blaðið - 18.09.2007, Blaðsíða 12

blaðið - 18.09.2007, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2007 blaðiö Hafa glæpahringir snúið sér að lyfjafölsunum? Á þingi alþjóðasamtaka lyfja- fræðinga (FIP) sem haldið var í Pek- ing í byrjun september var fjallað nokkuð um málefni sem er vax- andi áhyggjuefni Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnunarinnar (WHO), lyfjaiðnaðarins, heilbrigðisstétta og stjórnvalda víða um heim. Mál- efni þetta er lyfjafalsanir, eða fram- leiðsla á „counterfeit medicines”, sem að sögn Jeffrey Gren hjá banda- ríska viðskiptaráðuneytinu er nýj- asta áhugamál þeirra sem fengist hafa við eiturlyfjaframleiðslu. Michael Anisfeld, frá bandaríska ráðgjafarfyrirtækinu Globepharm Consulting, tilgreindi þessa aðila nánar: rússneska mafían, kólumb- ískir „viðskiptajöfrar” og hryðju- verkasamtök eins og Hizbollah og al-Quaeda. Ávöxtun fjármuna Augljóst er að hryðjuverkasam- tök hafa þarna séð leið til að skaða og drepa á ófyrirsjáanlegan hátt, en hitt virtist ekki jafn augljóst, hvers vegna rússneska mafían og kólumbískir „viðskiptajöfrar” kjósa að beina kröftum sínum að lyfjafölsunum fremur en eiturlyfja- framleiðslu. Jeffrey Gren varpaði ljósi á málið: ávöxtun fjármuna sem „viðskiptajöfrarnir” leggja í eiturlyfjaframleiðslu á borð við heróínframleiðslu er nálægt 200 prósent, á meðan hún getur verið 2000 prósent ef peningarnir eru lagðir í lyfjafalsanir á sumum teg- undum. Refsiramminn gerir starf- semina ekki minna aðlaðandi: langir fangelsisdómar geta legið við ef menn eru gripnir við eitur- Texti þessi ■k erskrifaður almenningi til K JB umhugsunar W áðurenlagt %sé, T er út í Internet- verslun með lyf. UMRÆÐAN Ingunn Björnsdóttir lyfjaframleiðslu eða sölu, á meðan refsiramminn fyrir lyfjafalsanir er víða um lönd svipaður og fyrir fölsun á Levi’s-gallabuxum eða Prada-töskum. Þó er ekki vitað til þess að falsaðar gallabuxur eða töskur hafi skaðað heilsu fólks að nokkru marki, en fölsuð lyf hafa skaðað/drepið fjölda fólks, þótt meira hafi verið um slík dauðs- föll í þróunarlöndum en þróuðum. Refsiramminn miðast gjarnan við að verið er að brjóta gegn lögum um skrásett vörumerki og tekur þannig oft ekki mið af hættunni sem lögbrotið skapar fyrir blásak- lausan almúgann. Aukin Internetverslun En skyldu íslensk stjórnvöld hafa áhyggjur af lyfjafölsunum? Lauslegar athuganir benda til að svo sé ekki. Lyfjastofnun stoppar að vísu nokkurn fjölda ólöglegra sendinga á fæðubótarefnum og/ eða lyfjum í viku hverri, en ekki er talin ástæða til að reyna að flokka þessar sendingar eftir því hvort um fölsuð lyf er að ræða eða ekki. Stofnunin og ráðuneytið telja nægja að stöðva sendingarnar á öðrum forsendum. Þetta er ef til vill ekki stórkostlegt áhyggjuefni fyrir íslendinga að svo stöddu, en ef Internetverslun með lyf verður leyfð, þá horfir málið hugsanlega öðruvisi við (samkvæmt fyrirlestri Jeffrey Gren má reikna með að helmingur Internetverslunar með lyf snúist um falsaða vöru). Við aukna Internetverslun má reikna með að Lyfjastofnun fái enn meira að gera við að skanna stikkprufur af lyfjasendingum og hefur þó stofnunin ærinn starfa fyrir, ef mið er tekið af starfsmannafjölda. Tekið skal fram að ekki er hver ein- asti pakki frá útlöndum grandskoð- aður þótt allir séu þeir opnaðir, heldur eru teknar stikkprufur til nákvæmari skoðunar. Eftirlit með lyfjum sem berast til landsins eftir hefðbundnum innflutnings- leiðum er sambærilegt við eftirlit af slíku tagi