blaðið - 16.08.2007, Blaðsíða 24

blaðið - 16.08.2007, Blaðsíða 24
FIMMTUDAGUR 16. AGUST 2007 blaóiö LÍFSSTÍLLMATUR matur@bladid.net 'y Ég ætlaði fyrst að vera sjálf í eld- húsinu og var það alveg í fimmtán mínútur eftir að ég opnaði. Matur og menning Matarmenningu verður sinnt með ýmsum hætti á Menning- arnótt sem fram fer í Reykjavík næstkomandi laugardag. Nokkrir íbúar í Þingholtunum bjóða gestum og gangandi að þiggja kaffi og vöfflur milli kl. 14 og 16. Hjálpræðisherinn býður einnig upp á vöfflur og söng í Víkur- kirkjugarði kl. 16-20. í Norræna húsinu verða hinir sex landfræðilegu hlutar heimsins kynntir, meðal annars í gegnum mat, tónlist og tísku. Efnt verður til útimarkaðar með lífrænar matvörur við verslun Yggdrasils á Skólavörðustíg líkt og fyrri ár. Bændur mæta með afurðir sínar beint af akrinum. Maga- dansmeyjar verða á staðnum og óvæntar uppákomur. Nokkru neðar við Skólavörðu- stíg býður Ostabúðin gestum og gangandi að smakka alls kyns lostæti fyrir utan verslunina. Síð- ast en ekki síst geta þeir sem eru farnir að hlakka til jólanna tekið forskot á sæluna og gætt sér á pip- arkökum og jólaöli við Jólahúsið á Skólavörðustíg kl. 13-14. Kvöldverður neðansjávar Þeir sem vilja njóta þess að borða við óvenjulega aðstæður ættu að prófa veitingastaðinn Hilton Ithaa Maldives á Rangali-eyju á Indlandshafi. Staðurinn er fimm metra fyrir neðan yfirborð sjávar og þar sem veggir hans eru að mestu úr gleri njóta gestir óvið- jafnanlegs útsýnis um nærliggj- andi kóralrif á meðan þeir snæða. Innangengt er í staðinn úr öðrum veitingastað hótelsins sem er ofan sjávar. Veitingastaðurinn er ekki stór og tekur aðeins 14 manns í sæti. Fiskréttir eru áberandi á matseðl- inum sem er óneitanlega viðeig- andi í þessu umhverfi en einnig er þar að finna freistandi kjöt- og grænmetisrétti. Megináherslan er lögð á matargerð að hætti Mald- íveyinga sem þó er undir sterkum vestrænum áhrifum. Verðið er í hærri kantinum og mega kvöldverðargestir búast við að greiða um og yfír 15.000 krónur fyrir máltíðina og eru drykkir þá ekki með í reikn- ingnum. Mælt er með því að fólk panti með að minnsta kosti tveggja vikna fyrirvara. Helga Vala lætur af kaffihúsarekstri í Edinborgarhúsinu Vantar Helga Vala Helgadóttir leggur áherslu á afbragðsgott kaffi og suðræna smárétti á Kaffi Edinborg. Eftir Einar Örn Jónsson einar.jonsson@bladid.net Laganeminn og leikkonan Helga Vala Helgadóttir brá sér í nýtt hlut- verk í sumar þegar hún tók að sér rekstur Kaffi Edinborgar í hinu ný- uppgerða Edinborgarhúsi á Isafirði. Innan skamms sest hún aftur á skólabekk en skilur kaffihúsið eftir í góðum höndum. „Eftir að prófum og kosningum lauk í vor áttaði ég mig á því að ég hafði alveg gleymt að sækja um sum- arvinnu. Ég skrifaði eitthvað um það á blogginu mínu og eigendur Kaffi Edinborgar sáu það og fengu þá gloríu að ég væri tilvalin í þetta starf,“ segir Helga Vala um tildrög þess að hún var fengin til verksins. Hún þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um þegar henni var boðið starfið. „Það vantar eiginlega alveg í mig hikgenið og á stundum skyn- semina líka. Mér fannst þetta mjög spennandi því að ég er svo mikil kaffihúsakona sjálf þannig að ég hafði ákveðnar hugmyndir um hvað mig vantaði hér fyrir vestan" segir hún. Suðrænir smáréttir Helga Vala fékk að hafa nokkuð frjálsar hendur með matseðilinn og eigendur staðarins lögðu blessun sína yfir hugmyndir hennar. „Þetta gengur út á afbragðsgott kaffi frá Kaffitári en svo þurfum við auðvitað að borða einhvern mat og þá bjóðum við aðallega upp á létta rétti. Ég er voðalega hrifin af suðrænu eldhúsi, til dæmis frönsku, ítölsku og spænsku. Manni finnst notalegt að fara og fá sér eitthvað létt eins og rauðvínsglas og ólífur með