blaðið - 18.09.2007, Blaðsíða 2

blaðið - 18.09.2007, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2007 blaöiö Láglaunastefna 20% lægri laun hjá ríki Heildarlaunamunur milli rík- isstarfsmanna og starfsmanna á almennum markaði var að meðaltali 20 prósent í febrúar í vetur samkvæmt könnun sem SFR gerði. SFR segir að þessi launa- munur eigi sér engar eðlilegar skýringar heldur sé um að ræða hreina láglaunastefnu ríkisins. Segir SFR Ijóst að í komandi kjarasamningum verði þess krafist að félags- menn verði launaðir til jafns við starfsmenn á almennum markaði. mbl.is Aukaverk vegna tvöföldunar Reykjanesbrautar kosta hálfan milljarð Tenging við IKE A kostnaðarsöm Aukaverk vegna tvöföldunar Reykjanesbrautar milli Kópavogs og Hafnarfjarðar hafa kostað um 500 milljónir króna. Þar af eru tæp- lega 400 milljónir króna vegna mi- slægra gatnamóta við nýja verslun IKEA, sem voru ekki í upprunalegri verkáætlun. Jónas Snæbjörnsson, svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Suðvesturlandi, segir að mikið hafi legið á þessu verki. Vegagerðin hafi því samið beint við verktakana, Klæðningu og Glúm, um gerð þess eftir að útboð fór fram og samningar frágengnir. Hann segir mislægu gatnamótin vera beina afleiðingu af byggingu nýrrar verslunar IKEA á þessu svæði þar sem umferð hafi aukist Heildarkostnaður vegna tvöföld- mikið og að tengja hafi þurft inn á unarinnar er áætlaður um 1.600 nýtt svæði. milljónir króna með öllu og því er Nýja IKEA-verslunin Gerð mislægra gatnamóta til að tengja inn á svæðið sem verslunin er staðsett á kostar tæplega 400 milljónir króna. um fjórðungskostnaðaraukningu að ræða vegna byggingar mislægu gatnamótanna. Verklok voru áætluð þann 16. ágúst síðastliðinn og hafa verktakarnir sætt 100 þúsund króna dagsektum frá þeim degi. Verktakarnir segja verkið hafa tafist vegna stóraukins umfangs, meðal annars vegna byggingar mislægu gatnamótanna við IKEA. Jónas segir þetta ekki rétt. „Þegar samið var um þessi viðbótarverk þá var jafnframt samið um nýja skila- fresti. Það eru þeir skilafrestir sem verktakinn hefur ekki getað staðið við. En ég vona að verklok verði í október.“ thordur@bladid.net Gullhornum stolið á ný Eftirlíkingum af gullhornunum með rúnaletrinu sem fundust 1639 og 1734 við Gallehus í Danmörku og eru talin vera frá því um árið 400 var stolið aðfaranótt mánudags úr safninu Kongernes Jelling. Báðum hornunum var stolið 1802 frá safni í Kaupmannahöfn og þau brædd. Árið 1979 voru gerðar eftirlíkingar af hornunum eftir teikn- ingum frá 17. og 18. öld. Það var að þessum eftirlíkingum, sem taldar eru þjóðargersemi, sem danska lögreglan leitaði í gær. ibs Farbanniö sem hvarf Maður sem hlaut á dögunum þriggja og hálfs árs fangelsisdóm fyrir hrottafengna nauðgun er horfinn úr landi. Var maðurinn dæmdur í farbann á meðan málið var rannsakað en það var ekki framlengt þegar það rann út. Maðurinn hvarf úr landi daginn áður en hæstaréttardómurinn yfir honum féll, en þá hafði hér- aðsdómur áður dæmt hann til fangavistar vegna málsins. aþ Þyrlan sótti slasaöa Alvarlegt bílslys varð í Reykhóla- sveit á Vestfjörðum í gær. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út. Ekki var vitað um tildrög eða hve margir lentu í slysinu, þegar Blaðið fór í prentun. Haust á fast- eignamarkaði í nýrri fasteignaspá greiningar- deildar Kaupþings er gert ráð fyrir að fasteignaverð hækki að meðaltali um 9% á þessu ári en síðan taki markaðurinn að kólna og að tólf mánaða hækkun fast- eignaverðs nái lágmarki í 2,5% að nafnvirði á næsta ári. Velta hefur aukist verulega á fyrri hluta ársins 2007 þannig að fjöldi þinglýstra kaupsamninga í hverri viku slagar hátt upp í það sem hæst var haustið 2004 þegar bankarnir komu inn á fast- eignalánamarkaðinn. Hins vegar hefur fasteignaverð hækkað mun minna nú en árið 2004. íslendingi vísað frá Danmörku íslendingur í Kaupmannahöfn, sem dæmdur var í tveggja ára fangelsi fyrir fíkniefnabrot á föstudag, fær ekki að búa í Dan- mörku að lokinni afplánun. Lög- maður hans segir fáheyrt að end- urkomubanni sé þar beitt gegn norrænum borgara og því sé nú í fyrsta sinn beitt gegn íslendingi. Maðurinn hefur búið á fimmta ár í Danmörku, er í sambúð og á þar tólf ára dóttur. Dómnum hefur verið