blaðið - 31.08.2007, Blaðsíða 10
10
FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2007
blaöið
blaði
Útgáfufélag:
Ritstjóri:
Fréttastjórar:
Ritstjórnarfulltrúi:
Árvakur hf.
Ólafur Þ. Stephensen
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
Þröstur Emilsson
Elín Albertsdóttir
Að rífa hjartað
úr miðbænum
Örfá hús eru eftir í Reykjavík, sem voru reist á nítjándu öld. Þau eru
innan við 170. Enn færri eru eftir, sem eiga sér jafnmerkilega sögu og
Austurstræti 22, sem hefur hýst margar merkar stofnanir og atburði. Nú
er byrjað að rífa brunarústir hússins og allt í óvissu um ffamtíð þess. Eig-
endur lóðarinnar vilja víst fá að byggja eitthvert stórhýsi, í samræmi við
tuttugu ára gamalt skipulag.
Það sama er uppi á teningnum neðst á Laugaveginum; þar á að rífa tvö
nítjándualdarhús, sem eiga sér merkilega sögu, til að rýma fyrir hótel-
kumbalda úr steypu og gleri. Torfusamtökin hafa lagt fram raunhæfar og
smekklegar hugmyndir um hvernig mætti endurbyggja þessi hús, stækka
og byggja aftan við þau, án þess að fórna svipmóti elztu verzlunargötu
Reykjavíkur. Á þessar hugmyndir er ekki hlustað.
Raunar eru gömul hús uppi um allan Laugaveg í hættu. 1 skipulaginu,
sem samþykkt var í tíð Reykjavíkurlistans, var gengið alltof langt í að
heimila niðurrif húsa við götuna og byggingu annarra miklu stærri til að
koma til móts við óskir fjárfesta, sem vilja breyta Miðbænum í einhvers
konar Kringlu eða Smáralind. Og ef dæma má af ýmsum nýbyggingum,
sem risið hafa í miðbænum síðustu ár, er lítið gefandi fyrir yfirlýsingar um
að „halda eigi yfirbragði byggðarinnar" og fleiri orðaleppa, sem eru not-
aðir þegar þarf að réttlæta það að rífa gömlu Reykjavík.
Hafa Reykvíkingar ekki gert nógu mörg mistök í þessum efnum og
komið sér upp nægilegri uppsafnaðri eftirsjá eftir gömlum húsum, sem
aldrei hefði átt að rífa? Fjalakötturinn við Aðalstræti var rifinn til þess eins
að byggja seinna eftirlíkingu af honum aðeins sunnar í götunni. Amt-
mannshúsið við Þingholtsstræti var rifið til að rýma til fyrir götu, sem
aldrei var lögð. Og svo framvegis.
í borgum úti um allan heim hafa menn rifið niður það, sem þeim
fannst gamalt og lúið, til að greiða fýrir „uppbyggingu“ af því tagi, sem
kaupsýslumenn vilja nú endilega við Laugaveg. Og séð eftir öllu saman
nokkrum árum eða áratugum síðar.
Við eigum ekki mikið af gömlum timburhúsum. Þau sem við eigum eru
mikilvægur hluti af menningararfi okkar og á að sýna þeim tilhlýðilega
virðingu. Gömlu húsin eru hjartað í miðbænum - án þeirra er hann ekki
miðbærinn, sem Reykvíkingar þekkja og láta sér þykja vænt um.
Getur Sjálfstæðisflokkurinn í borgarstjórn ekki reynt að standa undir
naftii sem íhalds- og varðveizluflokkur og slegið skjaldborg um byggingar-
arfleifð Reykjavíkur? Hver annar getur stoppað þetta niðurrifsæði?
Ólafur Þ. Stephensen
SÆKTU LEIÐARANN A WWW.MBL.IS/PODCAST
Auglýsingastjón: Stánn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingan Hádegismóum 2,110 Reykjavík
Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á augiýsingadeild: 510 3711
Netföng: bladid@bladKÍnet, frettir@bladidnet auglysingar@bladidx»et
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins
SMÁAUGLY SING AR
A
blaðiðn
SMAAUGLYS1NGAR@BUDID.NET
Er dýrmætara að
passa peninga en fólk?
Margir voru slegnir af fréttavið-
tali sem birtist á dögunum þar sem
rætt var við konu sem unnið hafði á
leikskóla í níu ár og var komin í efsta
launaþrep. Hún ákvað hins vegar að
hætta á leikskólanum og fara að
vinna sem bankagjaldkeri enda byrj-
unarlaunin þar hærri en efsta launa-
þrep ófaglærðs leikskólastarfs-
manns. Hún furðaði sig á því að hér
á fslandi væri fólki borgað meira
fýrir að passa peninga en fólk. Síðan
þetta viðtal birtist hef ég farið víða
þar sem fólk hefur velt vöngum yfir
Íiessari einföldu spurningu: Finnst
slendingum dýrmætara að passa
peninga en fólk? Það merkilega er
að þessu segist enginn sammála en
eigi að síður virðist þetta staðan.
Það eru gömul sannindi og ný að
ekki geta allir tekið jafnan þátt í
samfélaginu. Börn, sjúkir og aldr-
aðir þurfa iðulega á aðhlynningu og
umönnun að halda. Fyrr á öldum
var þetta mál hvers og eins, aldraðir
fóru út á guð og gaddinn ef þeir áttu
ekki börn sem gátu um þá annast.
Aðhlynning aldraðra og barna lenti
að megninu til á konum sem unnu
heima og tóku þar af leiðandi ekki
sama þátt í atvinnulífi og karlmenn.
