blaðið - 12.09.2007, Blaðsíða 18

blaðið - 12.09.2007, Blaðsíða 18
26 MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2007 blaóið LÍFSSTÍLLNEYTENDUR neytendur@bladid.net Með því að gera þetta svona fáum við mjög mik- ilvægar upplýsingar um tómstundaiðkun barna í borginni sem við notum í ýmsa tölfræðivinnu. Þetta kemur líka í veg fyrir að kerfið sé misnotað. Dýrara að velja sæti Iceland Express býður farþegum sínum upp á að velja sjálfir sæti í flugvélum en greiða þarf aukalega fyrir þjónustuna. Fyrir venjulegt sæti greiðir fólk 990 kr. en fyrir sæti með auknu fótarými, til dæmis við neyðarútganga og fremst í vélinni, þarf að greiða 2990 kr. Matthías Imsland, fram- kvæmdastjóri Iceland Express, segir að munurinn á verðinu fel- ist í því að dýrari sætunum fylgi meira pláss. Kostnaðurinn bætist ekki við nema fólk velji sjálft sæti. „Þetta er bara aukaþjónusta sem þú velur sjálfur. Þú borgar í raun fyrir að taka frá sæti,“ segir hann og bætir við að það færist í aukana að fólk nýti sér þessa þjón- ustu. „Fólk hefur tekið vel í þessa þjónustu og er spennt fyrir henni. Þessu fylgir ákveðinn sveigjan- leiki og þægindi,“ segir Matthías. L’Oréal í mál við eBay L’Oréal, stærsti snyrtivörufram- leiðandi í heimi, hyggst höfða mál gegn uppboðsvefnum eBay. Aðstandendur uppboðsvefsins þykja ekki hafa staðið sig sem skyldi í baráttunni gegn sölu á eftirlíkingum og sviknum vörum á vefnum. Aðstandendur eBay halda því aftur á móti fram að þeir taki af hörku á öllum ólöglegum eftirlík- ingum sem upp koma á vefnum. í franska dagblaðinu Libération kemur fram að sala á eftirlík- ingum af vörum L’Oréal á eBay valdi fyrirtækinu skaða sem nemi að öllum líkindum millj- ónum evra. Sala á ólöglegum eftirlíkingum snyrtivara þess færist í aukana á ýmsum uppboðs- vefjum á Internetinu að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá L’Oréal. í ljósi þess hefur fyrirtækið ákveðið að grípa til lögsóknar til að vernda neyt- endur og það orðspor sem fer af vörum þess. Styrkur til tómstunda Með tilkomu frístundakortsins er börnum og unglingum í Reykjavík gert auðveldara að stunda íþrótta- og tómstundastarf. Smávægilegs misskiln- ings hefur gætt meðal foreldra um notkun kortsins. -f A 1m~«$ Frístundakortið tekið í gagnið í Reykjavík Börn styrkt til tómstundastarfs Eftir Einar Örn Jónsson einar.jonsson@bladid.net Frístundakort Reykjavíkurborgar hóf göngu sína í byrjun mánaðarins en með því fá börn með lögheimili í borginni styrk til að stunda tóm- stundastarf. Slíkur styrkur kemur án efa víða í góðar þarfir enda getur kostnaður vegna frístundastarfs hlaupið á tugum þúsunda, sérstak- lega hjá barnmörgum fjölskyldum. Foreldri eða forráðamaður barns skráir það í starfsemi félags sem gert hefur samning við íþrótta- og tóm- stundaráð Reykjavíkur (ÍTR) en um 90 félög hafa gert slíkan samning. Félagið sendir ÍTR lista yfir skráða þátttakendur. Námskeiðið birtist á vef Rafrænnar Reykjavíkur undir kennitölu forráðamanns barnsins sem getur þá ráðstafað greiðslu af frístundakortinu til félagsins. Missa ekki af neinu Margir hafa nýtt sér frístunda- kortið frá því að það var tekið í gagnið að sögn Sólveigar Valgeirs- dóttur, verkefnisstjóra hjá ITR. Þar sem sum félög hafa ekki lokið skrán- ingu iðkenda geta foreldrar ekki enn ráðstafað styrk til þeirra. Sól- veig hvetur foreldra til að sýna félög- unum þolinmæði. „Fólk er svolítið órólegt og heldur að það sé að missa af einhverju sem er ekki raunin. Það er best fyrir það að hafa sam- band við félögin sjálf og sjá hvernig staðan er hjá þeim,“ segir Sólveig og bendir á að fyrir stór félög geti skráning tekið sinn tíma. Einnig hefur misskilnings gætt meðal foreldra vegna staðfestinga á styrkveitingum sem þeir skrif- uðu upp á áður en kerfið komst í gagnið. „Félögin hafa farið þá leið að þegar þú skráir barnið skrifarðu upp á miða þar sem þú staðfestir að þú ætlir að ráðstafa styrknum til þeirra. Það eru sumir sem halda að það sé bara nóg og að þeir þurfi ekki að fara