blaðið - 12.09.2007, Qupperneq 10
10
MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2007
blaðiö
blaðii
Útgáfufélag:
Ritstjóri:
Fréttastjórar:
Ritstjórnarf ulltrúi:
Árvakur hf.
Ólafur Þ. Stephensen
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
Þröstur Emilsson
Elín Albertsdóttir
Lögreglan í for-
eldrahlutverki
Lögreglan í Reykjavík hefur hafið herferð gegn sóðaskap í borginni. Þeir
sem brjóta flöskur, henda rusli á götur, pissa á almannafæri og stunda
annan subbuskap eru umsvifalaust beittir háum fésektum. Vissulega eru
þetta harkalegar aðgerðir en því miður nauðsynlegar. í miðbænum um helg-
arnætur hefur fram að þessu þótt næsta sjálfsögð hegðun að grýta flöskum
í götu til að hífa upp stemninguna og að spræna utan í næsta hús hefur þótt
jafnast á við snoturt íþróttaafrek.
Lögreglan ætti vissulega að hafa sitthvað þarfara að gera en að kenna fólki
mannasiði. Mannasiðir eru nokkuð sem menn eiga að læra í æsku og það
sem innprentað er í börn af fullum þunga snemma á ævinni fylgir þeim
venjulega ævina á enda. Sitthvað virðist hafa skort á að nútímaforeldrar hafi
sinnt því nægilega vel að kenna börnum sínum almenna mannasiði, og ein-
hver börn villast svo af góðri leið. Nú er svo komið að þar sem foreldrum
hefur mistekist tekur lögreglan við.
Menn þurfa ekki að vera sérstakir stuðningsmenn harðra refsinga til
að fagna þessu framtaki lögreglunnar. I samfélagi manna gilda ákveðnar
umgengnisreglur sem byggja á virðingu fyrir umhverfi og eignum. I alltof
langan tíma hefur óöguðum fslendingum verið leyft að sýna umhverfi sínu
fyrirlitningu. Tyggjóklessur á götum borgarinnar eru sorglegt dæmi um
þetta og sömuleiðis sá furðulegi siður ungra karlmanna að ganga hrækj-
andi um stræti borgarinnar. Sennilega telja þeir sig vera að fullkomna karl-
mennskuímyndina þegar þeir hrækja úr sér slefunni.
Sjálfsagt mun það taka lögregluna nokkurn tíma að kenna þeim, sem svo
illa ganga um, almenna mannasiði. Best væri vitanlega ef hægt væri að tala
um fyrir fólki með góðu en stundum dugar sú aðferð ekki. Þá er leið að sekta
fyrir tiltækin og láta umhverfissóðana þannig finna fyrir því á eigin buddu
að það er dýrt að kunna ekki almenna mannasiði.
Lögreglan fer þó ekki einungis „hörðu“ leiðina til að taka á vandanum.
Hún undirbýr einnig að fara á fund þeirra sem mestum skaða valda í mið-
bænum, hitta þá þegar viðkomandi eru ódrukknir og bjóða þeim aðstoð og
úrræði í samráði við SÁÁ. Þetta hljómar eins og fyrirmyndarlausn. Sjálfsagt
munu ekki allir læknast af vanda sínum en sennilega þó nokkrir. Þá er til
mikils unnið.
Nýr lögreglustjóri, Stefán Eiríksson, hefur á skömmum tíma látið mjög
til sín taka í starfi. Hann horfir ekki aðgerðalaus á vandann og fyrir frum-
kvæði hans ber að þakka. Reykvíkingar hafa of lengi búið í borg þar sem
sóðaskapur og skemmdarstarfsemi hafa viðgengist. Nú er vonandi að verða
breyting á.
Kolbrún Bergþórsdóttir
SÆKTU LEIÐARANN A WWW.MBL.IS/P0DCAST
Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík
Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711
Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins
Veitingahúsið
Lækjarbrekka
Óskar eftir að ráða matreiðslumann til starfa.
Við leitum eftir fagmenntuðum og metnaðarfullum
einstaklingi og æskilegt er að viðkomandi
getið hafið störf sem fyrst.
Mjög góð laun eru í boði.
Vinsamlega hafið samband við
Hilmar Þór í síma: 892-0434
eða i tölvupósti: info@laekjarbrekka.is
Veitingahúsið
Lækjarbrekka
Óskar eftir aðstoðafólki í veitingasal bæði á
fullar vaktir og aukavaktir um kvöld og helgar.
