blaðið - 30.08.2007, Page 10

blaðið - 30.08.2007, Page 10
10 FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2007 blaðiö Fyrirtæki og íbúð- ir á Hólmsheiði Skipulagsráð Reykjavíkur sam- þykkti á fundi sínum í gærmorgun að auglýsa tillögu að nýju deiliskipu- lagi athafnasvæðis á Hólmsheiði. Meginmarkmið tillögunnar er að tryggja fjölbreytt tækifæri fyrir- tækja til að setjast að eða stækka í Reykjavík. Verða húshæðir frá einni upp í sex hæðir. Ef heimildir til uppbyggingar eru nýttar að fullu er áætlað að á svæðinu geti rúmast byggingar sem verða samtals allt að 700.000 fermetrar að flatarmáli. Svæðið er staðsett norðan Suður- landsvegar á milli Hafravatnsvegar og hesthúsasvæðisins í Almannadal og er heildarstærð þessa nýja at- hafnasvæðis um 170 hektarar. Stefnt er að því að deiliskipulagsferlinu verði lokið í nóvember og lóðunum úthlutað fljótlega eftir það. mbl.is Vagnhöfða 25 112 Reykjavík sími 567 4455 fax 567 4453 ' •/ - "7 -... .v- • • • SIEMENS Vie HÖFUM ALLAR GERÐIR BÍLA 5-9 MANNA Ný þvottavél frá Siemens, sem lætur blettina hverfa. RLAND Nóatúni 4 • Sími 520 3000 www.sminor.is Mest kvartað undan hundum ■ Talsvert um lausagöngu hunda á höfuðborgarsvæðinu ■ Yfir hundrað lausir hundar handsamaðir árlega í Reykjavík Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@bladid.net Öldruð kona liggur beinbrotin á sjúkrahúsi eftir að hafa reynt að verja lítinn hund sinn fyrir árás stórs hunds sem stökk inn í garð hennar í Mosfellsbæ. Tvísýnt var um líf litla hundsins hennar í nokkra daga. Árni Davíðsson, starf- andi framkvæmdastjóri Heilbrigð- iseftirlits Mosfellsbæjar, segir að þangað berist talsvert af kvörtunum vegna lausagöngu hunda. Þeir sem séu handsamaðir séu þó færri en kvartanirnar. Lausaganga hunda er algengasta kvörtunin sem Heilbrigðiseftirlitinu í Hafnarfirði, Kópavogi, Garðabæ og Álftanesi berst, að sögn Guðmundar Einarssonar, framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlitsins á þessum stöðum. Það er mat Guðmundar að óskráðir hundar gangi oftar lausir en skráðir. „Það eru talsverð brögð að lausa- göngu hunda en hún hefur þó minnkað,“ segir Helgi Helgason, hundaeftirlitsmaður hjá Heilbrigðis- eftirliti Reykjavíkur. Helgi segir að árlega séu á annað hundrað hunda handsamaðir í Reykjavík og er þá farið með þá í hundageymslu þaðan sem eigendur þeirra þurfa að leysa þá út en slíkt getur kostað yfir 20 þúsund krónur. Helgi segir kvartan- irnar vegna lausagöngu hunda fleiri en útköllin. Konan í Mosfellsbænum var að reyta arfa í garðinum sínum i síð- ustu viku þegar hundurinn hennar varð fyrir árás stórs hunds sem stökk inn í garðinn. Konan datt um bandið sem hundur hennar var bundinn með og skall með höfuðið í stétt. Gat kom á höfuðið og þurfti að sauma sárið. Konan brotnaði jafn- framt bæði á hné og ökkla. Tvísýnt var um líf hundsins hennar í nokkra daga en svæfa llla bitinn Kolur litli varð fyrir árás stórs hunds sem stökk inn í garðinn þar sem hann var bundinn. mijí Myndir/Kristinn Ingvarsson LAUSAGANGA HUNDA ► Gjald vegna lausagöngu hunda er mismunandi eftir sveitarfélögum á höfuð- borgarsvæðinu eða frá 5500 krónum upp í rúmlega 20.000 krónur. Fer upphæð- in eftir því hvort um fyrstu lausagöngu er að ræða eða ekki og einnig eftir því hvort hundurinn er skráður eða ekki. Sé farið með hundinn á á hundahótel bætist við gisti- kostnaður sé hundurinn ekki sóttur strax. þurfti hann þrisvar sinnum þegar gert var að sárum hans. Dóttir öldruðu konunnar sem beinbrotnaði, María Jónsdóttir, sagði í viðtali við Blaðið í gær að ekki væri sjálfgefið að hundur væri meinlaus þótt eigandi hans teldi það. „Það þarf að grípa til einhverra ráða vegna lausagöngu hunda áður en eitthvað enn alvarlegra gerist," Iagði hún áherslu á. > ir Dagleg þrif eru leikur einn - með Unique örtrefjamoppum og klútum * Unique örtrefjamoppusettið byggir á tveimur mismunandi moppugerðum. 1 stk. hvítri þurrmoppu sem er notuð til þess að sópa. Moppan dregur í sig óhreinindi og ryk með því að mynda stöðurafmagn. 2 stk. bláum blautmoppum sem eru notaðar til þess að þvo öll hörð gólfefni. __ örtrefjaglerklútur örtrefjaklútur Moppugrind með frönskum lás Stillanlegt skaft Rekstrarvörur - vinna meö þér Réttarhálsi 2*110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Fasteignasala undir viðskipta- ráðuneytið Málefni fasteignasala og lög um fasteignakaup verða flutt frá dómsmálaráðuneytinu í viðskiptaráðuneytið við endur- skoðun þeirra fyrir 1. janúar á næsta ári. Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, skipaði vinnuhóp þann 31. maí sem á meðal annars að kanna hvort ástæða sé til að mæla áfram með skylduaðild að Félagi fast- eignasala og hvort markmið með eftirlitskerfi laganna hafi náðst. hbv STUTT • Fiskveiðistjórnun Þróunar- samvinnustofnun hefur ákveðið að styðja verkefni um fiskveiði- stjórnun í vötnum og uppistöðu- lónum í Asíu. Verkefnið er unnið á vegum NACA, stærstu samtaka fiskeldisríkja í heiminum, og er skipulagt til þriggja ára og lýkur um mitt ár 2010. Þungt haldinn eftir bílveltu Tvítugur karlmaður liggur þungt haldinn á Landspítalanum í Fossvogi eftir að vörubíll valt við Hellisheiðarvirkjun á þriðjudag- inn. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu festist maðurinn, sem var einn á ferð, inni í vörubílnum þegar hann valt. Tildrög slyssins liggja ekki fyrir. mbl.is • Salerni Bæta þarf við fimm nýjum salernum í miðborg Reykjavíkur, að mati starfshóps á vegum Reykjavíkurborgar um málefni almenningssalerna í Reykjavík. Einnig þarf að merkja betur og kynna nokkur velbúin salerni sem eru þegar til staðar í miðborginni.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.