inn í Rafræna Reykjavík og ráðstafa honum þar til félagsins en þaðþurfa allir að gera,“ segir hún. „Það er mismunandi hvernig inn- heimtu félögin hafa verið með og margir eru þegar búnir að greiða allt gjaldið fyrir börnin sín. Fólk var jafnvel búið að greiða allt í júní til að tryggja barninu pláss," segir Sólveig og bendir á að í slíkum tilfellum þurfi foreldrar og félög að komast að samkomulagi um endurgreiðslu. Áhugi að utan Fyrir utan þessa byrjunarörðug- leika hefur kerfið reynst ágætlega enn sem komið er. „Við þurfum að leyfa þessu að þróast fram á haust og síðan munum við gera endurbætur eftir því sem við teljum okkur þurfa,“ segir Sólveig og bendir á að kerfið hafi þegar vakið athygli út fyrir landsteinana. „Við fáum viðbrögð frá hinum nor- rænu ríkjunum og margir eru að skoða hvernig við gerum þetta.“ Svipuð styrktarkerfi hafa verið við lýði í öðrum sveitarfélögum meðal annars í Kópavogi og á Akureyri. Reykvíkingar eru hins vegar fyrstir til að koma upp rafrænni skráningu sem hefur ýmsa kosti í för með sér að mati Sólveigar. „Með því að gera þetta svona fáum við mjög mikilvægar upp- lýsingar um tómstundaiðkun barna í borginni sem við notum í ýmsa töl- fræðivinnu. Þetta kemur líka í veg fyrir að kerfið sé misnotað. Maður getur bara ráðstafað styrknum þarna inni og aðeins ákveðinni upphæð á hvert barn,“ segir hún. I fyrsta áfanga frístundakortsins sem var innleiddur 1. september fær hvert barn 12.000 króna styrk til tómstundastarfs. Annar áfangi FRÍSTUNDAKORTIÐ ► Meginmarkmið kortsins er að öll börn og unglingar í Reykjavík geti tekið þátt í uppbyggilegu frístund- astarfi óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum. ► ► Um 20.000 börn og ungling- ar eiga rétt á kortinu. Heildarfjárveiting Reykjavík- urborgar til verkefnisins á næstu fjórum árum er 1860 milljónir króna. hefst 1. janúar og er þá miðað við 25.000 króna framlag og með þriðja og síðasta áfanga sem hefst 1. janúar 2009 er miðað við 40.000 kr. framlag á ári. Hverju ári verður enn fremur skipt í þrjú tímabil haustönn, vor- önn og sumarönn. Heimilt er að nýta styrkina til greiðslu fyrir fleiri en eina grein eða starfsemi en þó ekki fleiri en þrjár á hverju tímabili. Eftirstöðvar, ef einhverjar eru, flytj- ast sjálfkrafa milli tímabila en ekki verður heimilt að flytja eftirstöðvar milli ára. Nánari upplýsingar um frístundakortið og notkun þess má nálgast á vefsíðu fi’R itr.is. Sýning á visthæfum bílum í samgönguviku Vistvæn farartæki í brennidepli Efnt verður til sýningar á vist- hæfum bílum og orkugjöfum í Perl- unni dagana 15.-17. september. Þar verða sýnd farartæki sem ganga fyrir nýjum orkugjöfum eða eru búin tækni sem dregur úr eyðslu og losun koltvíoxíðs, svo sem tvinn-, metan-, etanól-, lífdísil- og raf- magnsbílar. Einnig verða þar bílar sem uppfylla skilgreiningu um vist- hæfa bíla sem Reykjavíkurborg og Bílgreinasambandið hafa komið sér saman um. Markmiðið með sýningunni er að búa til vettvang þar sem fólk getur kynnt sér þær visthæfu bifreiðar sem í boði eru hér á landi og hvers má vænta í framtíðinni. Gestum gefst jafnvel tækifæri til að reynslu- aka slíkum bílum. I tengslum við sýninguna fer fram Ökutækjakeppni Háskóla Islands og Orkuveitu Reykjavikur fimmtu- daginn 13. september. Þar munu að minnsta kosti 35 bílar sem ganga fyrir mismunandi orkugjöfum keppa um hver notar minnsta orku, veldur minnstum útblæstri og hver VISTVÆNIR BÍLAR Dísilbílar sem eyða 4,5 lítrum á 100 kílómetra eða minna og losa 120 gr af CO2 á kílómetra eða minna. Bensínbílar sem eyða 5,0 lítrum á 100 kílómetra eða minna og losa 120 gr af CO2 á kílómetra eða minna. fer hringinn á ódýrastan hátt. Úrslit í keppninni verða kynnt á sunnudag kl. 15. Sýningin er opin almenningi frá kl. 12-17 alla sýningardagana og er aðgangur ókeypis. Sýningin og ráðstefnan Driving Sustainbility 07 eru haldnar í tengslum við sam- gönguviku Reykjavíkurborgar sem fram fer 16.-22. september.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.