blaðið - 31.08.2007, Blaðsíða 26

blaðið - 31.08.2007, Blaðsíða 26
34 FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2007 blaðið ORÐLAUSTÓNLIST tonlist@bladid.net Eiður er með í þessu og ætlar að hjálpa mér að gefa út plötuna. Hann er mjög duglegur að hjálpa fólki sem hann hefur trú á. Tvöföld skífa frá Sigur Rós Sveitin hyggst gefa út áður óútgefin lög í nóvember Hjómsveitin Sigur Rós hyggst gefa út tónleikamyndina Heima og nýja tvöfalda skífu í Bandaríkj- unum þann 6. nóvember og á sama tíma hérlendis. Heima verður frum- sýnd á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík í september. Tvöfalda skífan hefur hlotið nafnið Hvarf/Heim. Fyrri skífan inniheldur lög sem meðlimir Sigur Rósar telja að hafi horfið úr sögu sveitarinnar vegna þess að þau voru aldrei gefin út eða tekin upp. Lögin voru tekin upp órafmögnuð á tón- leikaferðalagi síðasta sumar. Seinni skífan inniheldur lifandi órafmagnaðar útgáfur af lögum af öllum fjórum breiðskífum Sigur Rósar, Von, Ágætis byrjun, () og Takk. Lögin voru tekin upp á ís- landi síðasta sumar og nú í vor. atli@bladid.net Amiina frestar Ameríkutúr íslenska hljómsveitin Amiina hefur frestað fyrirhugaðri tón- leikaferð sinni um Norður-Am- eríku, en til stóð að sveitin héldi utan í september og myndi byrja í Washington 4. september. Stelp- urnar sendu frá sér tilkynningu til amerískra aðdáenda sinna þar sem fram kemur að veikindi hafa plagað nokkra meðlimi hljóm- sveitarinnar og því verði ekki af túrnum að svo stöddu. „Okkur þykir leiðinlegt að tilkynna að vegna veikinda innan sveit- arinnar þurfum við að fresta túrnum sem átti að hefjast í Wash- ington DC í næstu viku. Þetta er ekki eitthvað sem við vildum og eðli málsins samkvæmt urðum við fyrir vonbrigðum, en við komum áður en þið vitið af!“ Mjög flottir leðurskór með góðum innleggjum í stœrðum 41-46 akr. 6.885,- Þœgilegir, mjúkir óreimaðir leðurskór með innleggjum í stœrðum 41-46 á kr. 6.885,- Misty, Laugavegi T78 Sími 551 2070 Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf I Adapt gefur út nýja breiðskífu Mamma þín gefur út „Við vorum að gefa út plötu. Við sem sagt spiluðum hana, sömdum og tókum upp ásamt upptökumanni. En svo gáfum við hana út í sam- starfi við mömmu þína,“ segir Birkir Viðarsson, söngvari hljómsveitarinnar I Adapt. Mamma- þín! er útgáfufyrirtæki sem er rekið af Páli Hilm- arssyni og Hönnu Guðmundsdóttur. Ferðast um Bandaríkin I Adapt gaf nýverið út sína þriðju breiðskífu, Chainlike Burden. „Hún hefur hlutfallslega fleiri hæg lög og yfir línuna mun þyngri," segir Birkir um skífuna. „Hún hefur alvarlegt og þungt yfir- bragð. Tónlistin er líka þyngri. Textarnir gerðu það að verkum að við urðum að semja þyngri lög sem hæfa yrkisefninu.“ „Við ætlum aftur til Bandaríkjanna vegna þess að það gekk svo lygilega vel síðast,“ segir Birkir um fyrirhugaða landvinninga I Adapt, en sveitin fór í tónleikaferð til Bandaríkjanna í fyrra. „I Adapt 2007 er eiginlega betur tekið í Bandaríkj- unum en á Islandi, sérstaklega af viðbrögðum á Netinu að dæma.“ Koma víða við I Adapt ætlar að ferðast um austurströnd Bandaríkjanna og kemur meðal annars við í Fíla- delfíu, New Jersey, Boston, Portland og Pittsburg. „Þetta er allt frá því að vera kjallaratónleikar, þar sem ekki fleiri en 30-40 manns komast fyrir, og alveg upp í að fara yfir 100 manns.“ atli@bladid.net Duglegir I Adapt er gríðarlega dugleg hljómsveit og er á leiðinni til Bandaikjanna. Sverrir Bergmann er á slóðum Oasis og Muse í hljóðveri í Englandi Eiður Smári borgar brúsann Sverrir Bergmann dvelur nú í Englandi við upp- tökur á sinni fyrstu sólól- skífu. Eiður Smári hjálpar Sverri við útgáfuna. Eftir Atla Fannar Bjarkason atli@bladid.net „Eiður er með í þessu og ætlar að hjálpa mér að gefa út plötuna. Hann er mjög duglegur að hjálpa fólki sem hann hefur trú á,“ segir sjónvarps- og tónlistarmaðurinn Sverrir Bergmann um samstarf sitt við fótboltakappann Eið Smára Guðjohnsen. Eiður hjálpar Sverri að fjármagna útgáfu á hans fyrstu Sólóplötu, sem er væntanleg í byrjun næsta árs. Eiður hefur áður komið ná- lægt útgáfubransanum, en hann stofnaði Samskeytin-inn