blaðið - 12.09.2007, Blaðsíða 12

blaðið - 12.09.2007, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2007 blaðið stundin bragðið stemningin >*g * KArriJ I Binding kolefnis og lands Fyrir nokkrum misserum sá ég mynd af Islandi sem greyptist í vit- undina. Myndin var tekin utan úr geimnum á björtum sumardegi árið 2004. Norðanvindur blés og svo þétt var sandfokið að syðri útlínur lands- ins voru vart merkjanlegar, landið virtist bókstaflega fjúka á haf út. Landrof er að margra áliti ein mesta umhverfisógn sem við stöndum frammi fyrir hér á landi. Alþjóðlega blasir við önnur vá sem er mun geig- vænlegri, þegar á heildina er litið, en hún felst í hlýnun loftslagsins með tilheyrandi afleiðingum fyrir umhverfi og lífríki Jarðar. Þessi tvö vandamál eru raunveruleg og aðsteðjandi, þau eru ekki vandamál framtíðarinnar heldur viðfangsefni okkar í dag. Kolviður I þessu ljósi heillaðist ég af verk- efni Landverndar og Skógræktarfé- lags Islands sem kennt er við Kolvið. Tilgangur þess er þríþættur, þ.e. að draga úr styrk koldíoxíðs með því að binda kolefni með nýskógrækt, vinna um leið gegn landrofi og auka þekkingu landsmanna á gróð- urhúsavandanum. Með stofnun Kol- viðarsjóðsins bjóða Landvernd og Skógræktarfélagið einstaklingum og fyrirtækjum að láta gróðursetja tré til að jafna út það kolefni sem farið hefur út í andrúmsloftið vegna ferða þeirra með bíl eða flugvél (sjá kolvidur.is). Þannig er kolviðarverk- efnið í anda endurvinnslu. Hvatt er til þess að við losum sem minnst, en látum kolefnisbinda losunina sem við berum ábyrgð á. Skógrækt er viðurkennd leið til að sporna við loftslagsbreytingum og um leið mikilvægt vopn í barátt- unni gegn landrofi. I gegnum ald- irnar hefur orðið mikil eyðing skóga hér á landi. Talið er að við landnám hafi um þriðjungur landsins verið skógi vaxinn, en í dag eru það ein- ungis um t,5 prósent. Islendingar eiga vel yfir 200 þúsund einkabíla sem losa ríflega 800 þúsund tonn af koldíoxíði á ári. Þetta magn verður aldrei jafnað út með skógrækt einni saman, því til þess þyrfti að gróð- ursetja u.þ.b. sjö milljónir trjáa á hverju ári. Ekki þarf að óttast að landið hverfi í skóg, því með slíkri skógrækt tæki nær hálfa öld að þekja 1 prósent landsins. Staðsetning og tegundaval Kol- viðar er í samræmi við leiðbeiningar Skógræktarfélagsins um „Skógrækt í sátt við umhverfið”. Fyrsti Kolvið- arskógurinn verður á Geitasandi, sem í dag er örfoka land, gróðursetn- ing er þegar hafin. Þegar tímar líða verða Kolviðarskógar opnir almenn- ingi til útivistar. Efasemdaraddir Nokkuð hefur borið á efasemda- röddum um ágæti Kolviðar. Til dæmis hefur þátttöku í Kolviðar- verkefninu verið líkt við syndaaf- lausn þar sem fólki á mengandi farartækjum gefst kostur á að friða samviskuna. Auðvitað væri best að allir hættu að menga, - en það verður ekki með núverandi bílaflota. Líklega munu farartæki framtíðar- innar taka mið af kröfum neytenda um vistvænni valkosti, eftir sem áður er hver og einn ábyrgur fyrir sinum útblæstri. Aðrir eru á móti skógrækt. Sam- kvæmt Gallupkönnun frá árinu 2005 eru þeir þó einungis um 4 prósent landsmanna. Vissulega þarf að vanda til verka, nota helst