blaðið - 12.09.2007, Side 6
6
FRÉTTIR
MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2007
blaðiö
Styrkja
íslenskuna
Guðrún Ögmunds-
dóttir ráðin
Stofnaður hefur verið sjóður til að
styðja með sértækum hætti kennslu
í islensku fyrir þá nemendur sem
hafa annað móðurmál en íslensku.
Sjóðurinn skal veita fjárframlög
umfram reiknilíkan til sérstakra
aðgerða í íslenskukennslu fyrir
nemendur framhaldsskóla með
annað móðurmál en íslensku.
Styrkir til framhaldsskóla
Framhaldsskólar geta sótt um
styrki úr sjóðnum tvisvar á ári og er
fyrsti umsóknarfrestur um styrki
til 15. september 2007.
Menntamálaráðherra hefur
einnig ráðið Guðrúnu Ögmunds-
dóttur, fyrrverandi alþingismann,
sem verkefnastjóra yfir mála-
flokknum og mun hún vinna með
starfshópnum að tillögugerð og
úrbótum í menntunarmálum fyrir
þá nemendur sem eiga sér annað
móðurmál en íslensku.
mbl.is
Falið vandamál
I Aukin fræðsla eina leiðin til þess að vinna gegn kynferðisbrotum meðal þroskaheftra
■ Fræðslubylting yfirvofandi með opnun fræðsluseturs í október
Eftir Arndísi Þórarinsdóttur
arndis@bladid.net
„Þið hringið eiginlega hálfum
mánuði of snemma," sagði María
Jónsdóttir, félagsráðgjafi hjá Styrkt-
arfélagi vangefinna í gær. „1. okt-
óber verður opnað þekkingarsetur
hér hjá Styrktarfélaginu um málefni
sem tengjast kynfræðslu og öðru
henni tengdu, svo sem hvernig ber
að bregðast við kynferðisafbrotum
þegar fólk með þroskahömlun á í
hlut.“
María fellst óhikandi á að kynferð-
isbrot séu vandamál meðal þroska-
heftra. „Þetta er mjög falið. Þetta er
vandamál og það er falið.“
Breytt og bætt fræðsla
Kynfræðsla og ráðgjöf um kyn-
hegðun fyrir einstaklinga með
þroskahömlun, aðstandendur og
starfsfólk hefur fram til þessa verið
mjög takmörkuð að sögn Maríu.
„Ungmenni með þroskahömlun
fá sömu eða svipaða kennslu í lífs-
leikni og kynfræðslu og jafnaldrar
þeirra í grunn- og framhaldsskólum.
Skólinn veitir hins vegar bara hluta
fræðslunnar. Við lærum ekki síður
af umhverfi okkar utan veggja skól-
ans, með því að lesa í það. Þar liggja
veikleikar fólks með þroskahömlun,
í yfirfærslunni.“
María segir fólk með þroska-
hömlun vera í mun meiri áhættu að
verða fyrir misnotkun og það hafi
oft ekki fengið þjálfun eða fræðslu
til að læra að greina hvenær um mis-
notkun sé að ræða eða hvernig megi
"S
Kennslu þörf María Jónsdóttir félagsráðgjafi
telur að fræðslu um mannleg samskipti, þar á
meðal kynferðisleg, sé þörf frá unga aldri.
varast hana. Þjálfun þurfi að hefjast
fyrr hjá þessum einstaklingum og
hún eigi ekki eingöngu að eiga sér
stað innan veggja skólans, heldur
þurfi að tvinna alla þætti saman og
setja hlutina í samhengi við atburði
úr daglegu lífi. „Þannig næst bestur
árangur,“ segir María sem mun stýra
þekkingarsetri Styrktarfélagsins.
Hitt húsið
Jenný Magnúsdóttir þroskaþjálfi
starfar í Hinu húsinu þar sem er
mikið félagsstarf fyrir þroskahefta
undir merkjum Sérsveitarinnar, en
eins og fram kom í Blaðinu í gær
sagðist stúlka hafa orðið fyrir kyn-
ferðislegu ofbeldi í Hinu húsinu
fyrir fáum árum. Sýknað var í mál-
inu og í kjölfarið var eftirlit í húsinu
aukið.
„Hér rekum við opinbert félags-
starf og allir eru mjög kátir með það.
Starfið er opið og það er fylgst vel
með. Þetta hefur ekki verið vanda-
mál hjá okkur,“ segir Jenný.
„En sem fagmaður, en ekki sem
starfsmaður borgarinnar, þá hef ég
heyrt af málum sem koma upp í part-
íum og þegar fólk er að skemmta sér
í heimahúsum sem eru sum mjög
alvarleg."
HITTHÚSIÐ
Um 50-70 einstaklingar
sækja böll og uppákomur
Sérsveitar Hins hússins
Á meðan kærur hafa iegið
fyrir dómstólum hefur hin-
um ákærðu verið meinaður
aðgangur að samkomun-
um
HEFUR ÞÚ ÁBENDINGU?
Hringdu í síma 510 3700 eða
sendu póst á bladid@bladid.net