í nágrannalöndunum, þótt „viðskiptajöfrar” í þessari grein „viðskipta” hafi jafnvel verið staðnir að því að koma fölsuðum lyfjum inn í lyfjasendingar sem fara hefðbundnar leiðir (sjá til dæmis frétt á heimasíðu Lyfja- stofnunar um falsað lyf sem barst í samhliða innflutningi frá Frakk- landi til Englands). Texti þessi er skrifaður almenn- ingi til umhugsunar áður en lagt er út í Internetverslun með lyf. Von mín er sú að hann beri ekki fyrir augu allt of margra kólumb- ískra „viðskiptajöfra”, rússneskra mafíósa eða hryðjuverkamanna. Þeim gæti þótt íslenska kerfið athyglisvert. Höfundur er lyfjafræðingur Hvar eru kratarnir? Ekki hef ég alltaf verið sammála krötum í gegnum tíðina. Stundum hef ég þó verið það. Ekki síst þegar um hefur verið að ræða eignarhald á auðlindum. Almennt var lína krata sú að vilja styrkja eignarhald al- mennings, þjóðarinnar allrar, á auð- lindum Islands. Þessi afstaða þótti mér stimpluð inn í hina kratísku vit- und. Nú stöndum við frammi fyrir því að ráðafólk þjóðarinnar selji frá okkur dýrmætustu auðlindir okkar. Salan á orkuveitunum er nefnilega sala á auðlindum. Hellisheiðar- virkjun er ekki bara hús og pípur. Hún er Hellisheiðin sjálf. Og nú standa fjárfestar sem vilja komast yfir slíkar auðlindir í röðum til að hrifsa þær til sín. Þetta þarf engum að koma á óvart. Öðru gegnir um vesaldóm ríkisstjórnarinnar því allt er þetta gert með dyggum stuðningi hennar. En getur verið að hvergi eimi eftir af gömlum arfi í flokki sem vill kenna sig við jafnaðar- mennsku og almannahag? Hvar er arfleifð Hannibals? Hvar er arfleifð Gylfa? Hvar er arfleifð Jóns Bald- vins? Hvar er arfleifð allra hinna? Valtar peningavaldið yfir þá sem JtfkgnijL Nú stöndum við frammi fyrir því að ráðafólk þjóð- arinnar selji frá okkur dýrmæt- ■ k ustu auðlindir yjj |i okkar. UMRÆÐAN Ögmundur Jónasson segjast bera kyndla þessara manna án minnstu fyrirstöðu? Leggjast þeir kannski undir valtarann? Er allt orðið falt? Helsti vandinn að mati ríkisstjórnarinnar er löggjöf sem bannar útlendingum utan EES að fjárfesta í orkulindum. Þetta líkaði F1 Group, Glitni og Goldman Sachs bankanum illa enda er þegar búið að skipa nefnd til að kippa þessu í liðinn. I nefndinni eiga sæti full- trúar ríkisstjórnarflokkanna, Við- skiptaráðs og Samtaka atvinnulífs- ins. Enginn frá Neytendasamtökum, enginn frá verkalýðshreyfingunni. Hefði Hannibal haft þetta svona? Höfundur er þingflokksformaður VG Oticon ♦ Epoq Ný kynslóð þráðlausra heyrnartækja Epoq eru fyrstu heyrnartækin sem tala saman. Tvö Epoq senda stöðugt upplýsingar sín á milli og samræma hratt og örugglega stillingar og hljóðstyrk. Með Epoq heyrnartækjum kemstu nær eðlilegri heyrn en nokkurn tímann áður! Epoq heyrnartækin geta tengst þráðlaust við farsíma og aðra hljóðgjafa í gegnum Epoq streymi. Með Epoq opnast því ný hljóðveröld sem auðveldar þér að eiga dagleg samskipti og njóta þess sem tækni 21. aldar hefur upp á að bjóða. Heymrtækm______________________ Glæsibæ | Álfheimum 74 | 1 0 4 Reykjavík | Pantaðu tíma í síma 568 6880 Y04.IK Eltak sérhæflr sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum mesta úrval á íslandi af smáum og stórum vogum Hafdu samband ELTAK , Síðunuila 13, sfmi 588 2122 www.eltak.is TliSÖLU... SMÁAUGLÝSINGAR Efnalaugin Björg Gæðahreinsun Góö þjónusta Þekking Opiö: mán-fim 8:00 - 18:00 föst 8:00 - 19:00 laugardaga 10:00 - 13:00 Háaleitisbraut 58-60 • Sími 553 1380

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.