blaðið - 16.08.2007, Síða 20

blaðið - 16.08.2007, Síða 20
FIMMTUDAGUR 16. AGUST 2007 4 blaöiö LÍFSSTÍLL48K 48k@bladid.net Þar á að vera sannkölluð útópía kapítalismans og einstaklingsframtaksins en um leið og leik- maður stígur fæti í borgina sér hann að eitthvað hefur farið úrskeiðis. KÍLÓBÆT • Nýtt frá Sony Ericsson Það er auðvelt að gleyma símaframleið- endum í öllum spenningnum vegna iPhone, en Sony Erics- son kynnti nýjan síma í Cybershot-ser- íunni. K770- síminn er að- eins 14 mm þykkur en státar af 3,2 mp myndavél, 1,9 tommu skjá og LED-ljósi til að lýsa upp myndefnið. • HDMI í Xboxið Eftir þó nokkra bið virðist svo vera sem Microsoft hafi loksins ákveðið að skella HDMI- tengjum i fleiri Xbox3óo- tölvur, en hingað til hafa Elite-vélarnar verið þær einu sem státa af slíku tengi. Premium- útgáfan mun nú fá HDMI-tengi en ódýrasta Core-útgáfan verður enn HDMI-laus. • Hættuleg batterí Rafhlöðu- framleiðendur hafa ekki átt sjö dagana sæla undanfarið, því vörur þeirra hafa átt það til að ofhitna og jafnvel springa. Tölvufyrirtæki á borð við Apple og Hew- Iett Packard lentu í miklum vandræðum vegna þess og nú er Nokia nýjasta fórnarlambið. BL-5C rafhlöður frá Nokia sem framleiddar er milli 2005 og 2006 eru taldar hættulegar. Nokia þarf nú að standa sig í stykkinu við að skipta þeim út en talið er að yfir 46 mÚljónir eintaka séu á markaðnum. • Tæknilegur baðfatnaður Kóreska fyrirtækið JWin kynnti á dögunum allsérstakan sundfatnað sem mun án efa heilla marga upp úr skónum. Um er að ræða bikinítoppa sem búið er að festa á stjórntæki fyrir iPoda. Konur geta því skipt um lög, hækkað og lækkað að vild með því einu að snerta bikinítopp- inn á réttum stöðum. Þessi stjórn- tæki eru þráðlaus en það fylgir ekki sögunni hvar skuli geyma iPodinn. • Stórgróði Það er ekki hægt að segja annað en að Microsoft-fyr- irtækið sé einstaklega bjartsýnt varðandi sölu á hinum vænt- anlega Halo 3. Fyrirtækið vonast til þess að ná að slá sölumetið sem forveri leiksins setti árið 2004 þegar leikurinn rakaði saman 125 milljónum dollara á fyrsta sólarhring í sölu. Samkvæmt Chris Di Cesare hjá markaðsdeild Microsoft stefna menn á að græða um 155 milljónir dollara á fyrsta söludegi. • DS á PSP Hugvitssamir hakk- arar í Japan hafa nú fundið upp leið til að keyra Nintendo DS-leiki áPSP.Þó svo að svona háttalag sé kolólöglegt þá verður að játa að þetta er býsna mikið afrek. Það er þó einn stór galli við þennan DS-hermi og það er sú sorglega staðreynd að leikirnir keyra á fjórum römmum á sek- úndu sem er óheyrilega hægt. Playstation 3 þolir frost Á meðan Xbox3óo-leikjatölvan glímir við hinn „Rauða hring dauðans" eins og hann er kall- aður hafa aðdáendur annarra leikjatölva lagt ýmislegt á sig til að athuga hvort álíka gallar leynist í djásninu þeirra. í þeim tilgangi tóku nokkrir aðdáendur Playstation 3 sig til á dögunum og ákváðu að láta reyna á úthald vélarinnar undir ýmsum öfgakenndum kring- umstæðum. „Rannsakendur“ spiluðu á tölvuna i 108 klukku- stundir samfellt í þremur mis- munandi umgjörðum. Fyrst var og funa spilað á tölvuna inni á venjulegu heimili, síðan í kælibíl þar sem hitastigið rokkaði frá 10 gráða hita niður í 17 stiga frost og að lokum var tölvan sett í sánu þar sem hún þurfti að þola allt að 48 gráða hita. Niðurstöður þessarar óformlegu rannsóknar komu aðstandendum hressilega á óvart því tölvan virtist lifa af þessa miklu þrekraun. Að frátal- inni brunalykt eftir 64 klukku- stundir i næstum 40 stiga heitri sánu og rakaskemmd í utan- áliggjandi snúru virtist ekkert bita á tölvuna. Styttist í Bioshock Neðansjávarútópía fer til fjandans Í öllum æsingnum yfir leiknum Halo 3 væri auð- velt að halda að það væri eini stórleikurinn sem væri væntanlegur fyrir Xbox 360. Þó er til annar leikur sem margir hafa haft augastað á lengi, hinn magnaði Bioshock. Eftir Viggó Ingimar Jónasson viggo@bladid.net Bioshock gerist árið 1960 og hefst leikurinn á því að aðalsöguhetja leiksins, Jack, lendir í flugslysi á hafi úti en nær að halda lífi og leitar skjóls í vita sem stendur úti á miðju ballar- hafi. 1 þessum vita finnur hann leið- ina til neðansjávarborgarinnar Rapt- ure sem sérvitur auðkýfingur hefur byggt til að safna saman