blaðið - 16.08.2007, Blaðsíða 2

blaðið - 16.08.2007, Blaðsíða 2
FRETTIR FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2007 blaöiö Héraðsdómur taki afstöðu Meint áreitni á Landspítalanum Hæstiréttur hefur ógilt frávisun Héraðsdóms Reykjavíkur á kröfu hjúkrunarfræðings, sem fór fram á að ógilt yrði ákvörðun stjórnanda á geðsviði Landspítala-háskólasjúkra- húss um að færa hana til í starfi. Hæstiréttur fer fram á að héraðs- dómur taki málið til efnislegrar meðferðar. Upphaf málsins má rekja til teitis hjá deildarstjóra geðsviðs Landspít- alans. Eftir teitið fór stefnandi heim til sín ásamt öðrum hjúkrunarfræð- ingi af karlkyni. Hvað þar gerðist eru hjúkrunarfræðingarnir tveir ekki sammála um, en mánudaginn næsta tilkynnti maðurinn deildar- stjóranum að hann hefði orðið fyrir grófri kynferðislegri áreitni heima hjá stefnanda og treysti sér ekki til að vinna með henni lengur. Leitaði til lögreglunnar Maðurinn tilkynnti einnig meinta áreitni til lögreglunnar. I dagbók hennar er haft eftir mann- inum að konan hafi fengið hann heim með sér þar sem hún hafi átt eftir að viðra hundinn en þyrði ekki að gera það ein. Konan mun hafa „gengið mjög nærri [honum] við að reyna að fá hann til kynmaka við sig. [Hann] mun ekki hafa haft áhuga á því enda giftur og tveggja barna faðir.“ Stefnandi sagði framburð manns- ins uppspuna frá rótum og sætti sig ekki við tilfærsluna. Kærði hún hana til Héraðsdóms Reykjavíkur, sem féllst á að hún fengi greiddar miskabætur en vísaði eins og áður sagði frá kröfum hennar um að ákvörðunin yrði ógilt. hlynur@bladid.net STUTT • Ljósleiðarar Eðlilegast er að ljósleiðarakerfi Ratsjárstofn- unar verði boðið út. Þetta segja fulltrúar símafyrirtækjanna. Utanríkisráðherra útilokar ekki að það verði gert, samkvæmt fréttum Vísis. Alls eru átta ljósleiðarar á landinu og þar af þrír sem ríkið á. Þeir liggja um allt land en hafa eingöngu verið notaðir af Ratsjárstofnun fram til þessa. Leikfangaframleiðandinn Mattel innkallar leikföng Fólki ráðlagt að skila eða farga vörum Nýverið hafa uppgötvast gallar í leikföngum frá leikfangaframleiðandanum Mattel og hafa þau verið innkölluð. Hagkaup hefur sent frá sér tilkynningu þar sem foreldrum og öðrum aðstandendum er ráðlagt að yfirfara vel hvort börn þeirra eigi viðkomandi leikföng. Er þeim sem eiga ofangreindar vörur bent á að skila þeim strax í næstu verslun gegn fullri endurgreiðslu, eða farga þeim með öruggum hætti. Upplýsingar um hvaða vörur eru gallaðar er að finna á heima- síðu Hagkaupa og á heimasíðu Forvarnahúss. Nokkuð hefur verið um að erlend leikfangafyr- irtæki hafi innkallað vörur sínar á undanförnum misserum. Er einkum um að ræða leikföng sem framleidd eru í Kína. Eftirliti með framleiðslu leikfanga þar í landi er mjög ábótavant og í fyrra- dag afturkallaði Mattel rúmlega sjö milljónir leik- fanga og er það í annað sinn sem framleiðandinn grípur til slíkra aðgerða. Ástæðan er sú að í leik- föngunum eru litlir seglar sem losna auðveldlega. Er hætta á að börn gleypi seglana og það getur valdið skemmdum í meltingarvegi. Fyrr í mánuðinum afturkallaði leikfangafram- leiðandinn Fisher Price tæplega milljón leikföng eftir að málning í þeim reyndist innihalda of mikið magn af blýi. Elías Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Leik- bæjar, segir að búið sé að fara vandlega yfir lista yfir þær vörur sem Mattel hefur innkallað. „Við erum heppnir að því leyti að við höfum ekki verið að selja þessar vörur. Hins vegar er þetta fyrst og fremst slæmt fyrir neytendur að lenda í svona vandræðum.