blaðið - 12.09.2007, Blaðsíða 22

blaðið - 12.09.2007, Blaðsíða 22
MIBVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2007 blaðió ÍÞRÓTTIR ithrottir@bladid.net w Verkefni Eyjólfs og landsliðsmanna okkar er ekki ýkja flókið. David nokkur Healy er maður- inn á bak við undravert gengi liðs síns og hefur skorað ekki færri en 11 af þrettán mörkum liðsins alls. SKEYTIN INN Fram fram fylking er ráð hins aldna kappa Johans Cruyíf til landa síns Frank Rijkaard, þjálfara Barcelona, en Cruyff þykir sókndjarft lið Börsunga ekki nógu sókndjarft. Með slíka leikmenn sem bæði eru eldsnöggir og áræðnir á hðið að spila mun framar en verið hefur í vetur því tapist boltinn eru leikmenn liðsins sneggri til baka en flestir andstæðingar í sókn. Stuðnings- menn QPR hafa vart getað á heilum sér tekið síðustu daga eftir að það kvisaðist út að nýr ítalskur eigandi liðsins hefði hug á að ráða Fabio Capello sem þjálfara liðsins. Nú hefur eigandinn, Flavio Briatore, sagt þetta úr lausu loffi gripið enda þyrfti hann að selja alla leikmenn liðsins til þess eins að borga Capello ein mánaðarlaun. Englend- ingar eiga enga góða markverði og Paul Robinson er veikur hlekkur sem við munum sækja á. Þetta er mat Andrei Arshavin, fyrirliða rússneska landsliðsins, sem mætir því enska í Evrópukeppninni í kvöld. Munu enskir þar líklega fá aðeins meiri andstöðu en Israelsmenn veittu þeim um helgina. Luis Arago- nes.þjálfari Spánar, er dottinn út af jólakortalista Fernando Torres eftir að sá fyrrnefndi skipti Torres út af í landsleik Islands og Spánar um helgina. Hljóp Torres í fylu sem ekki sér fyrir endann á og er nokkuð dæmigert fyrir spænska landsliðsmenn; hlaupa í fýlu og fjölmiðla í stað þess að herða upp hugann og reyna betur og leggja harðar að sér. Engin þjóð enn örugg með Evrópukeppnissæti næsta sumar ísland í slæmum félagsskap Engin þjóð hefur enn tryggt sér farseðil á Evrópumót landsliða í knattspyrnu að undanskildum gest- gjöfunum Sviss og Austurríki og hefur riðlakeppnin í þetta skipti verið jafnari en oft áður. Aðeins sjö þjóðir hafa hlotið færri stig en íslenska landsliðið það sem af er keppninni. Þjóðverjar eru næstir því að tryggja sér farseðilinn yfir landa- mærin með 22 stig í efsta sæti D-rið- ils en aðrir riðlar eru enn galopnir. Tvö landslið fara upp eða fjórtán félög alls fyrir utan gestgjafana tvo sem ekki þurfa að vinna sér þátttökurétt. Það fer eftir því hvernig á það er litið hvort ísland er í góðum eða slæmum félagsskap. Fyrir metnað- arfulla er sérdeilis óásættanlegt að vera með færri stig en þjóðir eins og Kýpur og á pari við Möltu. Þá er einnig dapurlegt til þess að vita að Liechtenstein hafi skorað næstum jafn mörg mörk og ísland. LÖKUSTU LIÐ ÁLFUNNAR Kýpur 7 stig Slóvenía 7 stig Georgía 7 stig Slóvenía 7 stig Kasakstan 6 stig Malta 5 stig Aserbaídsjan 5 stig Island 5 stig Liechtensteln 4 stig Eistland 3 stig Moldóvia 2 stig Lúxemborg Ostig Andorra Ostig Færeyjar Ostlg San Marínó 0 stig FÆST MÖRK SKORUÐ fsland 6 mörk Makedonía 6 mörk Kasakstan 6 mörk Liechtenstein 5mörk Lettland 5 mörk Litháen 5 mörk Aserbaidsjan 4 mörk Armenía 4 mörk Eistland 2 mörk Andorra 2 mörk Færeyjar 2 mörk San Marínó 1 mark Lúxemborg 1 mark Ekkert elsku mamma nú! Þrælahald og kynþátta- fordómar fyrirfinnast í Hollandi að mati talsmanns Af- onso Alves hjá He- erenveen. Verður Alves reglulega fyrir áreiti af versta tagi frá hollenskum knattspyrnubull- um sem er nógu slæmt en ekki skýrir talsmaðurinn nánar hvar þrælahald á að eiga sér stað. Raúl er í slíku líkam- legu formi að hann getur spil- að hér til fertugs hið minnsta. Þetta segir þolþjálfari Real Madrid um fýrirliðann sem hefur hafið sitt fjórtánda tímabil með liði sínu og á þrjú til fjögur