blaðið - 12.09.2007, Blaðsíða 14

blaðið - 12.09.2007, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2007 blaóió FÉOGFRAMI vidskipti@bladid.net Ég geri ráð fyrir að þenslan á vinnu- markaði hefði ekki verið svona mikil, ef þessa vinnuafls hefði ekki notið við. Auka álögur Breska verslanakeðjan House of Fraser, sem er í eigu Baugs, krefst nú þess að birgjar taki þátt í að fjármagna sérstakt 250 milljóna punda, eða um 33 milljarða króna verkefni. í frétt breska blaðsins Telegraph segir að keðjan hygg- ist leggja sérstakt gjald, allt að fjögur prósent, á birgjana til að aðstoða við endurbætur á versl- ununum, í tilraun til að laða að efnameiri viðskiptavini. Þetta er í annað sinn á innan við ári sem á birgja sína House of Fraser reynir að endur- semja um kaup við birgja sína og sérleyfishafa. Að sögn Telegraph undrast birgjar þessi áform House of Fraser og segja þau frek og fáránleg. aí * Utlendingar á strípuðum taxta ■ Tæplega 15 þúsund útlendingar fengu útgefna kennitölu á eins árs tímabili £1 Kostir og gallar fylgja fleiri útlendingunum King berst gegn framleiðslu Actavis Forsvarsmenn breska lyfjafyrirtækis- ins King Pharmaceuticals segjast ætla að hefja málarekstur til að koma í veg fyrir framleiðslu Actavis á samheita- lyfi verkjalyfsins Avinza. Segja þeir að King muni verja einkaleyfi sitt á Iyfinu, sem gildir til ársins 2017. Á vef TriCities segir að málssókn King muni hefjast innan 45 daga og að félögin muni væntanlega mætast fyrir rétti í Bandaríkjunum. Breska fyrirtækið fékk einkaleyfi á Avinza þegar það keypti framleiðsluréttinn af bandaríska lyfjafyrirtækinu Ligand á 246 milljónir Bandaríkjadala í febrúar síðastliðnum. aí Fyrrum forstjóri kaupir Parket&Gólf Þórður Birgir Bogason hefur keypt fyrirtækið Parket&Gólf af fjöl- skyldu Ómars Friðþjófssonar, stofnanda fyrirtækisins. Parket&Gólf hefur veríð leiðandi á gólfefnamarkaði í meira en tvo áratugi. Starfs- menn Parkets&Gólfs eru 15 talsins. Þórður Birgir Bogason er verkfræðingur að mennt. Áður en hann keypti Parket&Gólf starfaði hann sem forstjóri MEST. Þar áður starf- aði hann fyrir Samskip í Þýskalandi og Hollandi, samtals í um 10 ár. í október frá aðeins kr. 19.990 Heimsferðir bjóða nú einstakt tækifæri til borgarinnar eilífu, í beinu leiguflugi í haust. Nú getur þú kynnst þessari einstöku borg, sem á ekki sinn líka og upplifað árþúsunda- menningu og einstakt andrúmsloft Fjölbreytt gisting og spennandi kynnisferðir í boði undiröruggri leiðsögn fararstjóra Heimsferða, Ólafs Gíslasonar og Einars Garibaldi Eiríkssonar sem þekkja þessa perlu ítaiíu flestum [slendingum betur. Verðfrákr. 19.990 Netverð á mann, m.v. flugsæti báðar leiðir, út 9. okt og heim 13. okL. Ath. mjög takmarkaður fjöldi sæta í boði á þessu verði.. Gisting frá kr. 6.800 Netverö á mann pr. nótt, m.v. gistingu í tvíbýli á Hotel Torre Rossa Park ***+. Verðfrakr. 