blaðið - 16.08.2007, Blaðsíða 22

blaðið - 16.08.2007, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2007 blaðió LÍFSSTÍLLKONAN konan@bladid.net Lífið í sveitum norðurhluta Namibíu er að mörgu leyti í takt við hugmyndir okkar um Afríku, enda stunda margir sjálfsþurftarbúskap og hafa tak- markað aðgengi að menntun og annarri þjónustu. Kvennaverk- efni styrkt Menningar- og minningar- sjóður kvenna auglýsir eftir styrkumsóknum fyrir kvenna- verkefni, það er, verkefni unnin af konum og sem fjalla um málefni kvenna. Að þessu sinni verður lögð áhersla á rit- störf, ritgerðir eða rannsóknir, einkum um þjóðfélagsmál er varða konur. Einnig koma til greina ferðastyrkir til fram- haldsrannsókna á því sviði. Úthlutað verður 100.000 krónum og umsóknareyðu- blöð má nálgast á heimasíðu Kvenréttindafélags íslands, krfi.is. Umsóknir skulu berast Menningar- og minningar- sjóði kvenna fyrir 5. september. - Jafnréttiog einkageirinn Alþjóðalánastofnunin (IFC - International Finance Cor- poration) óskar eftir áhuga- sömum til að taka þátt í rit- gerðasamkeppni um jafnrétti kynjanna við uppbyggingu einkageirans í þróunarlönd- unura. Hlutverk stofnunar- innar er að berjast gegn fátækt og stuðla að efnahagslegri framþróun með fjárfestingum og lánum til uppbyggingar á fyrirækjum í fátækum löndum. Ritgerðirnar skulu vera á ensku og að hámarki 2500 orð að Iengd, en nánari upplýsingar fást á vefsíðum ut- anríkisráðuneytisins, utn.stjr. is, og á vefsíðu Alþjóðalána- stofnunarinnar, ifc.org. " Brjóstgjöfin mikilvæg Brjóstagjöf innan við klukku- tíma eftir fæðingu getur komið í veg fyrir allt að 1,3 milljónir tilfella af ungbarna- dauða á ári í þróunarlönd- unum að mati UNICEF, Barna- hjálpar Sameinuðu þjóðanna. Brjóstamjólk veitir mikilvæg næringarefni auk þess sem _ húneflirvarnirgegnýmsum banvænum sjúkdómum. Samkvæmt rannsókn víetnamskra vísindamanna -• fá aðeins 12 prósent þarlendra barna eingöngu brjóstamjólk á fyrstu sex mánuðum ævi sinnar. Vísindamenn telja að með aukinni áherslu á brjóstagjöf mætti fækka dauðs- föllum ungbarna um allt að 22 prósent. KONA VIKUNNAR Það hefur varla farið framhjá mörgum að Menningarnótt verður í Reykjavík næstkomandi laugardag. Það er því í nógu að snúast hjá Sif Gunnarsdóttur, verkefnisstjóra viðburða hjá Höf- uðborgarstofu, sem vonar að sólin skíni og allir skemmti sér vel þennan umrædda dag. Hvað œtlaðirþú að verða þegarþú varst lítil? Ótrúlega skemmtileg og vinsæl - og vinna sem blaðamaður. Efekki hér, þá hvar? Hmmm, London, París, Róm ... New York? En bara ef fjölskyldan væri til í að koma með. Hvað er kvenlegt? Að vera kona (með flottan varalit). Er munur á körlum ogkonum ogefsvo er hverer hann? Það er munur, já - en það er meiri munur á fólki. Er fullu jafnrétti náð? Nei, því miður. Hvað skiptirþig mestu máli í lífinu? Akkúrat núna - að sólin skíni á Menningarnótt og allir skemmti sér vel. Á öðrum tímum að stórfjöl- skyldan sé heilbrigð og glöð. Helstu fyrirmyndir? Svo margar. Ég finn að ég lít upp til þeirra kvenna sem ég upplifi sem heiðar- legar og sterkar - eins og mamma til dæmis. Ráð eða speki sem hefur reynstþér vel? Þegar allt stefnir í flækju og vandræði er ráð að leggja málið aðeins frá sér og koma að því ferskur með nýjar lausnir eftir nóttina - eða svo. Uppáhaldsbók? Mér þykir afskaplega vænt um Ódauðleikann eftir Kundera og ég veit ekki alveg afhverju. Draumurinn þinn? Hinn eilífi sannleikur Thor- björns Egner - að öll dýrin í skóginum séu vinir. UNIFEM vekur athygli á málefnum kvenna í þróunarlöndunum Þróunaraöstoö gengur í báöar áttir íslendingarfá um helgina tækifæri til að kynnast lífi og starfi alls kyns kvenna í „Langtíburtistan" í máli og myndum í boði UNIFEM. Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur hilduredda@bladid.net Meðlimir UNIFEM á íslandi hafa safnað saman ljósmyndum, minja- gripum, örsögum og tónlist frá Lang- tíburtuistan og ætla að deila öllu þessu með gestum og gangandi næst- komandi laugardag. „Okkur langaði að virkja með- limina og fá þá til að senda okkur minjagripi eða myndir af konum í þróunarlöndunum. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og fólk var duglegt að skila inn til okkar munum frá hinum og þessum löndum en aðal- lega þó myndum. Þær ætlum við að sýna á laugardaginn á svona sli- des-myndum," segir Sjöfn Vilhelms- dóttir, framkvæmdastýra UNIFEM á íslandi. Hún hefur töluverða reynslu af störfum í þróunarlöndunum. „Ég fór fyrst til Afríku árið 1992 og var þá sjálfboðaliði á vegum Rauða kross ís- lands við þróunarverkefni í Gambíu. Síðan starfaði ég fyrir Þróunarsam- vinnustofnun íslands í Namibíu í rúm fjögur ár við grasrótarverkefni í fátækum hverfum bæja við ströndina og aðalmarkhópurinn var ómennt- aðar konur sem voru að flytja úr sveit- unum í þéttbýli til þess að freista þess að bæta lífskjör sín. Lífið í sveitum norðurhluta Namibíu er að mörgu leyti í takt við hugmyndir okkar um Afríku, enda stunda margir sjálfs- þurftarbúskap og hafa takmarkað aðgengi að menntun og annarri þjónustu. í þessum verkefnum voru byggð félagsheimili og skipulögð full- orðinsfræðsla þar sem konum var kennd enska, lestur og fleira. Enska er opinbert tungumál í Namibíu en það eru mörg önnur tungumál töluð þar og í dreifbýli tala alls ekki allir ensku. En til þess að fá vinnu getur enskukunnátta verið nauðsynleg. Reyndar er árangurinn af fullorð- insfræðslu ekki alltaf mældur í því hvort þær fá vinnu, enda er mikið atvinnuleysi í Namibíu, en stundum er sagt að ef þú menntir karlmann UNIFEM-ÞRÓUNARLÖND ► Ofbeldi gegn konum eykst til muna á stríðstímum og í kjölfar átaka ► Um 2 milljónir stúlkna eru umskornar á hverju ári Ungar konur í Afríku á aldrin- um 15-24 ára eru þrisvar sinn- um líklegri til að smitast af HlV/alnæmi en karlar á sömu sióðum og á sama aldri sértu að mennta einstakling, en ef þú menntir konu sértu að mennta heila fjölskyldu. Með því að gefa konum tækifæri til að læra breytist viðhorf þeirra til menntunar. Þær skila því til barnanna og leggja meiri áherslu á að þau stundi nám og klári skóla. Komum á vitundarvakningu UNIFEM á íslandi eru frjáls félaga- samtök sem voru stofnuð til að styðja starf UNIFEM sem er þróunarsjóður kvenna hjá Sameinuðu þjóðunum. „Okkar hlutverk er að vekja athygli á stöðu og aðstæðum kvenna í þróunar- löndunum og koma á vitundarvakn- ingu um þau mál meðal almennings, stjórnvalda og einkageirans. í rik- ari löndum eins og Evrópulöndum, Bandaríkjunum, Japan og fleiri eru til landsnefndir UNIFEM sem eru, líkt og við, frjáls félagasamtök, en svo vinnur UNIFEM sitt starf í þróun- arlöndunum og við sýnum því sam- stöðu og stuðning, útskýrir Sjöfn. Ýmislegt jákvætt líka Á kvennaslóðum í Langtíburt- istan, sem verður þemað í opnu húsi UNIFEM á laugardaginn, verður þó ekki einblínt á hið neikvæða. „Félags- menn hafa tekið ýmsar myndir af konum í Afríku, Suður-Ameríku og Asíu við sin daglegu störf sem er afar skemmtilegt að skoða. Ég hef alltaf lagt á það áherslu að þróunaraðstoð gengur í báðar áttir. Við í þessum rik- ari löndum höfum kannski tækni og fjármagn til að gefa til uppbyggingar, en þau hafa á móti sögu og menn- ingu til að deila með okkur. Þannig er þetta flæði í báðar áttir, segir Sjöfn að lokum. Skrifstofa UNIFEM er við Lauga- veg 42, á annarri hæð.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.