blaðið - 12.09.2007, Blaðsíða 4

blaðið - 12.09.2007, Blaðsíða 4
FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2007 blaöiö Heitir loks Skagaströnd Nafni Höfðahrepps var á dög- unum formlega breytt í Sveitarfé- lagið Skagaströnd. Þetta var gert í samræmi við vilja íbúanna en mikill.meirihluti þeirra kaus þessa breytingu í könnun sem lögð var fyrir þá við alþingiskosningar síð- astliðið vor. Sögu Skagastrandar má rekja aftur til ársins 1602 er staðurinn varð einn af kaupstöðum einokunar- verslunar Dana á Islandi. í kringum 1945 var byggðin skipulögð af Guð- jóni Samúelssyni, húsameistara rík- isins. Á svæðinu átti að rísa 3-5.000 manna blómleg byggð þar sem lifið Skagaströnd Séð yfir bæinn ofan af Spákonufelli. og tilveran myndi að mestu leyti snúast um sjávarútveg og sjálfsþurft- arbúskap. Nú búa á Skagaströnd tæp- lega 600 manns. the Framtíðarhúsnæði kaffistofu Samhjálpar I göngufæri frá miðbænum Framtíðarhúsnæðið sem Sam- hjálp og Reykjavíkurborg hafa komið sér saman um fyrir kaffi- stofu Samhjálpar verður í göngufæri frá miðbænum, að því er Jórunn Frímannsdóttir, formaður velferð- arráðs borgarinnar, greinir frá. Ekki verður greint opinberlega frá staðsetningu kaffistofunnar fyrr en málið hefur verið kynnt öllum í ná- grenni hennar. „Næstu nágrannar hafa verið látnir vita og eru allir samþykkir starfseminni. Húsnæðið er líka þess eðlis. En við viljum samt kynna það fyrir fleirum í nágrenninu áður en staðarvalið verður kynnt,“ segir Jórunn. ■ Kaffistofa Samhjálpar Rífa á hús- næði kaffistofunnar á Hverfisgötu. ^ hiBBMjmaum — mrmi Hún segir að gera þurfi framtíð- arhúsnæðið upp og muni verkið taka 4 til 8 vikur. „Samhjálp getur farið aftur í fyrrverandi húsnæði sitt á Hverfisgötunni eftir nokkra daga og verið þar í að minnsta kosti 2 mánuði á meðan framtíðarhús- næðið verður sett í stand.“ Jórunn vill ekki greina frá því hvort um kaup eða leigu á framtíð- arhúsnæðinu verður að ræða. „Fyr- irkomulagið á því verður kynnt um leið og staðarvalið.11 Alls fá að jafnaði um 70 manns máltíðir á kaffistofu Samhjálpar á hverjum degi. Samhjálp rekur kaffi- stofuna og hefur Reykjavíkurborg styrkt starfsemina. ingibjorg@bladid.net Hrefnukjötið að klárast Engar birgðir eru til í frysti af hrefnukjöti, heldur einungis það kjöt sem kom af þeim dýrum sem síðast veiddust, að því er greint er frá á vef Fiskifrétta. Alls veiddust 45 hrefnur, 39 í vísindaskyni en 6 í atvinnuskyni. Jafnframt er greint frá því að veit- ingastöðum sem hafa hrefnukjöt á matseðli allt árið hafi fjölgað til muna á milli ára. Allt bendi því til þess að eftirspurn verði mun meiri en framboð. ibs STUTT • Eftirvagnar Fjölmargir öku- menn voru stöðvaðir um síðustu helgi þegar sérstöku eftirliti var haldið úti til að kanna ástand eftirvagna í umferðinni. I til- kynningu frá lögreglu segir að mjög mikið hafi vantað upp á að búnaður eftirvagna væri í lagi. • Fangelsisdómur Héraðs- dómur Austurlands dæmdi karl- mann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás á konu. Maðurinn réðst á konuna í verslun á Höfn í júlí í fyrra, sló hana nokkur hnefahögg í and- litið og sparkaði í hana. Er hárið farið að g)Dáli og þynnast? Þá er Grecian 2000 hárfroðan lausnin! Þú þværð hárið, þurrkar, berð froðuna í, greiðir og hárið nær sínum eðlilega lit á ný, þykknar og fær frískari blæ. Leiðbeiningará íslensku fylgja TSrecían 2000 hárfroðan fæst: Lyfju Lágmúla, og Lyfju Smáralind - Árbæjar Apótek Lyfjaval Apótek, Mjódd - Hársnyrtistofan Hár Hjallahrauni 13 Hfl. Rakarastofa Gríms - Rakarastofa Ágústar og Garðars Rakarastofan Klapparstíg - Rakarast. Ragnars, Akureyri Torfi Geirmunds, Hverfisg. 