Reynsla er kostur en ekki skilyrði. Kennsla í
framkomu og vinnubrögðum fyrir óvana.
Allar upplýsingar eru veittar á staðnum
á milli klukkan 14:00 — 17:00
eða í síma 551-4430.
SKORTÍJfUHN A ÍSLEN5KUM IDNAdaTWÖNNUM
Vald sérfræðinnar
Vald sérfræðinnar gerir marga af-
huga afskiptum af stjórnmálum. Al-
menn þjóðfélagsmál sem kjósendur
eiga að taka afstöðu til eru sveipuð
í búning og svonefndir sérfræðingar
flytja alþýðunni boðskap. Skila-
boðin eru þau að fólk eigi að fara
eftir því sem sérfræðingarnir segja.
Háskólaprófessorar, lektorar og dó-
sentar fara mikinn og halda sumir
að þeir séu merkilegri en annað fólk
þegar rætt er um pólitík. 1 sumum
tilvikum sveifla sumir meintir
fræðimenn um sig tilvitnunum eða
halda því fram að ástandið erlendis
sé með ákveðnum hætti og þá þurfi
ekki frekar vitnanna við. 1 sumum
tilvikum reynast þessar staðhæf-
ingar langt frá raunveruleikanum.
Ónefndur svonefndur sérfræðingur
sem titlar sig stjórnmálafræðing
hefur þannig haldið því fram að
ástand í innflytjendamálum á Norð-
urlöndum sé með öðrum hætti
en blasir við þeim sem til þekkja.
Þannig ferst „sérfræðingnum” eins
og ungkommúnistanum í Búdapest í
Ungverjalandi 1956 sem varð ekfci var
við ófrið í þjóðaruppreisn Ungverja.
Við umræður um innflytjenda-
mál hafa sumir „sérfræðingar” talið
nauðsynlegt að stuðla að svonefndu
fjölmenningarsamfélagi sem m.a. á
að felast í því að innflytjendur haldi
siðum sínum og tungumáli, læri
ekki íslensku eða aðlagi sig þjóðfélag-
inu. Þekktur prófessor vildi m.a. að
við yrðum 600 þúsund sem fyrst, þ.e.
helmingur innflytjendur. Hollend-
ingar og Danir hafa áttað sig á að
slíkt gengur ekki, sérstaklega ekki
þegar um ólfka menningarheima er
að ræða. En „sérfræðingarnir” minn-
ast ekki á það. Vér einir vitum segja
þeir eins og gamlir arfakóngar og
neita að horfa til reynslu sem þegar
er komin í innflytjendamálum í ná-
grannalöndum ofckar. Sumir sérfræð-
ingarnir ganga svo langt að bregða
þeim sem vilja gæta þjóðernis, tungu,
sögu og lífsgilda eigin lands um óeðli-
legar hvatir og öfgar. í bráðræði sínu
gleyma þessir menn að öll þjóðfélög
eru fjölmenningarsamfélög með
ákveðnum hætti, flest þó án þess að
tapa eigin eigind og ásýnd. Yfirgangs-
sérfræðin segir eitt og heimtar undir-
gefni af alþýðunni þótt það stangist á
við allt sem venjulegur einstaklingur
veit og skynjar. Þeir halda ráðstefnur
á vegum háskólasamfélagsins um
innflytjendamál og þess er gætt að
einungis þeir sem eru sammála við-
teknum sfcoðunum tali.
Jón Magnússon
Lagastofnun Háskóla íslands
gerði samning við Landssamband
íslenskra útvegsmanna um kostun
tímabundinnar stöðu sérfræðings
í auðlindarétti sem þekktur skák-
maður var fenginn til að sinna. f
framhaldi af því titlar skákmaður-
inn sig sérfræðing í auðlindarétti, þó
að sérfræðin sé ekki merkilegri en
að ofan greinir. Háskólasamfélagið
gengst síðan fyrir fundum, skrifum
og ráðstefnum þar sem svonefndir
sérfræðingar nokkrir auk skák-
mannsins boða fræði sín. Þar tala
ekki aðrir en stuðningsmenn kvóta-
kerfisins. Þeir sem krefjast þess
að komið verði f veg fyrir að þetta
stærsta rán íslandssögunnar verði
leiðrétt, komast ekki að. Á fundum
sérfræðinganna sem kostaðir eru
með einum eða öðrum hætti af
kvótagreifunum er það talið versta
guðlast að ætla að færa fólkinu í
landinu aftur auðlindina sem samt
er þjóðareign. Slíkir „gufuruglaðir
hálfvitar” þurfa að þola köpuryrði
af vörum sérfræðinganna.
