blaðið - 16.08.2007, Blaðsíða 4

blaðið - 16.08.2007, Blaðsíða 4
FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2007 blaðió Kristján vill enn stýra SGS Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, gefur áfram kost á sér sem formaður Starfsgreinasambandsins (SGS). Hann tilkynnti þetta á fundi framkvæmdastjórnar sambands- ins sem haldinn var í fyrradag. Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar Iðju á Akureyri, hyggst einnig gefa kost á sér áfram í emb- ætti varaformanns. Kosið verður á þingi Starfsgreinasambandsins 3. til 5. október. Á því þingi verða lögð drög að komandi kjaravið- ræðum við Samtök atvinnulífsins. mge Olíuhreinsistöð í Arnarfjörð Bæjarstjórn Vesturbyggðar sam- þykkti í gær að breyta skipulagi í og leyfa með því byggingu olíuhreinsistöðvar í landi Hvestu í Arnarfirði. Viljayfirlýsing um að landið verði keypt liggur fyrir. Svæðið á eftir að fara í umhverfis- mat. RÚV greindi frá. Biskup vísiterar Biskup fslands, Karl Sigurbjörns- son, vísiterar Skaftafellsprófasts- dæmi dagana 18. til 25. ágúst næst- komandi. Þar mun biskup skoða 18 kirkjur og bænahús, hitta sóknarnefndarfólk og presta og starfsfólk safnaða. Hann mun einnig heimsækja hjúkrunar- og dvalarheimili. í öllum kirkjunum verða helgistundir og guðsþjón- ustur. ibs 's'qfænmeti sérmerkt þér! r * " —bcst ití mmrV. VIÐ HÖFUM ALLAR GERÐIR BÍLA 5-9 MANNA FJQLSKVLDUHHTIÐ NORÐURSINS # Kántrv -H, OnBBnft jJL Affllflllfil Gospeimessa SKAGASTEÖND 17.-19. flGÚST 2007 Bjarni töframaður grínar og kynnir Hara systur syngja Bis Jóhannsson syngur kántrýtónlist Gospei kórinn syngur Guðmundur Jónsson flytur eigin tónlist qkeípis er „ , ÁSVŒEID DllS SJA DAGSKRA: www.skagastrond.is Reykingafólk í meiri hættu í lýtaaðgerð ■ Reykingar bannaðar fyrir lýtaaðgerð vegna hættu á skaða á vefjum ■ Landlæknir ekki viss um þörf á umboðsmanni sjúklinga Eftir Björgu Magnúsdóttur bjorg@bladid.net Jens Kjartansson, yfirlæknir á lýta- lækningadeild Landspítala-háskóla- sjúkrahúss, segir lýtaaðgerðir áhættu- samar og bendir á að reykingafólk sé í stórhættu þegar þær aðgerðir eru annars vegar. „Þó er ekki algengt að lýtaaðgerðir misheppnist hérlendis, en gerist það er það oftast nær hjá reykingafólki,“ segir hann. Tuttugu og níu hafa leitað til Lífsvogar, sam- taka gegn læknamistökum, það sem af er árinu vegna magaminnkunar eða brjóstaaðgerða sem hafa farið úr böndunum, að sögn Jórunnar Sigurðardóttur framkvæmdastjóra samtakanna. Matthías Halldórsson landlæknir tekur undir með Jens. „Það er mun áhættumeira að gera aðgerðir á reyk- ingafólki þar sem nikótínmagn í blóði reykingamanna dregur æðarnar saman og minnkar súrefnisflæði.“ Um tveimur einstaklingum af hverjum tíu sem sækjast eftir brjósta- aðgerð og magaminnkun er neitað nema þeir leggi niður reykingar í 6 til 8 vikur fyrir aðgerð. „Ef lýtaaðgerð er gerð á einstaklingi sem reykir lifir 40% minna af þeim vef sem hreyft er við i aðgerðinni en hjá þeim sem ekki reykir, samkvæmt niðurstöðum tilrauna á dýrum,“ segir Matthías. Tímafrektferli Jens segir að ef súrefni nái ekki til skurðarsáranna, til dæmis eftir brjóstaminnkun, svuntuaðgerð eða andlitslyftingu, geti