blaðið - 31.08.2007, Blaðsíða 4
FRÉTTIR
FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2007
blaöiö
England
Bein úr geir-
fugli fundust
Beinaleifar úr geirfugli hafa
fundist við fornleifauppgröft
á Portland í Suður-Englandi
og þykja þær benda til þess að
fólk sem uppi var á síðjárnöld
hafi lagt sér þessa fugla til
munns. Geirfugl er útdauð
fuglategund en talið er að síð-
asta geirfuglaparið hafi verið
veitt í Eldey árið 1844. mbi.is
Aöaldalur
Fommenn í
bátkumli
Bátkuml fannst í fyrradag á
eyðibýlinu Litlu-Núpum í Að-
aldal. „Þetta eru stórtíðindi í
fornleifarannsóknum sumars-
ins,” segir Adolf Friðriksson,
forstöðumaður Fornleifastofn-
unar fslands. Um tvíkuml er
að ræða því að tveir fornmenn
hafa verið heygðir í bátnum
og fundust hauskúpur þeirra
beggja auk lærleggja og ann-
arra smærri beina. Bátkuml
hefur ekki fundist á íslandi
{43 ár og þetta er einungis
sjötta bátkumlið sem finnst á
iandinu. mbl.is
Norðurlandaráð
íbúatala yfir
25 milljónir
íbúar Norðurlanda eru nú
fleiri en 25 milljónir talsins,
samkvæmt heimildum frá
hagstofum Norðurlandanna.
Svíþjóð er sem fyrr fjölmenn-
asta ríkið á Norðurlöndum,
með rúmlega níu milljónir
íbúa. í Danmörku búa um 5,5
milljónir manna, 5,3 milljónir
í Finnlandi og 4,7 milljónir í
Noregi. Um 310 þúsund manns
búa á íslandi, 57 þúsund á
Grænlandi og tæplega 50
þúsund í Færeyjum. Á Álands-
eyjum búa svo um 27 þúsund
manns. aí
Tillögur um uppbyggingu í Kvosinni lagðar fram á næstu dögum
Utilokar ekki að meira verði byggt
Á næstu dögum verða lagðar fram tillögur
dómnefndar í hugmyndasamkeppni sem Reykja-
víkurborg stóð fyrir vegna uppbyggingar á horni
Lækjargötu og Austurstrætis, þar sem gömul hús
brunnu í vor. Vilhjálmur Vilhjálmsson borgar-
stjóri segir að þegar tillögurnar liggi fyrir hefjist
vinna að deiliskipulagi og því ætti ekki að líða á
löngu þar til uppbygging hefst á reitnum. „Ég á
von á því að við fáum góðar tillögur sem borgar-
búar geti sætt sig við. Mín skoðun er sú að það
eigi að byggja þetta sem næst sinni upprunalegu
mynd en ég skal ekkert útiloka að það sé hægt að
bæta við byggingamagni þrátt fyrir það.“
Fasteignasalar meta virðið
Borgarlögmaður hefur sagt að Reykjavíkur-
borg þurfi væntanlega að greiða eigendum hús-
anna sem brunnu í Kvosinni skaðabætur, ef nýtt
deiliskipulag heimilar minni byggingar en nú-
gildandi deiliskipulag kveður á um. Núverandi
deiliskipulag frá 1987 kveður á um að leyfilegt sé
að byggja 5 hæða há hús á reitunum, en borgar-
stjóri lýsti því yfir daginn sem húsin brunnu að
borgin myndi kaupa húsin og endurbyggja þau
sem næst upprunalegri mynd.
Aðspurður hvort upphæðin geti numið hundr-
uðum milljónum króna, líkt og kom fram í kvöld-
fréttum RÚV í fyrrakvöld, svaraði Vilhjálmur:
„Það eru ákveðin verðmæti í þessum lóðum sem
eru í samræmi við gildandi skipulag og réttur
lóðahafa byggist á því skipulagi sem er í gildi
núna. Síðan er það bara mat fasteignasala hversu
mikils virði þessar lóðir eru miðað við þau rétt-
indi sem þeir hafa.“ magnus@biadid.net
Tillögur væntanlegar Samningar milli Reykjavíkur-
borgar og eigenda húsanna hafa ekki enn náðst þótt
hugmyndir að uppbyggingu verði kynntar innan skamms.
Skoða verklagsreglur
■ Ríkið getur verið skaðabótaskylt þar sem ekki hafa verið settar reglur fyrir öll lög-
regluembætti um þvagsýnatöku ■ Oumdeilt að hart var gengið fram í máli konu á Selfossi
Eftir Heiðu Björk Vigfúsdóttur
heida@bladid.net
Embætti ríkissaksóknara skoðar
nú hvort ástæða sé til að setja verk-
lagsreglur vegna þvagsýnatöku, að
sögn Daða Kristjánssonar, setts
saksóknara hjá embættinu. Ekki
hefur verið tekin ákvörðun um
hvort eða hvernig staðið verði að
slíkri úttekt, en ein hugsanleg leið í
því er þverfagleg vinna í samvinnu
við ríkislögreglustjóra. Lögreglan
á höfuðborgarsvæðinu hefur þegar
sett sér slíkar reglur.
„Ég held að það sé samdóma álit
allra sem komu að þessu máli, hvort
sem það er ríkissaksóknari, ríkislög-
reglustjóri eða dómstólar, að það sé
eðlilegt að það gildi verklagsreglur
fyrir svona aðstæður," segir Daði.
