blaðið - 30.08.2007, Side 8
8
FRETTIR
FIMMTUDAGUR 30. AGUST 2007
blaðiö
ísland er á meðal ríkja sem eiga aðild að Eftirlits- og upplýsingamiðstöð ESB vegna hamfara
Vilja samevrópska hjálparsveit
Risademantur
Risademantur fannst nýlega í
demantanámu í Suður-Afríku
og á hann að vera sá stærsti
sem nokkru sinni hefur fundist.
Steinninn er sagður vera um
helmingi stærri en Cullinan-
steinninn sem fannst í sama
landi 1905, en hann var 3.106 kar-
öt, eða 621 gramm. Að sögn
talsmanns námafyrirtækisins
sem fann demantinn, var hann
fluttur í öryggishólf í banka í
Jóhannesarborg og verður þar
uns menn róa sig niður og ákveða
hvað skuli gera við hann. aí
Framkvæmdastjórn Evrópusam-
bandsins hyggst leggja fram tillögur
í haust um að koma sérstakri hjálp-
arsveit á legg, sem væri reiðubúin
til að kljást við skógarelda, flóð og
annars konar náttúruhamfarir í
álfunni. Það sem af er ári hafa flóð
valdið mikilli eyðileggingu í Bret-
landi, hitabylgja herjað á íbúa í mið-
og suðurhluta Evrópu og nú geisa
miklir skógareldar í Grikklandi
sem hafa valdið dauða tæplega sjö-
tíu manna síðustu daga.
Andstæðingar hugmynda ESB
benda á að nær væri fyrir sam-
bandið að vera sneggri til að veita
fjárhagsaðstoð, í stað þess að koma
sér upp sérstakri hjálparsveit. Fram-
kvæmdastjórnin segir að núverandi
kerfi hafi sína annmarka. Ekkert
þeirra þrjátíu ríkja sem taka þátt í
starfi Eftirlits- og upplýsingamið-
stöðvar ESB (MIC), þar á meðal
ísland, svöruðu kalli búlgarskra
stjórnvalda um þyrluaðstoð vegna
slökkvistarfsins í landinu fyrr í
sumar, þegar miklir skógareldar
brutust þar út eftir mikla þurrka.
Michel Barnier, fyrrum fram-
kvæmdastjóri hjá ESB og núverandi
landbúnaðarráðherra Frakka, lagði
fram skýrslu á síðasta ári þar sem
hann benti á nauðsyn alþjóðlegrar
samvinnu í álfunni þegar skógar-
eldar blossa upp. Þar hvatti hann
til stofnunar sérstakrar evrópskrar
hjálparsveitar sem væri tilbúin að
halda á vettvang með tólf klukku-
stunda fyrirvara og væri með tíu
flugvélar, ætlaðar til slökkvistarfs,
á sínum snærum.
atlii@bladid.net
STUTT
• Stytta Stytta af Nelson Man-
dela, fyrrum forseta Suður-Afr-
íku, var afhjúpuð á torginu við
breska þinghúsið í Lundúnum í
gær. Gordon Brown, forsætisráð-
herra Breta, lýsti af því tilefni
Mandela sem „merkasta og hug-
aðasta leiðtoga okkar kynslóðar".
• Samningaviðræður Benazir
Bhutto, fyrrum forsætisráð-
herra Pakistans, hefur gefið
Pervez Musharraf, forseta
landsins, tvo sólarhringa til að
bregðast við tilboði sínu um
að þau deili með sér völdum í
landinu.
• Skógareldar Skógareldarnir
í Grikklandi héldu áfram í gær,
sjötta daginn í röð. Að sögn
grískra yfirvalda eru eldarnir þó
færri en áður og umfang flestra
þeirra hefur minnkað. Yfirvöld
segjast vera að ná tökum á
ástandinu.
nangs
f
... þeqar vindtar (nvín!
.................................... r
Góð með kjúklingi, svínakjöti, reyktum laxi, graflaxi, sem
salatsósa og í kalt pastasalat hverskonar.
(DrádcstasésúL.
... þeqar sclin skín!
VOGABÆR
Frábær köld með kjúklingi og lambakjöti og út á pizzuna.
