blaðið - 16.08.2007, Blaðsíða 26

blaðið - 16.08.2007, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2007 blaóiö ÍÞRÓTTIR ithrottir@bladid.net Fjáraustur Rússans og taktík portúgalska þjálfarans hafa vissu- lega skilað árangri. Chelsea er óumdeilanlega eitt af stórliðum álfunnar og mun veita öllum liðum verðuga samkeppni. Hvort það dugar til titils nú verður að koma í Ijós en væntingar eru miklar. SKEYTIN INN Leikstjómand- inn Deco hjá Barcelona hefur staðfest vilja sinn til að vera áffam í þeim herbúð- um en í vor leit út fyrir að hann hefði fengið nóg af svo góðu. Lýsti hann þá yfir vilja til að prófa nýja hluti í vinsælum útvarpsþætti en virðist hafa dregið í land síðan. Iuan Roman Riquelme á ekki sjö dagana sæla. ginn vilji er til að hafa hann lengur hjáVillarreal og erhannásölulista þrátt fyrir að hafa sýnt aftur og aftur hversu leikinn knattspymumaður hann er. Það undarlega er að ekkert félagslið virðist sýna honum áhuga á því verði sem sett er upp og því töluverð hætta á að þessi frábæri leikmaður veslist upp á bekknum hjá þeim gulklæddu i Villarreal. Blaðið spáði fýrir nokkru að Martin Jol, þjálfari Spurs, þyrfti að taka sig saman í andlitinu. Því þjóðráði fylgdi karÚnn ekki og er nú svo komið að eftir aðeins tvo leiki í ensku úrvals- deildinni án stiga telja veðmangarar Jol nú þriðja líklegasta þjálfarann til að missa starfið fyrr en síðar. Er því ekki lengur mikið á því að græða að veðja á spark i hans rass. að kemur kannskiá óvarten Manuel Rui Costa er enn að og enn aðgeragóðahluti. Spíarhannnú fyrir Benfica í heimalandinu en þar hóf hann einmitt feril sinn á sínum tíma. Skoraði kappinn bæði mörk liðsins gegn FC Köbenhavn í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Danimir skoruðu reyndar mark líka sem gæti reynst mikilvægt enda eiga þeir seinni leikinn heima. Allt er i upp- lausn hjá margföldum frönskum meist- urum Lyon. Sex mánaða meiðsli hjá sterkasta vamar- jaxli liðsins og nú vill einn helsti markaskorari liðsins fara annað. Fred hinn brasilíski segir nóg komið en hann hefur átt í útistöðum við eiganda og forseta liðsins, Jean Aulas, um hríð. Eitthvað virðist ganga illa að sannfæra Eið Smára Guðjohn- sen um að Upton Parkséömggur staður til að vera á. Það tók forsvarsmenn West Ham hins vegar aðeins nokkrar mínútur að setja sér nýtt markmið; Yakubu, sóknarmann Middlesbrough. Kapp- inn sem er lifandi eftirmynd Emile Heskey nema nokkrum kílóum léttari vill skoða allt og gæti endað á Upton Park ef Eiður gefur sig ekki. Glæður em enn í ferli Andy Cole en hann ræðir nú við Roy Keane um samning. Víst er hægt að nota kappann á þeim bænum enda hópurinn hvorki ýkja góður né breiður. Og Keane þekkir Cole býsna vel enda léku þeir lengi saman. Fimm ár og 55 milljarðar Lítið lát á eyðslu Chelsea Gríðarlegar breytingar milli ára Eftir Albert Örn Eyþórsson albert@bladid.net Það má heita fyndið að rifja upp ummæli auðkýfingsins Roman Abr- amovich fyrr í vetur þegar hann tilkynnti breskum fjölmiðlum að eyðslutímabili Chelsea væri lokið. Vissulega fóru hann og Jose Mo- urinho þjálfari hægar í sakirnar í fimm mínútur en á síðustu metr- unum hefur verið eytt nokkuð dug- lega og ekki sér enn fyrir endann á því. Gróflega áætlað hefur Chelsea eytt rúmum ío milljörðum króna í leikmenn hvert ár síðan Rússinn tók við embætti. Tveir eftir Ef frá eru taldir leikmenn sem keyptir hafa verið til varaliða Chelsea er fjöldi aðkeyptra leik- manna um 40 talsins síðan 2003 þegar Roman og seðlar hans héldu innreið sína á Stamford Bridge. Af 30 manna aðalliði Chelsea nú eru aðeins tveir leikmenn sem þar voru fyrir þegar Rússinn keypti liðið; Frank Lampard og John Terry. Allmargir leikmenn þess sem ekki spila reglulega og sumir næstum aldrei væru fastamenn í flestum öðrum félögum. Markvörðurinn sænski, Magnus Hedman, var ekki fyrir svo löngu talinn einn sá besti í Bretlandi en kemst vart á bekk- inn hér. Glen Johnson hefur fengið aukin tækifæri í vörninni en sama verður ekki sagt um Wayne Bridge sem var eldheitur þegar hann var keyptur en hefur leikið færri en hundrað leiki alls á fimm árum. Þá er