góð tímabil framundan enn. Hann lék sinn fýrsta leik með liðinu aðeins 17 ára gamall. ■ ísland mætir Norður-írum í kvöld Þrjú stig skýlaus krafa Islenska landsliðið í knattspyrnu hefur nú gyrt sig í hálfa brók eftir jafntefli gegn Spánverjum um helg- ina og í kvöld er gullið tækifæri til að klára málið þegar spútniklið Norður-fra mætir okkar mönnum á Laugardalsvellinum. Fyrri leikur liðanna er eini leikur landsliðsins undir stjórn Eyjólfs Sverrissonar sem þjálfarinn getur verið virkilega stoltur af enda sigraði Island 0-3. Nú þarf endurtekningu á því. Upp upp mín sál Þó að eitthvert svekkelsi sé eflaust í leikmönnum landsliðsins eftir að hafa tapað stigum gegn Spáni þegar þeir áttu meira skilið geta þeir tekið gleði sína að nokkru á ný fyrir leikinn í kvöld. I fyrsta lagi eru Irarnir ekki næstum því jafn sterkir og Spánverjar og í öðru lagi mun Eiður Smári Guðjohnsen spila með og ekki er loku fyrir það skotið að hann verði i byrjunarliðinu. Hann TÖLFRÆÐIN í F RIÐLI ísland N-írland Skot á mark 24 33 Skot framhjá 11 28 Rangstaða 16 27 Mörk 6 13 Mörk á sig 16 9 Stig 5 16 hræðast írarnir mjög og Eiður hefur sjálfur ýmislegt að sanna fyrir sér og öðrum. Stórt hjarta Annars eru írarnir í öfundsverðri stöðu í riðlinum, stöðu sem íslenska landsliðið á undir venjulegum kringumstæðum að eiga möguleika á. Eru þeir í öðru sæti á eftir Svíum og væru þeim jafnir hefðu þeir ekki klúðrað síðasta leik sínum gegn Lettum um helgina. Þeim leik töp- uðu þeir 0-1 eftir sjálfsmark Chris Baird. Frakka á Healy Verkefni Eyjólfs og landsliðs- manna okkar er ekki ýkja flókið. David nokkur Healy er maðurinn á bak við undravert gengi liðs síns og hefur skorað ekki færri en 11 af þrettán mörkum liðsins alls. Verði hann stöðvaður eða tekinn úr um- ferð á einhvern hátt ætti eftirleik- urinn að vera auðveldur ekki síst ef landsmenn mæta á völlinn og styðja sína menn. ísland hefur ekki að öðru að keppa en að verja heiður sinn og helsta keppikeflið nú er að enda ekki í neðsta sæti F-riðils. Ef marka má bætt hugarfar leikmanna gegn Spáni er sigur á Norður-Irum næsta skref upp á við. Fall fararheill? Birgir Leifur Hafþórsson fellur um nokkur sæti á Evr- ópumótalistanum en hann hefur ekki náð í gegnum niður- skurð á fjórum síðustu mótum sínum. Tíu mót eru eftir en möguleikar Birgis eru mjög takmarkaðir enda getur hann ekki tekið þátt í þeim öllum. Er hann sem stendur í 189. sæti og í 724. sæti á heimslista atvinnukylfinga. Nú kemur fljótlega í ljós hvort fall er raunverulega fararheill m f* — —m;txtu jmm PvrwxHjK. 'fSSk [u wrwéamti Pvtwtk ‘y ; ; y jy ■ - 1E* BKt J ' [^fSTi Blakað burt Sé ástæða til að finna af og til að gengi íslenskra landsliða er full ástæða nú til að gagnrýna harðlega þjálfara og leikmenn Ui7-unglingalandsliðs karla og kvenna. Bæði lið töpuðu öllum leikjum sínum á Norð- urlandamótinu um helgina og enduðu í neðstu sætum. Meira að segja Færeyingar áttu ekki í vandræðum með íslendingana. Svitna í Afríku Það muna kannski ekki margir eftir Dikembe Mut- umbo úr NBA-körfuboltanum. Mutumbo var einn þeirra skærustu í skamman tíma þó aldrei næði hann ofur- hæðum. Hann stofnaði hins vegar samtökin Körfubolti án landamæra og er ötull við að fá stjörnur deildarinnar til að svitna örlítið annars staðar en á vellinum. Til að mynda hafa samtökin byggt hús, kamra og skóla fyrir íbúa í S-Afríku. Bjöminn ounninn Skautafélagið Björninn úr Grafarvogi sigraði á Aseta-bik- armóti íshokkímanna eftir spennandi úrslitaleik við íslandsmeistarana úr Skauta- félagi Reykjavfkur. Þá vann Skautaféíag Akureyrar lið Narfa auðveldlega í leik um þriðja sætið en mótið markar upphaf íshokkítímabilsins hér á landi.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.