myndast drep í þeim. „Við drep getur vefurinn orðið alveg hvítur, bíár eða jafnvel svartur og vessað getur úr sárinu,“ segir Jens og bætir við að á því stigi sé lítið hægt að gera fyrir sjúkling nema byggja vefinn frá grunni sem sé tímafrekt og geti skilið eftir ljót ör. Jens segir að aldur skipti ekki máli í þessu samhengi. Kvöl og pína Jórunn Sigurðardóttir gagnrýnir hversu fáir lýtalæknar fylgi sjúk- lingum sínum eftir fari aðgerðir þeirra illa. „Samtökin Lífsvog hafa barist fyrir því síðustu 12 ár að komið verði á stöðu umboðsmanns sjúklinga sem gæti þá meðal annars tekið á málum þar sem aðgerðir hafa misfarist,“ segir hún og bætir við að samtökin hafi engin svör fengið hjá stjórnvöldum um það hvers vegna stöðu umboðsmanns sjúklinga hefur ekki verið komið á, en fyrir þvi séu fordæmi í nágrannalöndum. Matt- hías Halldórsson telur álitamál hvort sjúklingar þurfi yfirhöfuð umboðs- mann. „Umboðsmaður sjúklinga 100 fitusogsaðgerðir. 120 svuntuaðgerðir. 28 aðgerðir á nefi. 32 andlitslyftingar. 171 brjóstastækkanir og -lyftingar gæti þó verið til bóta ef hægt væri að leysa vandamál sem upp koma nálægt vettvangi hans áður en þau færu út í kerfið sem formleg mál.“ ÞEKKIRÞÚ TIL? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á bladid@bladid.net Leikskólaráð Reykjavíkur Launahækkun til leikskólakennara Samstaða var í gær í leikskóla- ráði Reykjavíkur um að samþykkja tillögu Vinstri grænna um að nýta strax heimild til greiðslu tímabund- inna viðbótarlauna til leikskóla- kennara vegna manneklu á leik- skólum borgarinnar. Ákvæði eru um heimildina í kjarasamningum BHM og átti að innleiða það um næstu áramót. „Ég bað um að athugað yrði hvort við mættum hækka launin. I kjara- samningum er kveðið á um að bæj- arstjóri megi hækka launin að upp- fylltum ákveðnum skilyrðum og þess vegna vísum við þessu til borg- arráðs,“ segir Þorbjörg Helga Vigfús- dóttir, formaður leikskólaráðs. Með tímabundinni launahækkun er verið að tryggja að leikskólakenn- arar haldist í starfi og taki mögulega á sig aukaálag, að því er Þorbjörg greinir frá. Slík heimild er nú þegar nýtt í Kópavogi. ingibjorg@bladid.net STUTT • Malasía Karlmaður sem starfaði í 29 ár sem tannlæknir, án þess að hafa lært tannlækn- ingar eða hafa til þess tilskilin leyfi, hefur verið handtekinn i Malasíu. Maðurinn tók á móti sjúklingum á heimili sínu í Kuala Lumpur, en hann notaði 60 ára gamlan tannlækningastól sem herinn hafði eitt sinn notað. mbl.is • Þýskaland ítölsk yfirvöld hafa greint frá því að mál mannanna sex sem voru teknir af lífi í Duisburg í Þýskalandi í nótt tengist mafíuátökum. Giuliano Amato, innanríkisráðherra Ítalíu, sagði á blaðamanna- fundi í Róm að svo virtist sem morðin tengdust langvarandi átökum tveggja mafíugengja í Calabriu, sem er á suðurhluta Ítalíu. mbl.is • Lagos Nígerískur maður sem var handtekinn á flugvellinum í Lagos á leið til Lundúna reynd- ist hafa gleypt 1,1 kg af kókaíni í litlum pakkningum. Ætlaði maðurinn að smygla eiturlyfj- unum til Evrópu. Hann var handtekinn á mánudag og hefur skilað frá sér um 100 pakkn- ingum síðan. mbl.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.