blaðið - 12.09.2007, Blaðsíða 16

blaðið - 12.09.2007, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2007 blaöiö KOLLAOGKÚLTÚRINN kolbrun@bladid.net Stríð er huglaus flótti frá vandamálum friðarins. Thomas Mann Ný bók frá Marinu Hjá Máli og menningu er komin út bókin Tveir hús- vagnar eftir Marinu Lewycka. í bókinni kynnumst við ör- Iögum þess fólks sem streymt hefur til Vestur- landa í leit að betri lífskjörum. Það kemur frá Úkraínu og Póllandi, Kína og Kosovo og fjarlægum lýðveldum Sovétríkjanna fyrrverandi og er farið að tína jarðarber í enskri sveit fyrir lúsarlaun. Stutt ágrip af sögu traktorsins á úkraínsku eftir sama höfund naut mikilla vinsælda hér á landi og víða um heim. Marina Lewycka er af úkraínskum ættum, fædd í flóttamanna- búðum í Þýskalandi en ólst upp í Englandi og býr þar. verðlaunahafa Nóbelsverðlaunahafinn J.M. Coetzee heldur fyrirlestur á Hátíðarsal Háskóla fslands í dag, miðvikudaginn 12. sept- ember kl. 16:00. Fyrirlesturinn er hluti af Bókmenntahátíð Reykjavíkur og er í sérstöku samstarfi við Háskóla íslands. Fyrirlesturinn byggir á nýút- kominni bók Coetzee, Diary of a Bad Year. Bókin fjallar um roskinn ástralskan rithöfund sem fær það verkefni að skrifa grein í bók sem ber heitið Strong opinions. Það verður til þess að hann fer að velta vöngum yfir uppruna ríkisins, sambandi þess við borgarana og hvernigþegnar i nútímalýð- ræðisríki eiga að bregðast við skertum mannréttindum í her- ferðinni gegn hryðjuverkum, herferð sem jafnvel felur í sér pyntingar. Rúnar Helgi Vignisson, sem hefur þýtt bækur Coetzee á íslensku, verður með stutta kynningu á höfundinum og verkum hans. Rúnar hlaut íslensku þýðingaverðlaunin fyrir þýðingu sína á Boyhood (Barndómur). Coetzee kemur afar sjaldan fram opinberlega og frést hefur að erlendir aðdáendur hans hafi gert sér sérstaka ferð til íslands til þess eins að hlýða á hann. AFMÆLI í DAG H.L. Menken blaðamaður og gagnrýnandi, 1880 Maurice Chevalier leikari og söngvari, 1888 Eggert Pétursson „Þetta er dálítið eins og mataruppskrift. Það eru ákveðnir hlutir sem þarf að setja í myndina og litir og teg- undir þurfa að fara saman." Eggert Pétursson sýnir á Kjarvalsstöðum og í i8 Þrjóska er meginþátturinn Eggert Pétursson segir nákvæmi vera hluta af vinnu sinni ásamt einbeit- ingu en meginþátturinn sé samt þrjóskan. Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@bladid.net Á Kjarvalsstöðum stendur nú yfir yfirlitssýning á verkum Eggerts Pét- urssonar en hann er landsfrægur fyrir einstakar blómamyndir sínar. Verkin á sýningunni eru um 50, þau yngstu frá þessu ári og elsta mál- verkið er frá fyrstu einkasýningu listamannsins árið 1980. Á morgun verður svo opnuð í Galleríi i8 sýning á hundrað nýjum málverkum eftir Eggert. „Eg byrjaði að safna blómum sem barn og greindi þau samkvæmt ís- lensku flórunni sem mér var gefin þegar ég var sex ára gamall. Ég MAÐURINN ► Eggert hélt fyrstu einkasýn- ingu sína í Suðurgötu 7 árið 1980. Þar sýndi hann plöntu- þrykk á vatnslitapappír. ► í tilefni af sýningu Eggerts á Kjarvalsstöðum, sem stend- ur til 