blaðið - 16.08.2007, Blaðsíða 18

blaðið - 16.08.2007, Blaðsíða 18
FIMMTUDAGUR 16. AGUST 2007 blaóió KOLLAOGKÚLTÚRINN kolbrun@bladid.net Ef þú hefur hæfileika skaltu nota þá á allan mögulegan hátt. Spreðaðu hæfi- leikunum eins og milljónamæringur sem ætlar sér að verða gjaldþrota. Brendan Francis AFMÆLII DAG Madonna söngkona, 1958 Shimon Peres forsætisráðherra, 1923 Charles Bukowski skáld, 1920 METSÖLULISTI Innlendar og þýddar bækur 1. Leyndarmálið Rhonda Byrne 2. Made in lceland Sigurgeir Sigurjónsson 3. Lost in lceland Sigurgeir Sigurjónsson 4. Viltu vinna milljarð? - kilja Vikas Swarup 5. Flugdrekahlauparinn - kilja Khaled Flosseini 6. Svartfugl - kilja Gunnar Gunnarsson 7. Tvíburarnir - kilja Tessa de Loo 8. Móðurlaus Brooklyn - kilja Jonathan Lethen 9. Ókei bæ! - kilja Flugleikur Dagsson 10. Saffraneldhúsið - kilja Yasmin Crowther Listinn er gerður út frá sölu í Pennanum Eymundsson og Bókabúð Máls og menningar dagana 08.08 - 14.08. METSÖLULISTI Erlendar bækur 1. Flarry Potter & the Deathly Hallows J.K. Rowling 2. The Secret Rhonda Byrne 3. The Water's Lovely Ruth Rendell 4. A Place Called Here Cecelia Ahern 5. Last Testament Sam Bourne 6. A Thousand Splendid Suns Khaled Hosseini 7. The Bourne Ultimatum Robert Ludlum 8. Hide Gardner, Lisa 9. Blind Willow, Sleeping Woman Haruki Murakami 10. Liseys Story Stephen King Listinn er gerður út frá sölu í Pennanum Eymundsson og Bókabúð Máls og menningar dagana 07.08 - 13.08. LAUGARDAGAFt ORÐLAUSTÍSKA Auglysingasiminn er 510 3744 Gel gallerí býður gestum og gangandi að skapa sín eigin málverk Málverk fólksins Anna Sigríður Pálsdóttir og Aron Bergmann „Þott við- komandi telji sig hafa lokið við að mála mynd þá geta aðrir komið og bætt við og þróað hana þannig áfram." Anna Sigríður Pálsdóttir og Aron Bergmann opna dyr Gel gallerís upp á gátt á Menningarnótt og bjóða fólki að mála þar sínar eigin myndir. Myndirrnar verða siðan boðnar til sölu. Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolþrun@þladid.net Reykjavík mun iða af lífi á Menn- ingarnótt nú á laugardaginn, 18. ágúst. Margir listviðburðir verða í boði og einn sá óvenjulegasti verður í Gel galleríi á Hverfisgötu. Eigend- urnir, Aron Bergmann og Anna Sigríður Pálsdóttir, bjóða fólki, ekki síst börnum, að koma inn, fá þvi málningu og pensla og gefa því tækifæri til að mála myndir á striga. ,Við opnum klukkan tvö og lokum klukkan tíu um kvöldið. Hér verða fjórtán strigar, mismunandi að stærð sem fólk fær að mála á. Þetta á að vera flæði allan tímann, engin mynd verður talin fullgerð. Þótt viðkomandi telji sig hafa lokið við að mála mynd þá geta aðrir komið og bætt við og þróað hana þannig áfram. Ef þeim sem kemur inn líst ekki nógu vel á eitthvert verk þá má hann mála yfir það,“ segja Aron og Anna Sigríður. Málverkin sett í sölu Þau segja að þessi hugmynd hafi vaknað eftir að þau héldu árið 2005 viku þar sem fólki var boðið að koma inn í galleríið og mála beint á vegginn. „Okkur fannst leiðinlegt að geta ekki átt þau verk heldur þurfa að mála yfir þau. Ekki síst þess vegna völdum við að hafa þennan hátt á núna,“ segja þau. Næstkomandi mánudag, þriðjudag og miðvikudag getur fólk komið inn í galleríið og keypt verkin. Fast verð verður á hverri mynd en að sjálfsögðu er heimilt að bjóða meira vilji menn það. Ágóðinn rennur til samtakanna Blátt áfram. Aron og Anna Sigríður stofn- uðu galleríið í septembermánuði 2004. „Galleríið er opið þeim listamönnum sem vilja sýna. Við spyrjum ekki um menntun lista- mannanna en viljum auðvitað sjá verkin áður en þau eru sett upp. Við neitum ekki oft að taka verk til sýningar en þó hefur það komið fyrir. Yfirleitt fáum við mjög góð verk hingað inn.“ Þau lána salinn til sýninga án endurgjalds og taka ekki prósentur af sölu málverk- anna. „Ef viðkomandi listamaður selur vel getur hann styrkt galleríið en yfirleitt fáum við mynd og erum hæstánægð með það,“ segja þau. Óvenjuleg blanda Aron er menntaður myndlistar- maður og lærði í Flórens á Ítalíu. „Það var mikil upplifun að búa í borg þar sem Leonardo da Vinci gekk um götur og á hverjum morgni gekk ég framhjá húsinu hans,“ segir hann. „í náminu hafði ég mjög gaman af að læra gamla tækni til að geta búið til nýja hluti. Það er nokkuð sem vekur áhuga minn. Myndlistarmaðurinn Odd Nerdrum er í miklu uppáhaldi hjá mér vegna þess að hann kann alla gömlu tæknina en breytir viðfangsefnum og leikur sér með formið á sérstaklega skemmtilegan hátt. Sjálfur reyni ég að blanda því gamla og nýja saman. 1 haust stefni ég að því að halda sýningu þar sem ég tek gamlar íslenskar ljósmyndir og geri þær að mínum eigin.“ Gel gallerí er rekið í Hárstofunni Gel sem Aron og Anna Sigríður eiga. Anna Sigríður starfar þar sem klippari. Hún segir þessa óvenju- legu blöndu af listagalleríi og hár- greiðslustofu ganga ljómandi vel upp. „Þarna erum við allan daginn með viðskiptavini sem skoða sýning- arnar í leiðinni. Svo kemur hingað mikill fjöldi gagngert til að skoða sýningarnar. Við reynum að hafa þennan stað heimilislegan og skapa notalegt og létt andrúmsloft.“ MENNINGARMOLINN Heimurinn syrgir Elvis Á þessum degi árið 1977 var komið að Elvis Presley látnum á heimili hans í Memphis, Tenn- essee. Heimurinn grét. A hverju ári fara milljónir manna í pílagríms- för til Graceland, búgarðs Presleys, til að votta honum virðingu sína. Nú, þegar þrjátíu ár eru liðin frá láti hans, verður hans minnst víða um heim. Presley kunni ekki að höndla velgengnina. Eftir því sem frægð hans óx sökk hann æ dýpra í eitur- lyfjaneyslu og ofát. Hann hélt síð- ustu tónleika sína 25. júní 1977. Sex vikum seinna var hann látinn, ein- ungis 42 ára gamall. Hann var graf- inn í Graceland sem einkadóttir hans, Lisa Marie Presley, erfði.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.