74.990 Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli í 4 nastur 12. okt á Hotel Gíoberti ***+ í Róm með morgunverði og íslenskri fararstjórn. AUra síðustu ssetin Munið Mastercard feröaávísunina Heimsferðir ® Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Eftir Atla ísleifsson atlii@bladid.net Alls fengu 14.925 útlendingar út- hlutað kennitölum hjá Þjóðskrá frá 1. ágúst á síðasta ári til 31. júlí síðastlið- ins. Rúmlega helmingur þeirra sem fengu kennitölu á tímabilinu hefur pólskt ríkisfang, eða 7.665 manns. Næstflestir koma frá Litháen, eða 994 manns. Skúli Thoroddsen, framkvæmda- stjóri Starfsgreinasambandsins, segir þá fjölgun erlends verkafólks sem við höfum orðið vitni að á síð- ustu árum ekki einungis bundna við ísland, heldur þekkjast víðar í norðurhluta álfunnar. „Fjölgunin hefur bæði kosti og galla í för með sér. Þetta getur þýtt aukna velmegun og það er augljós- lega styrkur af því að fá inn aukið vinnuafl þegar slíkt vantar. Ókost- irnir eru hins vegar þeir sem við höfum verið að kljást við á und- anförnum misserum, að þetta er- lenda vinnuafl fer á strípaða launa- taxta. Það getur mögulega leitt af sér lækkun á öðrum launum.“ Fleiri karlar I vefriti dóms- og kirkjumála- ráðuneytisins kemur fram að í þessum hópi fái mun fleiri karlar útgefna kennitölu. Kynjahlutfall skiptist þannig að karlar, átján ára og eldri, voru rúmlega tíu þúsund talsins, en konur um fjögur þúsund. Af þeim sem fengu kennitölu á tímabilinu hafa 4.708 síðan fengið lögheimili skráð hér á landi, eða 32 prósent. Sé litið til fyrstu sex mánaðanna hefur tæplega helmingur fengið skráð lögheimili. Flestir hafa aðsetur á höfuðborg- arsvæðinu, eða rúmlega sjö þús- und manns. Um 1.700 manns voru á Austurlandi og tæplega fjögur þúsund í öðrum landshlutum. Aðspurður um hver staðan hefði verið ef þessa erlenda verkafólks hefði ekki notið við, segir Skúli að byggingaframkvæmdirnar á Aust- urlandi hafi verið háðar aðkomu erlends verkafólks. Þetta er bara KENNITÖLUR TIL ÚTLENDINGA Tlmabil: 1. ágúst 2006 til 31. júlí 2007 Ríkisfang Alls Lögheimili síðan skráð Pólland 7.665 2.941 Litháen 994 318 Þýskaland 594 156 Lettland 520 105 Portúgal 501 122 Ítalía 428 65 Svíþjóð 371 35 Bandaríkin 317 106 Önnur lönd 3.535 860 Alls 14.925 4.708 MARKAÐURINN í GÆR Hlutabréfaviðskipti með skráð bréf hjá OMX á íslandi, 11. sept. 2007 Viðskipti I krónum Heildar- ATH. = Athugunariisti Viðskipta- Hlutfallsl. Dagsetning Fjöldi viðskipti Tilboð í lok dags: verð breytmg 1 1 f dagsins Kaup Sala Félög í úrvalsvísitölu a Atorka Group hf. 9,86 1,96% 11.9.2007 9 18.315.494 9,85 9,86 ▼ Bakkavör Group hf. 64,60 -0,15% 11.9.2007 16 70.967.463 64,10 64,60 v Existahf. 31,45 -1,41% 11.9.2007 78 695.214.532 31,35 31,50 ▲ FL Group hf. 25,20 1,00% 11.9.2007 19 282.787.375 25,10 25,20 A Glitnir banki hf. 27,90 0,18% 11.9.2007 92 1.773.229.413 27,85 28,00 ▼ Hf. Eimskipafélag íslands 39,80 -0,50% 11.9.2007 12 22.078.304 39,70 40,00 ▼ lcelandair Group hf. 26,20 -0,38% 11.9.2007 4 39.437.000 25,90 26,20 ▲ Kaupþing banki hf. 1097,00 0,09% 11.9.2007 129 3.919.976.715 1096,00 1098,00 ▲ Landsbanki Islands hf. 40,30 1,28% 11.9.2007 99 1.463.415.888 40,20 40,50 Mosaic Fashions hf. 17,50 • 4.9.2007 1 1.375.973 - - ♦ Straumur-Burðarás Fjárf.b. hf. 19,45 0,00% 11.9.2007 96 1.026.020.989 19,45 19,50 ▲ Teymihf. 