blaðið - 12.09.2007, Blaðsíða 2

blaðið - 12.09.2007, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2007 blaöiö Félagsmálaráðherra Herferð gegn ólöglegri starfsemi fyrirtækja Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra segir að ákveðið hafi verið á fundi hennar með forystu- mönnum Alþýðusambands íslands í gær að ráðast í skipulagt átak eða herferð gegn fyrirtækjum sem starfa hér á landi en hafa ekki tilkynnt til Vinnumálastofnunar um ráðningu erlendra starfsmanna og upplýst um réttindi þeirra og kjör. Segir Jó- hanna að áætlað sé að um íooo er- lendir starfsmenn séu óskráðir hér á landi og um sé að ræða 2-300 fyrir- tæki hið minnsta. mbl.is Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins auglýsir eftir slökkviliðsmönnum Engin kona í slökkviliði borgarinnar Engin kona er starfandi slökkviliðsmaður á höfuð- borgarsvæðinu í dag. Fyrir 4-5 árum voru þær hins vegar tvær. Konur eru hvattar til þess að sækja um í ný- legri auglýsingu frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Þorsteinn Karlsson, deildarstjóri hjá Slökkviliði höf- uðborgarsvæðisins, segir að almennt sæki mun færri konur en karlar um störf slökkviliðsmanna og auk þess hafi þær átt erfiðara með inntökuprófin. „Prófin sem verðandi slökkviliðsmenn gangast undir eru erfið, á því er ekki vafi og þau eru að flestu leyti eins hvort sem um karla eða konur er að ræða. Þó eru gerðar eilítið minni kröfur til kvenna þegar kemur að styrkleikaprófinu. Við viljum fá konur til starfa og höfum lagt áherslu á að hvetja þær til að sækja um þegar við höfum auglýst eftir fólki undanfarin ár. Hins vegar hefur ekki verið farið út í neinar sértækar aðgerðir til þess að fjölga konum af okkar hálfu enn sem komið er,“ segir Þorsteinn. Um- sóknarfrestur um starf slökkviliðsmanna rennur út 26. september næstkomandi. freyrr@biadid.net Slökkviliðið að störfum Engin kona er innan raða Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Stjórn- endur vonast til að breyting verði ; á því næst þegar verður ráðið. Símauglýsing afturkölluð Auglýsing Símans, þar sem síðasta kvöldmáltíðin er sviðsett hefur verið afturkölluð. Mótmæli kristinna hafði þó ekkert með afturköllunina að gera heldur sýndust í auglýsingunni bæði Jesú og Júdas viðskiptavinir Vodafone. í auglýsingunni umdeildu var Síminn að auglýsa þriðju kynslóðar farsíma og mátti í einu myndskeiði sjá merki Vodafone. Whole Foods auglýsir (sland Afstaða bandarísku verslanakeðj- unnar Whole Foods til markaðs- setningar á íslenskum matvörum hefur breyst eftir að Einar K. Guð- finnsson sjávarútvegsráðherra tiikynnti að ekki yrðu gefnir út nýir hvalveiðikvótar í bili. Fram kemur í Bændablaðinu í dag að ákveðið hafi verið að hefja auglýsingaherferð fyrir þessar vörur í þessari viku en henni var slegið á frest eftir að umræður um hvalveiðar íslendinga náðu hámarki á liðnu vori. mbl.is Yfirlögregluþjónn á Omega Geir Jón Þórisson segir að nær væri að senda trúboða í bæinn heldur en lögreglumenn. Geir Jón telur trú- boð leysa vandann ■ Óeirðaseggir í miðbænum myndu láta af óæskilegri hegðun með trúnni ■ Lögreglu- stjóri segir það ekki vanann að menn tjái sig um annað en löggæsluna í einkennisbúningi Eftir Frey Rögnvaldsson freyrr@bladid.net Geir Jón Þórisson, yfirlögreglu- þjónn hjá lögreglu höfuðborgar- svæðisins, sagði í viðtali á sjón- varpsstöðinni Omega að það væri heillavænlegri lausn að senda trú- boða út af örkinni til að leysa mið- borgarvandann heldur en að fjölga þar lögregluþjónum. í viðtalinu sagði Geir Jón meðal annars: „Það er verið að tala um að það þurfi að fjölga mikið í lög- reglunni í miðborginni og annað til að taka á óeirðaseggjum, en það væri miklu betra að vinna það frá hinum endanum; að láta þá kynn- ast Drottni og breyta um líf og lífshætti og verða góðir og gegnir þegnar [...] Það er líklega það eina sem myndi leysa þetta, að auka trúboð í miðbænum, ekki fjölga lögreglumönnum heldur trúboðum sem benda á þessa leið sem er út úr þessu myrkri.“ Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, kannast ekki við að Geir Jón hafi verið í er- indum lögreglunnar í þessu viðtali á Omega. Samkvæmt 17. grein reglugerðar um einkennisbúninga og merki lögreglunnar er lögreglumönnum óheimilt að nota einkennisfatnað HERT LOGGÆSLA W Lögreglan hefur aukið eftirlit sitt í miðborginni að næturlagi um helgar. Um síðustu helgi gengu fjórir sérsveitarmenn frá embætti ríkislögreglustjóra vaktir með lögreglumönnum höf- uðborgarsvæðisins. ► Um 60 manns voru handtekn- ir um helgina vegna brota á lögreglusamþykkt, flestir vegna ósæmilegrar hegðun- ar svo sem að kasta af sér vatni, brjóta flöskur og sýna lögreglunni mótþróa. utan lögreglustarfs, nema með heimild lögreglustjóra. Aðspurður sagði Stefán að hann hefði ekki séð umræddan sjónvarpsþátt og þekkti ekki efni hans eða tilurð og vildi ekki tjá sig um hvort þarna hefði verið brotið gegn reglugerð um einkennisbúninga og merki lögreglunnar. „Það er hins vegar ekki vaninn að menn tjái sig um önnur málefni en málefni lögreglunnar þegar þeir koma fram í einkennisklæðnaði,“ sagði hann. Stefán segist ekki hafa fengið neinar athugasemdir eða ábend- ingar varðandi þáttinn en ef um eitthvað athugunarvert sé að ræða af hálfu starfsmanns embættisins þá verði það mál afgreitt gagnvart honum en ekki opinberlega. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um það. Þegar haft var samband við Geir Jón sagði hann að þessi orð sin hefðu verið látin falla í því samhengi að ef menn hættu að neyta áfengis og fíkniefna meðfram því að taka trú þá væri það betri lausn en að fjölga lögreglumönnum. „Hugsunin hjá mér var að vinna í þessum einstak- lingum sem eru til vandræða en ekki því sem væri að gerast í mið- borginni í heild. Að boða þeim trú myndi geta bjargað þeim.“ Geir Jón segist hafa verið að lýsa sinni per- sónulegu skoðun í viðtalinu. „Það má kannski segja að það hafi verið mistök hjá mér að mæta þarna í ein- kennisbúningi vegna þess, ég get tekið undir þá gagnrýni á mig.“ Þetta er vélin handa þér! Mikil úrkoma Gengur í suðaustan 10-18 m/s með talsverðri rigningu og ennþá hvassari norð- vestanlands síðdegis. Mikil úrkoma um allt sunnanvert landið mestan hluta dags. Hiti 5 til 13 stig, hlýjast suðaustanlands. Á MORGUN Slydda fyrir norðan Norðaustan 15-23 m/s með talsverðri rigningu og jafnvel slyddu fyrir norðan. Mun hægari suðlæg eða breytileg átt á Suður- og Austurlandi fram eftir degi. Kólnandi veður og hiti 3 til 8 stig undir kvöld. Banaslys á Suðurlandsvegi Banaslys varð á Suðurlandsvegi á milli Hvergerðis og Selfoss á sjöunda tímanum í gærkvöld. Karlmaður lést og annar var fluttur á slysadeild Landspítalans. Fólksbíll og vörubíll skullu saman og hafnaði vörubíllinn úti í skurði. Ökumaður hans var fluttur á slysadeild. Leiðrétt Ritstjórn Blaðsins vill leiðrétta hvaðeina, sem kann að vera missagt í blaðinu. Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2. Vlðvðrun: Búist er við mikilli úrkomu á sunnanverðu landinu í dag. VÍÐA UM HEIM Algarve 26 Halifax 18 New York 24 Amsterdam 17 Hamborg 17 Nuuk 4 Ankara 29 Helsinki 15 Orlando 25 Barcelona 28 Kaupmannahöfn 17 Osió 16 Berlín 17 London 20 Palma 25 Chicago 18 Madrid 32 París 18 Dublin 18 Mflanó 28 Prag 17 Frankfurt 19 Montreal 15 Stokkhólmur 14 Glasgow 16 Miinchen 18 Þórshöfn 12

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.