Paulo Ferreira orðinn sjaldséður í búningnum bláa og tækifæri fleiri eru mjög takmörkuð. Gangi kaup Chelsea á Daniel Alves eftir hefur Mourinho eytt tæpum fimm milljörðum króna í sumar sem er undir ársmeðaltali en spekingar hafa ekki útilokað að fleiri verði keyptir í viðbót. Illa rekið Ótalið er fé það sem Roman reiddi fram við kaupin á liðinu sjálfu á sínum tíma. Kostnaðurinn við ráðn- ingu Peter Kenyon frá Manchester United var töluverður sem og sú ákvörðun að segja upp samningi liðs- ins við sportvörufyrirtækið Umbro og reka Adrian Mutu. Þá má heldur ekki gleyma því að Jose Mourinho er tekjuhæsti þjálfarinn i Englandi og Michael Ballack miðjumaður er launahæstur leikmanna i landinu. Væri Chelsea fyrirtæki á markaði fengi Abramovich falleinkunn og sennilega sparkið líka því á móti rúmlega 50 milljarða króna kostn- aði vegna leikmannakaupa hefur félagið aðeins fengið tæpa tíu millj- arða til baka vegna sölu leikmanna og er því 40 milljarða í mínus sé að- eins litið til leikmannahópsins. Fjáraustur Rússans og taktík portúgalska þjálfarans hafa vissu- lega skilað árangri. Chelsea er óum- deilanlega eitt af stórliðum álfunnar og mun veita öllum liðum verðuga samkeppni. Hvort það dugar til tit- ils nú verður að koma í ljós en vænt- ingar eru miklar. TIL CHELSEA SÍÐAN ABRAMOVICH TÓK VIÐ: (farinn) (farinn) (farinn) (farinn) (farinn) (farinn) (farinn) (farinn) (farinn) (farinn) (farinn) (farinn) Wayne Bridge Glen Johnson Damien Duff Marco Ambrosio Geremi Joe Cole Juan Sebastian Verón Adrian Mutu Hernan Crespo Alexei Smertin Claude Makelele Scott Parker Petr Cech Paulo Ferrara Mateja Kezman Didier Drogba Tiago Ricardo Carvalho Neil Sullivan Arjen Robben Nuno Morais Jiri Jarosek Lassana Diarra Asier del Horno Shaun Wright Phillips Scott Sinclair Michael Essien Michael Ballack Andriy Shevchenko Ashley Cole Magnus Hedman Khalid Boulahrouz Salomon Kalou Henrique Hilario John Obi Mikel Steve Sidwell Florent Malouda Tal Ben Haim Claudio Pizarro Alex Daniel Alves Samtals 41 Bandaríski fótboltirm Angel rokkar Aðdáendur enska boltans þekkja vel til Juan Pablo Angel sem reyndi árangurslítið að standa sig vel með Aston Villa um nokkurra ára skeið. Angel hefur fundið fjöl sína í auð- veldari deildum vestanhafs þar sem hann spilar með New York Red Bulls og var valinn leikmaður vik- unnar fyrir góðan leik gegn Toronto. Er það í annað sinn en hann hefur einnig tvívegis verið leikmaður mánaðarins. Á ystu nöf Eyjólfur Sverrisson ætlar al- deilis að hrista upp í landsliðs- hóp sínum í merkingarlausum vináttuleik gegn Kanada þann 22. ágúst. Landsliðshóp sem hingað til hefur staðið sig herfilega. Heilir tveir nýliðar fá kannski að spreyta sig en að öðru leyti samanstendur hópurinn af góðkunningjum. íþróttadeild Blaðsins hefur áður furðað sig á fábreytni í mannavali Eyjólfs enda hellingur af efnilegum ís- lenskum strákum sem aldrei fá tækifæri. Gög og Gokke Hinn litríki og íturvaxni John Daly gæti mögulega spilað í sama holli og hinn granni Birgir Leifur Hafþórsson okkar Islendinga á Scand- inavian Masters-mótinu í Svíþjóð en mótið hefst í dag. Daly hefur verið ofar á mótal- istum undanfarið en hann hefur verið lengi en Birgir er á síðustu metrunum ætli hann sér að viðhalda keppnisrétti sínum á Evrópumótaröðinni. Sá hlær best Tiger Woods gefur helstu keppinautum sínum í golfinu falleinkunn og vill að þeir hætti væli sínu og fari að spila af alvöru. Er mikil öfund í garð kappans sem virðist geta unnið hvaða mót sem er hve- nær sem er en Tiger segir gengi sitt afleiðingu mikilla æfinga, mun meiri en aðrir kylfingar hafa stundað. Sennilega gæti Vijay Singh haft eitthvað um þetta að segja en sá æfir 6-8 tíma hvern einasta dag. Allt er þegar þrennt er Hinn goðsagnakenndi körfu- boltaþjálfari Miami Pat Riley ætlar að þjálfa í þrjú tímabil í viðbót áður en hann pakkar sparifötum sínum endanlega og eyðir tíma sínum í sjóstanga- veiði undan ströndum Flórída. Hann segir það enga tilviljun að eftir þrjú ár renna út samn- ingar beggja stórstjarna Heat, Shaq og Dwayne Wade.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.