blaðið - 30.08.2007, Side 18

blaðið - 30.08.2007, Side 18
18 FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2007 blaöiö FÉOGFRAMI vidskipti@bladid.net <mb Fyrirtækin sem við erum að skoða eru yf- irleitt með tekjur á blinu 5 til 50 milljónir dollara og fjárfestingastærðin er yfirleitt 5 til 20 milljónir dollara. Dregur úr útlánum Það sem af er ári hefur hægt á útlánavexti ýmissa lánafyrirtækja, samkvæmt tölum frá Seðlabank- anum. Tólf mánaða vöxtur útlána þessara lánafyrirtækja var 26,4 prósent í júlí. Það er um 1,5% hæg- ari vöxtur en i júní og tæplega 7% hægari en í upphafi ársins. Með ýmsum lánafyrirtækjum flokkast þau fyrirtæki sem ekki eru innlánsstofnanir, svo sem íbúðalánasjóður, fjárfestingarbankar og eignaleigufyrirtæki. Á vef Greiningar Glitnis kemur fram að undanfarið hafi fjármagn á fjármálamörkuðum verið dýrara og því líklegt að aðgengi að því versni. Verðtryggðir innlendir langtímavextir hafa hækkað nokkuð undan- farið og umrót á erlendum mörkuðum tengt húsnæðislánamarkaði í Bandaríkjunum hefur orðið til þess að aðgengi að erlendu lánsfé hefur versnað og áhættuálag á vexti hækkað töluvert. Af þessum ástæðum er því líklegt að áfram dragi úr útlánavexti. mge Straumur verður viðskiptabanki Fjármálaeftirlitið hefur veitt Straumi-Burðarási Fjárfest- ingarbanka hf. starfsleyfi sem viðskiptabanka. Frá sama tíma fellur niður starfsleyfi félagsins sem lánafyrirtækis. Fjármálaeftirlitið segir, að megin- breytingin felist í því að hér eftir hafi Straumur-Burðarás heimild til þess að taka við innlánum frá viðskiptavinum. Með þessari starfsleyfisveitingu eru íslensku viðskiptabankarnir nú orðnir fimm. mbl Aukið stofnfé ÍSM Byggðaráð Borgarbyggðar ákvað á síðasta fundi sínum að auka stofnfé sveitarfélagsins í Spari- sjóði Mýrasýslu um 500 milljónir króna. Samkvæmt lögum geta eigendur sparisjóða eingöngu greitt sér arð sem nemur 70 pró- sentum af stofnfé. Nú er stofnfé sveitarfélagsins einungis fjórar milljónir króna og því hámark- ast mögulegar arðgreiðslur sveitarfélagsins við 70 prósent af þeirri fjárhæð, óháð afkomu sparisjóðsins. Á síðasta ári var hagnaður Spari- sjóðs Mýrasýslu tæplega einn og hálfur milljarður króna og því vill sveitarfélagið nýta sér meiri hlutdeild í afkomunni með þessum hætti. Páli S. Brynjars- syni, sveitarstjóra í Borgarbyggð, hefur verið faíið að ræða við forráðamenn sparisjóðsins og Fjármálaeftirlitið vegna málsins. skessuhorn.is Þéna margfalt á við meðaljóninn Bilið milli ríkra og fátækra í Bandaríkjunum eykst ár frá ári, samkvæmt könnun sem Institute for Policy Studies og United for a Fair Economy birtu á dögunum. Þar kemur fram að framkvæmdastjóri í bandarísku stórfyrirtæki hefur 10,8 milljónir dollara í árslaun, sem er 364 sinnum meira en meðal starfsmaður í Bandaríkjunum þénar árlega. Þegar fríðindi eru tekin með í reikninginn minnkar bilið nokkuð, en þá hafa framkvæmdastjórar 270 sinnum hærri laun en starfsmaður sem ekki er í stjórnunarstöðu. Laun framkvæmdastjóranna blikna þó í samanburði við stjórnendur hlutabréfa- og vogunarsjóða. Stjórnendur þessara sjóða þénuðu að með- altali 657,5 milljónir dollara í fyrra, sem