Góð á saltkexið með rifsberjahlaupi og sem ídýfa.
Kína vantar fólk
og laun hækka
H Verð hækkar á Vesturlöndum ■ Auglýst stíft eftir ungu verkafólki
Eftir Atla ísleifsson
atlii@bladid.net
Laun á kínverskum vinnumark-
aði hafa farið hækkandi þar sem
atvinnurekendur virðast margir
hverjir eiga í vandræðum með að
finna verkamenn sem eru líkam-
lega í stakk búnir til að vinna þau
verk sem þarf að vinna. I frétt New
York Times segir að hækkun launa í
Kína muni líklega skila sér í hærra
verði i bandarískum verslunarmið-
stöðvum, matvöruverslunum og
jafnvel á bensínstöðvum.
Kínversk fyrirtæki eru þegar
farin að koma hækkandi framleiðslu-
kostnaði yfir á neytendur erlendis.
Verð á kínverskum varningi hefur
farið lækkandi síðustu ár, en frá því
í febrúar hefur verðið hækkað um
1,2 prósent. Hækkunin í júlímán-
uði var sú mesta frá upphafi þegar
verð hækkaði um 0,4 prósent frá
fyrri mánuði. Styrking kínverska
júansins hefur einnig haft áhrif.
Skorturá vinnuafli
Ekki liggja fyrir neinar tölur um
meðallaun í Kína, en fyrir liggur
að ekki er mark takandi á tölum
kínverskra stjórnvalda. Á síðustu
áratugum hafa sérfræðingar talað
um að gríðarlegur fólksfjöldi Kína
myndi sjá atvinnulífinu fyrir nán-
ast ótakmörkuðu vinnuaíli. Þessi
mikli fjöldi myndi svo valda því að
laun héldust lág. Árið 2003 var því
spáð að flestir hinna 150 milljóna at-
vinnulausra á kínversku landsbyggð-
Lág laun Þrátt fyrir að víða sé
skortur á vinnuafli í Kína þá eru
launin enn gríðarlega lág á vest-
rænan mælikvarða.
inni myndu flykkjast til borganna,
en þess í stað varð vart við skort á
vinnuafli við óshólma Perlufljóts í
suðausturhluta landsins árið 2003
og hefur sá skortur nú breiðst út
norður og suður með ströndinni.
Talsmenn kínverskra yfirvalda
segja að skortur á vinnuafli sé
ekki vandamál. Frekar sé um að
ræða skort á ungu verkafólki sem
sé reiðubúið að samþykkja þau
lágu kjör sem voru í boði á síðasta
áratug. Verksmiðjur í borgum eins
og Guangzhou auglýsa nú grimmt
eftir ungu verkafólki, þrátt fyrir að
atvinnuleysisskrifstofur telji góðan
árangur fyrir skjólstæðinga eldri en
fertuga að fá vinnu á innan við ári.
Jonathan Unger, sérfræðingur
í málefnum Kína við Háskólann
í Canberra í Ástralíu, segir í New
YorkTimes að kínverskir atvinnurek-
HÆKKUN LAUNA
►
Leðurfataframleiðandi í
borginni Hangzhou segir að
mánaðarlaun verkamanna
hjá honum hafi verið um sjö
þúsund krónur árið 2003.
Nú þarf í það minnsta 13
þúsund króna mánaðarlaun
ef halda á í starfsfólkið.
► Vinnueftirlit í Kína er ekki
virkt og reglulega ber-
ast fréttir af skelfilegum
starfsaðstæðum kínversks
verkafólks.
endur ráði nú rétt rúmlega þrítugt
fólk til vinnu. „Þeir telja að þeir sem
eldri eru þoli ekki starfsaðstöðuna,
11 tíma vinnudag, líka um helgar,
auk hins erfiða lífs í svefnskáluum
í eigu fyrirtækjanna sjálfra."
Kraftvélar ehf. /// Dalvegi 6-8 /// 201 Kópavogi /// Sími 535 3500 /// Fax 535 3501 /// www.kraftvelar.is
y KRAFTVÉIAR
Höfum til sölu
KOMATSU PC27-MR