blaðið - 12.09.2007, Blaðsíða 13

blaðið - 12.09.2007, Blaðsíða 13
blaóiö MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2007 13 Tilraunin um strætó Stúdentar allra landa bera í sér breytingar sem fylgja nýrri kynslóð. VIÐHORF Gísli Marteinn Baldursson „Strætó smekkfullur á morgnana" sagði á forsíðu Blaðsins á dögunum, og með fylgdi mynd af strætisvagni fullum af fólki. Fleiri fréttir segja svipaða sögu og varlega áætlað er aukningin á notkun strætó að minnsta kosti 20 prósent. Það hefur verið ákaflega ánægjulegt að fylgjast með því hvernig tilrauna- verkefnið um að bjóða nemendum framhalds- og háskóla á höfuðborg- arsvæðinu ókeypis í vagnana í vetur hefur farið af stað. Verkefnið hófst formlega með kynningu á Grænum skrefum í Reykjavík í mars, en fyrsta skrefið ber heitið Miklu betri strætó. Þar var tilkynnt að Reykja- vík ætlaði sér að borga í strætó fyrir reykvíska nemendur í framhalds- og háskólum. Síðar slógust hin sveit- arfélögin á höfuðborgarsvæðinu í hópinn, og úr varð sterk heild sem stendur á bak við þetta mikilvæga verkefni. Auk þess að gefa náms- mönnum ókeypis í vagnana, fólst margskonar bæting á þjónustu í skrefinu Miklu betri strætó. Meðal annars var því lofað að biðstöðvar strætó í borginni skyldu fá nafn og verða merktar, og hefur það verkefnið þegar verið klárað. Fækkun síðustu tvo áratugi Þótt það sé mikið fagnaðarefni að námsmenn skuli flykkjast i strætó, er ekki síður mikilvægt að þessari góðu byrjun sé fylgt vel eftir og að fjölgunin verði varanleg. Farþegum í strætó hefur fækkað stöðugt síð- ustu tvo áratugi og lítið verið gert af hálfu eigendanna til að bæta þjónustuna. Það kom til dæmis fram á dögunum að erlendir ferða- menn í Reykjavík nota almennings- samgöngur sáralítið. Það þarf ekki að koma á óvart þegar horft er til algerlega nafnlauss kerfis, fyrir þá sem ekki þekkja til í borginni. Hvernig eiga ferðamenn að vita hvar Kringlan er, nema biðstöðin þar beri nafnið Kringlan? Með nýjum merkingum og betri leiðabókum er von til þess að gestir borgarinnar geti notað strætó í auknum mæli. Strætó gegnir lykilhlutverki Ástæður þess að við borgarfull- trúar viljum efla strætó eru margar. Grunnástæðan er sú að við viljum bjóða upp á þá grunnþjónustu að fólkið í borginni geti komist um í henni án bíls. Önnur ástæða er sú að það margborgar sig fyrir borgina að fólk taki strætó, fremur en að allir ferðist um á bíl. Viðgerðir á malbiki og bygging samgöngumannvirkja er meðal þess sem kostar minna fé ef fleiri nota strætó. Bílaeign í borg- inni hefur aukist gríðarlega á síðasta áratug, farið úr 450 bílum á hverja 1000 íbúa, í u.þ.b. 650 bíla á hverja 1000 íbúa. Þetta sést á götum borg- arinnar, þar sem borgarbúar þurfa að sitja í umferðarteppum á leið í og úr vinnu. Fyrir utan nauðsyn- legar vegabætur í borginni, stokka á réttum stöðum og mislæg gatnamót, þurfum við að gera borgina þannig úr garði að aðrir samgöngumátar en bíllinn séu aðgengilegir. Þar gegnir strætó lykilhlutverki. Stúdentar allra landa bera í sér breytingar sem fylgja nýrri kynslóð. Það er vonandi að þeir námsmenn sem nú fylla strætó séu að stíga fyrsta skrefið í skynsamlegri notkun almennings- samgangna í Reykjavík. «*»• m Góð byrjun „Þótt það sé mikið fagnaðarefni að námsmenn skuli flykkjast í straetó, er ekki síður mikilvægt að þessari góðu byrjun sé fylgt vel eftir og fjölgunin verði varanleg." Allianz (jii www.volkswagen.is .1 1 5 r i Fáar»\egur sÍá\HWp'or Kostar frá adeins 16.090 kr. á mánudi* Volkswagen kann þá list að sameina ósamrýmanlega kosti. Volkswagen Polo er gott dæmi, nettur og lipur en á sama tíma sterkur og traustur. Þannig nýtist hann fullkomlega við fjölbreyttar íslenskar aðstæður, í borgarumferðinni og á vegum úti, hvað sem á dynur. Volkswagen Polo er grænn bíll 1II-KIA grciAir fyrir kolcfnisjöfiuin allra nýrra Volkswagcn-bíia 1 eitt ár. Kolcfnisjöfnun fclst f því aö binda samsvarandi magn gróðurhúsalofttcgunda og bfllinn gcfur frá sér. Þctta gcnun viö mcÖ skógrækt og landgræöslu. * Miöaö viö 30% útborgun og gcngistryggöan bflasamning tii 84 mánaöa. VerÖ 1.620.000 kr. m HEKLA Höfundur er formaður umhverfis- og samgönguráðs Reykjavikur HEKLA Laugavegi 172-174 • sími 590 5000 • www.hekla.is • hekla@hekla.is Umboösmenn HEKLU um land allt: Akureyn • Akranesi • isafiröi • Reyöartiröi • Reykjanesbæ • Selfossi

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.