hér kaupir enginn geisla- diska lengur. Fólk hleður þessu í 90% tilvika af Netinu, en mesti peningurinn er í sölu varnings sem tengist listamönnunum; bolir og all- skyns munir. Einnig er gert mikið úr sjálfum tónleikunum sem eru á við alvöru Broadway-show,“ segir Gísli sem verður í sviðsljósinu um næstu helgi. „Ég mun víst opna Kántrýdag- ana með kassagítarnum í svona klukkutíma á föstudaginn. Svo á laugardeginum kemur Kántrý- bandið mitt saman og við tökum blöndu af kántrýslögurum, frá mér og þessum þekktu kántrýkóngum. Þetta er frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna, jíhaaa!" sagði Gísli að kúrekasið í lokin. BL0GGARINN... Vinstri, hægri „Ég sé að ungu vinstri sinnuðu stelpurnar á ritstjórn Moggans eru larnar að hafa mikiláhrifá fréttaskrif. I frétterm.a. sagt að þjóðemisSÓSlALiSTAR séu hægri öfgamenn. Hvernig geta sósíalistar verið hægri menn? Þó þeir séu þjóðernislega sinnaðir. Að vera þjóðernislega sinnaður hefur ekkert með vinstri-hægri að gera - ekki neitt. [...] Þegar minnst er á menn eins og Maó frænda, Stalín, Castro og Che Guavera er aldrei talað um vinstri öfgamenn - oftast em þeir frelsishetjur en Ijótasta orðið sem vinstri sinnaðir blaðamenn voga sérað nota er e.t.v. ein- ræðisherra.“ Gísli Freyr Valdórsson gislifreyr.blog.is Löggan óhæf „Lögregla rikis og Reykjavikur er óhæf til að gæta öryggis almennings. Hún vaknar bara til lífsins, þegar góðmenni á borð við Falung Gong koma til landsins. Hún getur ofsótt pólitíska mótmælendur. Svo er það búið. Hún þorir ekki út úr bílunum, þegar dóp- og áfengisóðir menn vaða gargandi um göturnar. Lögreglustjórinn ÍReykjavik talar digurbarkalega um „zero tolerance. Svo erþað búið. Miðbærinn i Reykjavík er eini miðbær evrópskra höfuðborga, sem er undirlagður óðum skril um nætur og morgna. Neyðarlínan anzar ekki einu sinni köllum þar. Þvíað töggan þorir ekki á svæðið. “ Jónas Krístjánsson www.jonas.is Klúður „Upplýsingafulltriiar eru æði misjafnir. Sumir gera eiginlega meiri skaða en gagn.f...] I gær ákvað Siminn að rjúfa allt samband Bolungarvíkur við umheiminn í tvær klukkustundir. [...] En upp á öryggi bæjarbúa skiptirþetta töluverðu máli. Það virtist upplýsingafulltrúinn ekki skilja. [...]! stað þess að biðjast afsökunar á þvíaö Síminn hafi gert upp á bak iþessu máli, að Síminn hafi ekki áttað sig á örygg- isþætti sínum, þá fer upplýsingafulltrúinn að delera um ástarvikuna og aðkomu Símans að henni, að gera bæjarbúum kleift að kela író og friði?" Heiga Vala Helgadóttir eyjan.is/helgavala blaðiðs SMAAUGLYSINGAR@BLADID.NET Su doku 1 8 2 6 3 5 2 7 2 5 6 5 2 1 7 3 9 3 7 4 5 2 3 6 9 7 2 1 8 5 8 9 2 Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. 10-4 © LaughlngSlock Intemational lnc./dist. by United Media, 2004 HERMAir eftir Jim Unger Það er bannað að leika sér með fótinn á afa.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.