blaðið - 16.08.2007, Blaðsíða 12

blaðið - 16.08.2007, Blaðsíða 12
12 FRETTIR FIMMTUDAGUR 16. AGUST 2007 blaðió ATBURÐARÁS GRÍMSEYJARFERJUMÁLSINS Apríl 2003 Samgönguráðuneytið skipar starfshóp til að fjalla um samgöngur til ^ Grímseyjar. Febrúar2004 W. Starfshópurinn skilar skýrslu sinni. Þar kemur meðal annars fram að ^ Einar Hermannsson, skipaverkfræðingur og aðalráðgjafi Vegagerðar- innar í ferjumálum, hafi verið fenginn til að ástandsgreina Sæfara, gömlu Grímseyjarferjuna. 1 niðurstöðu greiningar hans kom fram að kostnaður við að halda Sæfara úti sem Grimseyjarferju til ársins 2018 væri um 137,8 milljónir króna. I áliti starfshópsins kom ennfremur fram að það væri óraunhæft að fara út í þær breytingar, sérstaklega með tilliti til þess kostn- aðar sem Einar ætlaði að breytingarnar myndu hafa í för með sér. Það væri því samdóma álit hópsins að nýsmíði á skipi ætti að „koma sterklega til greina þegar hugað verði að endurnýjun skipakosts í stað núverandi Sæfara“. Einari Hermannssyni hafði verið falið að athuga hvort mögulegt væri að kaupa notað skip til verksins en hann sagði það mjög erfitt vegna ástands á markaði. Því var útilokað að fara þá leið að kaupa notað skip. 15.-16. nóvember 2004 w Sami Einar Hermannsson fer til frlands að skoða Oilean Arann til að ^ meta hentugleika skipsins til að sinna Grímseyjarsiglingum. Sú ferð var farið samkvæmt óskum Vegagerðarinnar. 19. nóvember 2004 W. Skýrsla Einars Hermannssonar um skoðun á Oilean Arann er afhent ^ Vegagerðinni. Þar kemur fram að Einar telji skipið „mjög hentugt til Grímseyjarsiglinga“. Áætlar hann kostnað við kaup og endurbætur á þvi um 150 milljónir króna. Segir hann ennfremur að nýsmíði á skipi muni kosta um 600 milljónir króna. Því segir hann Oilean Arann vera mjög vænlegan kost. 12. apríl 2005 Minnisblað Vegagerðarinnar frá 5. apríl kynnt fyrir ríkisstjórn íslands. Þar ►er heildarkostnaður við kaup og endurbætur á ferjunni áætlaður 150 milljónir króna og tekið fram að þá yrði ferjan komin í fyrsta flokks ástand. Ríkisstjórnin veitti heimild til kaupanna á Oilean Árann á grund- velli þessara áætlana. 23. september ► Ólafur J. Briem, skipaverkfræðingur hjá Siglingastofnun, fer til f rlands að skoða Oilean Arann að beiðni samgönguráðuneytisins. Með í för eru fulltrúar Grímseyjar og Vegagerðarinnar. 25. september 2005 ►Ólafur skilar skýrslu sinni til samgönguráðuneytisins. Hún er svört og segir hann meðal annars að ástand skipsins sé „í einu orði sagt hrör- legt sökum vanhirðu og skorts á viðhaldi“. í niðurstöðu úttektar Ólafs á skipinu segir að það sé líklegt að kaup á því sé áhugaverður kostur „sé ástand Oilean Arann með þeim hætti að kaupverð að viðbættum kostnaði við endurbætur á því verði lægra en 240 milljónir króna“. Meðal þess sem kemur fram í skýrslunni er að það sé vel athugunarvert að setja perustefni á skipið. Grímseyingarnir bættu því við að kannað yrði hver kostnaður við slíka smiði væri samhliða þeim breytingum sem gera ætti á skipinu yrði af kaupum á því. Þeir ráðlögðu því samgönguráðuneytinu að kynna sér þann kostnað áður en skipið væri keypt. Grímseyingar lögðu einnig ríka áherslu á að útbúið yrði lokað lestarrými á aðalþilfari skipsins í þessari skýrslu. Þessar breytingar eru með þeim kostnaðarsömustu sem þurfti að gera á skipinu. Því er ljóst að reikna hefði mátt með þeim í kostnaðaráætlun end- urbóta á Oilean Arann. 26. september 2005 W. Sveitarstjórn Grímseyjar sendir samgönguráðuneytinu póst þar sem ^ hún segir að miðað við þau gögn sem hún hafi undir höndum og eftir að hafa kynnt sér ástand Oilean Arann geti hún ekki mælt með því að skipið verði keypt að svo stöddu. Þar kemur einnig fram að sveitarstjórnin telji varhugavert að áætla að kostnaður við að koma Oilean Arann í viðun- andi horf sé minni en nýsmíði á skipi. Ráðuneytið vissi af breytingunum Samkvæmt heimildum Blaðsins sátu meðal annarra Gunnar Gunn- arsson aðstoðarvegamálastjóri, Einar Hermannsson, aðalráðgjafi Vegagerðarinnar í ferjumálum, Ól- afur Briem, skipaverkfræðingur hjá Siglingastofnun, og Jóhann sjálfur fyrir hönd samgönguráðuneytisins þann fund. Grímseyingar höfðu skömmu áður sent Jóhanni tölvupóst þar sem þeir sögðust telja það „varhugavert að áætla að kostnaður við að koma Oilean Arann í viðunandi horf, verði minni en við nýsmíði“. 