blaðið - 31.08.2007, Blaðsíða 17
blaöið
FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2007
25
LÍFSSTÍLLBÍLAR
bilar@bladid.net
7Af hverju? Jú, til að kreista 170 hest-
öfl út úr 1,4 lítra bensínvél. Skoðaðu
þessar tölur aftur; ég efast um að þú
sjáir þær á hverjum degi.
ÚRBÍLSKÚRNUM
• Árekstrarprófanir Í vikunni til-
kynnti Euro NCAP niðurstöður
úr árekstrarprófunum fjögurra
bíla. Hinn nýi Fiat 500 hlaut 5
stjörnur í öryggi fullorðinna, 3
fyrir börn og 2 fyrir vegfarendur.
Renault Twingo hlaut 4 fyrir
fullorðna og 2 fyrir vegfarendur
en ekki tókst að koma fyrir barna-
stól í bílnum með framsætið í
stöðu fyrir fullorðna. Kia Cee’d
fékk 5 stjörnur fyrir fullorðna, 4
fyrir börn og 2 fyrir vegfarendur
á meðan Peugeot 308 fékk 3
stjörnur fyrir vegfarendur, 5
fyrir fullorðna og 4 fyrir börn og
skoraði því hæst í þessari umferð.
• Enginn
útblástur
Fiat hefur
ákveðið
að hefja
takmarkaða
framleiðslu á Palio Elétrico, litlum
rafmagnsbíl sem hefur hámarks-
hraða upp á 105 km/klst. Bíllinn
vegur 600 kg.
• GolfVari-
ant Um síð-
ustu helgi
frumsýndi
Heklanýjan
Volkswagen
Golf Variant, fjölskyldubíl sem
er íslendingum að góðu kunnur.
Bíllinn er nú rúmbetri og meira
í hann lagt en áður. í bílnum er
meðal annars kæling í hanska-
hólfi, hitaeinangrandi gler og
ISOFIX-barnabílstólafestingar.
• Ford
KKf
varlíkaglatt ___
á hjalla um -wTratJt
síðustu helgi
en þá var frumsýndur nýr og end-
urhannaður Ford Escape. Bíllinn
hefur fengið allsherjar andhtslyft-
ingu, jafnt að innan sem utan, og
hefur fengið góðar viðtökur, bæði
hjá kaupendum og fagtímaritum.
• Jeppaferðir B&L Nú styttist í
árlegar jeppaferðir Hyundai- og
Land Rover-eigenda. Þeir fyrr-
nefndu fara í sína ferð laugardag-
inn 8. september en hinir síðari
viku síðar, eða 15. september.
Eigendur þessara bíla geta skráð
sig á www.bl.is.
• Umhverfis-
vænni Ford
Til að mæta
sívaxandi
eftirspurn
eftir bílum
sem losa lítinn koltvísýring hefur
Ford þróað tækni sem kölluð er
ECOnetic. Fyrsti bíllinn með þeirri
tækni verður Ford Focus með 1,6
lítra dísilvél sleppir 115 grömmum
af koltvísýringi á hvern kílómetra.
Það mun vera það allra minnsta í
þessum flokki bifreiða.
• Stiku-
ferð 4x4
Stikuferð
umhverf-
isnefndar
Ferðaklúbbs-fc
ins 4x4 verður farin nú um
helgina. í kvöld verður ekið í
Jökulheima þar sem verður gist í
skálum Jöklarannsóknafélagsins.
Skráning fyrir félaga er á www.
f4X4.is.
(<*&: .. f> j flihi (rk Æ Hg Leynir á sér Vélarstærð Golf GT gefur litlar vísbend- 5
"ÍwtB ingar um atliö. BlaöiO/AtniSæberg ■
Við fyrstu sýn er Golf GT eins og
hver annar Golf. Heildarútlitið er
ekkert óaðlaðandi en það fær hjartað
heldur ekkert til að slá hraðar. Við
verðum því að rýna í smáatriðin til að
finna gleðina.
17” felgur fá aðra augabrúnina til að
lyftast, svart grillið sér um hina. Fram-
ljósin á Golf hafa breyst lítillega, eins
og annað, á undanförnum árum og er
skipt upp í fjórar linsur með svartri
umgjörð. Loksins flott framljós á
Golf.
Hefðbundinn að mestu
Hér gildir það sama, hefðbundinn
Golf að viðbættum smáatriðum til að
gefa GT-týpunni sérkenni, sem felast
reyndar aðallega í GT-merkjum hér
og þar og sérframleiddu sætaáklæði.
Bíllinn er annars ágætlega búinn, allt
frá dekktum rúðum aftur í til loftkæ-
lingar, topplúgu og aksturstölvu sem
stjórnað er, líkt og útvarpinu, með að-
gerðahnöppum í stýrishjólinu.
