blaðið - 16.08.2007, Blaðsíða 17

blaðið - 16.08.2007, Blaðsíða 17
blaóió FIMMTUDAGUR 16. AGUST 2007 17 Kreditkortavelta Samdráttur milli mánaða Heildarvelta vegna kredit- kortanotkunar nam 23,6 milljörðum króna í júlí. Það er lítillega minni velta en í mánuðinum á undan, en hins vegar nemur raunaukning kreditkortaveltu 10 pró- sentum frá sama mánuði í fyrra. Hefur aukningin milli ára ekki verið jafn mikil frá aprílmánuði síðastliðnum. Erlend kortavelta jókst um tæp 24 prósent milli ára að raunvirði, en 7 prósenta raun- aukning varð á innlendri kred- itkortaveltu á tímabilinu. mbl.is Bandaríkin Lánin frekar til hvítra Þeldökkir Bandaríkjamenn og Bandaríkjamenn af spænskum uppruna hafa mun meiri áhyggjur en hvítir sam- landar þeirra af því verðfalli sem orðið hefur á bandaríska fasteignamarkaðnum. Þá eru þeir þrisvar sinnum líklegri en hvítir Bandaríkjamenn til að segja að það sé orðið erfið- ara að fá húsnæðislán sam- þykkt. Þetta eru meðal annars niðurstöður könnunar sem Reuters/Zogby hefur gert. í kjölfar niðursveiflunnar sem hefur orðið á bandarískum fasteignalánamarkaði hafa lánveitendur nú þurft að herða lánaskilyrðin og svo virðist sem minnihlutahópar í Bandaríkjunum finni mjög fyrir breyttum aðstæðum á markaðnum. mbi.is Skjálfti í Asíu Meiri vandi framundan Talsverðar lækkanir voru á helstu hlutabréfamörkuðum í Asíu í gær eftir lækkun vest- anhafs í fyrrakvöld. Óttast menn að það versta sé ekki búið og þrátt fyrir að seðla- bankar hafi víða sett aukið fé í umferð þá dugi það ekki til þar sem fjárfestar vilja losa fé sitt og færa í öruggari fjárfestingu. 1 Tókýó lækkaði Nikkei-vísitalan um 2,19 pró- sent og hefur ekki verið lægri í átta mánuði. Á sama tíma styrktist jenið gagnvart evru og Bandaríkjadal. AFP fréttastofan hefur eftir verðbréfamiðlurum að eftirspurn eftir ríkisskulda- bréfum hafi aukist. mbi.is Iðnaðarráðherra spenntur fyrir komu Becromal Teningnum kastað og ekki aftur snúið 1 '5 « 1......... % Krossanes Fyrirbugað er að aflþynnuverksmiðjan verði reist á Krossanesi við Akurevri. Italska fyrirtækið Becromal undirritaði í gær samning við Landsvirkjun um raforkukaup til framleiðslu aflþynna, en fyrirtækið hyggst reisa slíka verksmiðju á Ak- ureyri. Orkuþörf verksmiðjunnar er 640 gígavattstundir á ári sem er fimm sinnum meira en Eyjafjarðar- svæðið notar árlega. Framkvæmdir við byggingu verksmiðjunnar hefj- ast innan skamms og mun fyrsti áfanginn skapa hátt í 50 störf. Áætlað er að þeim störfum fjölgi þegar fram líða stundir. Ossur Skarphéðinsson iðnaðar- ráðherra bauð Becromal velkomið til landsins fyrir hönd íslensku ríkis- stjórnarinnar í ræðu sem hann flutti við undirritunina. Hann áætlar að útflutningsverðmæti framleiðslu aflþynnuverksmiðjunnar verði sam- bærilegt við það sem fiskvinnslufyr- irtækin á Akureyri afla í dag. „Sem iðnaðar- og orkuráðherra lýsi ég sérstaklega yfir ánægju með að verk- efnið skuli vera komið á þetta stig. Nú er teningnum kastað og væntan- lega verður ekki aftur snúið,“ sagði Össur. Hann fagnaði jafnframt ný- yrðinu aflþynna, en hingað til hefur enska orðið capacitor verið notað. Becromal framleiðir rafhúðaðar aflþynnur sem eru mikið notaðar í rafþéttaiðnaði. Þær eru sérstaklega eftirsóttar í Asíu þar sem þær eru notaðar við gerð rafmagnstækja. Fyr- irtækið er það stærsta á þessu sviði í Evrópu og er með starfsemi í Sviss, Noregi, Bandaríkjunum og Ítalíu. ,Það hefur löngum verið áhugi á að finna leiðir til þess að innleiða hér úr- vinnsluiðnað úr áli, sem gæfi okkur kost á að auka fjölbreytni áliðnaðar og skapa tugi nýrra hátæknistarfa á því sviði. Framleiðsla aflþynna er slíkur iðnaður, enda þótt ekki verði notast við íslenskt ál í fyrstu,“ segir iðnaðarráðherra. magnus@bladid.net Fáðu meira fyrir ferðina Velkomin í Flugstöð Leifs Eiríkssonar Aukið rými og bætt þjónusta í Flugstöð Leifs Eiríkssonar Umfangsmiklai breytingar hafa staðið yfír á Flugstöð Leifs Eiríkssonar síðustu misserin. Vershmar- og þjónusturýmið hefur ríflega tvöfaldast og fjölmargir nýir rekstraraðilar bæst í hópirm. Veitingastöðum fjölgar jafnt og þétt og úrval verslana og vöruframboð hefur aldrei verið glæsilegra. Fáðu meiia - mættu fyrr! Víð hvetjum alla farþega til þess að mæta tímanlega og njóta alls þess sem Flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur upp á að bjóða. Hægt er að nálgast upplýsíngar um þjónustu flugstöðvarinnar á airportJs. Munið! Irmrítun hefst 2 tímum fyrir brottför! fcrð til fjár FLUGSTÖÐ LEIFS EIRÍKSSONAR

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.