eða osta- disk eða eitthvað þess háttar. í hádeg- inu erum við bara að bjóða upp á alls konar samlokur,“ segir hún. „Ég fékk afbragðskokk strax í byrjun sem vinnur í hádeginu. Hann er meðal annars með grænmetisrétti, svolítið suðræna, og fisk, til dæmis í mig hikgeniö saltfisk (baccalau) og þess háttar en líka íslenska kjötsúpu,“ segir Helga Vala sem ætlaði upphaflega sjálf að standa vaktina við eldavélina. Korter í eldhúsinu „Ég ætlaði fyrst að vera sjálf í eld- húsinu og var það alveg í fimmtán mínútur eftir að ég opnaði. Fimm- tán mínútum eftir að ég opnaði var staðurinn orðinn fullur af fólki og neðri vörin á mér var farin að titra af skelfingu. Þá hringdi ég í kokk- inn og sagði: „Komdu strax. Þú ert ráðin.“ Og hún hefur ekkert komist heim til sin síðan," segir Helga Vala og bætir við að það sé búið að vera al- veg nóg að gera í allt sumar og mjög gaman. „Það fylgir því náttúrlega alveg rosaleg vinna að koma þessu af stað. Maður þarf einhvern veginn að finna upp hjólið á öllum vígstöðvum.“ Á veturna stundar Helga Vala laga- nám við Háskólann í Reykjavík og sest því senn aftur á skólabekk en lætur af kaffihúsarekstrinum. „Ég er að skilja við ef svo má að orði komast," segir hún. „Núna verð ég bara neytandi á Kaffi Edinborg og hlakka mikið til, eins afskiptasöm og ég get verið,“ segir Helga Vala sem skilur kaffihúsið EDINBORGARHÚSIÐ Húsið var reist árið 1907. Það var opnað á ný í sumar eftir talsverðar endurbætur. Það hýsir margs konar menningarstarfsemi. eftir í góðum höndum. „Þórir Trausta- son tekur við en hann hefur verið að leysa af hjá Svæðisútvarpinu hér fyrir vestan í sumar þannig að þetta er eins konar útvarpsmannastaður,“ segir Helga Vala Helgadóttir að lokum. Leitin að bestu sultunni Sultuáhugamenn og aðrir sæl- kerar fjölmenna án efa á hina árlegu sultukeppni á sveitamarkaðinum í Mosskógum í Mosfellsdal sem fram fer á laugardag. Þátttakendur geta mætt með afurðir sínar milli 12 og 12:30 og verða þær síðan lagðar fyrir dómnefnd sem kveður upp úrskurð um kl. 15. Keppnin hefur verið haldin í nokkur ár og hefur þátttaka alltaf verið góð að sögn Jóns Jóhanns- sonar á Mosskógum sem rekur markaðinn ásamt sveitungum sínum. Sulturnarkoma enn fremur víða að. „Við höfum fengið sultur sendar utan af landi, þær hafa komið úr Reykjavík, Hafnarfirði, Grindavík og héðan og þaðan. Það er alltaf skemmtileg stemning sem skapast í kringum þetta,“ segir hann. Að vanda verður dómnefndin skipuð valinkunnum sælkerum en ekki lá ljóst fyrir hverjir myndu taka að sér það vandasama verk þegar blaðamaður ræddi við Jón. „Við finnum alltaf einhverja," segir hann. „Það er reiknað með að það verði þrír dómarar í ár þannig að menn geti rifist um hvað þeim finnst.“ Þegar dómarar hafa kveðið upp úr um hvaða sultur lenda í þremur efstu sætunum gefst gestum síðan tækifæri til að sannreyna gæði þeirra á eigin bragðlaukum. Miðað við reynslu fyrri ára má búast við því að fjölbreytni og til- raunagleði einkenni sultugerðina að þessu sinni. „Það er ýmis til- raunastarfsemi í gangi og ýmsar blöndur og samsetningar sem koma. Uppistaðan í þessu er samt það sem vex núna eins og bláber, krækiber, rabarbari, sólber og svo framvegis," segir Jón. Líkt og fyrri ár kennir ýmissa grasa á sveitamarkaðinum. Þar er aðallega í boði nýtt grænmeti úr nágrenninu en einnig silungur úr Þingvallavatni, rósir, súkkulaði og sósur (til dæmis pestósósur) sem heimamenn hafa lagað. Markaðurinn er opinn á laugar- dögum kl. 12-17 og vonast aðstand- endur til að geta haldið hann til 22. september. Alvoru svertamarkaður Boðið er upp á nýtt grænmeti, silung og sósur á sveita- markaðinum í Mosskógum sem haldinn er á hverjum laugardegi fram á haust.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.