Þökk sé baráttunni fyrir öflugu vel-
ferðarkerfi breyttist þetta. Samfélag-
ið tók á sig ábyrgð á þeim sem þurfa
á umönnun og aðhlynningu að
halda, börn fóru að fá menntun allt
niður í leikskóla og konur fóru að
geta tekið sama þátt í atvinnulífinu
og karlmenn. Velferðarkerfið er lík-
lega ein merkasta uppfinning 20.
aldar og um það hefur hingað til ríkt
sátt. Flestum þykir sjálfsagt að sam-
félagið sé samábyrgt fyrir velferð
okkar allra. Eða hvað?
Á undanförnum tveimur áratug-
um hefur orðið mikil frjálshyggju-
bylgja á Vesturlöndum. Þessi bylgja
hófst líklega með stjórnartíð Ro-
nalds Reagans og Margrétar Thatc-
her. Margir vonuðust til þess að hún
rénaði þegar þessir tveir áhrifamiklu
þjóðarleiðtogar hurfu fr á völdum en
sú varð ekki raunin. Frjálshyggjan
hefur náð að sá fræjum sínum viða
með þeim afleiðingum að rætur
Katrín Jakobsdóttir
þessa trausta velferðarkerfis hafa á
undanförnum árum veikst.
Þessi veiking velferðarkerfisins
hefur m.a. lýst sér í því að ríkið hef-
ur falið æ fleiri verkefhi í hendur
einkaaðilum með þeim sívinsælu
skýringum að einkarekstur sé ávallt
hagkvæmari en opinber rekstur. Því
miður er það ekki endilega svo. Al-
mannaþjónusta lýtur nefnilega ekki
sömu lögmálum og önnur þjónusta.
Heilbrigðis- eða menntastofnanir á
ekki að reka með arðsemiskröfum
heldur á að setja viðmið um hvaða
þjónustu við viljum að þær veiti og
áætla fé til þeirra út frá því. Þess
vegna er erfitt að ræða um fram-
úrkeyrslu opinberra stofhana án
þess að hafa um leið í huga hvaða
þjónustu þær veita.
Við ædumst til þess að sjúkrahús-
ið taki á móti Siggu frænku þegar
hún fær hjartaáfall. Við ætlumst til
þess að öll börn fái menntun við
hæfi. Sama má segja um heita og
kalda vatnið; þess eiga allir að njóta.
Að því leyti lýtur almannaþjónusta
öðrum lögmálum en hefðbundinn
samkeppnisrekstur. Rannsóknir
sem gerðar hafa verið víða í ná-
grannalöndum okkar sýna að einka-
rekstur almannaþjónustunnar hefur
ekki endilega skilað aukinni hag-
kvæmni né betri þjónustu fyrir
neytendur. Full ástæða er til að
kanna einnig þessi mál hér á landi.
Hins vegar er ljóst að almanna-
þjónustuna má bæta og það er auð-
vitað hápólitískt mál. Það er hápóli-
tískt mál að fólk fáist ekki til starfa á
leikskólum sökum bágra kjara, að
börn fái ekki notið bestu mögulega
umönnunar og menntunar, að
gamalt fólk sé enn á biðlistum eftir
hjúkrunarrýmum í löngum röðum.
Þar liggur ábyrgðin hjá stjómvöld-
um og því er eðlilegt að spurt sé;
Telja íslensk stjórnvöld að það sé
dýrmætara að passa peninga en
fólk? Því hluti af því að efla al-
mannaþjónustuna er að bæta kjör
þeirra sem við hana starfa og efla
þannig stoðir velferðarkerfisins.
Höfundur er varaformaöur vinstri grænna.
KLIPPT OG SKORIÐ
Svo virðist sem
æ fleiri séu
farnir að hall-
ast á þá skoðun að
Islendingar eigi að
fleygja krónunni
fyrir evru. Árni Páll Árnason,
þingmaður Samfylkingarinnar,
sagði í hádegisfréttum RÚV í gær
að íslenska krónan væri ekki
sjálfstæður gjaldmiðill og þjónaði
ekki íslenskum hagsmunum.
Gengi hennar ráðist af þáttum
sem Seðlabankinn hafi litla sem
enga stjórn á. Verður forvitnilegt
að vita hvort þessi umræða um
gjaldmiðilinn kemst inn á Al-
þingi þegar það hefst í byrjun
október.
Astarvikan í
Bolungarvík
vekur jafn-
an athygli en í þeirri
viku gerast heima-
menn ástleitnari en
á öðrum dögum. Samkvæmt
vefnum bb.is hefur þetta uppá-
tæki nú haft áhrif á gróður og
grænmeti, þ.e. jarðvegurinn er
orðinn svo frjósamur að íbúi í
bænum sem var að taka upp
kartöflur fékk óvæntan glaðning,
kartöflu sem var hjartalaga. Sú
ætti að minna á ástina og kær-
leikann, segir á bb.is. Nú er mál
manna að hefja eigi ræktun á
hjartalaga kartöflum til að setja á
markað fyrir næstu Ástarviku.
T T'Rbirtií
\ / vikunni
V niður-
stöður könnunar
um hversu lengi
félagsmenn væru
að komast til og frá vinnu.
Meðaltíminn var 36 mínútur
eða 18 mínútur hvor leið.
VR
Capacent gerði sams konar
könnun meðal landsmanna í
byrjun mánaðarins og kom
þar í Ijós að meðaltími væri
11,6 mínútur. I þeirri könnun
kom fram að 59% landsmanna
fara einir í bíl í vinnuna, 19%
eru í samfloti með öðrum en
aðeins 2% tóku strætó.
elin@bladid.net