er 16 þúsundfalt meira en meðal- starfsmaðurinn þénar og 61 sinni meira en framkvæmdastjórinn. Mikið hefur verið rætt um starfsemi hlutabréfa- og vogunarsjóða vestanhafs undanfarið og hefur komið til umræðu á bandaríska þinginu að hækka skatta á afkomu stjórnenda þeirra. mge Minni fyrirtæki með mikla burði M Áslaug Magnúsdóttir stofnar fjárfestingarfyrirtæki með Marvin Traub M Fjárfesta í tískufyrirtækjum sem stefna á alþjóðamarkað Eftir Magnús Geir Eyjólfsson magnus@bladid.net Áslaug Magnúsdóttir hefur stofnað nýtt fjárfestingarfyrirtæki, TMC Capital, ásamt þeim Marvin Traub og Mortimer Singer. Félagið einbeitir sér að fjárfestingum á sviði tísku og smásölu, en Traub er eng- inn nýgræðingur í þessum bransa. Hann var stjórnarformaður og framkvæmdastjóri Bloomingdales í yfir 20 ár áður en hann stofnaði ráð- gjafarfyrirtækið Marvin Traub As- sociates (MTA) árið 1994. Er hann sagður einn af frumkvöðlunum í tískuheiminum. Áslaug, sem áður var fjárfestingastjóri Baugs í London, er framkvæmdastjóri nýja félagsins. Ekki í keppni við Baug Áslaug hóf störf hjá MTA í fyrra þegar hún flutti til New York ásamt eiginmanni sínum sem er banda- rískur. Hún var ráðin til fyrirtækis- ins með það i huga að koma á legg fjárfestingadeild sem og var gert í sumar undir nafninu TMC Capital. Áslaug segir að félagið sæki fyrst og fremst í að kaupa minni fyrirtæki sem eru á fyrstu stigum starfsem- innar. „Við erum að leita að minni fyrirtækjum með merki sem hafa burði til að verða alþjóðleg merki. Fyrirtækin sem við erum að skoða eru yfirleitt með tekjur á bilinu 5 til 50 milljónir dollara og fjárfestinga- stærðin er yfirleitt 5 til 20 milljónir dollara." t fyrradag tilkynnti TMC um sína fyrstu fjárfestingu þegar það keypti 22 prósenta hlut í fyrirtæki tísku- hönnuðarins Matthew Williamson fyrir 2 milljónir punda. Williamson er einn efnilegasti hönnuður Bret- lands og ætlar hann meðal annars að nota fjárfestinguna til að opna búðir í New York, Los Angeles og París. Áslaug er ekki ókunnug Willi- amson, en Baugur keypti í fyrra 26 prósenta hlut í fyrirtækinu og stjórn- aði hún þeirri fjárfestingu. Hún vill þó ekki meina að hún sé komin í samkeppni við fyrrum vinnuveit- anda sinn, heldur sé hún komin í samstarf með Baugi. „Baugur fjár- ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR ► Áslaug er framkvæmda- stjóri TMC Capital í New York. ► Hún var áður fjárfestinga- stjóri Baugs í London. Hún hefur einnig starfað hjá McKinsey & Company í London og Deloitte á íslandi. festir yfirleitt í stærri fyrirtækjum þannig að við erum ekki beinir samkeppnisaðilar." 60 ára reynsla Þótt aðaláherslan verði á fjárfest- ingar í Bandarikjunum, beinir TMC spjótunum að mörkuðum víðar. Nefnir Áslaug að MTA hafi verið með fyrirtæki frá Indlandi, Mið- Austurlöndum og Suður-Evrópu á sínum snærum og segir hún að þekk- ing Traubs á tískuiðnaðinum komi mjög til góða. „Marvin er búinn að vera í bransanum í 60 ár og hefur mikla þekkingu á alþjóðlegum markaði. Hann hefur rnikla reynslu og góð sambönd. Það er mjög mik- ilvægt að geta veitt fyrirtækjunum innsýn og sérfræðiþekkingu á fjar- lægari mörkuðum ef þau ætla sér að ná því að verða alþjóðleg." Aðspurð segir Aslaug að hún hafi ekki haft tækifæri til að kynnast íslenskum merkjum nógu vel til að meta möguleiíca þeirra á alþjóða- vettvangi. „Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki eytt nógu miklum tíma á Islandi undanfarið, en það eru eflaust nokkur merki sem eiga góða möguleika. Elm hefur til dæmis náð athyglisverðum árangri erlendis.