1 skýrslu Ein- ars Hermannssonar hafði þá komið fram að kostnaður við slíka nýsmíði yrði um 600 milljónir króna. Sögðu kröfurnar sanngjarnar 1 svarpósti segir Jóhann meðal annars að fram hafi komið í máli allra fundarmanna að athugasemdir Grímseyinga um breytingar á skip- inu væru sanngjarnar og yrði allt gert sem hægt væri til þess að verða við þeim. Þá segir hann að „önnur atriði svo sem stækkun lestar, breyt- ingar á farþegarými og athugun á perustefni koma öll til greina“. Síðan segir að ráðuneytið vilji „ekki kaupa köttinn í sekknum og viljum við vita svona með einhverri nálgun hver viðbótarkostnaðurinn umfram kaupverð kynni að verða. Vil ég í því sambandi ítreka við ykkur að við höfum nokkurt svig- rúm til að leggja út í kostnað við að gera skipið sem best úr garði“. Þessi samskipti áttu sér stað rúmum tveimur mánuðum áður B Bæði samgöngu- ráðuneytið og Vegagerðin vissu af kröfum um breyting- ar á nýrri Grímseyj- arferju áður en hún var keypt ■ Grímseyingar áætluðu að viðgerð- arkostnaður yrði svipaður og við ný- smíði Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@bladid.net í tölvupóstum sem sendir voru milli samgönguráðuneytisins og sveitarstjórnar Grímseyjar tveimur mánuðum áður en nýja Grímseyjar- ferjan var keypt kemur fram að aðilar frá samgönguráðuneytinu, Vegagerð- inni og Siglingastofnun höfðu allir séð réttar upplýsingar um ástand Oilean Arann og þær breytingar sem þyrfti að gera á skipinu áður en að gengið var frá kaupunum. 1 tölvupósti sem Jóhann Guð- mundsson, skrifstofustjóri hjá samgönguráðuneytinu, sendi sveit- arstjórn Grímseyjar 28. september 2005 lýsir hann fundi sem fram fór daginn áður þar sem málefni Grímseyjarferjunnar voru rædd. en skipið var keypt og því ljóst að bæði samgönguráðuneytið og Vega- gerðin vissu um þær endurbætur sem þurfti að gera á skipinu til að Grímseyingar myndu samþykkja kaup þess. Þessar breytingar eru stór hluti af þeim viðbótarkostnaði sem bæst hefur við endurbætur á ferjunni. Segir Sturlu bera ábyrgð Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstri grænna, segir ábyrgð vegna kaupa á Grímseyjarferjunni liggja hjá Sturlu Böðvarssyni. „Að sjálfsögðu ber samgönguráðherra hvers tíma pólitíska og lagalega ábyrgð á öllu sem undir hann heyrir. Það hefur alltaf þótt ódýrt hjá ráð- herra að skella skuldinni á undir- menn sína og hengja þá. Mér finnst allavega að hann eigi að svara fyrir sinn hlut í málinu.“ Hann segir þann framúrakstur sem átti sér stað alveg ótrúlega stór- felldan. „Þetta er með því grófara sem maður hefur séð. Þetta horfir þannig við mér að það hafi allt verið gert vitlaust og farið úrskeiðis sem hægt var. Það grátlegasta við þetta allt saman er að kostnaður- inn endar Hklega í svipuðum upp- hæðum og nýsmíði á skipi kostar. Þannig að það er ekki hægt að kalla þetta neitt annað en stórfellda sóun á fjármunum." VILTU VITA MEIRA? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á bladid@bladid.net Förum varlega í akstri um ísland og höfum hugfast að ferðalagið er jafnmikil upplifun og áfangastaðurinn. Landið hefur upp á ótalmargt að bjóða og aldrei að vita hverju þú missir af þegar farið er um í óðagoti. Stillum hraðanum í hóf, göngum vel um landið okkar og komum heil heim. Ljósmyndasamkeppni Á ferdalag.is finnurðu ýmiss konar upplýsingar sem tengjast ferðalögum um ísland. Kynntu þérfáséðar perlur utan alfaraleiðar og sjáðu með eigin augum. Safnaðu Ijósmyndum og sendu inn í Ijósmyndasamkeppnina okkar. Sú stendur í allt sumar og vegleg verðlaun eru í boði. www.ferdalag.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.