Records í kringum útgáfu Plötu ársins, með tljómsveitinni Ég. „Þetta datt inn ægar ég var að syngja í afmælinu íans Sveppa. Þá tók maður smá Led Zeppelin. Eiður bara fílaði þetta og langaði að gera eitthvað,“ segir Sverrir, en hann var staddur í Sawmills-hljóðverinu í Englandi þegar Blaðið náði í hann. Sverrir hefur unnið að breiðskífu í tvö og hálft ár, svo hjálparhönd Eiðs gat ekki komið á betri tíma. Sögufrægt hljóðver „Það gengur mjög vel. Við tökum bara vikuna í þetta,“ segir Sverrir en hann var mættur í hljóðver síðasta sunnudag ásamt gítarleik- aranum Franz Gunnarssyni úr Dr. Spock og trommaranum Þórhalli Stefánssyni úr Lights on the Highway. Nokkrar magnaðar breiðskífur hafa verið teknar upp í Sawmills- hljóðverinu. Muse tók þar upp Showbiz, Origin of Symmetry og Absolution og Oasis Definitely Maybe. Þá tók The Verve þar upp A Storm in Heaven og Stone Roses Fool’s Gold. „Þetta [hljóðver] er algjört rugl,“ segir Sverrir. „Þetta er í rauninni bara risastórt hús. Á neðri hæðinni er stúdíó en við búum á efri hæð- inni. Við erum bara inni í skógi og komumst ekki frá nema það sé flóð.“ Ekki of sykurkennt „Þetta verður geggjuð plata,“ segir Sverrir. „Þetta er smá rokk og alvörugefið popp. Ég ætla að hafa þetta vandað og ekki of sykurkennt. Það eru mjög jákvæðir straumar á plötunni, ekkert voðalega mikið um depurð þó maður detti niður í einu eða tveimur lögum.“ Skífan er væntanleg í byrjun næsta árs, en Sverrir neitar því að hún verði týpísk janúarskífa með tilheyrandi þunglyndi sem margir kljást við í skammdeginu. „Þetta er meira svona febrúarplata, þar sem fólk er að rífa sig úr þunglynd- inu.“ í hljóðveri í Englandi Sverrir er ásamt hljómsveit á slóðum sveita á borð við Muse og Oasis. Blaöiö/Krlstinp Skrópar á Mtv-hátíð Söngkonan Amy Winehouse hefur hætt við að koma fram á MTV-tónlistarhátíðinni sem fram fer í Las Vegas þann 9. september. Aðstandendur hátíðarinnar höfðu bókað Winehouse fyrir löngu og auglýst hana sem eitt aðalnúm- eranna á hátíðinni, en hafa nú tilkynnt að ekki verði af téðri áætlun. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Amy sniðgengur tónleika og miðað við mjög svo vafasaman lífsstíl söngkonunnar undanfarin misseri er ljóst að ekki er þetta síð- asta skiptið. Þá var einnig tilkynnt að fyrirhuguð tónleikaferð hennar um Bretland, sem hefjast átti í september, verður frestað til ársins 2008. Söngkonan er nú í Sankti Lúsíu í fríi með eiginmanninum Blake Fielder-Civil og hefur þar heimsótt meðferðarheimili reglulega til þess að leita sér ráðgjafar. Keith vill af- sökunarbeiöni Gítarleikari Rolling Stones, Keith Richards, hefur farið þess á leit við sænska dagblaðið Aftonbla- det að það biðjist velvirðingar á tónlistargagnrýni sem birt var eftir tónleika hljómsveitarinnar í Gautaborg. Sveitin fékk eingöngu tvær af fimm stjörnum og gerði blaðamaður því meðal annars skóna að Richards hefði verið blindfullur á sviðinu. Richards var stórlega misboðið vegna um- mælanna og sakaði blaðamann um lygar í bréfi sínu til blaðsins. „Skrifið sannleikann! Þetta voru góðir tónleikar. Hvernig dirfist þig að gera lítið úr upplifun 56.000 manns sem voru á tón- leikunum og gengu ánægðir út?“ sagði Richards í bréfinu. Blaða- maðurinn umræddi, Markus Larsson, segist þó standa við afstöðu sína og hyggst ekki biðja hljómsveitina afsökunar. Aödáandi Amy Winehouse Amy Winehouse á sér þó nokkra aðdáendur í hópi stjarnanna og nú síðast opinberaði rapparinn og furðufuglinn Snoop Dogg hrifningu sína á Winehouse. Nýjasta plata rapparans ku vera undir áhrifum frá söngkonunni og segist hann elska tónlist hennar. „Þegar ég hlusta á tónlist hennar er ég raunverulega að læra hver hún er. Þetta er eins og að hlusta á James Brown. Hann gerði þetta sjálfur og Curtis Mayfield - allt sjálfur,“ sagði Snoop á dögunum. Eftir að hafa hlustað á plötuna segist Snoop hafa afráðið að gera næstu plötu sína án aðstoðar annarra, en rap- parinn hefur áður unnið með 50 Cent, Dr. Dre og fleirum. „í þetta skipti vil ég engan með mér. Bara Snoop Dogg. Ég vil að þið finnið fyrir mér!“

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.