blaðið - 30.08.2007, Side 28

blaðið - 30.08.2007, Side 28
28 FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2007 blaöið ÍÞRÓTTIR ithrottir@bladid.net Hinn óþroskaði Craig Beilamy sem prýðir framlínu West Ham og miklar vonir voru bundnar við hefur fallið í gamla gryfju og sent Curbishley þjálfara vel valdar kveðjur á æfingu. Álög Eggerts Aföllin dynja á West Ham Dyer út og Bellamy ybbar gogg Það liggur við að litla íslenska fótboltahjartanu blæði fyrir hönd Eggerts Magnússonar, stjórnarfor- manns og eins eigenda West Ham United. Þeirra sterkustu kaup fyrir leiktíðina á landsliðsmanninum Ki- eron Dyer frá Newcastle eru farin í súginn tveimur vikum síðar enda Dyer fótbrotinn og sparkar ekki bolta meira í bráð. Minna kemur á óvart að annað nýtt stórt nafn hjá West Ham, Craig Bellamy, er merki- legt nokk með læti og vesen. Hvers á Eggert okkar að gjalda? Æ sér gjöf til gjalda Tilkynningin um fótbrot Dyer er einstaklega leiðinleg. Hann fékkst fyrir gott verð og flestir trúa að Dyer geti aftur náð þeim hæðum sem á tímabili gerðu hann að lands- liðsmanni og einhverju mesta efni Englendinga um langa hríð. Veðj- uðu Eggert og Curbishley þjálfari einmitt á að hann fyndi sig á ný en með fullfrískan Dyer í formi var tekið bónusskref að draumi Eggerts um að koma liði sínu sem fyrst í fremstu röð á ný. Fleira þurfti eðli- lega til en nú er endanlega loku fyrir það skotið enda bekkur West Ham ekki upp á marga fiska og enginn fyllir í skarð Dyer svo auðveldlega. Sjö - níu - þrettán Annars er undarlegt hversu óheppnir þeir eru hjá West Ham eftir að Eggert tók við. Strax voru keyptir leikmenn til að styrkja liðið og voru stærstir þar Lucas Neill og Matthew Upson sem fylla áttu upp í slaka vörn liðsins á þeim tíma. Hvor- ugur náði í raun að reima skóna sína áður en þeir lentu í meiðslum og voru lítið með það sem eftir lifði tímabilsins í vetur. Þökk sé Carlos Tevez náði liðið að halda sér uppi en byrjunin nú eftir mörg og dýr kaup bendir ekki til þess að West Ham verði til stórræðanna í vetur eins og kexkónginn Eggert dreymdi um. Bellamy röflar Hinn óþroskaði Craig Bellamy sem prýðir framlínu West Ham og miklar vonir voru bundnar við hefur fallið í gamla gryfju og sent Curbishley þjálfara vel valdar kveðjur á æfingu. Engin tilviljun að hann hefur sjaldan enst lengur en eitt tímabil hjá fyrri félögum. Virðist hann glíma við marga og ljóta innri djöfla miðað við að hann springur úr bræði af minnsta tilefni og virðist ekkert læra. Annar skap- hundur, Lee Bowyer, á einnig eftir að springa og miðað við að sá er á sama þroskastigi og Bellamy gerist það fyrr en síðar. Ein skærasta íshokkístjama heims glímir við meiðsli Atvinnulaus og bíður síns tíma SKEYTIN INN Komið hefur upp úr kafinu að AC Milan hefur hug á fleiri leikmönnum en Ronaldinho og kemur ekki á óvart að hinn 33 ára gamli Fabio Cannavaro sé í sigti Ancelotti og félaga. Smell- passar hann inn í aldraðan hóp Milan. Stóðu kaup Real Madrid á Cannavaro á síðustu leiktíð fyllilega undir væntingum og karl á eitt til tvö góð ár effir enn. Kurr er í efnilegustu leikmönn- um Real Madrid. Yngri sveitir liðsins fram- leiða reglulega bráðefnilega leikmenn sem á endanum fara í burtu, enda eru möguleikar litlir að komast í stjörnum prýtt aðalliðið. Hafa þeir þannig misst af góðum bitum f hundskjaft gegnum tíðina og er Samuel Eto '0 besta dæmið. Nú hefur Schuster þjálfari ákveðið að fjórir þeir efni- legustu, Granero, Balboa, Red og Adrian, sem var hálfþartinn búið að lofa spileríi í vetur, verði lánaðir út og eru þeir ekki sáttir. Dagar Jens Lehmann sem aðalmarkvarðar Arsenal eru taldir. Er óhætt að saka Þjóðverjann um mörk þau er liðið hefur fengið á sig í deildinni hingað til og hafa þau verið í