öllu besta fólkinu á jörðinni, það er að segja fólki sem er honum þóknanlegt. Þar á að vera sannkölluð útópía kapítal- ismans og einstaklingsframtaksins en um leið og leikmaður stígur fæti í borgina sér hann að eitthvað hefur farið úrskeiðis. Borgarastyrjöld milli tveggja fylk- inga út af efni sem er kallað ADAM hefur lagt mikið af borginni í rúst og íbúarnir eru allir annaðhvort dánir eða skelfilega stökkbreyttir, vegna notkunar á hinu eftirsótta efni. Skotleikur hins hugsandi manns Leikurinn spilast sem fyrstu per- sónu skotleikur en þó verður seint sagt að Bioshock sé hefðbundinn leikur í þeim geira. Leikmenn geta notað ADAM-efnið til að uppfæra lík- ama sinn og fá þannig nýja hæfileika og vopn. Þar að auki eru leik- menn óspart hvattir til að nota ímyndunaraflið þegar barist er við hina fjölbreyttu óvini í leiknum og fylgir það með að besta leiðin er ekki alltaf að dæla í þá byssu- kúlum, enda verða skotfærin víst á köflum af skornum skammti. Enn fremur munu leikmenn geta safnað saman brotajárni víða um neðan- sjávarborgina og það „rusl“ er síðan hægt að nota til að búa til skotfæri, gildrur og fleira. Frábærar móttökur Fyrirtækið Irrational Games sem gerir leikinn er kannski mörgum vel kunnugt en það hefur gert leiki á borð við System Shock. Framleið- endur leiksins hafa sagt að Bioshock sé andlegur arftaki System Shock og er margt í uppbyggingu og anda leiksins sem ber sterkan keim af hinni geysivinsælu leikjaseríu. Leik- urinn hefur fengið hreint út sagt frábærar móttökur víða um heim og sem dæmi má nefna að Official Xbox Magazine UK gaf leiknum fullt hús stiga og lét fylgja með að söguþráðurinn væri framúrskar- andi góður og að hljóðið í leiknum væri stórbrotið. Þar að auki gaf tímaritið PC Zone leiknum 96 prósent í einkunn og lof- aði leikinn í hástert. Þeir sem hafa hug á að kaupa sér leikinn munu hafa úr nægu að velja því leikurinn verður gefinn út í fimm mismunandi útgáfum. Þremur fyrir Xbox3óo og tveimur fyrir PC. Bioshock verður gefinn út á Xbox3óo og PC þann 24. ágúst. GIGABÆT Alltaf að þvælast fyrir Harry Potter: The Order of the Pho- enix þjáist af bíómyndaeinkenninu ógurlega, þ.e. gjörsamlega enginn metnaður virðist hafa verið lagður í leikinn heldur bara einhverju skellt saman í hvelli til að nýta vinsældir myndarinnar og í þessu tilfelli bókanna. í þessu tilfelli hafði ég undir höndum tvær útgáfur af sama leik, eina á Playstation 3 og svo aðra á Nintendo Wii. Þrátt fyrir að vera sami leikur á allan hátt er spilun leiksins gjörólík á tölvunum. Ástæða þess er að sjálfsögðu fjarstýring Wii- tölvunnar. Það bjargar einfaldlega leiknum að spila hann á Wii, því maður fær að veifa fjarstýringunni eins og hálfviti til að framkvæma galdrana. Grafíkin í Playstation 3- útgáfunni er óneitanlega betri en á Wii, en það þýðir þó ekki að hún sé sérlega flott. Spilun leiksins er hálfsorgleg, þar sem maður eyðir mestum hluta leiksins f að hlaupa um Hogwarts í erindagjörðum fyrir fólk og þess á milli leysa einhverjar smáþrautir sem engu öðru hlutverki gegna en að lengja leikinn. Slíkt ætti að vera algerlega óþarft, því bók sem hefur slegið jafn rækilega í gegn og Harry Potter ætti að hafa meira en nóg efni til að gera leikinn spennandi. En þar liggur hundurinn nefnilega grafinn. Eftir að hafa ráðfært mig við Harry Potter-sérfræðing kom í ljós að leik- urinn fylgir ekld söguþræði bókar- innar heldur bíómyndinni. Ron og Hermione virðast ekki vera sérlega góðir vinir Harrys, því þau gera allt sem þau geta til að vera fyrir manni í leiknum. Það skiptir ekki máli hvar maður er eða hvert maður ætlar, einhvern veginn tekst þeim að standa fyrir manni. Hermi- HARRY POTTER: THE ORDER OF THE PHE''“,'X Nintendo Wii ^yföu^llurT^ldurshópun^/ * ^ SPILUN: 65% ENDING: 75% Elías R. Ragnarsson elli@bladid;net =70% one hefur líka mjög gaman af því að minna mann á það augljósa, eins og hvernig á að telja upp á fimm. Leikurinn er þegar öllu er á botn- inn hvolft langdreginn og ekkert sér- lega skemmtilegur. Hogwarts-kastal- inn er stór og mjög vel gerður en það verður á sama tíma stór galli þar sem allt of stórum hluta leiksins er varið í að hlaupa um kastalann.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.