íslenskar tegundir og spilla ekki mikilvægum vistkerfum eða landslagsheildum. Þá hafa einstaklingar haldið því fram að ísland sé ekki kjörland skóg- ræktar í því skyni að binda kolefni. Niðurstöður rannsókna íslenskra vísindamanna sýna þvert á móti góða bindingu kolefnis í trjám og jarðvegi hér á landi. Það kann að vera að tré vaxi hraðar við miðbaug, en gleymum ekki því hlutverki Kol- viðar að sporna gegn uppblæstri og jarðvegseyðingu á Islandi. Aðgerðir Meginþorri vísindamanna sem fást við loftslagsrannsóknir er þeirrar skoðunar að þær hröðu loftslags- breytingar sem nú eiga sér stað séu af manna völdum, sbr. nýjustu skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóð- anna um loftslagsbreytingar (IPCC). Ekki er lengur deilt um að loftslags- breytingar eigi sér stað, heldur snýst umræðan um aðgerðir. Vestrænar þjóðir hafa sett sér afar metnaðarfull markmið til að draga úr loftslagsbreytingum. Það hefur ríkissjórn Islands líka gert með stefnu um loftslagsmál sem kynnt var fyrr á árinu. Engin ein töfralausn er til að jafna kolefnisbú- skap jarðar, heldur verð'ur að beita fjölþættum aðgerðum til þess að ná utan um vandann. Kolviður er eitt slíkt verkefni. Kolviður vekur menn til yitundar og höfðar til ábyrgðar bæði einstaklinga og athafnalífs. Hann gerir okkur kleift að láta binda í senn kolefni og land. Höfundur er alþingismaður ENDURBIRTING Vegna mistaka í vinnslu Blaðsins í gær vantaði hluta úr grein Guðfinnu. Hún er því birt hér í fullri lengd. BRÉF TIL BLAÐSINS Gústi skrifaði: Ég var að lesa greinina um miðbæ á Geirsnefi (í Blaðinu 8. sept.) og finnst þetta frábær hugmynd. Ég er sammála um að þetta muni laga umferðina og koma í veg fyrir óþarfa umferðarmannvirki í gamla bænum sem munu bara eyðileggja íbúabyggðina sem fyrir er. Þessi framkvæmd gæti bjargað miðbænum, Laugaveginum (eða því sem enn er eftir!) og höfninni sem margir vilja fylla upp í. Ef við viljum halda Tjörninni og fuglalíf- inu þar þá látum við Vatnsmýrina í friði. Það eina sem þarf að gæta að er að skemma ekki veiðina í Elliðaánum. Skipulagsmál virðast sjaldan snú- ast um heildarskipulag, frekar um einstakar lóðir, en nú er tími til að hafa allt Reykjavíkursvæðið undir og skipuleggja í samræmi við það. Látum ekki braskarana ráða ferðinni. Soffía hringdi: Mér fannst góð og þörf umræða í Blaðinu í gær um kynferðisbrot gagnvart þroskaheftum einstak- lingum. Sjálf starfaði ég um árabil á stofnunum fyrir fatlaða einstak- linga og þó ég hafi persónulega, sem betur fer, aldrei orðið vitni að neinu slíku þá vita allir sem starfa með þroskaskertum ein- staklingum að þetta á sér stað og sennilega í miklu meira mæli en við öll ímyndum okkar. Einmitt þess vegna fannst mér skuggalegt að lesa ummæli Jóns Heiðars Rík- harðssonar, framkvæmdastjóra Svæðisskrifstofunnar, um að kyn- ferðislegt ofbeldi væri sennilega ekki alvarlegra vandamál meðal fatlaðra en hjá öðrum í þjóðfélag- inu. Maður í þessari stöðu á að vita betur og það þarf ekki annað' en að skoða fjölda rannsókna, bæði íslenskra og erlendra, sem sýna að fatlaðir einstaklingar eru í mun meiri hættu en við hin.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.