blaðið - 18.09.2007, Blaðsíða 26

blaðið - 18.09.2007, Blaðsíða 26
38 ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2007 blaöiö FÓLK folk@bladid.net Já, ég segi það alveg hiklaust. Hún ber aldurinn mjög vel. Ber hún aldurinn vel? Möðruvallakirkja i Hörgárdal verður 140 ára þann 23. september næstkomandi og verður því fagnað í kirkjunni með messu þar sem séra Jón Aðalsteinn Baldvinsson, vígslubiskup á Hólum, predikar. HEYRST HEFUR Bryndís Svavarsdóttir á rúmlega 80 maraþonhlaup að baki BLOGGARINN... Um 80 konur sem starfa á fjöl- miðlunum komu saman á föstu- dagskvöldið á sérstöku fjölmiðla- kvennateiti. Þetta var í þriðja skipti sem slík samkoma var haldin og alla jafna hefur verið vel mætt. Meðal þeirra kvenna sem þarna létu sjá sig var Lára Ómarsdóttir, fréttakona á Stöð 2, sem líkt og pabbi hennar ýfc (Ómar Ragnars- son) átti auð- velt með að segja sögur af sjálfri sér og fá stelp- urnar til að syngja með sér og hlæja. Á þessu fjölmiðlaskralli mátti sjá konur frá öllum stærstu fjölmiðlum á íslandi, eins og Mörtu Maríu Jónasdóttur, sem nú stýrir Sirkusi, Ólöfu Rún Skúladóttur frá fréttastofu Útvarpsins, Sigrúnu Maríu Hilmarsdóttur frá Sjónvarpinu, Sigríði Hagalín Björnsdóttur frá Sjónvarpinu, Lóu Pind Aldísardóttur frá Stöð 2, Gerði Kristnýju rithöfund, Ingveldi Geirsdóttur frá Morgunblaðinu og Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur, fréttastjóra á Blaðinu, svo að- eins fáeinar séu nefndar. RÓsa Björk Brynjólfsdóttir, sem starfaði á NFS en síðan á Morgunblaðinu, er að skipta um starfsvettvang. Hún er á leið til Parísar þar sem hún ætlar að starfa á frönsku fréttastofunni Frans24 en þar starfar einmitt önnur islensk fréttakona, Sara Kolka, en faðir Hafnfirskur hlaupagikkur Hlaup og ferðalög eru helstu áhugamál Bryn- dísar Svavarsdóttur, sem sameinar þau með því að ferðast vítt og breitt um heiminn og taka þátt í maraþonhlaupum. Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur hilduredda@bladid.net Bryndís er hlaupagikkur með meiru úr Hafnarfirði. Frá því að hún byrjaði að skokka árið 1991 hefur hún tekið þátt í á níunda tug maraþonhlaupa í átta löndum. „Ég er búin að hlaupa 81 hlaup, það er að segja ef ég tel bara eigin- leg maraþonhlaup. En svo ef ég tel með hlaupin sem ég hef farið í sem eru lengri en hefðbundið maraþon þá eru þau 90, enda hef ég 9 sinnum hlaupið Laugaveginn sem er 55 kíló- metrar," segir Bryndís. „En ég tel ekki með svokölluð æfingahlaup, en dæmi um slíkt sem ég hef tekið þátt í var þegar ég hljóp frá Þingvöllum og niður í Alþingishúsið. Það eru um 50 kílómetrar." Hvenœr byrjaðirðu að hlaupa? „Ég byrjaði árið 1991 með hlaupa- hópi sem hljóp frá sundlauginni minni. Ég hafði séð mynd af þessum hópi í einhverju blaði og ákvað þá bara að mæta á næstu æfingu. Þá hlupum við um tvo kílómetra eða svo og ég varð mjög andstutt og þurfti að labba inn á milli. Það hefur því mikið vatn runnið til sjávar síðan þá,“ segir Bryndís og hlær. „En fram að þessu hafði ég ekkert æft. Þegar ég var krakki hjólaði ég mikið en ég man ekki eftir mér hlaupandi nema þegar ég var í eltingarleikjum, Fall- inni spýtu og slíkum leikjum með jafnöldrum mínum.“ Mikil ferðalög Bryndís æfði með hlaupahópnum hjá sundlauginni í nokkur ár, en þá breyttust aðstæður og hún fór að vinna í Reykjavík. „Ég var að vinna uppi á Stórhöfða og vandi mig á að hlaupa þaðan heim í Hafnarfjörð- inn þrisvar í viku. Þá hljóp ég frá hæðinni og inn í Elliðaárdalinn og þaðan hina svokölluðu flóttamanna- leið inn í Hafnarfjörð, samtals um 16 kílómetra. Svo var ég með hlaupahópi ÍR um skeið og var líka að æfa ein í einhver ár, en núna er ég að hlaupa með hópi hafnfirskra Hlaupadrottning Bryndís hefur farið í mörg maraþon í Bandarikjunum. BRYNDÍS Erfimmtug. Er á þriðja ári í guðfræði í Háskóla íslands. Bloggar um hlaup á slóðinni byltur.blog.is. kvenna, en sá hópur er einmitt á leið í sína fyrstu ferð til Bandaríkjanna í október, þar sem við ætlum að taka þátt í maraþoni í Washington-borg, og í kjölfarið af því fljúga þær aftur heim en við maðurinn minn förum til Vestur-Virginíu þar sem ég tek þátt í öðru hlaupi,“ útskýrir hún. Hvað tekurðu þátt í mörgum hlaupum á ári? „Undanfarin ár hef ég verið að hlaupa svona frá sjö og upp í tíu, ell- efu maraþon á ári og ég hef þegar keppt í 20 fylkjum Bandaríkjanna, í Hollandi, Ungverjalandi, Möltu, Englandi, írlandi, Svíþjóð og Danmörku." Vil ekki ofkeyra mig Aðspurð hversu mikið hún æfi í hverri viku segir hún það vera mis- jafnt. „Þegar ég er ekki að æfa fyrir hlaup dett ég stundum niður í um 30 kílómetra á viku, sem er alls ekki mikið. En hópurinn sem ég er núna í er að taka að jafnaði á milli 50 og 60 kílómetra á viku.