blaðið - 16.08.2007, Blaðsíða 23

blaðið - 16.08.2007, Blaðsíða 23
blaóið FIMMTUDAGUR 16. AGUST 2007 23 Verri lífskjör en fyrir fall járntjaldsins Sígaunar í Albaníu hafa alltaf búið við fátækt og mismunun. En þrátt fyrir að lífskjör hafi víðast hvar batnað til muna í fyrrum Sovét- ríkjunum eftir fall járntjaldsins árið 1991 hafa lífskjör albanskra sígauna- kvenna versnað síðastliðin 16 ár. Giftingaraldur þeirra hefur lækkað umtalsvert og síaukinn fjöldi ungra stúlkna fer aldrei í skóla. Albanía var lengi vel fátækasta og afskekktasta land Evrópu en und- anfarin ár hefur hagvöxtur verið hraður í landinu, sem hefur verið að breytast úr kommúnistaríki í lýð- ræðisríki með frjálsu hagkerfi. En sí- gaunar hafa að mestu leyti orðið út- undan við skiptingu auðs í landinu og hefur það bitnað einna harðast á konunum. Fyrir utan lágan gift- Gott gæsapartí Svokölluð gæsa- og steggja- partí eru orðin að sterkri hefð hjá verðandi brúðhjónum hér á landi sem víðar. Slík partí geta tekið á sig ýmsar myndir og keppast vinir brúðhjón- anna jafnan við að skipuleggja sem eftirminnilegust partí á síðustu dögunum fyrir stóra daginn. Hefðin er sú að ein- ungis karlmenn fá að mæta í steggjapartí og einungis konur í gæsapartí. Konur sem eru að skipuleggja gæsapartí fyrir sínar bestu vinkonur ættu að kíkja á vef- síðuna bachelorettepartyfun. com. Þar er hægt að fá alls kyns varning sem er sérstak- lega ætlaður slíkum partíum, jafnt sakleysislegum sem klúrum. Bakteríuvæn- ar skrifstofur Vinnubásar og skrifstofur kvenna eiga til að safna í sig mun fleiri sýklum og gerlum en vinnubásar og skrifstofur karla. Þetta er niðurstaða bandarískrar rannsóknar frá því fyrr á árinu. Vísinda- menn gerðu rannsóknir á fjölmörgum vinnustöðum og komust að því að á meðalskrif- borði væri um 40ofalt fleiri bakteríur og sýklar en á með- alklósettsetu. En meðalbakter- íufjöldinn var um þrisvar til fjórum sinnum meiri í vinnu- umhverfi kvenna en karla og voru skýringar meðal annars taldar vera þær að konur væru oftar með mat eða snyrtivörur á skrifborðum sínum. Engir hlutir væru þó eins frjósöm gróðrarstía fyrir bakteriur eins og seðlaveski karlmanna. ingaraldur þeirra þá er nánast enga vinnu fyrir þær að hafa auk þess sem dregið hefur úr aðgengi þeirra að heilbrigðisþjónustu og menntun. Á tímum Sovétlýðveldisins var sí- gaunum hins vegar, eins og öðrum, útvegað húsnæði og störf og þeir skikkaðir í nám. Þá var meginþorri almennings í Albaníu vissulega fá- tækur - en munurinn var sá að lítill sem enginn munur var á lífskjörum sígauna annars vegar og annarra hins vegar. Samkvæmt tölum frá Alþjóða- bankanum hafa um 48 prósent karla og 57 prósent kvenna úr röðum si- gauna í Albaníu aldrei farið í skóla, þannig að ljóst er að misskipting auðs bitnar harðar á konum en körlum.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.