Konan, sem var haldið af lögregl-
unni á Selfossi meðan þvagprufa var
tekin með þvaglegg án hennar sam-
þykkis, á góða möguleika á því að
höfða sjálfstætt einkamál að sögn
Daða. Segir hann að niðurstaða
í einkamáli geti orðið sú að ríkið
verði að bera skaðann af því að ekki
hafi verið settar verklagsreglur.
Gengið langt fram í málinu
Daði segir að þar sem lögregla
hafi ekki staðið konuna að akstri
heldur einungis komið á staðinn
eftir að hún hafði lent í umferðar-
óhappi sé það almennt verklag lög-
reglu í slíkum málum að bæði blóð-
og þvagsýni sé tekið. Sé það gert til
að sjá hvert ölvunarástand viðkom-
andi ökumanns var á þeim tíma-
punkti sem akstur átti sér stað. Það
sé gert til þess að hægt sé að hrekja
framburð sakbornings sem heldur
því fram að hann hafi drukkið eftir
að akstri lauk.
í dómi Hæstaréttar frá árinu 2001
var sýknað í máli þar sem lögregla
stóð ökumann ekki að akstri og
ekki var tekið þvagsýni við rann-
sókn málsins. Daði segir dóminn
endurspegla þær kröfur sem gerðar
séu til lögreglu og ákæruvalds í
svona málum. „Samkvæmt þessu
er rannsóknin hjá lögreglunni á
Selfossi alveg í samræmi við eðlileg
vinnubrögð. En vissulega var gengið
langt fram í máli konunnar. Það er
óumdeilt.“
Akvörðun saksóknara endanleg
Þvagsýnataka með þvaglegg er
ekki ný af nálinni að sögn Daða og
hefur sú aðferð verið notuð siðustu
árin. Bendir hann á að það séu alltaf
læknar og annað heilbrigðisstarfs-
fólk sem taki endanlega ákvörðun
um það hvort forsendur séu fyrir því
að fara út í sýnatökur með þvaglegg.
Daði segir að ekkert í gögnunum
bendi til þess að valdbeitingin hafi
verið óhófleg eða óeðlileg. Hugsan-
VERKLAGSREGLUR
►
►
Skv. reglum lögreglunnar
á höfuðborgarvæðinu er
þvagleggur aðeins notaður
þegar ökumaður veitir ekki
sýni sjálfviljugur.
Þvagleggur er aðeins
notaður við skurðstofuað-
stæður og er miðað við að
slík aðgerð fari fram á slysa-
deild LSH í Fossvogi.
►
Ef læknir metur það ófram-
kvæmanlegt að taka þvag-
sýni með þvaglegg er látið
duga að taka tvö blóðsýni
með klukkustundar millibili
lega hefði þó verið réttara að taka
þvagsýnið á sjúkrahúsi en málið
beri með sér að konan hafi sýnt mik-
inn mótþróa og það hafi því jafnvel
ekki verið framkvæmanlegt.
Konan kærði lögreglumenn fyrir
meint brot í starfi og var málið
skoðað hjá ríkissaksóknara fyrst og
fremst sem hugsanlegt brot á hegn-
ingarlögum. Daði ítrekar að hjá rík-
issaksóknara hafi eingöngu verið
fjallað um það hvort ástæða væri til
að hefja rannsókn á hugsanlegum
brotum lögreglumanna í starfi. Af-
greiðsla ríkissaksóknara hafi ekki
verið að fjalla um málið að öðru
leyti. Farið hafi verið yfir þau gögn
sem fyrir lágu í málinu og metið að
ekki væri ástæða til að kalla eftir
frekari gögnum eða fara út í sjálf-
stæða gagnaöflun.
Borgarstjóri kynnir Eignasjóð og nýtt umhverfis- og samgöngusvið
Einfaldari og aðgengilegri
stjórnsýsla hjá borginni
„Skipulagsbreytingarnar hjá borg-
inni eru að mínu viti nauðsynlegar
til að gera stjórnsýsluna skilvirkari á
þessum sviðum. Hún verður einfald-
ari og aðgengilegri fyrir almenning
auk þess sem ábyrgðin verður mjög
skýr,“ segir Vilhjálmur Vilhjálms-
son borgarstjóri. Hann kynnti í gær
tillögur sem fela í sér að stofnað
verður nýtt svið, umhverfis- og sam-
göngusvið hjá Reykjavíkurborg. Þá
verður stofnaður Eignasjóður sem
fer með rekstur, kaup og sölu eigna
borgarinnar og tekur sjóðurinn við
verkefnum framkvæmdasviðs og
Skipulagssjóðs. Tillögurnar verða
lagðar fyrir borgarráð í dag.
Gísli Marteinn Baldursson verður
formaður umhverfis- og samgöngu-
sviðs og á blaðamannafundi í gær
sagði hann að mikilvægt væri að
sameina þessa tvo málaflokka þar
sem þeir haldast mjög í hendur.
Mesta ógnin við umhverfi borgar-
innar stafaði af samgöngum, svo
sem vegna svifryks og útblásturs.
Engum sagtupp
Borgarstjóri ítrekaði að engum
starfsmanni yrði sagt upp vegna
breytinganna. „Staða þeirra er
trygg eftir breytingarnar. Þær hafa
verið kynntar starfsmönnum þess-
ara sviða og þeir voru ánægðir með
þær.“
magnus@bladid.net
Borgarstjóri Vilhjálmur segir að mörg
opin svæði hafi verið til vansa að undan-
förnu en til standi að taka til hendinni í
þeim efnum.