blaðið - 18.09.2007, Blaðsíða 4

blaðið - 18.09.2007, Blaðsíða 4
FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2007 blaðið fulqifi'ilí.n i •>* m« / V - J J Hágæða ProPerformans hundafóðrið komið aftur Lægsta verð miðað við gæði IPROFormance www.tjorvar.is rARUD pOTETGULL ^lr mjriH dyú) yr/vhw )tj 1 ^ f/ Víngerð er okkar fag Hjá okkur færðu-. • Allt til heimavíngerðar • Góða þjónustu • Faglega ráðgjöf • Námskeið í heimavíngerð Netverslun - Póstkrafa - Símapantanir (Sendum hvert á land sem er) Áman ehf Háteigsvegi 1 105 Reykjavík Sími: 533 1020 aman@aman.is www.aman.is Viðskiptaráð efast um krónuna Falleg - sterk - náttúruleg Suöurlandsbraut 10 Sími 533 5800 www.simnet.is/strond VsTRÖND ' EHF. Erlendur Hjaltason, formaður Við- skiptaráðs, segist telja að stærsta ein- staka ákvörðunin sem stjórnvöld standi frammi fyrir hafi með gjald- miðil landsins að gera. Þetta kom fram á níutíu ára afmælisfundi Við- skiptaráðs í gær. „Á undanförnum misserum hefur peningahagstjórn ekki skilað eim árangri sem henni er ætlað. stæður þess eru margþættar en af- leiðingin hefur verið sveiflukenndur gjaldmiðill og háir stýrivextir. Til að skapa fyrirtækjum stöðugt og hagfellt umhverfi er mikilvægt að gera bragarbót á. Viðskiptaráð telur mikilvægt að halda uppi faglegri og virkri umræðu um stöðu krónunnar og mun ekki skorast undan ábyrgð sem leiðandi aðili í þeirri umræðu,“ sagði Erlendur. Óhjákvæmilegt að taka afstöðu I máli Finns Oddssonar, fram- kvæmdastjóra Viðskiptaráðs, kom fram að brýnt væri að auka stöð- ugleika í efnahagslífinu og í því sambandi óhjákvæmilegt að taka afstöðu til stöðu íslands i Evrópu- málum og skoða hversu heppilegur gjaldmiðill krónan væri þegar horft væri til framtíðar. Finnur kynnti skýrslu sem hefur að geyma 90 afmælistillögur Viðskiptaráðs að bættri samkeppnishæfni íslands. mbl.is Erlendur Hjaltason Viðskiptaráð vill láta skoða stöðu krónunnar. Borgarholtsbraut 20, 200 Kóp S: 581 1191 / 699 3344 Breytt afstaða bæjarins Kársnesbraut kannski í stokk Formaður Betri byggðar á Kárs- nesi, Arna Harðardóttir, segir samtökin ekki líta svo á að búið sé að kynna þeim tillögur að nýju skipulagi Kársness. Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri kynnti á fundi með sjálfstæðis- mönnum hugmyndir að nýju skipulagi Kársnessins. Fallið var frá því að stækka þar höfn og auka við iðnaðarhúsnæði eftir kröftug mótmæli íbúa. Nýjustu hugmyndir gera ráð fyrir því að þar verði íbúa- byggð og miðstöð hverfisins. Aukist umferð mikið skuli leggja Kársnesbrautina í stokk. „Við höfum hvorki efnislega skoðað hugmyndirnar, né tekið afstöðu til þeirra,“ segir Arna. Mun standa til að halda fund Kópavogsbæjar og íbúa á næst- unni. ap ■ Róbert finnst spennandi að taka þátt í útrás háskólasamfélagsins ■ Til hagsbóta fyrir nemendur segir Svafa Grönfeldt rektor Sjúklingar á göngum spítala alls staðar vandamál Sjúkrahús í Noregi sektuð Óviðunandi ástand Rætt hefur verið um að beita Land- spítala dagsektum vegna legu sjúklinga á göngum. :: Aker háskólasjúkrahúsið í Ósló, sem sektað hefur verið um 100 þús- und norskar krónur, eða rúmlega 1,1 milljón íslenskra króna, fyrir að láta sjúklinga liggja á göngum sjúkrahússins, er ekki eina sjúkra- húsið í Noregi sem hefur verið sektað vegna slíks. Slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins hér á landi, Jón Viðar Matthíasson, segir að rætt hafi verið um hvort beita þurfi slíku úrræði hér. „Við höfum bent á að ástandið sé óviðunandi," sagði Jón Viðar í viðtali við Blaðið. Einar Hannisdal, einn fram- kvæmdastjóra Aker háskólasjúkra- hússins, segir vandamálið alltaf og alls staðar hafa verið til staðar í Nor- egi. „Þetta var í fyrsta skipti sem við vorum sektuð en áður hafa önnur sjúkrahús verið sektuð.