6,10 0,99% 11.9.2007 12 76.458.653 6,10 6,15 ▼ össurhf. 101,50 •1,46% 11.9.2007 16 59.726.891 102,50 103,00 Onnur bréf á Aðallista A 365 hf. 2,51 0,40% 11.9.2007 2 401.600 2,48 2,51 ▲ Alfescahf. 6,24 0,81% 11.9.2007 3 62.760.100 6,20 6,24 ▲ Atlantic Petroleum P/F 1295,00 9,19% 11.9.2007 19 10.191.631 1290,00 1295,00 ▼ EikBanki 670,00 ■1,18% 11*9.2007 5 9.641.461 670,00 675,00 ▲ Flaga Group hf. 1,55 0,65% 11.9.2007 1 46.500 1,53 1,55 a ForoyaBank 221,00 0,68% 11:0.2007 27 6.918.075 216,50 221,00 lcelandic Group hf. 5,98 - 11.9.2007 1 299.000 5,90 5,98 4 Marel hf. 98,00 0,00% 11.9.2007 4 1.775.368 98,00 98,50 A Nýherjihf. 21,50 2,38% 11.9.2007 2 107.500 21,50 - a Tryggingamiðstöóín hf. 45,00 1,81% 11.9.2007 5 12.148.850 44,80 45,40 Vinnslustöóin hf. 8,50 - 22.8.2007 - - - 9,00 First North á íslandi a Century Aluminium Co. 3166,00 2,28% 11.9.2007 3 126.132.120 3145,00 3186,00 HB Grandi hf. 11,50 - 7.9.2007 1 27.554.242 - - Hampiðjan hf. 6,50 * 5.9.2007 - - 6,75 spurning um lögmálið um fram- boð og eftirspurn." Leggja sitt af mörkum Skúli segist gera ráð fyrir því að margt af því erlenda verkafólki sem starfar fyrir austan fari af landi brott þegar framkvæmdum lýkur. „Það kemur ekki hingað fólk, ef það fær ekki störf. Það segir sig sjálft. Við gerum ráð fyrir að þenslan fari að minnka á næsta ári. Þá verði minni eftirspurn eftir vinnuafli og færri komi til landsins. Fólk frá Eystrasaltslöndunum og Póllandi hefur verið að sækja til Norðurland- anna, Bretlands og írlands í mjög miklum mæli, en einhvern tlmann hlýtur samt að koma að því að mark- aðurinn mettist." Skúli segir hina norrænu verka- lýðshreyfingu ávallt hafa boðið er- lent verkafólk velkomið. „Það er að leggja sitt af mörkum til aukinnar hagsældar og velferðar. Á sama tíma getur það lært ýmislegt af okkur og flutt þekkingu aftur til heimalands- ins. Þetta er ekki allt fólk sem er hingað komið til að setjast að.“ HVAÐ VANTAR UPP Á? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á bladid@bladid.net • Mest viðskipti í Kauphöll OMX í gær voru með bréf Kaupþings, fyrir um 3,9 milljarða króna. Næstmest viðskipti voru með bréf Glitnis, fyrir 1,8 milljarða. • Mesta hækkunin var á bréfum Atlantic Petroleum, eða 9,19%, sem hafa því hækkað um tæp tuttugu prósent á tveimur dögum. Bréf Nýherja hækkuðu um 2,38%. • Mesta lækkunin var á bréfum Össurar, eða 1,46%. Bréf Exista lækkuðu um 1,41% og bréf Eik Banka um 1,18%. • Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,24% í gær og stóð í 7.949 stigum í lok dags. • fslenska krónan styrktist um 1,49% í gær. • Samnorræna OMX40-vísitalan hækkaði um 2,38% í gær. Breska FTSE-vísitalan hækkaði um 2,4% og þýska DAX-vísitalan um 1,1%.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.