Loks er það svo þrýstingsmælirinn
í mælaborðinu sem gefur bílnum sér-
stöðu. Það erþrælmagnað að sjáhann
kippast við þegar maður stígur á bens-
íngjöfina en við skulum geyma það
aðeins að útskýraþað nánar.
Sætin í bílnum eru sæmilega þægi-
leg, þó að mjóbaksstuðning vanti
reyndar, og hægt er að fá sportsæti
sem aukabúnað.
Ótrúlegartölur
Þrýstingsmælirinn í mælaborð-
inu á GT gefur vísbendingu um að
utan á vélinni starfi einhverskonar
forþjappa. Það er þó ekki nema hálf
sagan, bókstaflega, því þær eru tvær.
Hefðbundin forþjappa sem snýst með
útblæstrinum og önnur vélræn sem
snýst með vélinni sjálfri. Af hverju? Jú,
til að kreista 170 hestöfl út úr 1,4 lítra
bensínvél. Skoðaðu þessar tölur aftur;
ég efast um að þú sjáir þær á hverjum
degi.
Reynslubíllinn var búinn DSG
(direct shift gearbox) sjálfskiptingu
sem ég get ekki lýst öðruvísi en; Snilld,
snilld, snilld og snilld. Einu sinni enn:
Snilld. Hik á milli gíra er nánast ekk-
ert og sex þrep tryggja að það er alltaf
hagstæður snúningur á mótornum.
I venjulegum akstri er Golf GT þægi-
legur, stilltur og hlýðinn. Eyðslan er
mjög hagstæð og á jöfnum 90-100 km
hraða sýndi eyðslumælirinn 5,5 lítra
að meðaltali. Sé maður í þeim hugleið-
ingum er hins vegar sáralítið mál að
láta hann rífa upp malbikið.
Litli bróðir eða jafnoki?
Með DSG-skiptingunni er GT-bíll-
inn 7,9 sekúndur í hundrað eða 0,7 sek-
úndum lengur en GTI sem er með 200
hestafla, 2 lítra vél. Og af hverju skyldi
ég vera að bera þá saman? Jú, GT-bíll-
inn er ekki nema 100.000 krónum
ódýrari.
Fyrir utan 30 hestöfl og 40 Nm er
það helst karakterinn í akstri sem
skilur bílana að. GT-bíllinn þrýstir
manni aðeins minna í sætið á botn-
gjöf en þegar komið er á kolólöglega
siglingu finnur maður fyrst alvöru
mun. Þá finnst manni GT-bíllinn
vera að pína sig og maður vorkennir
honum pínulítið. A sama hraða bíður
GTI-bíllinn bara eftir að maður geri
eitthvað. Sá síðarnefndi er líka með
sportfjöðrun, ólíkt þeim fyrri. Á móti
kemur að GT-bíllinn virðist ráða
betur við aflið þegar kemur að stýr-
ingu. GTI er eilítið „tork-stýrður“ en
nánast ekkert ber á því í GT sem full-
komnar svo dulargervi sitt með því að
vera ekki sama hraðaþyrsta villidýrið
og GTI í akstri. Nema maður biðji
hann um það.
Niðurstaða
Eins og aðrir Golf-bílar er GT rúm-
góður, léttur, þægilegur og þéttur í
akstri. Verandi svo stutt frá GTI í
verði, en samt svo líkur grunntýpunni,
getur maður ekki annað en spurt sig
hvaða hlutverk honum sé ætlað í lín-
unni. í mínum augum er það fyrst
og fremst hlutfall vélarstærðar og
afls sem gefur þessum bíl sérstöðu,
en hann er líka eilítið „siðprúðari" í
akstri en stóri bróðirinn sem er á
sterum. Væntanlegir kaupendur eru
því líklega annars vegar þeir sem vilja
ekki GTI-„stimpilinn“ og hins vegar
þeir sem kunna einfaldlega betur við
þá aksturstilfinningu sem GT-bíllinn
kallar fram.
SAMANBURÐUR
► Golf (bsk.): 1,6 1,102 hö, 140
Nm, 11 sek í 100,1.998.000
kr.
► Golf GT (DSG): 1,41,170
hö, 240, Nm, 7,9 sek í 100,
3.290.000 kr.
► Golf GTI (DSG): 2,0 I, 200
hö, 80 Nm, 7,2 sek í 100,
3.390.000 kr.
Golf GTI Edition 30 (DSG):
2,0 I, 230 hö, 300 Nm, 6,6 sek
í 100, 3.990.000 kr.