4. nóvember, er gefin út bók um listamanninn. ► Sýningin í Galleríi i8 stendur til 27. október. hafði áhuga á að verða grasafræð- ingur þegar ég var krakki en síðan tók myndlistaráhuginn við og í kjölfarið fékk ég alls konar aðrar dellur, hafði áhuga á arkitektúr eitt árið og einhverju öðru hin árin en blómaárið var samt alltaf þarna,“ segir Eggert. „Ég fór í Mynd- lista- og handíðaskólann og síðan í framhaldsnám til Hollands. Eftir heimkomuna var fyrsta verkefni mitt að myndskreyta nýja útgáfu af íslenskri flóru sem Iðunn gaf út 1983 og ég var heilt ár að vinna að því verki. Frá 1980 til 1990 vann ég mikið við að myndskreyta náttúru- fræðirit en svo fór málverkið smám saman að ná yfirhöndinni og ég hef einbeitt mér að því síðan." Eins og mataruppskrift Enginn sem sér myndir Eggerts kemst hjá því að sjá hversu mikil ná- kvæmnisvinna liggur að baki hverri mynd. „Nákvæmni er hluti af vinn- unni og sömuleiðis einbeiting en þrjóska er meginþátturinn. Maður gefst ekkert upp,“ segir Eggert. „Alls konar hugmyndavinna á sér stað áður en ég byrja að mála mynd. Ég sest ekki fyrir framan trönurnar og byrja einhvers staðar. Þetta er langt ferli. Ég leita að ákveðnum blóma- tegundum, mynda þær og skoða, ekki beinlínis til að fara eftir þeim heldur til að muna hvernig þær eru. Svo teikna ég skissu og skrifa mikið hjá mér í nótubækur. Útlit myndar- innar er ekki fullmótað í huga mér áður en ég byrja að mála. Þetta er dálítið eins og mataruppskrift. Það eru ákveðnir hlutir sem þarf að setja í myndina og litir og tegundir þurfa að fara sarnan." Hin viðtekna fegurð Spurður um fegurðina sem ein- kennir myndir hans segir Eggert: „Það er til margs konar fegurð. í myndum mínum endurspeglast sennilega hin viðtekna fegurð því það er mjög erfitt að segja að blóm sé ljótt, jafnvel líka illgresi. Olíulitirnir og blómin þykja falleg og það verður bara að hafa það. Ég er mikill áhuga- maður um alls konar myndlist og hef frekar víðsýna hugmynd um það hvað er fallegt. Ég er ekki að reyna að koma fegurð til skila í gegnum myndir mínar, það vill bara þannig til að þessar myndir eru fallegar." MENNINGARMOLINN Svartklæddi maðurinn deyr Á þessum degi árið 2003 dó tón- listarmaðurinn Johnny Cash, 71 árs gamall. Á tæplega fimmtíu ára ferli hljóðritaði hann rúmlega 1500 lög. Hann hafði fyrir venju að klæð- ast svörtum fötum á tónleikum sínum og var fyrir vikið kallaður .svartklæddi maðurinn". Hann varð snemma á ferlinum háður amfetamíni og áfengi sem átti sinn þátt í skilnaði hans frá fyrri eiginkonu sinni, Vivian, eftir tólf ára hjónaband en þau áttu saman fjögur börn. Seinni eiginkona hans var söngkonan June Carter, stóra ástin í lífi hans, sem aðstoðaði hann við að losna úr viðjum fíkni- efnavandans. Árið 1986 gaf Cash út skáldsöguna Hvítklæddi maður- inn um Pál postula en í baráttunni við fíkniefnin hafði Cash leitað á náðir trúarinnar og bundist vin- áttuböndum við Billy Graham. Ást- kær eiginkona Cash, June, lést 15. maí 2003 og Cash lést fjórum mán- uðum síðar, 12 september.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.