blaðið - 31.08.2007, Blaðsíða 18
26
FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2007
blaöið
ÍÞRÓTTIR
ithrottir@bladid.net
160 keppendur úr tólf golfklúbbum hvaðanæva af
landinu hófu leik í gærmorgun í veðri sem var ekki
upp á ýkja marga fiska en hafði lítil áhrif á vana menn
og konur sem þátt tóku og flestu eru vön.
SKEYTIN INN
David
Beckham
áekki
sjö dagana sæla.
Loks þegar hann
var farinn að
æfa og spila á ný
eftir meiðsli tognaði hann á hné
og þarf tíma til að ná sér. Sem
kemur sér afar illa enda hefur
L A Galaxy leikið dapurlega og
gengi liðsins ekki verið verra í
háa herrans tíð. Beckham græðir
samt á tá og fingri því fleiri
koma á leiki liðsins og hann
fær hlutdeild af þeim tekjum.
Hjarta Nico-
lasAnelka
liggur
á sama stað
og hjá Guðna
Bergssyni; hjá
Bolton Wander-
ers. Hefur Frakkinn framlengt
samning sinn við liðið til 2011
og lýkur þar með vangaveltum
um hvert annað hann færi fýrir
lokun leikmannagluggans á
laugardaginn. Hefur hann því
sem næst verið orðaður við öll
félög í Englandi og víðar en
telur sig best eiga heima með
Heiðari Helgusyni og félögum.
Það vantar
ekki stóra
hugsun
hjá West Ham.
Félagið gerði
tilboð í Adriano
hjá Inter Milan
um leið og ljóst varð að þar er
kappinn ekki velkominn lengur.
Því var neitað um leið og Adriano
sjálfur hló dátt. Gott og blessað
að reyna en kannski er örlítið
mikilmennskubrjálæði í gangi
hjá Eggerti Magnússyni enda
kemur West Ham seint upp í
huga sem eitt af stórliðum álfunn-
ar. Nema í huga Eggerts sjálfs.
Dregið í Meistaradeild
Hefnd Roma
Hlátur og
gnístran tanna
Aldurinn deyfir ekki kappsemi Öldungar í sveitakeppni
Eftir Albert Örn Eyþórsson
albert@bladid.net
Rigningarúði og nettur haust-
hrollur setti engan af þeim 160 kepp-
endum í sveitakeppni öldunga út af
laginu þegar keppni hófst á Grafar-
holtsvelli í gær en keppnin er jafnan
einn af hápunktum sumarsins í öld-
ungaflokki en golfið er sem kunn-
ugt er ein af fáum íþróttum þar sem
aldur skiptir nánast engu máli og
hver sem getur lyft kylfu frá grasi
getur tekið þátt.
160 keppendur úr tólf golf-
klúbbum hvaðanæva af landinu
hófu leik í gærmorgun í veðri sem
var ekki upp á ýkja marga fiska
en hafði lítil áhrif á vana menn og
konur sem þátt tóku og flestu eru
vön. Kulda og trekk er jú yfirleitt
alltaf hægt að klæða af sér og þó að
þátttakendur flestir hefðu vonast
eftir sól og sumaryl, kjöraðstæðum
fyrir golf, þá var ekki áberandi
vart við neikvæðni út í veðurguð-
ina. Það gæti reyndar breyst því
keppni verður framhaldið í dag
og á morgun og rigning er áfram í
spám. Aðstæður eru að öðru leyti
frábærar og Grafarholtsvöllur í fínu
ásigkomulagi.
LEIKENDUR
Karlaflokkur
Golfklúbbur Garðabæjar og Kópavogs
Golfklúbbur Reykjavíkur
Golfklúbbur Oddfellowa
Golfklúbbur Akureyrar
Golfklúbbur Kellls
Golfklúbbur Suðurnesja
Golfklúbburinn Kjölur
Golfklúbbur Selfoss
Golfklúbbur Vestmannaeyja
Golfklúbburinn Leynir
Golfklúbbur Sandgerðis
Nesklúbburinn
Kvennaflokkur
Golfklúbbur Reykjavíkur
Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar
Golfklúbburinn Keilir
Golfklúbbur Oddfellowa
Golfklúbbur Akureyrar
Golfklúbbur Suðurnesja
Golfklúbburinn Kjölur
Nesklúbburinn
Spáð og spekúlerað Þrátt fyrir að
veðrið hefði getað verið betra fyrsta
mótsdaginn í sveitakeppni öldunga var
ekki annað að sjá en fólk skemmti sér hið
besta. Töluverður rígur er milli sveita en
það er meira í orði en á borði og menn
skilja sáttir og spenntir fyrir næsta móti
í leikslok. Leikið verður áfram í dag og
mótinu lýkur á morgun Blaðið/Frikki
Rómverjum gefst strax tæki-
færi til að hefna fyrir einhverja
mestu niðurlægingu liðs í
Meistaradeild Evrópu þegar
það mætir Manchester United,
en liðin drógust saman í F-riðil
í gær. Rómverjar fengu spark í
rassinn í vetur þegar þeir töp-
uðu 7-1 á Old Trafford.