117 og í Hagkaupsverslunum Árnl Schttvlny mtl. - Hmlldvmrmlun mlml B07 7030 Shito Ryu Karate Líkamsrækt og sjálfsvörn KARATE-NAMSKEIÐ eru f boði hjá eftirfarandi félögum: FjÖlnÍr, Dalhúsum 2/Víkurskóla, Grafarvogi Allar uppl. í síma: 892 4218 www.fjolnir.is Afturelding, íþróttahús Varmá, Mosfellsbær www.afturelding.is Víkingur, Víkinni, Fossvogi www.vikingur.is Allt að 3 ára bið eftir bami frá Kína ■ Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af öðru en löngum biðtíma, að sögn formanns íslenskrar ættleiðingar ■ Sóttu um strax aftur Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@bladid.net Þeir sem sótt hafa um að ættleiða barn frá Kína geta þurft að bíða í allt að þrjú ár eftir því að fá það í hendur. Þegar fyrstu kínversku börnin fóru að koma til Islands árið 2000 var bið- tíminn í kringum eitt ár. „Biðtíminn hefur lengst smátt og smátt og við teljum að það sé vegna þess hversu eftirspurnin er mikil. Það eru hins vegar engin teikn á lofti um að við þurfum að hafa áhyggjur af öðru en lengri biðtíma," segir Ingibjörg Jónsdóttir, formaður Islenskrar ættleiðingar. Vilja ættleiða aftur frá Kína Valentína Björnsdóttir og Karl Eiríksson ættleiddu litla stúlku frá Kína, Kristínu Shurui, árið 2005. Um leið og þau höfðu heimild tö, eða nákvæmlega ári eftir að þau komu heim til íslands með þá stuttu, sóttu þau um að fá að ættleiða kín- verskt barn á ný. „Okkur var þá sagt að biðtíminn væri að lengjast en þegar við fórum utan árið 2005 höfðum við beðið alls í tæpt ár eftir að Kínverjar höfðu tekið á móti umsókninni," segir Valentína. Ekki ósátt við biðina Valentína segir aðlögun Krist- ínar litlu, sem var 14 mánaða þegar þau sóttu hana sumarið 2005, hafa gengið afar vel. „Við sóttum um annað barn vegna þess að okkur langar til þess að fjölskyldan verði stærri. Og þar sem við erum að nálg- ast þau aldursmörk sem foreldrum eru sett þurftum við að sækja um Hamingjusamir foreldrar Valentína Björnsdóttir og Karl Eiríksson ásamt dóttur sinni, Kristínu Shurui, sem er 3 ára. Nafnið Shurui var litlu stúlkunni gefið í Kína og þýðir það blíð og gefandi. Það á einkar vel við hana, að sögn foreldranna. fljótt aftur.“ Valentína segist ekki ósátt við langan biðtíma. „I okkar tilfelli er það allt í lagi en það eru örugglega margir óþreyjufullir, einkum þeir sem bíða eftir sínu fyrsta barni. Auðvitað væri gaman að komast fyrr til að ná í annað en við tökum þessu bara með æðruleysi því að við getum ekki gert neitt annað. Ef þetta gengur allt vel að lokum verðum við afskaplega þakklát og hamingju- söm en það er ekkert gefið í þessu frekar en þegar fólk eignast börn með gamla laginu. Við erum búin að gera allt sem við getum í þessu máli og afgangurinn er í höndum Kínverja og guðs.“ ÆTTLEIÐINGAR ► Undanfarin ár hafa að jafn- aði verið ættleidd 20 til 30 börn af erlendum uppruna á hverju ári, flest frá Kína. ► íslensk yfirvöld gera þá kröfu að umsækjendur séu á aldrinum 25 til 45 ára. ► Kínversk yfirvöld taka ekki lengur við umsóknum frá einhleypum. Félagið íslensk ættleiðing kannar nú mögu- leika á að ættleiða börn frá Suður-Afríku og Eþíópíu. Samvinna er við yfirvöld í Kólumbíu um ættleiðingar. Steingrímur Njálsson ákærður fyrir líflátshótanir „Ég ætla að slátra ykkur" Steingrímur Njálsson, sem er margdæmdur kynferðisafbrota- maður, hefur verið ákærður fyrir að hóta manni lífláti. Steingrími er gefið að sök að hafa aðfaranótt 6. nóvember í fyrra lesið inn fjöl- margar hótanir sem samkvæmt ákæru voru til þess fallnar að vekja ótta um líf, heilbrigði og velferð eig- anda símans. Meðal þeirra skilaboða sem Stein- grímur á að hafa lesið inn á talhólf mannsins eru: „Sælir, ég ætla að slátra ykkur“, „Já við vitum hvar þú býrð mannorðsmorðingi [...] nú er komið að skuldadögum" og „við ætlum að hengja [...], við ætlum að hengja ykkur saman“. Steingrímur, sem er 65 ára gam- all, á að baki langan og alvaralegan sakaferil sem nær allt aftur til ársins 1959. Frá árinu 1963 hefur hann hlotið tugi refsidóma, marga þeirra vegna kynferðisbrota gegn börnum og ungmennum. Auk þess hefur hann hlotið fjölmarga dóma fyrir ölvunarakstur og að aka án ökuréttinda. frettir@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.