Nú hefur ríkisstjórnin með ut-
anríkisráðherra í broddi fylkingar
farið fram á það við hásfcólasam-
félagið að það kynni sérstaklega
framboð íslands til Öryggisráðs
Sameinuðu þjóðanna. Yfirgnæfandi
meirihluti þjóðarinnar er á móti
þessu brölti og hefur alltaf verið
en fína fólkið ætlar sér að fara sínu
fram. Nú skal sérfræðin virkjuð til
að sýna pöplinum hvað er pólitískt
rétt. Háskólasamfélagið bregst við
eins og ríkisstjórnin óskar og hefur
þegar kynnt að haldnar verði 8 ráð-
stefnur um málið. Þar tala þeir sem
hafa skoðanir sem eru rífcisstjórn-
inni þóknanlegar eins og kom fram
á fyrstu ráðstefnunni í Háskóla
íslands. Sennilega er leitun á landi
þar sem háskólasamfélagið bregst
við með þeim hætti að stunda áróð-
ursstörf fyrir sitjandi ríkisstjórn
samkvæmt hennar ósk.
Einn virtasti öldungadeildarþing-
maður Bandaríkjanna til margra
ára, Barry Goldwater, sem var undir
lok þingferils síns kallaður sam-
viska þingsins, sagði eitt sinn þegar
honum ofbauð vald sérfræðinnar
og yfirgangur sjálfskipaðrar rétt-
hugsunar: „Þú þarft efcki að vera
sérfræðingur í pólitík eða kynlífi til
að hafa gaman af þvf.” Við skulum
muna að í lýðræðisþjóðfélagi eru
allir kjósendur jafnir. Tími mennt-
uðu einvaldanna er liðinn og reynd-
ist lakara stjórnkerfi en lýðræðið
þar sem allir hafa jafnan rétt til að
hafa rétt eða rangt fyrir sér.
Höfundur er alþingismaður
KLIPPT 0G SK0RIÐ
Islandsvinurinn víðfrægi Bobby
Fischer er byrjaður að láta ís-
lensk stjórnvöld heyra það svo
um munar en á heimasíðu hans
úthúðar hann
íslenskum
stjórnvöldum
svo mjög að
ekki er eftir
hafandi á
prenti. Sakar
hann þar
fjármálafyrir-
tækið UBS í Sviss um að hafa af
sér milljónir króna með dyggri
hjálp íslenskra stjórnvalda. Bætir
því við að ekki sé ríkisstjórninni
einni um að kenna þar sem hún
sé ekki annað en strengjabrúða
bandarísku leyniþjónustunnar
CIA og því sé fyrirséð að fé sitt í
Sviss sjái hann aldrei aftur. Neðar
á sömu síðu stærir hann sig af
íslensku vegabréfi sínu sem gildir
til 2015 og biður Bandaríkjamenn
að hoppa upp í....
Tímaritið Foreign Policy birtir
athygliverða úttekt á kynlífs-
hegðun ýmissa þjóða í síðasta
tölublaði sínu. Þar kemur fram
að íslendingar eru þar framarlega
sem í flestu öðru. Byrja þeir að
jafnaði einna yngstir að stunda
kynlíf, 12 ára, og eiga hvað flesta
mismunandi bólfélaga og fyrir
vikið er tíðni kynsjúkdóma einna
mest hér á landi. Borgarfulltrúi
Samfylkingar-
innar, Bryndís
ísfold Hlöðvers-
dóttur, veltir
þessum sláandi
tölum fyrir sér
og biðlar til
félagsfræðinga
að kanna málið.
Þær upplýsingar gætu legið fyrir
nú þegar enda upplýsingar Foreign
Policy fengnar úr tveggja ára gam-
alli kynlífskönnun Durex-smokka-
framíeiðandans og ekki alveg
nýjar af nálinni.
albert@bladid.net