Aðrar skemmtilegar viður-
eignir verða milli Barcelona
og Lyon, Arsenal og Sevilla og
Chelsea mætir Valenciu á nýjan
leik. Þá gæti Schalke þvælst
fyrir þeim báðum í B-riðli.
Erfiðustu mótherjar meistar-
anna úr Milan verða Celtic og
Benfica.
Sendibílar til leigu
Vandamálið hjá Harry
Guðjohnsen á óskalistanum
Það segir kannski sitt um stöðu
Eiðs Smára Guðjohnsen hjá Barcel-
ona að um miðjan dag í gær hafði
enginn af stóru spænsku fjölmiðl-
unum fjallað nokkurn skapaðan
hlut um þá staðreynd að Barcelona
tók tilboði frá Portsmouth í íslenska
landsliðsfyrirliðann.
Harry Redknapp þykist geta
betur en Eggert Magnússon og
fengið Eið til að samþykkja endur-
komu í ensku úrvalsdeildina undir
merkjum Portsmouth. Yrði það
talsvert skref niður á við fyrir Eið
sem er byrjaður að habla spænsku
eins og innfæddur og kann vel við
að dúlla sér á veikindadögum í Kata-
lóniu úti á svölum með sólarbros á
vör. Engu sliku er fyrir að fara í Port-
smouth sem er einna helst þekkt
fyrir... ekki neitt.
Alonso milli
tanna
Keppnislið Toyota í Formúlu
1 vill gjarnan fá Fernando Al-
onso til liðs við sig fyrir næstu
vertíð í Formúlunni en ýmis
minna þekkt lið horfa með
áhuga á það drama sem fram
fer í herbúðum McLaren. Þar
er heimsmeistarinn afar óham-
ingjusamur með frábært gengi
liðsfélaga síns Lewis Hamilton
og má heita klárt að hann fari
annað um leið og færi gefst.
Hvort lið Toyota er nógu stórt
fyrir hann og hans egó er svo
allt önnur spurning.
Hátt uppi
Eyjarskeggjar eru að gera fína
hluti á heimsmeistaramótinu
í frjálsum íþróttum sem fram
fer í Osaka í Japan og tveir lítt
þekktir íþróttamenn tryggðu
smálöndum sínum fyrstu verð-
launapeninga nokkru sinni
í hástökki. Donald Thomas
náði gullinu fyrir hönd Ba-
hamaeyja og Kuriakos Iannou
bronsi fyrir Kýpur. Eru þetta
fyrstu verðlaun beggja manna
og þjóða á heimsmeistaramóti.
Komið að
stelpunum
Frábær sigur karlalandsliðs
íslands í körfubolta á Georg-
íumönnum verður í minnum
hafður enda gáfust íslensku
leikmennirnir aldrei upp og
uppskáru eftir því. Á morgun
mætir kvennalandsliðið
Hollandi í enn mikilvægari
leik í Evrópukeppni landsliða.
Úrslit strákanna gefa þeim
vonandi byr undir báða vængi
auk þess sem frítt er inn á leik-
inn sem fram fer að Ásvöllum
í Hafnarfirði.
Niðursveifla
Kyifingurinn Birgir Leifur
Hafþórsson stóð sig bærilega
á fyrsta degi Johnnie Walker-
mótsins í Skotlandi en náði
ekki að gera alvöru rósir. Spil-
aði hann á pari sem er ekkert
hræðilegt en betur má ef duga
skal því tími hans til að end-
urnýja keppnisrétt sinn er að
renna sitt skeið.