“ MARKAÐURINN í GÆR Hlutabréfaviðskipti með skráð bréf hjá OMX á íslandi, 29. ágúst 2007 Vióskipti í krónum ATH. = Athugunarlisti Félög í úrvalsvísitölu a Atorka Group hf. ▼ Bakkavör Group hf. ♦ Existahf. ▲ FLGrouphf. ▲ Glitnir banki hf. ▼ Hf. Eimskipafélag íslands ♦ lcelandair Group hf. ▼ Kaupþing banki hf. A Landsbanki íslands hf. Vlðsklpta- verð 9,30 67,00 33,20 25,90 28,05 41,30 26,75 1143,00 40,50 Hlutfallsl. Dagsetning Fjðldi breyting viösk.verös viðskipta 0,43% 29.8,200/ 3 -0,74% 29.8.2007 7 0,00% 29.8.2007 67 0,19% 29.8.2007 19 0,18% 29.8.2007 44 -202% 29.8.2007 18 0,00% 28.8.2007 -0,26% 29.8.2007 155 1,00% 29.8.2007 60 Heildar- viðskipti dagsins 50.143.663 63.922.162 514.614.402 99.158.377 779.153.509 44.947.763 3.660.942.609 469.517.939 Tilboð í lok dags: Kaup Sala 9,30 9,31 66,80 67,50 33,00 33,20 25,90 26,00 28,00 28,10 41,30 41,50 26,75 26,95 1139,00 1144,00 40,50 40,70 Mosaic Fashions hf. 17,50 ▼ Straumur-Buröarás Fjárf.b. hf. 20,30 ▼ Teymihf. 6,12 -0,25% -0,49% 17.8.2007 29.8.2007 29.8.2007 43 24 507.417.733 854.645.869 20,25 6,12 20,35 6,17 ▼ össurhf. Önnur bréf á Aðallista 105,50 -0,47% 29.8.2007 1 296.772 105,50 106,00 ▼ 365 hf. 2,79 -0,71% 29.8.2007 2 159.914 2,79 2,82 Actavis Group hf. - 20.7.2007 - - - - a Alfescahf. 5,87 0,51% 29.8.2007 7 3.038.681 5,81 5,87 ♦ Atlantic Petroleum P/F 1096,00 0,00% 28.8.2007 - 0 1080,00 1087,00 ♦ EikBanki 688,00 0,00% 29.8.2007 1 810.326 686,00 692,00 e Flaga Group hf. 1,55 0,00% 28.8.2007 - 1,54 1,56 Foroya Bank 226,00 -2,16% 29.8.2007 8 9.312.629 226,00 231,00 lcelandic Group hf. 5,95 - 22.8.2007 - - 5,90 5,98 ▼ Marelhf. 93,10 -0,53% 29.8.2007 4 2.718.448 93,10 93,30 Nýherji hf. 21,50 - 21.8.2007 - - 21,50 21,90 Tryggingamiöstööin hf. 39,80 . 29.8.2007 2 3.024.200 39,20 39,80 Vinnslustöðin hf. 8,50 - 22.8.2007 . - - 12,00 First North á Islandi a Century Aluminium Co. 2979,00 0,78% 29.8.2007 5 44.088.000 2955,00 2996,00 HB Grandi hf. 11,00 . 18.7.2007 . - - 10,90 Hampiðjan hf. 6,50 - 20.6.2007 - - 6,60 • Mest viðskipti í Kauphöll OMX í gær voru með bréf Kaupþings, fyrir um 3,7 milljarða króna. Næstmest viðskipti voru með bréf Teymis, fyrir 0,9 milljarða. • Mesta hækkunin var á bréfum Landsbankans, eða 1,0%. Bréf Century Aluminum hækkuðu um 0,78% og bréf Alfesca um 0,51%. • Mesta lækkunin var á bréfum Foroya Banka, eða 2,16%. Bréf Eim- skipafélagsins lækkuðu um 2,02% og bréf Bakkavarar um 0,74%. • Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,02% í gær og stóð í 8.173 stigum í lok dags. • íslenska krónan styrktist um 1,22% í gær. • Samnorræna OMX40-vísitalan hækkaði um 1,86% í gær. Breska FTSE-vísitalan hækkaði um 0,5% og þýska DAX-vísitalan um 0,1%.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.