“ Að sögn Einars er vandinn mismunandi mikill frá degi til dags. „Hann er líka árstíðabund- inn. Stundum höfum við nóg pláss en þegar það eru toppar þurfum við að hafa sjúklinga á göngunum. Við getum ekki látið þá liggja úti í snjónum. Okkur ber skylda til að taka á móti sjúklingum og hún gengur fyrir skyldu okkar til að sjá um að brunavarnir séu í lagi.“ Einar segir stöðugt verið að stækka Aker háskólasjúkrahúsið auk þess sem sérstakir eftirlits- menn munu ganga um allt sjúkra- húsið tvisvar í viku til að rýma útgönguleiðir. ingibjorg@bladid.net Frá ►»- skólans í Reykjavík, segir • koma nemendum vel. Blaðið/ArniSæberg að tvo milljarða króna með nýjum fj ármögnunarleiðum. Menntun forsenda árangurs Róbert segist hafa fylgst vel með Háskólanum í Reykjavík í gegnum tíðina. „Ég hef séð að skólinn er að gera mjög góða hluti og hef fundið þennan mikla kraft og metnað hjá skólanum til að ná lengra,“ segir hann. Róbert segir menntakerfið vera undarstöðu þess að ná árangri og vísar til þess að árangur útrás- arfyrirtækjanna sé fyrst og fremst byggður á menntun og hugviti. „Þegar ég var að skoða þetta þá fannst mér þetta fyrst og fremst spennandi og skemmtilegt verkefni og vildi láta eitthvað gott af mér leiða,“ segir hann um ástæður þess að hann kemur með þessum hætti að háskólanum. Styrkir innviði skólans Svafa Grönfeldt, rektor Háskólans í Reykjavík, segir þetta mikilvægt skref í átt að því að styrkja innviði skólans. „Það er svo einkennilegt að það er tiltölulega auðvelt að fá fjármagn til þess að reisa byggingu úr stáli og gleri en það er ekki sjálfsagt mál að fá fjármagn til þess að fjárfesta í innviðum sem eru óáþreifanlegir.“ Svafa segir þetta aukna fjármagn inn skólann vera sérstaklega ánægju- legt fyrir nemendur skólans. „Islensk skólagjöld eru mjög lág miðað við það sem við þekkjum er- lendis. Þetta gerir okkur kleift að byggja upp skólann án þess að velta kostnaðinum yfir á nemendur.“ ÞEKKIRÞÚTIL? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á bladid@bladid.net Elías Jón Guðjónsson elias@bladid.net „Mér finnst mjög spennandi að taka þátt í næstu útrás sem er að byggja upp alþjóðlegt háskólasamfé- lag á íslandi. Ég tel raunhæfa mögu- leika á því að byggja hér upp mjög myndarlegt samfélag,“ segir Róbert Wessman, forstjóri Actavis. Hópur sem Róbert er í forsvari fyrir hefur skuldbundið sig til þess koma með einn milljarð króna inn í Háskólann í Reykjavík, þar af 250 milljónir í hlutafé og 750 milljónir nýjan þróunarsjóð skólans. Alls er stefnt að því að afla skólanum allt BREYTINGAR í HR ► Viðskiptaráð íslands verður áfram stærsti hluthafinn í Háskóianum í Reykjavík með 51 prósent. Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins munu eiga sam- tals um 5 prósent en stefnt er að því að nýir hluthafar muni eiga 44 prósent. ► Auk hlutafjáraukningar var stofnaður Þróunarsjóður Há- skólans f Reykjavík. Hann mun hafa 1,5 milljarða til ráðstöfunar til uppbygging- ar á innviðum skólans. W Háskólinn í Reykjavík er nú ^ að hefja framkvæmdir við ný húsakynni skólans við rætur Öskjuhlíðar sem hann mun flytja í eftir tvö ár. HR fær milljarð frá Róbert Wessman i

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.