áfrýjað, að sögn RÚV. FLUGFÉLAO ÍSLANDS flugfelag.is Burt úr bænum Hópaferðir fyrir öll tilefni GRIMSEV* ÞO«*HÖWýt, VÓPNAFJO60UH- Upplýsingar: Simi 570 3075 hopadeild@flugfelag.is VESTf/ArjfJAEVJAH Fá fjóra daga í leikskólanum ■ Börnin á Austurborg fá ekki að mæta á hverjum degi ■ Sér- kennsla og foreldraviðtöl verða undan að láta í manneklunni Eftir Arndísi Þórarinsdóttur arndis@bladid.net Þau börn sem sækja menntun í leikskólanum Austurborg fá ekki að mæta nema fjóra daga í viku sökum manneklu og er það bara eitt af mörgum dæmum um það hvernig leikskólarnir reyna að bregðast við starfsmannaskortinum. „Allt starfsfólkið gerir náttúrlega sitt besta til þess að láta þetta ganga og stendur sig mjög vel, en auðvitað kemur þetta mjög illa við flesta for- eldra,“ segir Rúna Malmquist, for- maður foreldrafélags barna á Aust- urborg. „Þetta er auðvitað tuttugu prósenta skerðing." Vandinn sem Rúna lýsir er samfélagslega knýj- andi, því að á æ fleiri vinnustöðum þurfa foreldrar að hverfa frá störfum sínum til að sinna barnauppeldi. Auk þess sem dvalartími barn- anna hefur skerst eru dæmi um skerta þjónustu á leikskólunum, til dæmis anna einhverjir leikskólar ekki foreldraviðtölum. Sérkennsla í hættu Björg Bjarnadóttir, formaður Fé- lags leikskólakennara, segir að eðli- lega heyri hún fyrst og fremst af fag- legum áhyggjum sinna félagsmanna, frekar en áhyggjum foreldra. Hún segir félagsmenn sína meðal annars kvarta undan því að undirbúnings- VEÐRIÐ í DAG Börnin á vergangi Þessi börn, sem tengjast þó ekki efni fréttar- innar, eru nógu lánsöm til þess að fá að dveljast í leikskólanum. LEIKSKÓLAR í VANDA í Reykjavfk er 81 leikskóli. 10. september sl. voru 160 stöðugildi ómönnuð, sem var þó framför frá því sem var fyrr í haust. tími leikskólakennara sé nánast að engu orðinn og jafnframt hafi hún heyrt að í einhverjum tilfellum hafi sérkennsla þurft undan að láta. „Við höfum verulegar áhyggjur," segirBjörkEinisdóttir.framkvæmda- stjóri Heimilis og skóla. Hún segir að óneitanlega sé ástandið víða slæmt, en tekur fram að það sé mis- ÁMORGUN ► ► jafnt eftir leikskólum. Hún bendir á að sums staðar sé engin mannekla sem veki spurningar um það hvað sé öðruvísi á þeim vinnustöðum. Sigrún Björnsdóttir, upplýsinga- fulltrúi leikskólasviðs Reykjavík- urborgar, segist ekki kannast við að þjónusta við börn sem njóti sér- kennslu hafi verið skert. Hún tekur undir með Björk að ástandið sé mis- munandi eftir hverfum. Til dæmis hafi gengið illa að manna stöður í nýrri hverfum og þá séu ný börn síður tekin inn í þá leikskóla. HEFURÞÚ ÁBENDINGU? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á bladid@bladid.net Hlýnandi Snýst í suðvestan 8-13 með skúrum vest- antil, en 5-10 austantil á morgun og léttir þar til. Hlýnandi veður og hiti 5 til 12 stig, hlýjast norðaustanlands. Rigning sunnanlands Austlæg átt, 5-10 m/s og rigning sunn- anlands síðdegis. Hægari vindur og víða léttskýjað norðantil fram eftir degi. Hiti 5 til 10 stig. • Eldsvoði Tilkynnt var á tíunda tímanum í gærmorgun um reyk í sogkerfi á trésmíðaverkstæði við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði. Glóð hafði komist í sag í kerfinu, eldur náði þó ekki að komast upp en það tók slökkvilið um tvo tíma að slökkva í glæðunum og hreinsa kerfið. mbl.is Myndir ótengdar efninu Fyrir mistök birtust í Blaðinu á laugardag tvær myndir sem ekki tengdust efni greinanna sem um ræddi, án þess að þess væri sérstaklega getið. A bls. 15 var mynd af sambýli þroskaheftra á Akureyri, sem á engan hátt tengdist umfjöllunarefni greinar forystumanna Þroskahjálpar. Á bls. 2 var mynd af fluguveiðimanni, sem tengdist ekki efni fréttar um brottræka maðkaveiðimenn í Hítará. Blaðið biðst afsökunar á mistökunum. Leiðrétt Ritstjórn Blaösins vill leiðrétta hvaðeina, sem kann að vera missagt í blaöinu. Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2. VÍÐA UM HEIM Algarve 23 Amsterdam 15 Ankara 27 Barcelona 27 Berlln 24 Chicago 28 Dublin 12 Frankfurt 18 Glasgow 11 Halifax 20 Hamborg 13 Helslnki 14 Kaupmannahöfn 16 London 15 Madrid 27 Mílanó 22 Montreal 10 Munchen 14 New York 14 Nuuk 4 Orlando 25 Osló 16 Palma 25 París 20 Prag 16 Stokkhólmur 17 Þórshöfn 5

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.