“ magnus@bladid.net Foreldrar fullir viðbjóðs ■ Rússnesk barnaklámsíða vísar á bamalandis ■ Foreldrar læstu hið snarasta síðum með drengjum léttklæddum að leika sér ■ Ekki munað eftir öðru dæmi hjá Barnalandi Eftir Björgu Magnúsdóttur bjorg@bladid.net Rússnesk vefsíða undir yfirskrift- inni „Little Boys Rule“ vísaði not- endum sínum inn á 14 íslenskar Barnalandssíður sem var í kjölfarið læst. María Katrín Jónsdóttir heldur úti vefsíðu á barnalandi.is fyrir tæplega fimm ára son sinn sem rússneska klámsíðan benti notendum sínum á. „Það er alger viðbjóður að lenda í þessu og ég hafði einhvern veginn ekki hugsað út í að þetta gæti komið upp,“ segir María. „Það var stúlka sem tók eftir því að bent var á síðu sonar míns út frá rússnesku vefsíð- unni. Hún hringdi í mig og lét mig vita en ég læsti síðunni undir eins.“ Ungirdrengir að leik Maria segir að myndirnar inni á síðu sonar síns hafi mestmegnis verið fjölskyldumyndir eða af syni hennar létklæddum að leika sér, en rússneska vefsíðan hvetur notendur sína til þess að vísa á klámefni með 2-9 ára drengjum í aðalhlutverki. Ingi Gauti Ragnarsson er einn ábyrgðarmanna Barnalands. „í fljótu bragði man ég ekki eftir öðru svona tilviki en við munum ítreka það enn frekar fyrir fólki að læsa síðum sínum,“ segir hann og bætir við að auglýsing hafi verið sett á forsíðu vefjarins til að brýna fyrir fólki að læsa Barnalandssíðunum. Reiði kemur í kjölfarið Gunnar Friðfinnsson er í sömu sporum og María, en hann fékk Vefsíðum læst Vísað var á 114 íslenskar Barnalandssíður á rússneskri óþverrasíðu. . mási BARNAHEILL ► Hefur frá 2002 tekið þátt í al- þjóðlega samstarfsverkefn- inu „Stöðvum barnaklám". Árið 2006 fékk Barnaheill 383 ábendingar og 212 þeirra voru barnaklám. ► Frá upphafi hefur Barnaheill fengið 3.525 ábendingar og hefur 31% þeirra verið um barnaklám. ábendingu í gestabók Barnalands- síðu fimm ára sonar síns um að vefsíða hans gæti hugsanlega verið notuð í illum tilgangi úti í heimi, þar sem vísað væri á hana. „Þar má sjá myndir af syni mínum sofandi eða úti í garði,“ segir hann og bætir við að hann hafi ekki getað gert sér i hugar- lund að svona mál gæti komið upp. „Það er vissulega reiði sem kemur i kjölfarið en það er lítið hægt að gera núna þegar síðunni hefur verið læst.“ Gunnar segir hina rússnesku óþverrasíðu bjóða upp á fjöldann allan af tenglum og hafa marga notendur. „Einnig passa forsvarsmenn síðunnar upp á að út frá henni séu engir virkir tenglar en svo virðist sem hún sé alveg lögleg.“ ÞEKKIRÞÚTIL? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á bladid@bladid.net Hægari vindur Rigning eða súld með köflum norðaustan- og austanlands, en léttskýjað sunnan- og vestantil. Vind lægir smám saman á öllu landinu og dregur úr úrkomu norðaustan- lands. Hiti 5 tiM5 stig að deginum, hlýjast sunnanlands. ÁMORGUN Víða skýjað Hæg norðlæg eða breytileg átt, en norð- vestan 5-10 m/s við austurströndina fram eftir degi. Skýjað um mestallt land. Skúrir suðaustanlands og dálítil súld á Norðaust- urlandi, en annars úrkomulítið. Hiti 5 til 14 stig, hlýjast syðst. STUTT • Umferð Um 10.000 bílar fóru um Hvalfjarðargöng síðastliðinn sunnudag, 12. ágúst, en um 8.500 á sunnudegi Fiskidagshelgar- innar 2006. Þetta er metumferð á einum degi það sem af er árinu 2007. Til samanburðar má nefna að mest fóru 8.800 bílar um göngin á einum degi um nýliðna verslunarmannahelgi. • Aldraðir Ásta Möller al- þingismaður er nýr formaður samstarfsnefndar um málefni aldraðra. Guðlaugur Þór Þórð- arson, heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra, hefur skipað nýja samstarfsnefnd um málefni aldraðra sem í sitja fjórir auk Ástu næstu fjögur árin. mbl.is Leiðrétt Ritstjórn Blaðsins vill leiðrétta hvaðeina, sem kann að vera missagt í blaðinu. Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2. VÍÐA UM HEIM Algarve 24 Amsterdam 23 Ankara 32 Barcelona 29 Berlín 26 Chicago 29 Dublin 16 Frankfurt 27 Glasgow 16 Halifax 26 Hamborg 24 Helsinki 24 Kaupmannahöfn 19 London 21 Madrid 31 Mílanó 29 Montreal 17 Mönchen 20 New York 24 Nuuk 8 Orlando 25 Osló 16 Palma 25 París 19 Prag 29 Stokkhólmur 21 Þórshöfn 14

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.