BMW í málaferlum
Kínverjar stæla X5
Ástarrennireið
Bílatímarit í Bandaríkjunum
gerði nýlega könnun á því hvaða
bíl fólk teldi vera tákn hippatíma-
bilsins. Gamla góða rúgbrauðið
frá Volkswagen var oftast nefnt
á nafn og voru margar myndir
sendar ritstjórn blaðsins sem þakk-
aði sendingarnar en tók fram að
sögur af ástaratlotum í bílunum
hefðu verið óþarfar. Bíllinn sem
var valinn flottasta ástarrcnni-
reiðin er enn í notkun hjá uppruna-
legum eigendum og segjast þau
fara reglulega í útilegur á bílnum.
Meira viljum við ekki vita.
í höfuðstöðvum BMW nötrar nú
allt og skelfur vegna kínverskrar
eftirlíkingar af fíaggskipinu X5.
Eftirlíkingin ber hið virðulega ef
ekki uppalega nafn CEO og mun að
öllum líkindum verða í boði fyrir
þýska kaupendur eftir 4-6 vikur.
BMW hefur höfðað mál á hendur
Kínverjunum til að reyna að fá lög-
bann á eftirlíkinguna en bílasalar
telja að það sé til lítils annars fallið
en að auka eftirspurn eftir kínverska
bílnum. Þar sem bílarnir eiga vænt-
anlega fátt annað sameiginlegt en
útlitið má spyrja sig hvort áhyggjur
BMW séu ekki óþarfar.
Það er í það minnsta hæpið að
þeir sem hafa efni á frumgerðinni
láti freistast af eftirlíkingunni, þó
þeir hafi kannski heldur ekki sér-
stakan áhuga á að eyða tíu millj-
ónurn í þýskan bíl sem lítur út eins
og ódýr kínverskur bíll.
ÚR BÍLSKÚRNUM
• Umferðarfréttir Á heimasíðu
Umferðarstofu, www.us.is, er
tengill á umferðarfréttir sem
gott getur verið að fylgjast með.
Þar birtast tilkynningar um vega-
og gatnagerðarframkvæmdir,
ástand vega og annað rask sem
getur haft áhrif á umferðina.
• Svartur Maserati Á bílasýning-
unni í Frankfurt í september ætlar
Maserati að svipta hulunni af Qu-
attroporte Sport GT S (dágott nafn
það!). Þó að bíllinn sé byggður á
Quattroporte Sport GT felur „S“-ið
í sér nokkrar breytingar. Til dæmis
verður bíllinn aðeins í boði svartur,
með svörtu grilli, gluggum og púst-
röri. Bíllinn hefur verið lækkaður
um 10 mm að framan og 25 mm að
aftan og kemur nú með Brembo
ál- og járnbremsum.
• Loksins
loksins!
Þaðer
ekki oft
sem við
í bílskúrnum sjáum ameríska
bQa sem heilla okkur. Dodge
hefur þó fangað athygli okkar
með nýjum fjölskyldusportara
sem heitir Journey. Hann verður
í boði 5 eða 7 manna, er mitt á
milli þess að vera fjölnotabíll og
sportjeppi og fer í sölu í Banda-
ríkjunum snemma á næsta ári.
• 307 innkallaðurPeugeothefur
neyðst til að innkalla 240.000
eintök af 307-bílnum sínum til
að skipta um litla viftu í bílnum.
Bílarnir sem voru innkallaðir voru
settir saman á árunum 2003 til
2006 og eru alls 12% þeirra 307-bfla
sem hafa verið seldir í Evrópu.
Búið er að hafa samband við
íslenska eigendur sem innköllunin
nær til.
• Jaguar má sjást Þann 28.
ágúst afturkallaði Jaguar í Banda-
ríkjunum beiðni tÚ vef- og fjöl-
miðla um að birta ekki myndir af
nýjasta Jaguar-bílnum, XF. Illa
hefur gengið að finna nákvæmar
upplýsingar um bílinn sjálfan
en þær ættu að birtast öðrum
hvorum megin við helgina.
• Flottur Ford Ford ætlar líka að
koma bílskúrsmönnum á óvart,
því í vikunni birtust myndir af
þessum nýja hugmyndabfl frá
þeim, Verve, sem gæti orðið næsta
Fiesta. Reikna má með að hann
fari í sölu seinni part árs 2008 í
Bandaríkjunum og Evrópu.
• Norsararnir ruglast í Noregi
eykst sala dísilbíla hratt og eru
sjö af hverjum tíu nýjum bílum
með dísilvél. Þar á bæ eru menn
mjög gjarnir á að ruglast á bens-
ínstöðvum og dæla venjulegu
bensíni á dísilbílana. Á einni
bensf nstöð sagðist starfsfólk
hjálpa tveimur eigendum á dag
eftirslíktklúður.