ódýrari kantinum. Varð kappinn brjálaður yfir því að vera ekki valinn f liðið gegn Manchester City þrátt fyrir að vera í toppformi að eigin mati og talið er líklegt að Wenger láti hann fara fyrir lok mánaðarins. Luis Figo þakkar sínum sæla fyrir að vera utan vallar vegna meiðsla þegar lið hans Inter Milan mætir Barcelona á Nou Camp í dag í vináttuleik þessara tveggja risa. Figo, sem lengi var stjarna hjá Barca, hefur ekki verið vel- kominn þangað síðan hann fór til Real Madrid og áhorfendum hitn- ar mikið í hamsi spili hann með. Er það afar ólíklegt og segist Figo sjálfur nokkuð sáttur með það. Svíinn Peter Forsberg sem fyrir margt löngu festi nafn sitt kyrfilega á spjöld íshokkísögunnar er atvinnu- laus og bíður síns tíma. Öll 30 félög NHL-deildarinnar vestanhafs bíða slefandi átekta. Biðin kemur ekki til af góðu. Forsberg er samansaumaður á alla kanta eftir tólf tímabil i hörðustu ís- hokkídeild heims. Var gerð aðgerð á báðum hælum hans f vor skömmu eftir að samningur hans við Nas- hville Predators rann út. Forsberg er sérlundaður nokkuð og vantar svo sem engan pening og vill því sjá til með viðræður við önnur félög meðan sár hans gróa. Hvert sem hann fer verður liðið sem fyrir val- inu verður sjálfkrafa líklegt í úrslita- keppni NHL næsta haust. W" Mr } ,/ ME- * é. JW HLEÐSLUR www.meistari.is Félag Skrúðgarðyrkiumeistara Birgir Leifur á Johnny Walker í Skotlandi Verður að spýta vel í lófa Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson þarf að taka á honum stóra sínum á Johnny Wal- ker-mótinu sem hefst í Skotlandi í dag en fá mót eru eftir og Birgir langt frá því að vera búinn að tryggja sér þátttökurétt áfram á Evr- óputúrnum eins og stefnt var að. Um tíu mót alls eru eftir í yfir- standandi keppnisröð en ólíklegt er að Birgir fái að keppa á þeim öllum. Árangur hans undanfarið hefur valdið honum vonbrigðum og hann þarf að enda ofarlega nú því pressan mun segja til sín þegar mótum fækkar frekar. Aðeins tvær Ieiðir eru til að fá endurnýjun; vinna eitt mót eða verða ofar en 120. sæti alls á peningalistanum. Eins og sakir standa er Birgir númer 187. Koma svo Frábært væri ef Birgir Leifur tæki sig til og ynni eins og eitt mót í Evrópumótaröðínni. *r Áfram Afríka Það er ekkert nýtt við að sjá nöfn Bandaríkjanna eða Rússlands í efstu sætum í frjálsíþróttakeppnum en eftir þrjá daga á heimsmeistara- mótinu í frjálsum íþróttum í Osaka í Japan er þriðja þjóðin jöfn þeim fyrrnefndu hvað gullverðlaun varðar. Kenía er með þrenn gullverðlaun eins og Bandaríkin og Rússland og Eþíópía kemur næst með tvenn gullverðlaun. Afríku- þjóðirnar ætla ekkert að gefa eftir í langhlaupsgreinum heldur þvert á móti bæta í ef eitthvað er. Steinunn Sigurgeirsdóttir íshokkíleikmaður vekur athygli í Malmö í Svíþjóð en þar leikur hún listir sínar í íshokkíi með nýstofnuðu félagi þar í borg. Steinunn er reyndar ekki að gera neinar rósir ennþá, enda leiktíma- bilið ekki hafið, heldur er hún tíu árum eldri en aðrar stúlkur í liðinu. Steinunn er samt aðeins 26 ára. Áfram ísland Eiður Smári Guðjohnsen verður vart með Islandi í tveimur erfiðum lands- leikjum gegn Spáni og Norður- írum hér í næsta mánuði vegna meiðsla. Möguleikar landans í riðlinum eru engir og betra tækifæri til að blása til nýrrar sóknar með breyttu iði og skipulagi gegn topp- >jóðum gefst ekki aftur í bráð. það minnsta höfum við engu að tapa. Áfram meö smjörið Standi eitthvert eitt þrætu- epli eftir hjá kylfingum hjá stærstu klúbbum landsins eftir sumarið er það vafalítið frekari fjölgun meðlima hjá yfirfullum klúbbunum. Með- algolfhringur sem löngum var hægt að klára á rúmum fjórum klukkustundum tekur nú milli fimm og sex tíma að jafnaði.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.