“ Fylgir þessu ekki mikið álag og strangt matarœði? „Nei, ég hef að minnsta kosti ekki þann háttinn á. Ég hugsa lítið sem ekkert um mataræðið og passa að ofreyna mig ekki í hlaupinu. Maður á náttúrlega bara að hafa þann hátt- inn á sem hentar manni best og ég þykist vita að ef ég væri alltaf í topp- álagi væri ég búin að gera út af við hnén á mér og aðra liði. En ég er ekki tilbúin til þess að ofkeyra mig enda eru hlaup og ferðalög mín helstu áhugamál. Hvort tveggja sameina ég í maraþonferðalögum mínum til útlanda. Slíkar ferðir krefjast gjarnan mikillar skipulagningar og eru dálítið dýrt fyrirtæki, en ég er í ágætis aðstöðu til að ferðast núna þar sem yngsta barnið mitt er orðið 22 ára gamalt. Ég á því auðveldara með að skreppa út heldur en áður,“ segir Bryndís. Tilvonandi prestur En þótt hlaupið sé tímafrekt sport þýðir það ekki að hún sitji auðum höndum á milli æfinga og maraþon- hlaupa, enda stundar hún nám í guð- fræði við Háskóla íslands og segist afar ánægð í sínu námi. „Þetta er mjög áhugavert nám sem spannar mjög vítt svið. Maður er alls ekki bara að læra um Biblíuna heldur líka siðfræði, sálgæslu, aðferðafræði og margt fleira. Ég stefni á að taka embættispróf og verða prestur, sem er vel við hæfi þar sem maðurinn minn segir að ég messi hvort eð er svo mikið yfir honum að ég geti al- veg eins þegið laun fyrir það,“ segir hún og hlær. Lokum Kolaportinu „Áður en Kolaportið opnaði var ekki sá/a / miðbænum, ” segir Gunnar Hákonarson, framkvæmdastjóri Kolaportsins, íFrétta- blaðinu i dag. Ég held að allir skynsamir menn sjái igegnum málflutning þeirra sem vilja halda Kolaportinu á lífi. Kolaport- ið er hvorki upphafið né endirinn á mið- bænum. Hugsantega mun lokun portsins valda smáglæpamönnum, sem þurfa að koma DVD tækjum og etdhúsvörum i verð, nokkrum erfiðleikum. Símon Birgisson blogg.visir.is/simonbirgis Þorgrímur og frú Þorgrímur er með fax sem gulur fákur, kvik augu sem létta lund, tennursem smíðaðar voru af dvergum norrænu goðafræðinn- ar, einstaklega áheyrilegan róm, bros á við landstagsmálverk sem ekki er haft til háðungar á nýlistasafni. Hann er utan af landi en þó stórborgarstrákur, sniðugur og skeleggur, úrræðagóður en fullur eidmóðs, elskulegur, áræðinn og hjálpfús þótt hann sé ekki í skátunum eða Oddfellow. Hann var að skrifa bók um hvemig maður á að vera góður við konuna hans. Fínt. Frábært. Skamm þeirsem viija ekki vera góðir við konuna hans. Bryndís Björgvinsdóttir brisso.blog.is Islenskt krisecenter Það erkveikt á danska sjónvarpinu. Þar er viðtal við Per sem átti konu sem skildi við hann. Hann var fuldstændigt runt pá gulvet alene og þurfti að fara ikrísecenter inden han btiv hjemlös, alkoholiker eller stofmisbrugere. „Mænd er sá stolte, men nu har jeg lært at være atene, “ segir Per. Er til íslenskt krisecenter fyrir einmana karlmenn? Þórdís Gísladóttir thordis.blogspot.com TAEKWONDODEILD ÍR býður gamla sem nýja meðlimi velkomna til æfingá. Haustæfingar komnar á fullt skrið. Þetta verður g6ður vetur, Æfingatimar byrjenda: mánud., þriðud, og fimmtud, kl.19:00 laugard. kl. 10:30 Æfingatímar framhaidshóps: mánud., þriðjud. og fimmtud. kl.20:30 iaugard. kJ10:30 Æfingatími bamahóps þriöjud. kl. 18:10 og fimmtud. kl. 18:00 Ailar nánari uppi. iná fima á £! -y Jf? TAEKWONDO Su doku 3 5 1 2 8 9 1 3 4 7 4 2 5 3 7 9 8 6 8 7 9 7 5 8 4 7 3 6 2 1 4 Su Doku þrautin snýst um aö raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri iínu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. HERMAN eftir Jim Unger 11-8 O LaughingStock Intematlonal IncVdiat. by United Media, 2004 Látum okkur sjá. Þú segir að þín sé með þrem bláum doppum?

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.